Morgunblaðið - 14.08.1999, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 14.08.1999, Blaðsíða 2
2 LAUGARDAGUR 14. ÁGÚST 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Kjöt af 90 hrossum á viku til Italíu Morgunblaðið/Helgi Bjarnason FULLORÐNUM hrossum er slátrað vikulega hjá Norðvest- urbandalaginu hf. á Hvamms- tanga og kjötið flutt kælt með flugi til Ítalíu. SLÁTRAÐ er þessar vikurnar um 90 fullorðnum hrossum á viku í sláturhúsi Norðvesturbandalags- ins hf. (NVB) á Hvammstanga. Kjötið er flutt ferskt til Ítalíu og einnig nokkuð á Japansmarkað sem hefur verið að opnast á nýjan leik. Síðustu misseri hefur hrossum verið slátrað vikulega fyrir kaup- anda á Italíu. Um er að ræða full- orðin hross, að minnsta kosti 5 vetra, en meginhlutinn er eldri. Kjötið er sagað í svokallaðar pístólur þar sem hryggurinn fylgir lærinu. Hluti frampartsins er síð- an úrbeinaður. Kjötið er flutt kælt með flugi til Italíu. Italamir hafa viljað fá kjöt af liðlega 50 hrossum á viku, að sögn Jóns Óskars Pét- urssonar, verkstjóra hjá NVB, en síðustu vikurnar fyrir sláturtíð sauðfjár er magnið aukið tíma- bundið. Lækkandi verð Fyrirtæki hrossabænda, Kjöt- framleiðendur, stendur fyrir út- flutningnum og Norðvesturbanda- lagið er verktaki við slátrun og kjötvinnslu. Jón Óskar segir að ágætlega hafi gengið að fá hross til slátrunar, þrátt fyrir að skilaverð til bænda sé ekki hátt og hafi farið lækkandi. Komið er með hross af öllu landinu enda slátrað á þessum eina stað. Mikið var flutt af hrossakjöti til Japans fyi-ir nokkram árum en sá markaður hrandi vegna matarsýk- ingar í hráu kjöti, reyndar ekki hrossakjöti. Japansmarkaður hef- ur verið að opnast aftur og Jón Óskar segir að þangað hafi farið þrjár sendingar á stuttum tíma. Einnig hafi farið tilraunasendingar til Hollands. Morgunblaðið/RAX Nótin flutt á Reyðarfirði ÞAÐ er vandaverk að flytja stóra nót úr og í skip. Verkefnið Ieystu mennimir á Reyðarfirði samt með sóma. Sex milljónum króna varið í E1 Grillo RÍKISSTJÓRNIN samþykkti á fundi í gær tillögu frá Siv Friðleifs- dóttur umhverfisráðherra um að veita sex milljónum í að rannsaka flak E1 Grillo og hefja aðgerðir til að stöðva núverandi olíuleka úr skipinu. Umhverfisráðherra sagði í samtali við Morgunblaðið að í þessum áfanga yrði farið í ítarlega rannsókn á skipinu og ástandi þess og fundið út hve mikil olía væri í skipinu. Vitað væri fyrir víst um 500 tonn en í skipinu gætu verið allt að 1.400 tonn. Ráðherra sagðist vera mjög ánægður með framgang málsins. „Það er óbærilegt fyrir Seyðfirð- inga að búa við óvissu um lífríkið. Ég hef lagt ofuráherslu á þetta mál og að komast að niðurstöðu eins fljótt og auðið er.“ Rannsókn lokið á nokkrum vikum Ráðherra sagði að rannsókn skipsins yrði lokið eftir nokkrar vikur og þá kæmi í ljós hvemig haldið yrði á verkefninu til fram- búðar. „Það er óvíst hvenær við tökum til við að hreinsa upp olíuna, það byggist á niðurstöðum rann- sóknanna. Við munum alls ekki rasa um ráð fram og hefja umfangsmiklar til- færslur á olíu fyrr en við vitum ná- kvæmlega hvað við eram að gera, hvemig aðstæður era, og höfum all- an vamarbúnað á svæðinu. Það er langtímaverkefni og engar tíma- setningar á því.“ Stýrihópur skipaður af umhverf- isráðherra vann að gerð tillagna sem ráðherra lagði fyrh- ríkisstjóro og stýrihópurinn mun hafa yfirum- sjón með verkinu. Hann skipa Ein- ar Sveinbjömsson, aðstoðarmaður ráðherra, formaður, Davið Egils- son, yfirmaður mengunarvarnar- sviðs sjávar, frá Hollustuvemd, og Kristján Jónsson frá Landhelgis- gæslunni. Að loknum ríkisstjómarfundi sendi bæjarstjórn Seyðisfjarðar út fréttatilkynningu þar sem hún lýsti yfir ánægju með „vinnubrögð um- hverfisráðherra og skilning ríkis- stjómar á alvöra málsins.