Morgunblaðið - 28.07.1999, Side 32
32 MIÐVIKUDAGUR 28. JÚLÍ 1999
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ
Ef tungu-
mál er tæki
„Jafnvel góðir námsmenn hafa oft mjög
óljósar hugmyndir um hvað ýmis lykilorð
í enskum námsbókum þeirra þýða. “
Ulf Teleman og Margaret Westman: Lögfesta ber stöðu sænskunnar.
Eftir Kristján G.
Arngrímsson
Til era tvö hefðbundin
svör við spurning-
unni um hvað tungu-
mál sé. Annað svarið
er að tungumál sé
samskiptatæki. Svona eins og
bíll er samgöngutæki. Eins og
bíll flytur fólk frá einum stað til
annars flytur tungumálið boð
frá einum stað (manni) til ann-
ars (manns).
Hitt svarið er að tungumálið
sé eitt af því sem gefur manni
það sem ekki er til orð yfír á ís-
lensku, en heitir á erlendum
málum „ídentítet". Það er að
segja, tungumálið er eitt af því
sem gerir mann að því sem
maður er, þannig að ef maður
væri sviptur þessu máli þá væri
maður á vissan hátt sviptur
sjálfum sér.
Að því leyti sem tungumálið
er samskiptatæki skiptir engu
VIÐHORF
eina sem
skiptir máli er
að það skilj-
ist. Tökum dæmi: Flugmaður
sem stýrir farþegaþotu fullri af
fólki yfir alþjóðlegum flugvelli
þar sem allt er fullt af öðrum
flugvélum þarf iyrst og fremst
að skilja flugumferðarstjórann
til að ekki verði stórslys.
Hvort þeir tala saman á
ensku eða íslensku skiptir ná-
kvæmlega engu máli - jafnvel
þótt báðir séu íslenskir - því að
í þessu tilfelli er tungumálið
einvörðungu tæki til að koma
skilaboðum á milli tveggja
manna. Skilningur er það eina
sem skiptir máli; að boðin kom-
ist til skila.
Það sama gildir um samskipti
manna í vísindagreinum, vegna
þess að vísindin era tilraun til
hlutlauss skilnings á veruleik-
anum, og tungumálið er einung-
is tæki til að tjá þann skilning
og fiytja hann frá manni til
manns.
Þá skiptir engu hvort hin vís-
indalega umræða er á ensku
eða íslensku, svo fremi sem allir
skilja hana, og það vill bara svo
til að enskan er það mál sem
hvað flestir geta notað til að
nálgast vísindalega umræðu. Að
gera kröfur um annað á for-
sendum annarra gilda en nyt-
semdar er mjög vafasamt frá
vísindalegu sjónarmiði.
Það er nákvæmlega ekkert
unnið með því að búa til íslenskt
orð yfír vísindahugtak ef til-
gangurinn er sá einn að koma í
veg fyrir að enskt orð festi ræt-
ur í íslensku. Islensk nýyrði eru
oft svo klunnaleg og torsögð, að
það væri alveg eins auðvelt fyr-
ir mann að læra enska orðið
eins og að læra nýyrðið. Hug-
sjónahreintungustarf getur
þannig beinlínis orðið til að
koma í veg fyrir að fólki á ís-
landi aukist skilningur á heimi
vísindanna og hindrað það í að
öðlast víðtækari þekkingu. Er
hreinleiki íslensks máls virki-
lega svona mikils virði?
Sú fullyrðing, að námsmenn
skilji stundum ekki ensk hugtök
í bókunum sem þeir lesa, virðist
fela í sér fyrirfram gefna merk-
ingu orðsins „skilningur“, það
er að segja, að maður „skilji“
orð þá og því aðeins að maður
viti hvaða orði það samsvarar í
móðurmáli manns. Þetta er
hrein fírra.
Þeir sem fást við þýðingar, til
dæmis úr ensku á íslensku, vita
að oft þarf maður að umorða,
nota útskýringar fremur en
beinar þýðingar, einfaldlega
vegna þess að ekkert beint sam-
svarandi íslenskt orð er til.
Svona umorðun er því aðeins
möguleg að maður viti merk-
ingu enska orðsins, jafnvel þótt
maður geti ekki þýtt það beint.
