Morgunblaðið - 14.08.1999, Blaðsíða 66

Morgunblaðið - 14.08.1999, Blaðsíða 66
66 LAUGARDAGUR 14. ÁGÚST 1999 MORGUNBLAÐIÐ www.landsbanki.is Tilboð til Vörðufélaga Landsbankans Varðan Vörðuféiögum býðst nú ferð með Samvinnuferðum Landsýn til paradísareyjunnar Aruba í Karíbahafinu á verði sem er engu líkt. • Vikuferð (22.— 28. nóvember) með flugi og gistingu í sex nætur fyrir aðeins 73.900 kr. á mann.* * Aruba tilheyrir hollensku Antillaeyjum og er ein af syðstu eyjum Karíbahafsins. Vörðufélagar geta valið á milli tveggja fjögurra stjörnu hótela: Sonesta Resorts í hjarta höfuðstaðarins Orjanstad eða Wyndham Resorts við eina bestu strönd eyjarinnar. (minni fontur)* Innifalið er flug, gisting, akstur til og frá flugvelli erlendis, forarstjórn og íslenskir flugvallaskattar. Ekki er innifalið erlenl brottfarargjald $20 og fodallagjald, kr. 1.800. Ymis önnur tilboð og afslættir bjóðast klúbbfélögum Landsbanka fslands hf. sem finna mó á heimasíðu bankans, www.landsbanki.is L Landsbankinn | Opið frá 9 til 19 ÍSLENSKA ÓPERAN i III—_Jllll Símapantanir í síma 551 1475 frá kl. 10 Miðasala opin frá kl. 13—19 alla daga nema sunnudaga Slfebb Gamanleikrit í leikstjórn Sigurðar Sigurjónssonar Lau. 14/8 kl. 20.00. Uppselt Fim. 19/8 kl. 20.00. Fös. 20/8 kl. 20.00. Fös. 27/8 kl. 20.00. Lau. 28/8 kl. 20.00. Fim. 2/9 kl. 20.00. Ósóttar pantanir seldar daglega ISDÚIjJ.j S.O.S. Kabarett í leikstjórn Sigga Sigurjónss. 3. sýn. í kvöld lau. 14/8 kl. 20.30 4. sýn. lau. 21/8 miðnætursýning á menningamótt Reykjavíkur HIRÐFÍFL HENNAR HÁTIGNAR Næsta sýn. sun. 15/8. Miöasala í s. 552 3000. Opið virka daga kl. 10 — 18 og fram aö sýningu sýningardaga. Miðapantanir allan sólarhringinn. 5 30 30 30 Mtaata cpta taá 12-18 ob Inni að sýntaBU týrtaBanlaw. Otfa Irá 111 HÁDEGISLEIKHÚS - kl. 12.00 Mið. 18/8, Fim. 19/8. Fös 20/8 ki. 23.00, Síðasta sýning TJARNAhDANSLBKUR laugardag 14.8 kl. 22.00. Magga Str'rra og Hr.lngi.R leika fýrir dansi. TILBOÐ TIL LEEKHUSGESTA! 20% afsláttur af mat fyrir leikhúsgesti (Iðnó. Borðapantanir í síma 562 9700. Æ Mataróregla Ertu með mat á heilanum? Haldið verður 5 vikna námskeið fyrirfólk með anorexíu, bulimíu og ofátsvandamál. Stuðst er við 12 spora kerfið. Nýtt námskeið að hefjast. Upplýsingar enj gefnar frá kl. 8—12 í síma 552 3132, annars símsvari. Inga Bjarnason. H-moll messa Bachs n_a j | L Stórtónleikar r r í Hallgrímskirkju LISTAHATIÐ sunnudaginn 15. ágúst kl. 20.30. Uppselt. Ósóttar pantanir verða seldar kl. 17.00 1999 á sunnudaginn. Miðasala í Hallgrimskirkju alla daga, sími 510 1000. FÓLK f FRÉTTUM Djass- og blúshátíð á Hótel Selfossi um helgina KRISTJANA Stefánsdóttir söngkona er einn af aðstandendum djass- og blúshátíðar á Selfossi. MIKILL DJASSÁHUGI Á SELFOSSI ÞESSA helgi stendur yfir hin ár- lega djass- og blúshátíð á Selfossi sem nú er haldin í fjórða sinn. Að henni stendur hópur heimafólks sem tók sig til fyrir fjórum árum og ákvað að stofna til hátíðar af þessu tagi. Kristjana