Morgunblaðið - 28.07.1999, Side 24

Morgunblaðið - 28.07.1999, Side 24
24 MIÐVIKUDAGUR 28. JÚLÍ 1999 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Málefni Iraks torleyst innan öryggisráðsins Byrjað að eyða VX-taugagasi Amstcrdam, Bagdad. AFP, Rcuters. HÓPUR sérfræðinga á sviði efna- og lífefnatækni hóf í gær að eyða VX-taugagasi sem varð eftir í Bagdad er starfsmenn vopnaeftir- litsnefndar SÞ, UNSCOM, héldu frá borginni seint á síðasta ári. Höfðu hinir alþjóðlegu eftirlits- menn þurft að bíða nokkra stund á meðan öryggisráð Sameinuðu þjóð- anna gerði upp hug sinn um hvort eyða ætti taugagasinu eða greina það á tilraunastofu. Gert var ráð fyrir að verkið tæki nokkrar klukkustundir og að sérfræðing- arnir héldu frá Bagdad í dag, mið- vikudag. Hópurinn, sem lagði af stað til íraks í liðinni viku til að ganga frá efnum er eftir urðu á rannsóknar- stofu UNSCOM, er starfsmenn nefndarinnar yfirgáfu írak vegna Hópur sérfræð- inga sendur til Bagdad yfirvofandi loftárása Breta og Bandaríkjanna í desember sl., 'hef- ur lokið störfum sínum að öðru leyti. Öryggisráðið kom saman í höfuð- stöðvum SÞ í gær og ræddi lyktir málsins en ríkin sem í ráðinu sitja gátu lengi vel ekki komið sér saman um hvað gera ætti við sjö til- raunaglös sem innihalda VX- taugagasið. Rússar höfðu krafist þess að efnin yrðu greind svo hægt væri að sannreyna í hvað þau hafi verið notuð. Bandaríkjamenn og Bretar höfnuðu hins vegar þeirri tillögu sem þeir sögðu að þjónaði aðeins þeim tilgangi að rýra UNSCOM trausti. Segja UNSCOM hafa misnotað taugagasið Stjórnvöld í Bagdad hafa haldið því fram að bandarískir og breskir starfsmenn UNSCOM hafi notað taugagasið til að spilla sýnum er tekin voru úr eldflaugum með það fyrir augum að telja fólki trú um að Irak hafi smíðað gereyðingarvopn í trássi við alþjóðasamninga og ályktanir öryggisráðsins. Komu ásakanir þess efnis fyrst frá Rúss- um. UNSCOM hefur neitað ásökun- unum staðfastlega og hafa tals- menn nefndarinnar sagt að sýnin hafi aðeins verið notuð til tilrauna á íröskum efnum. Deila Indverja og Pakistana um Kasmír Styrjöld var tal- in yfirvofandi Giuliani í ríki Clintons Nýju Delhí. AFP. INDVERSK stjómvöld vísuðu í gær algerlega á bug fregnum þess efnis að þau hefðu hafið undirbún- ing að stigmögnun átakanna við Pakistan um Kasmír-hérað, sem e.t.v. hefði þýtt að kjamavopnum hefði verið beitt. Fréttir þess efnis birtust í bandaríska stórblaðinu Washington Post á mánudag en talsmaður indverska utanríkisráðu- neytisins sagði í gær að þær væm „illa ígmndaðar og ósannar". Full- yrti hann að aðgerðir Indverja hefðu eingöngu verið gerðar í vam- arskyni. Washington Post sagði í frétt sinni að bandarískir embættismenn hefðu tjáð sér að undangengin átök í héraðinu, milli indverska hersins og skæmliðasveita sem styðja mál- stað Pakistans, hefðu auðveldlega getað leitt til stórfelldrar styrjaldar milli ríkjanna tveggja, sem bæði hafa burði til að beita kjamavopn- Kynnu að hafa ráðist inn í Pakistan Töldu heimildamenn blaðsins að ekki væri erfitt að ímynda sér að kjamavopnastríð hefði getað brotist út, þrátt fyrir að hvomgt ríkjanna hefði kosið slíka þróun mála. í blaðinu kom fram að Indverjar kynnu að hafa ráðist inn í Pakistan ef stjómvöld í Islamabad hefðu ekki getað komið skæraliðasveitum í Ka- smír í skilning um að draga sig frá vígstöðvum handan markalínunnar er skilur að yfirráðasvæði Indverja og Pakistana í Kasmír. Þá nefndi Washington Post að gervihnattamyndir sem teknar vora af Indlandi sýndu mikla liðsflutn- inga hersins í Rajasthan, suður af Kasmír-héraði, þar sem bersýnilega var verið að undirbúa stórsókn „árásarliðs". Þá höfðu sumarleyfi hermanna indverska hersins enn- fremur verið afturkölluð. RUDOLPH Giuliani, borgarsljóri New York, heimsótti í gær Arkansas, heimaríki Bills Clint- ons Bandaríkjaforseta, til að reyna að koma höggi á eiginkonu hans, Hillary. Talið er nánast