Oft lendir maður í því að hafa
tilfinningu fyrir merkingu er-
lends orðs, ekki síst margræðni
þess, og getur einmitt þess
vegna ómögulega þýtt það á ís-
lensku vegna þess að maður
veit að margi-æðnin og hin til-
fínningabundna merking skilar
sér aldrei í þýðingunni. Eina
leiðin til að skilja orðið fyllilega
er því einmitt að þýða það ekki.
Ef maður þröngvar því í ís-
lenskan búning fer fyrir því líkt
og stjúpsystrum Öskubusku
þegar þær mátuðu glerskóinn.
Það er svona sem hreintungu-
stefna getur orðið hættulég og
komið í veg fyrir þróun þekk-
ingar og aukningu skilnings.
Það er einfaldlega ekki hægt að
fullyrða að allt sé þýðanlegt og
að hægt sé að fjalla um hvaðeina
á íslensku. (Mætti kannski
benda á orðið „ídentítet“, sem
nefnt er að ofan).
Hættulegast af öllu er það
viðhorf, að nú þegar séu til orð
á íslensku yfir hvaðeina sem
kann að skjóta upp kollinum í
erlendum málum. Glöggt dæmi
um hversu vafasamt þetta við-
horf er, era vandræðalegar til-
raunir til að forðast notkun
orðsins „internet“.
Fyrst var verið að burðast
með „alnet“, sem var einfaldlega
byggt á misskilningi. Menn
héldu að „internet" væri stytting
úr „intemational net,“ eða al-
þjóðanet, sem það er ekki, held-
ur mun ,4nter“ vera forliður sem
merkir innri eða víxl. Bein þýð-
ing á „intemet“ væri því helst
innnet eða víxlnet. Því miður eru
bæði þessi orð óskiljanleg. Síðar
hefur verið látið duga að tala um
Netið en gallinn er sá, að það
era til svo mörg net að orðið er
beinlínis villandi.
Enskumælandi fólk talar um
goshver með því að nota orðið
„geyser“, og eins og við blasir er
þetta orð tekið beint úr íslensku.
Orðið er einfalt og auðsagt. Mað-
ur er náttúrlega svoh'tið montinn
af þessu. En hvers vegna skyld-
um við þá ekki þiggja orðið
„internet" frá enskumælandi
fólki í skiptum íyrir að hafa gefið
því orðið geyser?
Ef einungis er litið á tungu-
málið sem samskiptatæki er
engin ástæða til að varðveita
eitt mál fremur en annað, engin
ástæða til að halda í sænskuna
eða íslenskuna ef hægt er að
nota ensku til samskipta. Það er
einungis vegna þess að tungu-
mál er ekki bara tæki, heldur
líka þáttur í vitund manns um
sjálfan sig, að það skiptir máli
að tungumál deyi ekki.
Heimsins hamingju-
sömustu gamlingjar
ÞAÐ er til fyrir-
myndar að í tilefni af
ári aldraðra skuli
framkvæmdastjórn
árs aldraðra, undir
handleiðslu heilbrigð-
is- og tryggingaráð-
herra, fela Félagsvís-
indastofnun að gera
úttekt á „lífslgöram,
lífsháttum og lífsskoð-
unum eldri borgara á
íslandi 1988 -1999“. Af
því tilefni hélt stjórnin
blaðamannafund 20.
júlí sl. þar sem skýrð
var yfirgripsmikil
skýrsla og mátti ætla
af frásögnum útvarps
og sjónvarps, að við séum heimsins
hamingjusömustu gamlingjar. -
Séum þau tekjuhæstu, ánægðustu
og siðavöndustu sem fyrirfinnast,
enda með 149 þúsund á mánuði í
meðaltekjur og um 1.300 manns
lifi undir fátækramörkum skv. við-
miðun OECD.
Við þessi gleðilegu tíðindi vakn-
aði löngun til þess að kynnast nán-
ar þessari gagnmerku skýrslu,
ekki síst eftir að Mogginn sagði
frá þessu daginn eftir með þessari
fyrirsögn : „Aldraðir hafa dregist
aftur úr í tekjum.“ En nú kom
babb í bátinn, - eintök voru ekki
fáanleg og óvíst hvort prentað
yrði stærra upplag nema það
skýrslan verði seld, sem er nálega
80 síður. Með tilliti til velmegunar
eldri borgara ætti þetta þó ekki að
verða vandamál þar sem gera má
ráð fyrir að skýrslan komi á Netið,
- þar eru þeir á heimavelli!
