Morgunblaðið - 14.08.1999, Blaðsíða 10
10 LAUGARDAGUR 14. ÁGÚST 1999
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Fulltrúar stjórnmálaflokkanna í efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis
Stefnt verði að
dreifðri eignaraðild
FULLTRÚAR Sjálfstæðisflokks og
Framsóknarflokks í efnahags- og
viðskiptanefnd Alþingis eru þeirrar
skoðunar að halda eigi áfram einka-
væðingu ríkisfyrirtækja. Fulltrúi
Samfylkingarinnar vill að staldrað
verði við meðan skoðað verði hvern-
ig hægt sé að tryggja dreifða eign-
araðild að ríkisfyrirtækjum.
Margrét Frímannsdóttir, fulltrúi
Samfylkingarinnar í efnahags- og
viðskiptanefnd Alþingis, segir að
það sé nú að koma í ljós sem hafi
verið haldið fram í umræðunni um
breytingar á bönkunum í hlutafélög,
að erfítt yrði að tryggja dreifða
eignaraðild.
„Menn héldu því fram þá að hún
væri tryggð með gildandi lögum.
Svo er ekki og miðað við fyrstu at-
hugun getur reynst erfitt að tryggja
hana. Við hljótum að taka mið af því
við áframhaldandi sölu á hlutabréf-
um í bönkum, hvort sem það er
Landsbanki, Búnaðarbanki, Lands-
síminn eða önnur fyrirtæki og
stofnanir ríkisins. Menn hljóta að
stoppa hér og nú og taka til endur-
skoðunar áætlanir um áframhald-
andi einkavæðingu eða sölu ríkis-
fyrirtækja í ljósi þeirrar reynslu
sem við höfum fengið,“ segir
Margrét.
Hún segir að Samfylkingin hafí til
skoðunar hvort ekki sé með ein-
hverjum hætti hægt að tryggja
dreifða eignaraðild. Það sem er búið
og gert sé erfítt og líklega útilokað
að taka til baka en áætlanir um sölu
á hlutabréfum í ríkisfyrirtækjum
hljóti að koma til endurskoðunar.
Tryggja þarf samkeppni
Pétur Blöndal, fulltrúi Sjálfstæðis-
flokksins í efnahags- og viðskipta-
nefnd, kveðst margsinnis hafa lýst því
yfir að hann vilji selja ríkisbankana
sem allra íyrst. Hann telur að núver-
andi eignarhald skapi ekki nægilega
mikla kröfú um arðsemi. Krafa um
meiri arðsemi þýði betri rekstur og
betri þjónustu sem komi öllu
þjóðfélaginu til góða.
„Samkeppni hefur aukist mikið eft-
ir að bönkunum var breytt í
hlutafélög og orðið gjörbreyting á af-
stöðu stjórnenda þeirra. En ég tel að
einkavæðing muni bæta mjög um og
auk þess tel ég afar óeðlilegt að ríkið
standi í lána- og bankastarfsemi og að
bankastarfsmenn séu opinberir
starfsmenn," segir Pétui-.
Hann telur mjög jákvætt og æski-
legt að almenningur taki þátt í at-
vinnulífinu og bendir á að sennilega
eigi hátt í 100 þúsund manns hluta-
bréf í fyrirtækjum. Þar megi reyndar
gera enn betur því þegar almenning-
ur eigi hlut í fyrirtækjum sé hann
meðvitaðri um eðli atvinnulífsins og
þau vandamál sem að því steðja.
„Ég hef aldrei dregið banka í sér-
staka dilka frá öðrum fyrirtækjum.
Ég tel jafnvel að meira sé í húfi fyrir
þjóðfélagið þegar kemur að eignar-
haldi á fjölmiðlum en bönkum. En
það þarf að tryggja samkeppni á
þessum markaði og til þess höfum við
samkeppnislög,“ segir Pétur.
Hann segir að öll stærstu sveit>
arfélög landsins og öll betur reknu
fyrirtækin séu í viðskiptum við er-
lenda banka. Samkeppnin sé orðin
svo alþjóðleg að það séu ekki lengur
einvörðungu íslenskir bankar sem
veiti íslensku atvinnulífi þjónustu.
Eflaust séu menn enn hræddir við
það vald sem bankar höfðu fyrr á ár-
um þegar biðstofur bankastjóra voru
fullar af fólki á hnjánum og þeir lán-
uðu óverðtryggð lán í óðaverðbólgu.
