Morgunblaðið - 14.08.1999, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 14.08.1999, Blaðsíða 50
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. ÁGÚST 1999 UMRÆÐAN Félög eldri borgara *gegna miklu hlutverki „LISTIN að lifa“ er blað sem Félag eldri borgara í Reykjavík ásamt Landssambandi eldri borgara gefur út. Fjallar blaðið um margvísleg málefni líkt og heiti þess gefur til kynna. I síðasta blaði, i^sem út kom í vor segir Hrafn Sæmundsson aftur frá grein sinni sem birtist í Morgun- blaðinu í vetur. Þar er margt vel orðað eins og við er að búast og lið- lega skrifað. Þó finnst mér að gæti þar nokk- urs misskilnings og vantrausts á starfí félags eldri borg- ara, sem nú eru 49 talsins á landinu með um 14.000 meðlimi. í greininni skrifar Hrafn um hlutverk þessara félaga og finnst heldur lítíð til þeirra koma. Ennfremur bendir hann á að þau hafí varla gert nokk- urt gagn, jafnvel ógagn. A þetta að jfsjálfsögðu ekki við rök að styðjast. Félögin hafa unnið óslitið að ýmsum máiefnum eldri borgara og mynda nú eins konar landshreyfingu sem vissulega hefur áhrif. Eg minnist þess er ég hitti Jón Baldvin í Kana- daför okkar eldri borgara í fyrra þar sem ég bar upp við hann hve lít- inn árangur við hefðum náð í launa- baráttunni. Þá sagði hann að tekist hefði á nokkrum árum að mynda landshreyfingu sem ætti eftir að hafa mikil áhrif og góð. Mér finnst hlutverk þessara félaga vera tví- þætt, í fyrsta lagi að veita ýmis tækifæri til félags- starfs og afþreyingar, þroska eða menntunar fyrir eldra fólk. I öðru lagi að stuðla að hags- munabaráttu aldraðra. Einangrun rofin Það er mjög mikil- vægt fyrir aldraða að blanda geði við annað fólk og koma í veg fyr- ir einangrun á heimil- inu. Þar sem nokkur hætta er á því er menn hætta að fara daglega til vinnu. Við starfslok þykir fólki oft erfitt að fylla tómarúmið með nytsömu daglegu starfi og er því mjög gott að félög eldri borgara taka að sér að bjóða upp á ýmis tómstundastörf. Mjög víða hafa þau eignast húsnæði eða aðstöðu til þess að viðhafa ýmsa starfsemi. Er stefnt að því að eldra fólk sjálft stjómi þessu og hafi for- ystu. Sums staðar hafa sveitarfélög, til að mynda í Reykjavík, rekið fé- lagsmiðstöðvar með launað starfs- fólk sem leggur sig ötullega fram við að veita alhliða þjónustu. Stórfjölskyldan I grein sinni talar Hrafn mikið um að æskilegt sé að ýta undir „stórfjölskylduna", sem saman standi af þremur ættliðum sem búi í sama húsnæði og hafi sameiginlegt húshald. Þetta fyrirkomulag var viðhaft á liðinni öld, þar sem efna- hagur og aðstæður leyfðu oft ekki Aldraðir Eldri borgarar, segir Páll Gíslason, hafa dregizt verulega aftur úr. annað. Nú á dögum er þetta fyrir- komulag nánast vonlaust. Eldri borgarar í dag eru frískari og sjálf- stæðari og vilja njóta þess að halda eigið heimili með tilheyrandi störf- um og skyldum. Víða hafa verið byggð sérstök fjölbýlishús með íbúðum sem eru sérstaklega sniðnar fyrir aldraða, jafnframt eru þar þjónustumið- stöðvar sem bjóða upp á mat ásamt alls kyns félagsstarfi og þjónustu. Þetta tel ég mjög eðlilega leið til þess að gera mönnum lífið léttara og veita þeim ánægju á efri árum. Eg hef þá trú að fáir eldri borgarar vilji búa hjá börnum sínum og taka þátt í heimilishaldi þeirra. Hug- myndafræðilega séð er þetta mjög falleg mynd af fjölskyldu en hefur ekki nema takmarkað gildi. Það er lofsvert þegar yngra fólk tekur að sér að annast aldraða og heilsuveila foreldra sína. Oft er rætt um að ekki sé hlúð nógu vel að eldri borgurum. Tel ég það vera á mis- skilningi byggt, langflestir hugsa til foreldra sinna og hlúa að þeim, ekki síst er veikindi bera að. Það er því sjálfsagt að halda áfram að byggja íbúðir fyrir aldr- í ótrúlegu úrvali!! Eigum stærðir frá 17 upp í 52 UTILIF Glæsibæ Sími 581 2922 • www.utilif.is aða, þar sem þeir geta skapað sér sitt eigið heimili og lífsstfl. Með hagsmuni beggja aðila fyrir augum er óæskilegt að fólk með börn búi í þessum húsum. Þá hefur verið gagnrýnt að þessi hús sem byggð eru fyrir aldraða séu allt of stór og íbúðir of margar. Tel ég fyrst og fremst verða að leggja metnað í lækkun byggingarkostnað- ar. Þá er hægt að bjóða samfelldari þjónustu innanhúss. Slíkt fyrir- komulag er augljóslega kostur. Tal- að hefur verið um að þessi hús séu eins konar „ghettó" þar sem gamla fólkinu sé hrúgað inn og allt þeim til ama gert. Þetta