Morgunblaðið - 14.08.1999, Blaðsíða 16
16 LAUGARDAGUR 14. ÁGÚST 1999
MORGUNBLAÐIÐ
LANDIÐ
Unnið að frekari uppbyggingu stærsta ullariðnaðarfyrirtækis landsins á Hvammstanga
Fjölbreytt fram-
leiðsla jafnar
sveiflurnar
s
A Hvammstanga er verið að byggja upp
miðstöð íslensks ullariðnaðar með kaupum
á vélum Foldu og byggingu nýs verk-
--------------7------------——
smiðjuhúss fyrir Isprjón. Helgi Bjarna-
son ræddi við forsvarsmenn fyrir-
tækisins og sveitarstjórnar
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
KRISTINN Karlsson í peysu úr norsku kambgarni skoðar peysur sem verið er að prjóna úr íslensku loðbandi.
MIÐSTÖÐ íslensks ullariðnaðar er ekki í Mos-
fellssveit og því síður á Akureyri. Miðstöð ull-
ariðnaðarins er á Hvammstanga. Þar er
langstærsta prjónastofa landsins og sauma-
stofa auk þess sem nokkrar saumastofur vinna
fyrir hana sem undirverktakar. Fyrirtækið
heitir ísprjón ehf. og er stofnað út úr Drífu
ehf., sem er eitt af elstu ullariðnaðaríyrirtækj-
um landsins, og hefur staðið af sér kunnar
sveiflur í iðnaðinum. Isprjón keypti fyrr á árinu
ullariðnaðarhluta Foldu hf. á Akureyri og er nú
verið að reisa stórt verksmiðjuhúsnæði á
Hvammstanga fyrir starfsemina.
Skipulagsbreytingar hjá Drífu
Drífa ehf. hefur verið lengi starfandi á
Hvammstanga sem prjóna- og saumastofa, síð-
ustu árin í meirihlutaeigu Ágústs Þórs Eiríks-
sonar. I byrjun ársins voru gerðar þær skipu-
lagsbreytingar að sölufyrirtæki Ágústs, Árblik,
var sameinað Drífu ehf. en stofnað sérstakt
einkahlutafélag, ísprjón ehf., um framleiðsluna
á Hvammstanga. Drífa annast sölu- og mark-
aðsmálin áfram. Ágúst Þór á meirihluta hluta-
fjár í ísprjóni ehf., rúm 60%, Kristinn Karls-
son, framkvæmdastjóri fyrirtækisins, á 30% og
sveitarfélagið minna.
„Við höfum fundið fyrir erflðleikunum eins
og aðrir en aðalástæðan fyrir því að fyrirtækið
hefur staðið þá af sér er sú að það er með fjöl-
breyttari framleiðslu en önnur fyrirtæki. Það
jafnar sveiflurnar,“ segir Kristinn Karlsson.
Drífa var einna fyrst íslenskra prjónastofa til
að hefja framleiðslu á flíkum úr norsku kambg-
arni. Framleiðsla á „norsku" peysunum hefur
gengið vel og bætt upp samdrátt í sölu á hefð-
bundnum íslenskum lopapeysum. Ágúst Þór
vill ekki tala um norskar peysur í þessu sam-
bandi. „Við teljum okkur vera að selja íslenskt
hugvit. Ef Norðmenn geta selt þessa vöru, því
ættum við ekki að geta það? Lykillinn er öflug
UM 1.300 fermetra verksmiðjuhús
Ispijóns ehf. rís á Hvammstanga.
hönnun,“ segir Ágúst Þór.
Flíkumar eru mest fluttar út til Norðurland-
anna, Japans og Þýskalands. Einnig selst nokk-
uð innanlands og drjúgt í póstverslun. Drífa
rekur eigin póstverslun og sendir frá sér nokk-
ur hundruð þúsund vörulista, mest til Japans
og Þýskalands. Þar eru vörur fyrirtækisins
kynntar svo og ýmsar fleiri íslenskar vörur.