Þetta sé liðin tíð. Nú keppist banka-
stjórar um að lána góðum skuldurum
og biðstofumar séu tómar. Ef stór
hluthafi í banka sýndi einhverja til-
burði í þá veru að hygla einhverjum
eða fá upplýsingar um einstaka
lántakendur væri sá banki ráinn
trausti og hluthafinn tapaði mest
sjálfur því bankastarfsemi byggi
meira á trausti en flest önnur starf-
semi.
Pétur segir að þeir sem nú hafi
keypt hlut Scandinavian Holding í
FBÁ hafi greitt mikla fjármuni fyrir
þann hlut. Ekki sé verið að gefa þeim
neitt. Þeir sem keyptu hlutabréf í
bankanum þegar þau voru fyrst sett á
markað hafi hagnast vel á þeim kaup-
um. Þetta skýrist af því að rekstur
bankans hafi tekið stakkaskiptum og
hann sé meira virði núna.
Markmiðið dreifð eignaraðild
Hjálmar Ámason, fulltrúi Fram-
sóknarflokksins í efnahags- og við-
skiptanefnd, lítur svo á að umræðan
um sölu hlutabréfa í FBA endur-
spegli hinn harða heim viðskiptalífs-
ins og taki hún fyrir vikið á sig ýmsar
kynjamyndir. Hann leggur þunga
áherslu á að fundin verði útfærsla
sem tryggi dreifða eignaraðild í ríkis-
fyrirtækjum sem verða einkavædd til
þess að halda uppi eðlilegri sam-
keppnisstöðu á ölíum sviðum við-
skipta í samfélaginu.
„Meginatriðið er að það þarf að
halda uppi heilbrigðri samkeppni með
hagsmuni neytenda að leiðarljósi.
Þetta þarf að gilda um öll svið
þjóðfélagsins. Við sjáum hvað er að
gerast í matvöruversluninni. Miðað
við sögusagnir, sem ég heyri frá ein-
stökum heildsölum og fleirum sem
tengjast matvöruversluninni, tel ég
að það sé að mörgu leyti orðið óeðli-
legt ástand í þeirri grein. Dreifð eign-
araðild er einnig mikilvæg í fjölmiðl-
um þar sem skoðanamyndun fer
fram.“
Hjálmar segir að hið sama eigi við
um fjármálamarkaðinn. „Meginmark-
miðið er dreifð eignaraðild og um það
held ég að sé ekki ágreiningur. En
síðan vaknar sú spuming hvort mark-
miðið náist tæknilega. Islendingar
eru, eins og mai-gh- aðrir, sérfróðir í
að gera út á ýmsar smugur. Hvemig
á að bregðast við stofnun dótt-
urfélaga og ýmsum slíkum afbrigðum
ef lögbundin verða ströng ákvæði um
takmarkaða eignaraðild? Markmiðið
er mjög skýrt en vandinn er að finna
leiðina að því. Ég er þeirrar skoðunar
að það eigi að selja bankana og það
eigi að stefna að þeim mai’kmiðum
sem sett hafa verið, hvemig sem það
verður gert,“ segir Hjálmar.
Ekki náðist í Ögmund Jónasson,
fulltrúa Vinstrihreyfingarinnar
græns framboðs.
Aðalmenn skipaðir
í vísindasiðanefnd
Morgunblaðið/Arnaldur
HANDRIT að verkum Leifs Þórarinssonar tónskálds voru afhent
Landsbókasafninu í gær.
Verk tónskálds af-
hent til varðveislu
GENGIÐ hefur verið frá skipan
aðalmanna í vísindasiðanefnd, sam-
kvæmt nýrri reglugerð heilbrigðis-
og tryggingamálaráðherra um vís-
indarannsóknir á heilbrigðissviði, en
eins og kunnugt er mun Ingileif
Jónsdóttir ónæmisfræðingur taka
við formennsku í nefndinni. Hún er
skipuð af heilbrigðisráðherra án til-
nefningar.
