Morgunblaðið - 14.08.1999, Blaðsíða 8
8 LAUGARDAGUR 14. ÁGÚST 1999
MORGUNBLAÐIÐ
________________FRÉTTIR
Smálax að ganga á
norðausturhorninu
SMÁLAX veiðist nú á norðausturhorninu, en Örn Helgason ieit ekki
við þeim heldur dró þennan 20 punda hæng úr Svalbarðsá.
ÞAÐ er farið að bóla á smálaxi á
norðausturhorninu, a.m.k. í ám í
Vopnafirði og Þistilfirði. Fregnir
herma að þar sé bæði á ferðinni
nokkuð vænn fiskur og mjög smár í
bland. Allt um það, þó ekki sé um
það magn að ræða sem menn von-
uðust eftir þá er þó líf í ánum.
Veiðimenn sem rætt var við og
höfðu verið á ferðinni í Vopnafirði
sögðu smálaxagöngurnar vera
bæði í Hofsá og Selá og ekki nóg
með það, heldur væri eitthvað að
ganga samhliða af 10-12 punda
hrygnum. Einn hafði fengið tvo
slíka laxa, nýgengna, í Selá á sama
morgninum og séð fleiri. Nú síðla
vikunnar voru báðar ámar komnar
með um 550 laxa á land og er
meðalvigtin enn mjög há, enda
voru göngur stórlaxa í upphafi í
betra lagi og var lengi að veiðast úr
þeim göngum áður en smálax lét
sjá sig í einhverjum mæli. Algeng-
ur dagsafli í Hofsá og Selá þessa
dagana er 20 til 35 laxar.
Stefán Á. Magnússon, einn úr
hópi Þistla, sem hafa Sandá í Þistil-
firði á leigu, sagði 4-5 daga holl
hafa verið að fá þetta 10 til 15 laxa
framan af, en að undanförnu hefðu
borist fregnir af smálaxagöngum. í
sama streng tók Jörundur Markús-
son leigutaki Svalbarðsár nýverið.
Sogið tekur við sér
Sogið hefur verið að gefa mjög
vel að undanförnu, einkum þó og
sér í lagi neðsta svæðið, kennt við
Alviðru. Búast má við því að svæði
ofar með ánni fylgi í kjölfarið. Alls
veiddust 63 laxar á fimm dögum
fyrir skemmstu, eða frá laugardegi
fram á miðvikudag og eru slíkar
tölur fágætar úr Soginu hin seinni
ár. Hluti aflans hefur verið lúsugur
lax nýkominn úr sjó og hafa bæði
veiðst smáir laxar og stórir. Eng-
inn þó verulega stór svo vitað sé.
Með umræddri veiði voru komnir
94 laxar á land úr Alviðru og milli
40 og 50 laxar af öðrum svæðum.
Það er þó nokkurra daga gömul
tala og gæti hafa hækkað.
uminii
Sláttuvélar
dáill«r v \
Leigjendasamtökin ráðgera húsbyggingu
Þörfin
er brýn
Sigrún Ármanns
Reynisdóttir
Leigj endasamtökin
eru með í bígerð
að reisa hús til út-
leigu. Verið er að undir-
búa stofnun hlutafélags
til þess að annast þessar
framkvæmdir. Sigrún
Armanns Reynisdóttir er
ritari Leigjendasamtak-
anna. Hún var spurð
hvort Leigjendasamtökin
væru ekki með þessu að
fara inn á nýjar brautir?
„Samtökin hafa ekki
staðið fyrir húsbygging-
um sem slík. Árið 1983
stofnuðu þau húsnæðis-
samvinnufélagið Búseta,
nú verður stofnað
hlutafélag. Þar með er
verið að koma upp nýjum
valkosti fyrir þá sem
kjósa að leigja sér
húsnæði. Ég fæ ekki bet-
ur séð en að samkvæmt
reglugerð félagsmálaráðuneytis-
ins um lánafyrirgreiðslu yrðu
leigjendur í þessu húsi við
fátæktarmörk. Samkvæmt
reglugerðinni eins og hún er nú
má fólk sem leigir svona
húsnæði ekki hafa hærri tekjur
en sem nema 1,682 millj. kr. fyr-
ir hvem einstakling. Mér finnst
að það þurfi að breyta þessari
reglugerð þannig að fólk hafi val
þótt það hafi sæmilegar tekjur.
Geti ráðið hvort það kaupir
húsnæði eða kýs að leigja.“
-Hvernig hús er ráðgert að
reisa?