Ágúst Þór segir að póstverslunin sé enn ein
stoðin undir rekstrinum.
ísprjón er í 500 fermetra húsnæði á Höfða-
braut 6 og segir Kristinn að húsnæðið sé orðið
alltof lítið. í upphafí ársins keypti fsprjón með
aðstoð sveitarfélagsins, Húnaþings vestra, ull-
Áhugasamur sendi-
herra um land og þjóð
og tækni í fiskvinnslu
ísafirði - Sendiherra Kínverja á íslandi,
Wang Ronghua, heimsótti Bolungarvík og
ísafjörð nýlega ásamt eiginkonu sinni,
tveimur dætrum og aðstoðarmanni, ræddi
við forráðamenn bæjarfélaganna og fór í
skoðunarferðir. Þann dag var veðri svo hátt-
að að svartaþoka var um morguninn en
glaðnaði til þegar á leið og síðdegis var hið
fegursta og besta veður, glaðasólskin og logn
og naumast skýhnoðri á himni.
Sendiherrann er mjög áhugasamur að
kynnast landi og þjóð og var þessi heimsókn
liður í því. Ekki síst kynnir hann sér at-
vinnulífið, bæði fiskiðnaðinn og aðrar grein-
ar. Sendiherrann kvaðst vonast eftir að
koma aftur á þessar slóðir og geta þá farið í
útsýnisflug yfir þessa fallegu bæi og ná-
grenni þeirra.
Trúlega er ekki neinna viðskiptasamninga
að vænta beinlínis í kjölfar þessarar heim-
sóknar. Hins vegar er Ijóst að sendiherrann
er ákaflega vakandi fyrir öllu sem ber fyrir
augu, ekki síst tæknilegum hlutum varðandi
fiskvinnslu, enda munu íslendingar vera
lengra komnir á þeim sviðum en almennt
gerist í Kína.
ariðnaðarhluta Foldu hf. á Akureyri sem þá var
gjaldþrota. Eru þetta vélar og tæki til prjóna-
og saumaskapar ásamt sölusamböndum. Krist-
inn segir unnt að tvöfalda framleiðsluna með
þessum tækjum en segir að markaðurinn ráði
auðvitað verkefnunum. Jafnframt var ákveðið
að sveitarfélagið myndi standa að byggingu nýs
verksmiðjuhúss yfir starfsemina ásamt ís-
prjóni, Drífu og fleiri aðilum. Yfirlýst markmið
forráðamanna sveitarfélagsins með þessum að-
gerðum var að byggja upp Húnaþing vestra
sem miðstöð ullariðnaðarins í landinu.
„Við erum alltaf að svipast um eftir nýjum
atvinnutækifærum til að styrkja byggðina.
Þegar Folda varð gjaldþrota kom til tals að
kaupa tækin hingað. Við sáum að auðvelt var að
bæta við. Fyrirtækið er til staðar með nauðsyn-
legri þekkingu," segir Elín R. Líndal, oddviti
Húnaþings vestra. Sveitarfélagið tók þátt í
kaupum á eignum þrotabús Foldu og mun ís-
prjón síðar eignast þær að fullu. Jafnframt
kaupir sveitarfélagið húsnæðið á Höfðabraut 6,
en það er í eigu Drífu ehf., á 24 milljónir kr.
Loks leggur það fram hlutafé, sem svarar til
gatnagerðar- og tengigjalda, í félag sem stofn-
að var um byggingu nýja verksmiðjuhúsnæðis-
ins á Höfðabraut 34.
Elín segir að eina fjárbinding sveitarfélags-
ins til frambúðar séu kaupin á Höfðabraut 6.
Ekki liggur fyrir hvað gert verður við húsnæð-
ið þegar það losnar.