Aðrir í nefndinni em sem hér seg-
ir: Karl Kristjánsson, læknir á sýkla-
deild Landspítalans, skipaður af
heilbrigðisráðherra án tilnefningar,
Lovísa Baldursdóttir hjúkmnar-
fræðingur, tilnefnd af landlæknis-
embættinu, Gísli Baldur Garðarsson
lögmaður, tilnefndur af dómsmál-
aráðherra og Stefán Baldursson,
skrifstofustjóri í menntamálaráðu-
neytinu, tilnefndur af menntamál-
aráðherra. Enn á eftir að skipa vara-
menn í nefndina, en búist er við að
það verði gert í næstu viku.
Ingibjörg Pálmadóttir, heilbrigð-
is- og tryggingamálaráðherra, segir í
samtali við Morgunblaðið að með
í ÁLYKTUN stjórnar Læknafélags
Islands, er lýst undmn yfir nýrri
reglugerð heilbrigðisráðherra, sem
kveður á um að þrjú ráðuneyti,
menntamála, dómsmála og heil-
brigðismála ásamt landlækni til-
nefni nefndarmenn í vísindasiða-
nefnd. Bent er á að vísindasiða-
nefnd hafi starfað til þessa, sem
skipuð hafi verið fulltrúm lækna-
deildar, siðfræðistofnunar, laga-
deildar og líffræðistofnunar
Háskóla íslands ásamt fulltrúum
Félags íslenskra hjúkranar-
fræðinga og Læknafélagi Islands.
Guðmundur Björnsson, formaður
Læknafélags fslands, segir að engin
rök hafi komið fram fyrir nauðsyn á
breyttri skipan vísindasiðanefndar.
,ÁNð 1997 var sett reglugerð um
nýrri reglugerð um vísinda-
rannsóknir á heilbrigðissviði hafi
m.a. verið ákveðið að heilbrigðis-,
dóms- og menntamálaráðherra til-
nefni fjóra fulltrúa í visindasiðanefnd
og landlæknir einn. „Þetta er gert til
að tryggja sem best hlutleysi,“ segir
hún. „Sú eindregna krafa er gerð til
fúlltrúa í vísindasiðanefnd að þeir
búi yfir sérþekkingu á sviði heil-
brigðisvísinda og á sviði siðfræði en
þessi skilyrði voru ekki fyrir hendi í
fyrri reglugerðinni um vísinda-
rannsóknir."
Ráðherra bendir einnig á að sam-
kvæmt fyrri reglugerðinni hafi vís-
indasiðanefnd að mestu verið skipuð
eftir tilnefningu hagsmunaaðila á
sviði vísinda og rannsókna en segir
að í nýju reglugerðinni sé annar
háttur hafður á. „Dómsmálaráðu-
neytið fer með mannréttindamál í
landinu og menntamálaráðuneytið
með vísindi í landinu og er það eðli-
legt að fulltrúar þeirra fái sæti í vís-
indasiðanefnd," segir ráðherra m.a.
„Það er mín skoðun að vísindamenn,
vísindasiðanefnd,“ sagði hann.
„Læknafélag íslands var þá búið að
berjast fyrir í mörg ár og hafa for-
göngu um það að vísindasiðanefnd
yrði sett á laggirnar til þess m.a. að
hafa eftirlit með rannsóknum og
tryggja réttindi sjúklinga."
Sagði hann að nefndin hefði verið
skipuð faglegum fulltrúum úr deild-
um háskólans, læknafélaginu og
félagi hjúkrunarfræðjnga með það í
huga að hún yrði óháð stjórnvöld-
um. „Síðan kemur þessi reglugerð
án fyrirvara frá heilbrigðisráðu-
neytinu og það án þess að nefndar-
menn hafi vitað um, þar sem þessari
skipan er breytt," sagði Guðmund-
ur. „Læknafélagið hefur skipað tvo
fulltrúa í þessa nefnd til þessa en
okkur hefur ekki verið tilkynnt um
læknar og stjórn læknafélagsins sem
hafa ályktað gegn breytingunni [á
skipan vísindasiðanefndar] opinber-
lega geti verið stoltir af þeim fulltrú-
um sem skipaðir hafa verið í nefnd-
ina.“
Fráfarandi nefnd
Fráfarandi vísindasiðanefnd, sem
komið var á samkvæmt reglugerð
árið 1997, var skipuð eftirfarandi
aðalmönnum: Guðmundi Þorgeirs-
syni yfirlækni og Karli G. Kristins-
syni lækni, sem skipaðir vora án til-
nefninga. Þá var Reynir Tómas
Geirsson prófessor tilnefndur af
læknadeild Háskóla íslands (HÍ),
Mikael M. Karlsson dósent, tilnefnd-
ur af Siðfræðistofnun HÍ, Tómas
Helgason fyrrv. prófessor tilnefndur
af Læknafélagi íslands, Björn Þ.
