Morgunblaðið - 14.08.1999, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 14.08.1999, Blaðsíða 20
20 LAUGARDAGUR 14. ÁGÚST 1999 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Sex mánaða uppgjör samstæðu Sláturfélags Suðurlands ^ Sláturfélag Su ðurlí inni 10 inds Samstæða iiiyi iw JAN.-JÚNÍ JAN.-JÚNÍ Rekstrarreikningur 1999 1998 Breyting Rekstrartekjur Milljónir króna 1.455,4 1.335,7 +9,0% Rekstrargjöld 1.340,3 1.234,1 +8,6% Afskriftir 59,2 49,9 +18,6% Fjármunatekjur (fjármagnagjöld) -12,9 -10,3 +25,2% Hagnaður af reglul. starfsemi 43,0 41,4 +3,9% Eignarskattar -4,7 -4,2 +11,9% Hagnaður (tap) hlutdeildarfélaga -2,2 1,1 Hagnaður tímabilsins 36.1 38,3 -5,7% Efnahagsreikningur 30/6‘99 31/12'98 Breyting | Eignin \ Fastafjármunir Milljónir króna 1.427,8 1.348,1 Veltufjármunir 603,8 670.4 Eignir samtals 2.031,6 2.018,5 I Skuldir og eigiS fé: Langtímaskuldir 824,7 699,8 Skammtímaskuldir 247,1 407,7 Skuldir samtals 1.071,8 1.107,5 Eigið fé 959,8 911,0 Skuldir og eigið fé samtals 2.031.6 2.018,5 Sjóðstreymi og kennitölur 1999 1998 Veltufé frá rekstri Milljónir króna 96,8 85,9 +12,7% Veltufjárhlutfall 2,4 1,6 Arðsemi eigin fjár 8% 9% Hagnaður nam 36,1 milljón króna SLÁTURFÉLAG Suðurlands (samstæðan) skilaði 36,1 milljón króna hagnaði á fyrstu sex mánuð- um ársins 1999, að teknu tilliti til reiknaðra eignarskatta og 2,2 millj- óna króna taps af rekstri hlutdeild- arfélags. Rekstrartekjur Slát- urfélagsins (SS) námu 1.455,4 millj- ónum króna á fyrstu sex mánuðun- um og rekstrargjöld án afskrifta námu 1.340,3 milljónum króna á sama tímabili, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá SS. Steinþór Skúlason, forstjóri SS, segir í samtali við Morgunblaðið að miðað við mikla samkeppni og samþjöppun á kaupendahliðinni gætu forráðamenn SS ekki annað en verið þokkalega sáttir við af- komuna. „Veltuaukningin sýnir að við höldum okkar hlutdeild á markaðnum, og teljum að félagið hafi sterka stöðu og eigi áfram möguleika á að hagræða í sínum rekstri og þessum afurðaviðskipt- um sem eru okkar fag,“ segir Steinþór. Hann segir að vegna sauðfjárslátrunar að hausti séu tekjur yfirleitt meiri á síðari helm- ingi ársins og afkoma jafnframt betri, og segir hann að allt bendi til að afkoma SS fyrir allt árið 1999 verði í svipuðu horfi og á árinu 1998. I fréttatilkynningunni kemur m.a. fram að fjárfest hafi verið í varanlegum rekstrarfjármunum fyrir 100,8 milljónir króna á fyrstu sex mánuðum ársins 1999, og vega þar þyngst vélakaup fyrir kjöt- vinnsluna á Hvolsvelli. Þar á meðal voru kaup á nýrri pökkunarlínu þar sem álegg er sett í endurlokan- legar umbúðir, og segir í tilkynn- ingunni að með því bjóðist neyt- endum nýjasta tækni í áleggspökk- un% Utflutningur á lambakjöti til Danmerkur hefur gengið vel und- anfarin ár, og hefur ferskt lamba- kjöt í loftskiptum umbúðum selst þar sérlega vel. Segir í tilkynning- unni að sláturfélagið selji nú kaup- endum í Danmörku ferskt kjöt í nær fimm mánuði samfellt á ári. Vaxtarsjóðurinn hf. Arðsemi eigin fjár 29% á árinu ARÐSEMI eigin fjár Vaxtarsjóðs- ins hf. var 29% á árinu. Tap tíma- bilsins samkvæmt rekstrarreikn- ingi var 6 milljónir króna en heild- areignir sjóðsins námu 268 milljón- um