Störfum fjölgar
Nýja húsnæðið, sem er 1.300 fermetrar að
stærð, á að vera tilbúið til notkunar í haust eða
fyrrihluta vetrar. Þá verður aðstaða til að taka
á móti vélunum ffá Foldu en flestar eru enn á
Akureyri. Ágúst Þór segir að Isprjón hafi ekki
alveg ráðið við þau verkefni sem fyrir hafi leg-
ið. Ekki síst hafi skort á afköst við saumaskap-
inn. „Við getum aukið prjónagetuna og annað
eftirspurn, auk þess sem vai’an fer hraðar í
gegn,“ segir Ágúst Þór og bætir því við að til
athugunar sé að ráða fleiri undirverktaka í
saumaskapinn. Isprjón er með eigin saumastof-
ur á Hvammstanga og Skagaströnd og undir-
verktaka á Sveinsstöðum í Austur-Húnavatns-
sýslu og á Barðaströnd. Þegar kaupin á Foldu
voru kynnt kom fram að stefnt væri að stofnun
lítilla starfsstöðva á nokkrum stöðum í sveitar-
félaginu þar sem konur væni við saumaskap.
Ljóst er að störfum fjölgar nokkuð við flutn-
ing í nýja húsnæðið. Kristinn reiknar með að
minnsta kosti 10 störfum en tekur fram að það
fari eftir því hvemig gangi að auka verkefnin.
Starfsmenn Isprjóns eru nú um 30 og 10 að
auki hjá undirverktökum.
Fjárfesting ísprjóns og Drífu í húsnæði og
vélum Foldu nemur um 80 milljónum kr. Ágúst
Þór telur að ísprjón hafi alla burði til að verða
arðsöm eining. Næg verkefni séu eins og er.
„Ekki er hægt að bera þetta saman. Okkar fyr-
irtæki er byggt allt öðru vísj upp, með fjöl-
breyttari framleiðslu," segir Ágúst Þór þegar
hann er spurður að því hvar ullariðnaðurinn sé
staddur í sveiflunni, sem ávallt hefur verið í at-
vinnugreininni.
Elín Líndal telur ekki áhættusamt fynr
Hvammstanga að auka hlut sinn í ullariðnaðin-
um. „Þetta er hluti af því að dreifa áhættunni
því við ætlum að nota húsnæðið sem við keypt-
um af Drífu til að auka fjölbreytni í atvinnu-
rekstri." Sjálf er hún stjómarformaður sauma-
stofunnar Borgar í Víðidal og hefur verið viðrið-
in iðnaðinn í rúma tvo áratugi. „Stundum hafa
verið brekkur í þessu, því er ekki að neita. Eg
trúi því hins vegar að ullariðnaðurinn eigi fram-
tíð fyrir sér. Ég sé'það ekki fyrir mér að stjórn-
völd myndu geta sætt sig við það að útflutning-
ur ullarvara hyrfí úr íslenskum hagtölum. Ullin
er náttúrulegt efni og umhverfisvænt og slíkar
vörur munu alltaf ná til fólks,“ segir Elín.
Morgunblaðið/Sigurjón
KÍNVERSKU gestirnir í Ósvör við Bolungarvík ásamt Bolvíkingum og ísfirðingum. Full-
trúar Bolungarvíkurkaupstaðar eru Magnús Hávarðarson, forseti bæjarstjórnar, og Ólaf-
ur Kristjánsson bæjarstjóri en fulltrúar ísafjarðarbæjar þau Þorleifur Pálsson, starfandi
bæjarstjóri, Guðni Geir Jóhannesson, forseti bæjarstjórnar, og Ragnheiður Hákonardótt
ir, formaður bæjarráðs.
Útsala
20-70%
afsláttur
Opið í dag frá kL 10-16
HREYSTI
ÆFINGAR - ÚTIVIST - BÓMULL
— Skeifunni 19 - S. 568 1717-
Russell Athletic bómull/fleece - Better Bodies - Columbia fatnaður - Tyr sundfatnaður - Fæðubótarefni o.m.fl.
t