Morgunblaðið - 28.07.1999, Side 19

Morgunblaðið - 28.07.1999, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. JÚLÍ 1999 19 VIÐSKIPTI Ofullnægjandi tilkynningar um utanþingsviðskipti til Verðbréfaþings Islands Fjórða tilvikið á tæpu ári KOMIÐ hefur í ljós að tilkynningar Kaupþings Norðurlands hf. um við- skipti með skráð verðbréf utan Verðbréfaþings Islands hafi verið ófullnægjandi frá 26. mars 1999. Kaupþing Norðurlands hefur í sam- ráði við starfsmenn Verðbréfaþings Islands unnið að því að taka saman þau viðskipti sem ótilkynnt voru og liggur sá listi nú fyrir. Viðskiptin verða tilkynnt í viðskiptakerfmu eft- ir nánari ákvörðun starfsmanna Verðbréfaþings Islands. Er þetta í fjórða skiptið sem tilvik af þessu tagi kemur upp á tæpu ári. í hinum tilvikunum var um misbrest að ræða hjá Landsbanka Islands, Kaupþingi og Búnaðarbanka Is- lands. Ekki liggur fyrir um hve háa fjárhæð er að ræða í þetta sinn. Astæðan fyrir þessu er einkum sú að í kjölfar innleiðingar nýs upplýs- ingakerfis var vinnureglum varð- andi þessar tilkynningar á utan- þingsviðskiptum ekki breytt á full- nægjandi hátt. Þessu hefur nú verið kippt í liðinn og verða tilkynningar utanþingsviðskipta hér eftir með eðlilegum hætti, að því er fram kem- ur í tilkynningu frá Kaupþingi Norðurlands. Verðbréfaþing lítur þetta mál al- varlegum augum, enda hefur komið í Ijós á síðustu misserum að vinnu- brögðum þingaðila við tilkynningar utanþingsviðskipta hefur verið áfátt og þingið hefur ítrekað vakið athygli þeura á málinu. I tilkynningu frá Verðbréfaþingi Islands kemur fram að samkvæmt lögum um starfsemi kauphalla og skipulegra tilboðsmarkaða er heim- ilt að eiga utanþingsviðskipti með verðbréf sem skráð eru í kauphöll, enda séu viðskiptin tilkynnt með þeim hætti sem kveðið er á um í reglum kauphallar um viðskipta- og upplýsingakerfi. í reglum þingsins segir, að þingaðilar skuli skrá utan- þingsviðskipti í viðskipta- og upplýs- ingakerfi þingsins eigi síðar en fyrir hádegi næsta viðskiptadag eftir að viðskiptin áttu sér stað. Öll viðskipti fyrir milligöngu þingaðila með skráð verðbréf á eftirmarkaði eru tilkynn- ingarskyld til þingsins. Þó hefur þingið beint þeim tilmælum til þing- aðila eigi þeir viðskipti utan þings sín á milli, að sá sem kaupir tilkynni í þeim tilgangi að útiloka tvískrán- ingar viðskipta. „Vanræksla tilkynninga brýtur gegn þeirri gagnkvæmishugsun að hver þingaðili fái upplýsingar um viðskipti allra hinna þingaðilanna gegn því að leggja fram allar upp- lýsingar um eigin viðskipti. Van- ræksla tilkynninga veldur því að aðrir þingaðilar geta ekki gert sér eins glögga mynd af markaðnum og sá þingaðili sem ekki tilkynnir. Útanþingsviðskipti þingaðila mynda gjaldstofn til veltugjalda og eiga að stuðla að því að hver þingað- ili beri sinn hlut af rekstrarkostnaði þingsins í samræmi við þau við- skipti sem hann á með skráð bréf, enda má ætla að í öllum slíkum við- skiptum njóti þingaðilinn ávinnings af verðmyndun og upplýsingagjöf þingsins," að því er fram kemur í tilkynningu frá Verðbréfaþingi ís- lands. Nýtt upplýs- ingakerfí gefur goða LANDSSÍMINN, íslandspóstur og Nýherji tóku um síðustu áramót í notkun nýtt viðskipta- og fjárhags- upplýsingakerfi frá hugbúnaðarfyr- irtækinu SAP AG (System App- lications and Products) í Þýskalandi sem þykir eitt fullkomnasta kerfi sinnar tegundar sem í boði er í heiminum. Kerfið nefnist R3 og ger- ir kleift að samtengja fjölmarga ólíka þætti í rekstri fyrirtækja. Kerfið gerir það að verkum að upp- lýsingar um rekstur í einni deild fyr- irtækis, s.s. um sölu á tiltekinni vöru, berast til annarra deilda og þannig uppfærast allar breytingar sjálfkrafa í þeim deildum sem hlut eiga að máli, til dæmis birgðahaldi og bókhaldi. Einnig gerir kerfið það mögulegt að aðgreina nákvæmlega mismunandi kostnaðarþætti í rekstrinum, sem gerir eftirlit virkara og getur stuðlað að auknum sparnaði í rekstri. Ennfremur auð- veldar kerfið fyrirtækjum að halda saman upplýsingum sem tengjast starfsmönnum og vinnuferlum og getur þannig eflt þekkingarvirkjun í fyrirtækinu. „Kerfið er mjög öflugt og býður upp á fjölda ólíkra lausna, allt eftir því hvers