„Þetta eiga að verða rað- og
einbýlishús úr norsku
gæðatimbri. Hversu mörg þau
verða ræðst m.a. af lóðum og
lánafyrirgreiðslu. Verið er að
kanna lánamöguleika, m.a. hjá
Norræna fjárfestingarbankan-
um í Helsinki í Finnlandi. Einnig
standa yfir viðræður við
Ibúðalánasjóð vegna þessa máls.
Fyrst þarf að fá framkvæmdalán
en síðan kemur til kasta
íbúðalánasjóðs."
-Er þörfín hrýn fyrir svona
framkvæmdir?
„Já, það er mjög erfitt ástand
á leigumarkaðinum núna. Mikið
er leitað til Leigjendasamtak-
anna, margir eru á götunni og í
raun er það „frumskógarlög-
málið“ sem ræður miklu um það
hverjir fá húsnæði. Við höfum
heyrt að fólk borgi allt upp í 90
þúsund krónur á mánuði fyrir 3
til 4 herbergja íbúðir.“
-Er þetta vegna óvenjulega
lítils framboðs á leiguhúsnæði?
„Já, sala fasteigna hefur geng-
ið mjög vel að undanfömu og
mikið af húsnæði hefur því verið
selt sem áður var í leigu. Þess
eru dæmi að leigusalar hafa
gengið hart að leigutökum sínum
til þess hreinlega að flæma þá út
svo hægt sé að rýma húsnæði
vegna sölu.“
- Hvaða rétt eiga leigjendur í
þessum efnum?
„Ef fólk hefur leigu-
samning hefur það rétt
í samræmi við hann en
ef slíkur skriflegur
samningur er ekki fyrir
hendi stendur það mun verr að
vígi. Munnlegir samningar eiga
þó að gilda. Hins vegar era þess
ófá dæmi að leigusalar virði held-
ur ekki skriflega samninga, þeir
hringja eða koma og hóta fólki til
þess að koma því út úr húsnæði
fyrr en samningur segir til um.“
-Er nógu mikið byggt af
leiguhúsnæði?
„Nei, einkum á höfuðborgar-
svæðinu þyrfti að byggja miklu
►Sigrún Ármanns Reynisddttir
fæddist 7. september 1947. Hún
lauk gagnfræðaprófi og hefur
unnið við ýmis tilfallandi störf
en er nú við ritstörf.
meira af leiguhúsnæði þar sem
leigu yrði stillt í hóf. Mér finnst
að yfirvöld ættu að bregðast
strax við og hefja ráðstafanir til
þess að breyta þessu ástandi
sem nú er. Það hefur lengi verið
slæmt en aldrei verra en núna.“
-Hvaða fólk er það einkum
sem leigir húsnæði?
„Það er ungt fólk með böm,
einstæðir foreldrar og öryrkjar
sem og láglaunafólk sem leitar
ekld síst eftir leiguhúsnæði.
Hins vegar hef ég heyrt í vax-
andi mæli raddir fólks sem hefur
þokkalegustu tekjur en vildi
gjaman eiga þess kost að leigja
húsnæði. Það vill frekar eiga
þennan kost en setja sig í miklar
skuldir. Það segist ekki vilja
eyða bestu árum ævi sinnar í að
þræla fyrir íbúð, það vill geta
leigt húsnæði á sanngjömu verði
og notið öryggis þar.“
- Verður um langtímaleigu að
ræða í hinum nýju húsum sem
Leigjendasamtökin hyggjast
koma upp?“
„Já, þar á fólk að geta leigt
húsnæði svo lengi sem það kýs. I
nágrannalöndum okkar býr fólk
við miklu meira öryggi á leigu-
markaðinum. Þar þykir víða
sjálfsagt að leigja. Fólk sem
kemur hingað og þekkir til ann-
ars staðar er alveg hissa á
ástandinu á leigumarkaðinum
hér. Hér era viðhorf til þeirra
sem leigja líka talsvert öðravísi
en viðgengst þar sem leigu-
húsnæði þykir sjálfsagður kost-
ur. Hér gætir lítilsvirðingar og
fordóma í garð þeirra sem leigja.
Það þykir hálfgerður aumingja-
skapur. Það þykii- hins vegar
ekki neitt einkenni-
legt að fólk skuli
þurfa að þræla sér út
árum og jafnvel ára-
tugum saman til þess
að eignast húsnæði.
Ég þekki þess dæmi að fólk um
fimmtugt, sem eytt hefur mörg-
um, mörgum áram í vinn-
uþrældóm til þess að eignast
húsnæði, er svo búið að missa
heilsuna þegar það loks sér út úr
greiðslubyrðinni. Leigjendasam-
tökin geta vonandi sem fyrst
komið húsbyggingum sínum í
framkvæmd. Við ætlum að berj-
ast fyrir því að svo verði því
þörfin er biýn.“
Fólk vill eiga
þess kost að
leigja