ör- uggt. að Giuliani verði í framboði gegn forsetafrúnni í kosningum í New York á næsta ári til öld- ungadeildar Bandaríkjaþings. Borgarstjórinn fór til Arkansas í boði ríkisstjórans Michaels Huckabees til að afla íjár i kosningabaráttuna og skoða „þekkta staði í Arkansas og kynnast fólki sem býr og starfar í rfldnu", að því er fram kemur á heimasíðu Giulianis á Netinu. Stjórnmálaskýrendur litu HAFT var eftir vestrænum erind- rekum á mánudag að Anthony La- ke, sérlegur sáttasemjari banda- rískra stjórnvalda í átökum Eþíópíu og Erítreu, hefði náð miklum árangri við að fá ríkin til að fallast á friðsamlega lausn mála. Kemur þetta fram í netút- gáfu BBC. Stríðið sem braust út í maí á síðasta ári hefur kostað tug- þúsundir hermanna lífið og hafa þúsundir almennra borgara þurft að yfirgefa heimili sín vegna átak- anna. Lake hefur undanfarna daga flogið á milli Asmara og Addis Ababa, höfuðborga Erítreu og á heimsókn borgarstjórans sem tilraun til að hæðast að væntan- legu framboði forsetafrúarinnar í ríki sem hún hefur aldrei búið í og sjaldan heimsótt þar til ný- iega. Tímaritið New Yorker hef- ur gert grín að framboði hennar með því að birta skopmynd af henni á forsíðu þar sem hún gengur um Central Park í fylgd leiðsögumanns en Giuliani bíður hennar á bak við tré og gerir sig líklegan tii að ræna hana. Giuliani er hér með vararíkis- stjóra Arkansas, Win Rockefell- er, í Little Rock og gefur til kynna með látbragði sínu að hann hafi aðeins komið þangað til að hlusta á fólkið. Eþíópíu, og rætt við ráðamenn ríkjanna. Vestrænir embættis- menn sögðu að bæði ríkin hefðu lýst yfir vilja til þess að leysa deil- ur ríkjanna um hvar eigi að draga landamæri þeirra. „Mikið hefur verið og er að ger- ast og næstu dagar munu ráða úr- sliturn," sagði vestrænn erindreki. Ráðamenn landanna höfðu áður fallist á tillögur Einingarsamtaka Afríku (OAU) um að draga her- sveitir sínar frá Badme- landamærasvæðinu sem deilt hef- ur verið um en ásakanir um brot á forsendum samninga hafa gengið á víxl milli ríkjanna. • • Ollum bjargað úr strandaðri ferju MUROTO, 6.472 tonna feija, strandaði í gær við eyjuna Toyo sem iiggur undan ströndum Shikoku-eyju í Japan. MikiII stormur, sem rakinn er til felli- bylsins Neiþ olli því að ferjuna rak á land. Ollum farþegum skipsins, 122 að tölu, og áhöfn þess var bjargað og urðu engin slys á mönnum. Prodi á skóla- bekk Rúm. Reuters. Á MEÐAN þúsundir Evrópu- búa gengu um stræti Peragia- borgar á Ital- íu í því skyni að njóta sum- arblíðunnar sat Romano Prodi, nýr forseti fram- kvæmda- stjómar Evr- ópusam- bandsins, sveittur á skólabekk en Prodi hyggst bæta frönsku- kunnáttu sína áður en hann tekur formlega við fram- kvæmdastjóraembættinu hjá ESB. „Við erum búin að prófa pró- fessor Prodi. Hann talar frönsku mun betur en hann hafði sagt okkur,“ sagði Raffa- ello Graziani hershöfðingi, sem stjómar tungumálaskóla ítalska hersins, en Prodi er fyrrverandi prófessor í hag- fræði. Þar sækir Prodi hrað- námskeið í frönsku og mun hann sitja yfir námsbókunum út vikuna. Að sögn Grazianis er nám- skeiðið afar erfitt og vel er fylgst með því að nemendur einbeiti sér ekki að neinu öðra en náminu, þeir lifi nánast „munklífi“ á meðan á námskeið- inu stendur. Skiptir þá engu hvort menn era framkvæmda- stjórar hjá ESB eður ei. TILKYNNING UM SKRÁNINGU SKULDABRÉFA Á VERÐBRÉFAÞING ISLANDS Skuldabréf Garðabæjar á Verðbréfaþingi íslands Verðbréfaþing íslands hefur samþykkt að taka skuldabréf Garðabæjar, 1. flokk 1999, á skrá þingsins þann 3. ágúst 1999. Heildamafnverð útgáfunnar var kr. 300.000.000. Skráningarlýsingu og önnur gögn er hægt aó nálgast hjá umsjónaraðila skráningarinnar, íslandsbanka - F&M, Kirkjusandi, 155 Reykjavík. F8M ísldndsbanki - Fyrirtæki & markaöir www.isbank.is Landamærastríð Eþíópíu og Erftreu Bjartsýni ríkir um samningsvilja

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.