eðlis reksturinn er,“ segir Frosti Sigurjónsson, forstjóri Ný- herja. „Munurinn á þessu kerfi og þeim sem smærri eru, er að það er allt staðlað í þessu kerfi og þess vegna er hægt að nota mismunandi einingar saman. Það hafa margir hallmælt kerfinu vegna þess hve tímaírekt og erfitt þykir að setja það upp en yfirleitt er uppsetningartími raun háður flækjustigi hvers fyrirtækis en ekki þeim hugbúnaði sem settur er upp. Hér á landi hafa uppsetningar gengið hratt og vel fyrir sig enda eru flest íslensk fyrirtæki lítil í alþjóð- legum samanburði. Þegar búið er að setja kerfið upp, auðveldar það mjög allt reikningshald og endurskoðun og getur flýtt mjög fyrir reglulegu rekstraruppgjöri fyrirtækja," segir Frpsti. Ólafur Stephensen, forstöðumaður upplýsinga- og kynningarmála hjá Landssímanum, segir að kerfið hafi í för með sér breytingar á vinnu- brögðum starfsmanna. Skrá verði niður upplýsingar um starfsemina jafn óðum og þannig verði smám saman til öflugur upplýsingabanki um rekstur fyrirtækisins. „Starfsfólk hér hefur yfirleitt tekið þessum nýj- ungum vel og eftir að fólk hefur náð tökum á því að vinna í kerfinu hefur það lýst ánægju með hversu öflugt það er og býður upp á marga mögu- leika,“ segir Ólafur. „Kerfið veitir okkur líka möguleika á að aðgreina kostnað við einstakar rekstrarein- ingar og getur gefið okkur upplýs- ingar um framlegð af einstökum hópum viðskiptavina.“ Ólafur segir að SAP-kerfið muni reynast mikilvægt tæki í rekstri Landssímans í því breytta rekstrar- umhverfi sem skapast hafi með frjálsri samkeppni á fjarskiptamark- aði. „Kerfið gerir okkur kleift að starfa af ábyrgð í þessu umhverfi og er til þess fallið að auka trúverðug- leika Landssímans gagnvart við- skiptavinum og keppinautum.“ 30. júlí-2. ágúst 1999 Hljóðfæra- og sönghátíð í Árnesi, Gnúpverjahreppi um verslunarmannahelgina 1999 „Folkfestival11 NÚ eru not fyrir þig og hljóðfærið þitt, vasasöngbókina, góða skapið og sönggleðina, í samspilið og alla almenna þátttöku! Um verslunarmannahelgina verður haldin söng- og hljóðfæraásláttarhátíö í Árnesi. „Folkfestival" eins og þau gerast best austan hafs og vestan og hafa aldrei verið hald- in á íslandi. Aldrei hefur verið reynt að laða á einn stað fólk á öllum aldri og af öllum þjóðum til að spila og syngja saman og skapa þar með einskonar alþýðustemmn- ingu þar sem allir geta verið þátttakendur. Árnes og umhverfi þess er kjörinn staður til að halda slíka hátíð þar sem góð aðstaða fyrir ferðafólk er fyrir hendi og hægt að hlaupa inn í hús gerist veður válynd. Við Árnes eru góð tjaldstæði, sundlaug, heitir pottar, knattspyrnuvöllur o.fl. Fjöldi landskunnra listamanna koma fram á hátíðinni og má þar nefna m.a. KK, Bubba, Geirfuglana, Bjartmar Guðlaugsson, Súkkat, Bláa fiðringinn, Björgvin Gísla- son, Eyjólf Kristjánsson, Ólaf Þórðarson, Sigurð Gröndal, Wilmu Young, Björn Thoroddsen, Kuran Swing o.fl. Einnig verða þrennir klassískir tónleikar í boði fyr- ir fólk. Á þeim koma fram dúó skipað hörpu og sellói, Strengjatríó og íslenska tríóiö, skipað píanói, fagotti og óbói. Það er eindregin ósk mótshaldara að allir þeir sem hafa gaman af því að syngja og spila á hljóðfæri með öðrum mæti á staðinn og taki þátt. Meiningin er sú að fólk sem þekkist ekkert spili og syngi saman og skapi þannig mjög skemmtilega og jákvæða stemningu. Þetta verður fjölskylduvæn hátíð þar sem allir sem vilja geta verið þátttakendur og komið fram einir eða með öðrum, hvort sem þeir leika á skeiðar, önnur hljóðfæri eða vilja bara syngja. Gestir hátíðarinnar eru hvattir til að hafa með sér hljóðfærin sín og söngbækur og gerast þátttakendur í vonandi stærstu þjóðlagahljómsveit sem hér hefur sést. Dagskráin hefst föstudagskvöldiö 30. júlí meö dansleik í Árnesi þar sem hiö frábæra tríó Blái fiðringurinn leikur. Allar nánari upplýsingar veitir: Míöaveröi veröur stillt mjög í hóf þúsund þjalir-umboðsskrifstofa listamanna oq kostar aðeins 300 kr. inn á dansleikinn Allsturstræli 6 •101 Reykjavík • simar 552 4022 / 898 0120 • Fax 552 4065 Netföng olitcó 10OOth.is / siggi10OOth.is • Veffang: http://www.1000th.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.