Dregur fyrir sólu
Hún Margrét Erlendsdóttir í
ráðuneytinu var svo elskuleg að
senda mér 10 síðna samantekt,
sem skýrir nokkuð innihald skýrsl-
unnar, en nánari skoðun verður að
bíða þar til plaggið verður fáanlegt
í heild. - Samantektin sýnir að líf
aldraðra er ekki algjör dans á rós-
um, þótt þar komi fram margt já-
kvætt, en auðvitað vantar úr-
vinnslugögnin.
Við myndum fagna
þvi ef satt væri að
aldraðir byggju hér
við betri kjör en ann-
ars staðar þekkist, en
því verður ekki komið
á með skýrslugerð -
meira þarf til. Fyrir
rúmu ári gerði Þjóð-
hagsstofnun hlið-
stæða skýrsla fyrir
forsætisráðheri-a,
sem gaf okkur tálvon-
ir um eigin kjör, en
hún reyndist vera
fremur hroðvirknis-
lega unnin og sem
dæmi um það er þessi
setning tekin úr þeirri
skýrslu: „Flestir ellilífeyrisþegar
fá greiðslur frá Tryggingastofnun
Aldraðir
Hlutfallslegur saman-
burður við útlönd,
segir Arni Brynjólfs-
son, er alltaf erfiður.
beint inn á bankareikning og ættu
því að vera með einhverjar fjár-
magnstekjur til viðbótar við
greiðslur Tryggingastofnunar.“ -
Hagspekingar Þjóðhagsstofnunar
vita líklega ekki að til skamms
tíma þurfti gamalt fólk að norpa
mánaðarlega í biðröð í hvaða
veðri sem var fyrir utan dyr
Tryggingastofnunar og þótti því
flestum lítið á sig lagt að sækja
aura sína i bankann eða nota
greiðslukort til þess að sleppa við
biðröðina, enda voru biðraðir við
bankana eftir bankastjórum lagð-
ar af um svipað leyti.
Vonandi eru ályktanir Félags-
vísindastofnunar byggðar á
sterkari grunni en þarna kemur
fram og verðum við að trúa því
þar til að skýrslan í heild fæst til
aflestrar. Það lofar þó ekki góðu
að vísað skuli vera til þessarar
skýrslu í samantekt Félagsvís-
indastofnunar varðandi tekju-
dreifinguna.
Hlutföll og raunveruleiki
Dýrkun hlutfallareikningsins er
líklega meiri hér hjá okkur en viða
annars staðar, a.m.k. verðum við
að vona að svo sé, því þá getum við
lifað í von um að misnotkun linni. -
Því er ekki hægt að breita að sam-
anburður er auðveldur með þess-
ari reikningsaðferð, en óvönduð
eða beinlínis röng vinnubrögð geta
afskræmt raunveruleikann.
Sem dæmi má nefna að þegar tal-
að er um í samantektinni uppsveifl-
una 1995 til 1998 hafi tekjur hjóna
18-80 ára hækkað um 30%, en aldr-
aðra aðeins um 15%, sem varð til
þess að meðalfjölskyldutekjur aldr-
aðra höfðu lækkað á sama tíma mið-
að við meðal fjölskyldutekjur 18-80
ára úr 61% í 54% árið 1998. (Bls. 76
og 77.) - Era ekki allir með?
Ef við miðum við launatölurnar
149 þús., sem öldruð hjón eru sögð
hafa, og 277 þús., sem hinfr hafa að
meðaltali, vaknar strax sú spurn-
ing hver munur er á 15% af lægri
tölunni og 30% af þeirri hærai.
15% af 149 þús. eru 22.350, en 30%
af 277 þús. eru 83.100 eða langt til
fjórfalt hærri upphæð, en ekki tvö-
föld upphæð eins og hlutfallstöl-
urnar benda til.