króna og eigið fé alls 270 millj- ónum króna. Hlutafé félagsins var 363,5 milljónir króna. Hinn 30. júní átti sjóðurinn hlutabréf í 13 innlendum hluta- félögum, en tilgangur Vaxtarsjóðs- ins er að fjárfesta í skráðum og óskráðum félögum sem talin eru eiga verulega vaxtar- og/eða hagnaðarmöguleika. Hluthafar Vaxtarsjóðsins hf. voru 548 í júní- lok árs 1999, en þeir voru 589 í árs- lok 1998. Verðbréfamarkaður Is- landsbanka hf. sér um daglegan rekstur Hlutabréfasjóðsins hf. og Vaxtarsjóðsins hf. TALSMENN sænska bílafyrirtæk- isins Volvo hafa lýst yfir frekari áhuga á að yfirtaka önnur fyrirtæki, samhliða samþjöppun eignarhalds í bílaiðnaði. í síðustu viku var tilkynnt um kaup Volvo á Scania. „Við mun- um kaupa meira,“ sagði forstjóri Volvo, Leif Johansson, í viðtali í tímariti fyrirtækisins, Volvo Nu. Jo- hansson sagði hins vegar ekkert um hvaða fyrirtæki Volvo hygðist kaupa. „Ef við tökum ekki þátt í þróun- Hlutabréfasjóðurinn hf. Arðsemin 17% fyrstu sex mánuði ársins ARÐSEMI Hlutabréfasjóðsins hf. var 17% fyrstu sex mánuði ársins að teknu tilliti til arðs, en sjóðurinn greiddi 8% arð á árinu. Hagnaður tímabilsins var 324 milljónir króna að teknu tilliti til skatta, en heildareign- ir Hlutabréfasjóðsins voru í júnflok 5.121 milljón króna. Hlutafé félags- ins nam 1.805 mflljónum króna og eigið fé var alls 4.707 milljónir króna. Samtals átti sjóðurinn hlutabréf í 30 innlendum félögum í lok júní. Hlutabréfasjóðurinn hefur verið að auka vægi erlendra verðbréfa og er það nú 28% af heildareignum. Hlut- hafar Hlutabréfasjóðsins hf. voru 8.397 í júnflok 1999, en þeir voru 8.825 í árslok 1998. Umsjónarlaun Hlutabréfasjóðsins hf. eru 0,7%, að því er fram kemur í fréttatilkynn- ingu. inni, endum við úti í kanti eins og við gerðum í fólksbflaframleiðslunni," segir Johansson. Volvo seldi Ford Motor Co. fólksbíladeild sína fyrr á árinu en Volvo og Scania verða sam- einuð stærsti framleiðandi vöruflutn- ingabifreiða í Evrópu. Samlegð- aráhrif af samruna fyrirtækjanna eru talin verða um 5 milljarðar sænskra króna eða um 44 milljarðar íslenskra króna á ári innan þriggja ára. Volvo vill frekari fjárfestingar Stokkhólmur. Reuters. ^ *-t - ca- ,sr -»i ~ *•’ m 3i. - .. tfHF ..S *r-" ' ■« ' • * K'ot-'tt .--*«**'----- Ljósm Mats Wibe Lund ÍSLENSK MIÐLUN og TÆKNIVAL óska Stöðvarfirði TIL HAMINGJU í dag hefur starfsemi sína á Stöðvarfirði, dóttur- fyrirtæki íslenskrar miðlunar ehf., með þátt- töku Stöðvarhrepps. Starfsmenn ísienskrar miðlunar ehf. á Stöðvarfirði, 13 talsins, taka fullan þátt í þjónustustarfsemi fyrirtækisins með fullkominni tölvu- og víðnetslausn frá Tæknivali. Víðnetslausnin byggist m.a. á því að tengja saman tvo eða fleiri vinnustaði og láta þá starfa saman, óháða fjarlægðum og vegalengdum. Víðnetið gerir nú fyrirtækjum kleift að flytja hljóð, myndir og gögn á milli staða, þannig að starfsmenn fslenskrar miðlunar á Stöðvarfirði, Raufarhöfn og Reykjavík geta starfað saman sem ein heild. Nútíma tölvutækni skapar fjölbreyttari atvinnumöguleika fyrir dreifbýli og sýnir að samskiptatækni nútímans getur hæglega skapað fjölda nýrra starfa á landsbyggðinni. ÍSLENSK MIÐLUN EHF. Tæknival
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.