Guðmundsson prófessor, tilnefndur
af lagadeild HI, dr. Kristín Björns-
dóttir dósent, tilnefnd af Félagi ís-
lenskra hjúkranarfræðinga og Einar
Árnason prófessor, tilnefndur af Líf-
fræðistofnun HÍ.
þessa breytingu. Mönnum fmnst
þetta einkennilegt. Þarna eru þrjú
ráðuneyti sem skipa fulltrúa og
stjórnvöld þar með farin að skipta
sér af því sem þau eiga ekki að gera
á þennan hátt. Þetta á að vera frjáls
nefnd og óháð stjórnvöldum og okk-
ur finnst ekkert tilefni vera til þess-
ara breytinga.
Tortryggnir menn segja að skipa
eigi, vegna gagnagrannslaganna,
þessa þverfaglegu vísindasiðanefnd
sem er önnur nefnd og að þá eigi að
benda á þessa nýju skipan og vísa
til hennar og minnka þannig áhrif
þeirra sem hafa verið að kvarta.
Vísindasiðanefnd kvartaði mikið
undan gagnagrunnsfrumvarpinu og
lögunum. Þetta segja tortryggnir
menn en við getum ekkert fullyrt."
LANDSBÓKASAFNINU voru í
gær afhent handrit að verkum
Leifs Þórarinssonar tónskálds.
Inga Bjarnason, ekkja Leifs, færði
safninu handritin við athöfn í
Þjóðarbókhlöðunni.
Einar Sigurðsson landsbóka-
vörður lflrti streymi tónlistar til
Landsbókasafnsins á undanförn-
um árum við vakningu. „Á undan-
fomum ámm hefur safnið orðið
þess aðnjótandi að taka við verk-
um tónskálda og nú er komin
röðin að Leifi Þórarinssyni á sex-
tugasta og fimmta afmælisdegi
hans,“ sagði Einar og lýsti yfir
ánægju Landsbókasafnsins með
að fá verk Leifs til varðveislu.
Hjálmai' H. Ragnarsson
tónskáld tók næstur til máls.
Hann lofaði Ingu fyrir að safna
verkum Leifs saman og koma
þeim til varðveislu hjá Handrita-
deild Landsbókasafnsins. Verkin
yrðu þannig eign íslensku þjóðar-
innar og hluti af arfi hennar. En
handritin yrðu þá jafnframt að-
gengileg fyrir rannsóknir á ís-
lenskri tónlist.
Hjálmar sagði rannsóknir á tón-
list hér á landi enn vera á frum-
stigi. íslendingar hefðu lengi vel
haft það viðhorf að tónlist ætti að
skapa og spila, en ekki lagt mikið
í sögulegt mat og rannsóknir.
Hjálmar sagði þó margt benda til
að þetta viðhorf væri að breytast,
en tónlistarrannsóknir væm nauð-
synlegur gmndvöllur þess að tón-
listarsköpun og flutningur haldi
áfram að dafna. „Það er fagnaðar-
efni að Handritadeild Landsbóka-
safnsins skuli leitast við að ná
saman fmmhandritum íslensku
tónskáldanna og skapa skilyrði
fyrir að hægt sé að ganga að
þessu efni á einum stað,“ sagði
Hjálmar.
Inga Bjarnason þakkaði Lands-
bókasafninu sem og vinum og
velgjörðarmönnum. Hún kvaðst
ekki fróð um tónlist, en að sér
þætti engu að sfður vænt um hana
og vildi því að verkin yrðu eign ís-
lensku þjóðarinnar. Einar Sig-
urðsson þakkaði því næst Ingu
rausnarlega gjöf og að því loknu
lék Áshildur Haraldsdóttir
flautuleikari eitt verka Leifs, Sjó-
leiðina til Bagdad.
Sett hefur verið upp sýning í
Þjóðarbókhlöðunni á nokkmm
handritum verka Leifs og verða
þau til sýnis þar á næstu vikum.
Alyktun stjórnar Læknafélags Islands
Undrun yfir breyttri skipan
vísindasiðanefndar