Hlutfallslegur kjarasamanburð-
ur við útlönd er alltaf erfiður og
hefur menn ekki greint á um það, -
en að meiri atvinnuþátttaka aldr-
aðra á Islandi og lægri skattar sé
notað í samanburði til jöfnunar við
afkomu aldraðra Norðurlandabúa
krefjast meiri skýringa en fram
koma í samantekt Félagsvísinda-
stofnunar. Þar kemur margt til.
Hvers vegna virðast allar
skýrslur, sem pantaðar eru af op-
inberum aðilum um kjör aldraðra,
vera eins konar réttlæting á hve
vel að þessu fólki er búið? Spyrjum
t.d. íslenskt fiskvinnslufólk, sem
unnið hefur í Danmörku, hvoru
megin kjörin séu betri; flest bendir
til að svipað sé með kjör aldraðra.
Höfundur er í aðgerðahópi
aldraðra.
Ámi
Brynjólfsson
Afgreiðslutími
og öngþveiti
Á GRUNDVELLI
nýrrar reglugerðar
um smásölu og veit-
ingar áfengis hafa
borgaryfirvöld hleypt
af stokkunum tilraun
sem felst í frjálsum af-
greiðslutíma vínveit-
ingahúsa. Eins og al-
kunna er skapast
stundum öngþveiti í
miðbænum þegar
skemmtistaðirnir loka
allir klukkan þrjú og
gestir þeirra halda
heimleiðis á sama
tíma, fæstir allsgáðir.
Við þessar aðstæður
verður bið eftir leigu-
bílum löng og reynir á þolinmæð-
ina, lögreglan á annríkt og slysa-
deildin fyllist af slösuðu fólki eftir
stimpingar og pústra eða ráp í
rysjóttu veðri og misjafnri færð.
Margir telja því að frjáls af-
greiðslutími verði til góðs, álag
verði jafnara og drykkja jafnvel
minni en áður. Aðrir óttast að
lengri afgreiðslutími, samfara þvi
að stöðum með vínveitingaleyfum
hefur fjölgað, muni leiða til meiri
drykkju og vandamála
af hennar völdum í
bænum. Enn aðrir
telja að fólk sem hing-
að til hefur haldið út á
lífið um miðnætti
muni nú leggja seinna
af stað og að álagstím-
inn færist til að sama
skapi.
Staðreyndin er að
enginn veit hvaða
áhrif þessi breyting
hefur á skemmtanalíf
í Reykjavík. Það er
því mikilvægt að til-
raunin verði metin á
raunhæfan hátt og
eins hlutlaust og hægt
er áður en borgaryfírvöld taka
ákvörðun um afgreiðslutíma veit-
ingahúsa þegar henni lýkur eftir
þrjá mánuði. Ymsar leiðir eru fær-
ar og skal hér stungið upp á
nokkrum. Leigubílastöðvar halda
skrár yfir annir sínar. Ur lög-
regluskýrslum má lesa hve oft og
hvers vegna lögregla þarf að
skipta sér af erlinum í bænum.
Sjúkraskýrslur segja til um fjölda
heimsókna á slysadeild, tíðni
Þorgerður
Ragnarsdóttir
Afengi
Staðreyndin er, segir
Þorgerður Ragnars-
dóttir, að enginn veit
hvaða áhrif þessi breyt-
ing hefur á skemmt-
analíf í Reykjavík.
áverka og slysa og orsakir þeirra.
Þá ætti það að koma fram í inn-
flutningi, framleiðslu og sölu á
áfengi ef áfengisneysla breytist
svo einhverju nemi. Þarna er um
grunnupplýsingar að ræða sem
hægt er að vinna úr tölfræðilega
og bera saman milli ára. Fleira
getur haft áhrif á lífið í miðbænum
um helgar sem taka þarf tillit til,
t.d. veður, efnahagur og önnur af-
þreying sem stendur til boða t.d. í
sjónvarpi. Loks er mikilvægt að fá
álit íbúa í nágrenni miðbæjarins
og þeirra sem þar starfa á því
hvemig til tekst.
Nú þegar tilraunin er rétt að
byrja er ómögulegt að spá fyrir
um afleiðingarnar. Það verður að
spyrja að leikslokum og byggja
framtíðarákvörðun á niðurstöðum
athugana á tiltækum gögnum,
borgarmenningunni til heilla.
Höfundur er framkvæmdastjóri
Áfengis- og vím u varnaráðs.