Stefánsdótt- ir söngkona er einn af aðstand- endum hátíðarinnar en kvartett hennar sem auk hennar sjálfrar er skipaður þeim Gunnari Jóns- syni trommuleikara, Smára Krist- jánssyni bassaleikara og Vigni Þór Stefánssyni píanóleikara hef- ur spilað djasstónlist á Selfossi við ýmis tækifæri í nær tíu ár. Kvar- tettinn kom fyrst fram í núver- andi mynd árið 1990, á djass- kvöldi sem var hluti af hátíðar- höldum í tilefni hundrað ára af- mælis Ölfusárbrúar. Kristjana segir að fólk á Sel- fossi hafi mikinn áhuga á djass- og blústónlist og því hafi hópur áhugasamra tekið sig til og ákveð- ið að standa að veglegri árlegri djass- og blúshátíð. Hún segir tónleikana á hátíðinni vera virki- lega vel sótta og að skemmtileg stemmning ríki á þeim. Gestir tónleikanna eru að stærstum hluta heimafólk en einnig kemur þó nokkuð af fólki úr nærliggjandi sumarbústaðalöndum. Á tónleikunum í kvöld spila þrjár djasssveitir. Kvartettinn Is- bráð kemur fyrstur fram en hann skipa þeir Einar Valur Scheving trommuleikari, Þórir Baldursson sem leikur á Hammond-orgel, Jó- hann Ásmundsson sem er bassa- leikari og Óskar Guðjónsson saxó- fónleikari. Þá leikur kvintett Carls Möller en hann leikur sjálf- ur á píanó, Árni Scheving leikur á bassa, Álfreð Alfreðsson á trommur, Þorleifur Gíslason á saxófón og Stefán Ómar Jakobs- son á básúnu. Að lokum kemur Kristjana Stefánsdóttir fram ásamt tríói sem er skipað þeim Agnari Má Magnússyni sem leik- ur á píanó, Þórði Högnasyni sem leikur á kontrabassa og Einari Vali Scheving sem leikur á trommur. Kristjana segir að til standi að halda áfram að halda veglega og skemmtilega djass- og blúshátíð á Selfossi. Á næsta ári mun hátíðin eiga fimm ára afmæli og þá megi búast við að ýmislegt verði gert til enn meiri hátíðarbrigða. Loop Troop s á Islandi SÆNSKA hip-hop sveitin Loop Troop er nú stödd hérlendis en í gær héldu þeir tónleika á Gauk á Stöng en í kvöld verða þeir á Pí- anóbarnum og á sunnudagskvöld á Kaffi Thomsen. Loop Troop hefur verið að gera það gott undanfarin ár og eru þeir meðal virtustu hip-hop sveita Svía og tilheyra endurreisnararmi hip- hop tónlistarinnar sem snýst um að gera hlutina sjálfir. Með Loop Troop kemur fram ís- lenska hip-hop sveitin Tha Faculty sem nýverið gaf út plötu hjá Smekkléysu og einnig verða með þeim nokkrir af bestu plötusnúð- um landsins. Millj ónamæringarnir á Broadway í kvöld MILLJÓNAMÆRINGARNIR verða með sinn ár- lega stórdansleik á Broadway í kvöld og munu hvorki fleiri né færri en sex stórsöngvarar koma þar fram með sveitinni. Það eru þeir Bogomil Font, Páll Óskar, Stephan Hilmarz, Bjarni Ara og Raggi Bjarna og auk þeirra kemur fram í fyrsta sinn með Milljónamæringunum norðlenska stór- söngkonan Helena Eyjólfsdóttir, sem Sunnlend- ingar hafa fengið alltof fá tækifæri til að sjá og heyra lengi. Þarna verður því sannkölluð söngveisla. I upp- hafi dansleiks mun hljómsveitin Casino leika nokk- ur létt lög.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.