tel ég alrangt. Það leiðir sú skoðanakönnun vel í Ijós, sem gerð var fyrir ári meðal íbúa fjögurra fjölbýlishúsa í Reykjavík. Utkoman var sú að 85 af hundraði voru nyög ánægðir í þessum hús- um, 10 af hundraði ánægðir en að- eins 5 af hundraði létu ekki álit sitt í ljós. Mér þykir ekkert standa í vegi fyrir því að þessu framtaki verði haldið áfram. Eftirspurn eftir svona íbúðum í Reykjavík er mikil og markaðurinn býður greinilega upp á að fleiri hús af þessu tagi verði byggð. Erfitt hefur reynst að fá lóðir undir húsnæði fyrir aldraða í Reykjavík. Hefur það skapað mik- inn vanda en vonandi rætist brátt úr. Lífskjarabaráttíin Lífskjarabaráttan hefur einnig verið hlutverk Félags eldri borgara, þ.e. að verja málstað þeirra varð- andi fjárhagsmál. Einkum núna þegar góðæri er í landinu nýtur hinn almenni borgari þess að launakjör hafi batnað en eldri borgarar fara varhluta af. Sanngjamt væri að eldri borgarar nytu sama hluts og aðrir. Hefur barátta okkar m.a. beinst að því að bæta úr þessu. Nú er okkur Ijóst að við höfum ekki haft erindi sem erfiði því eldri borgarar hafa dregist verulega aft- ur úr. Eins og vel kom fram í skýrslu, sem nýkomin er út á veg- um nefndar um ár aldraðra og heil- brigðisráðuneytisins hafa kjör í landinu á síðustu þrem áram batnað um 35% en hjá eldri borgum er jafnvel talað um helmingi minna. Kjör þeirra sem eru verst settir hafa lítið batnað, úr því þarf veru- lega að bæta. Nú hefur verið skipuð samráðsnefnd ráðherra og forystu- manna í félögum eldri borgara og munum við vænta mikils af því sam- starfi. Að sjálfsögðu er ekki hægt að gera allt í einu en með því að hafa skipulega stefnu og fylgja henni eft- ir á að bæta það ástand sem nú er í fjármálum aldraðra. Margir hafa það ágætt og hafa búið sig vel undir þetta en aðrir hafa ekki haft að- stöðu til þess, vegna þess að þeir hafa ekki verið í lífeyrissjóði nema stuttan tíma og ýmislegt sem hefur komið upp á í þeirra lífi sem hefur valdið þeim erfiðleikum. Við vonum og væntum þess að barátta okkar eldri borgara sjálfra leiði til betri afkomu. Við þurfum að standa saman og fylkja okkur um þessi mál annars gengur ekkert. Það er því áskorun mín að menn athugi að það hefur þýðingu að styðja félög eldri borg- ara með því að gerast meðlimir og þeim mun fleirí meðlimi sem við höfum því rneiri áhrif höfum við. Það er augljóst að ýmislegt sem við höfum gert, eins og t.d. fundurinn okkar á Austurvelli í hitteðfyrra, hefur veruleg áhrif. Fundurinn varð til þess að menn skildu að þörf var á úrbótum í málum aldraðra. Félög eldri borgara geta staðið saman og við þurfum að fá sem flesta eldri borgara til að ganga í félögin og styðja þau. Með því að styrkja inn- viði okkar með hærri meðlimatölu er besti möguleikinn á að ná árangri sem landshreyfing. Höfundur er læknir. Sigurð Kára sem næsta formann SUS Hauksson, þar á meðal sitjandi formaður, fylgía Sigurði ferskir vindar. þinggesti á sambandsþinginu í Vestmannaeyjum til þess að veita Sigurði Kára Kristjánssyni braut- argengi í formannskosningunum. Hann er traustsins verður. Höfundur er formaður Hugins, f.u.s. { Garðabæ LESENDUM Morgunblaðsins ætti ekki að dyljast að SUS-þing er í vænd- um. Ásamt hefð- bundnum þingstörfum mun kosning til for- mannsembættis sam- bandsins fara fram á þinginu. í þeim kosn- ingum mun ég kjósa Sigurð Kára Krist- jánsson. Sigurður Kári hefur allt til að bera sem formanni SUS er nauðsynlegt. Hvar sem hann hefur starf- að hefur hann valist til forystu og skilað góðu verki. Nægir þar að nefna störf hans í stjóm SUS síðustu ár, setu hans í Háskólaráði og störf hans sem stjórnarmaður í Heimdalli f.u.s. Um leið og margir af reyndustu og virkustu félögum SUS í gegn- um árin styðja Sigurð Kára, þar á meðal sitjandi for- maður, fylgja Sigurði ferskir vindar inn í sambandið. Ungt fólk hvaðanæva af landinu hefur ákveðið að styðja við bakið á honum í formanns- kosningunum og mun bætast í þann stóra hóp sem nú er virkur í Sambandi ungra sjálfstæðismanna. Nú er lag fyrir unga sjálfstæðismenn að velja til forystu kraft- mikinn einstakling sem er tilbúinn að veita stjórnvöldum virkt aðhald og er líklegur til þess að ná til ungs fólk. Ég hvet alla Formannskosning Um leið og margir af reyndustu og virkustu félögum SUS styðja Sigurð Kára, segir Hafsteinn Þór Hafsteinn Þór Hauksson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.