“ Bréf forráðamanna Skagstrendings til Verðbréfaþings fslands Réttur hreppsins sérstakur FORRÁÐAMENN Skagstrendings hafa í bréfi til Verðbréfaþings Islands mótmælt því áliti þingsins að ákvæði samþykkta Skagstrendings hf., þar sem Höfðahreppi era ávallt tryggðir tveir stjómarmenn af fimm, kunni að brjóta í bága við reglur þingsins um skráningu. I bréfinu er vísað til greinargerðar með frum- varpi að hlutafélagalögum þar sem 44. gr. frum- varpsins er sögð veita svigrúm til að víkja frá meginreglu um vald hluthafafundar. í bréfinu segir að í greinargerðinni sé kveðið á um að „ekki væri einungis um að ræða heimild til þess að mæla fyrir í samþykktum, að ríki, sveitarfélög eða aðrir opinberir aðilar tilnefndu menn í stjóm, heldur væri einnig með orðunum „eða öðrum“ opnuð leið til þess að aðrir sem hagsmuni eiga til- nefndu menn.“ Þá segir að í ljósi þess að velgengni Skag- strendings skipti gríðarlegu máli fyrir sveitarfé- lagið og alla íbúa þess eigi þessi rök greinargerð- arinnar sérstaklega við, sem og um önnur hluta- félög sem rekin era í sveitarfélögum eins og Höfðahreppi. Akvæði samþykktar Skagstrend- ings sé í samræmi við vilja löggjafans. Staða Höfðahrepps sem hluthafa er sérstök fyrir þær sakir að ákvæðið, sem um ræðir, leyfir ekki að Höfðahreppur noti atkvæðamagn sitt við stjómarkjör á aðalfundi, að því er fram kemur í bréfinu. Þar segir: „Samkvæmt þessu er eðlilegt að líta svo á að hvert það hlutafé sem Höfða- hreppur kann að eiga á hverjum tíma sé í sér- stökum flokki hlutabréfa og engin önnur híuta- bréf séu í þeim flokki.“ Að sögn Hreins Loftssonar, talsmanns Skag- strendings, má einnig líta á ákvæði samþykkt- anna sem sérstakan og sjálfstæðan rétt, óháðan hlutabréfaeign hreppsins á hverjum tíma. „í öllu falli era veigamikil rök sem hníga að því að ekkert sé óeðlilegt eða rangt við það þó að slíkt ákvæði sé í samþykktum félagsins, enda er það sérstaklega heimilað í hlutafélagalögum. Þá væri um inngrip í samningsfrelsið að ræða af hálfu þingsins ef Verðbréfaþing fslands hf. krefðist breytinga á ákvæðinu sem allir hluthafar þekkja eða ættu að þekkja og hefur ekki komið í veg fyrir kaup þeirra á hlutum í félaginu. Heima- menn mynduðu félagið í upphafi og settu ákvæð- ið inn á grundvelli sérstakrar lagaheimildar. Þeir opnuðu síðan félagið fyrir öðrum hluthöfum sem vissu um þennan „öryggisventil" heimamanna," segir Hreinn. Framkvæmd- um við flugvöll verði frestað STJÓRN Samtaka um betri byggð hefur samþykkt að skora á ríkis- stjórn íslands að fresta framkvæmd- um við Reykjavíkurflugvöll. í bréfí samtakanna til forsætisráð- herra segir að í samræmi við fýrir- ætlanir ríkisstjórnarinnar um að fresta opinberum framkvæmdum til þess að slá á þenslu sé skorað á rík- isstjórnina að fresta fyrirhugaðri ný- byggingu flugvallarins í Vatnsmýr- inni. „Með því sparast bæði fé og tími sem mætti nota til þess að vinna að frambúðarlausn fyrir miðstöð inn- anlandsflugsins þar sem fullt tillit væri tekið til öryggis- og umhverfís- sjónarmiða með almannaheill og framtíðarhag höfuðborgarsvæðisins að leiðarljósi,“ segir í bréfinu. Sérblöð í dag m :mm ÁLAUGARDÖGUM ¥ 1 111—4 H moim;u\iilaðsi\s IJjolnfii Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.