Morgunblaðið - 14.08.1999, Blaðsíða 56
56 LAUGARDAGUR 14. ÁGÚST 1999
MORGUNBLAÐIÐ
RANNÍS
Staða forstöðumanns
tæknisviðs RANNÍS
Rannsóknarráð íslands óskar að ráða í stöðu forstöðumanns
tæknisviðs RAIMNÍS.
Starfssvið
Starfið feiur í sér yfirumsjón með málefnum á tæknisviði RANNÍS undir yfir-
stjórn framkvæmdastjóra Rannsóknarráðs, þ.m.t. afgreiðslu á umsóknum til
Tæknisjóðs, aðstoð við fagráð og úthlutunarnefnd sem tengist sjóðnum; eftirlit
með verkefnabókhaldi, framvindu verkefna og fjármálum sjóðsins. Það felur
einnig í sér umsjón með tilteknum alþjóðlegum samskiptum við erlendar
stofnanir á tæknisviði samkvæmt ákvörðunum Rannsóknarráðs í samráði við
framkvæmdastjóra og starfsmenn á alþjóðasviði RANNÍS.
Hæfniskröfur
Krafist er tæknilegrar sérmenntunar (lágmark M.Sc eða jafngildi þess) á sviði
verkfræði eða raunvísinda og reynslu af rannsóknarstörfum eða þróunarvinnu í
atvinnulífi. Þekking og reynsla á sviði lífvísinda, líftækni og/eða matavælatækni
er æskileg. Áhersla er lögð á skapandi hæfileika, ríkt frumkvæði, góða sam-
skiptahæfni og metnað til að beita vönduðum vinnubrögðum. Góð kunnátta í
íslensku og færni í ensku og einu Norðurlandamáli eru skilyrði. Reynsla í notkun
algengra tölvukerfa er æskileg.
Laun eru samkvæmt kjarasamningum við viðkomandi stéttarfélag.
Þess er vænst að umsækjandi geti hafið störf sem fyrst.
Fyrirspurnum um starfið svarar Vilhjálmur Lúðvíksson, framkvæmdastjóri Rann-
sóknarráðs íslands í síma 562 1320.
Umsóknir, með upplýsingum um menntun og fyrri störf, sendist framkvæmdastjóra
Rannsóknarráðs íslands, Laugavegi 13,101 Reykjavík, eigi síðar en 23. ágúst nk.
Vilt þú slást
í hópinn?
Erum að leita að hressu og ábyggilegu
fólki til vinnu á líflegum veitingastöðum
okkar í Rvk., Kóp. og Hafnarf.
Eftirtalin störf eru í boði:
• Vaktstjórar í grill og sal.
• Starfsmenn í grill.
• Starfsmenn í sal.
Góð laun í boði.
Lögð er áhersla á góðan starfsanda og
samrýmdan hóp.
Umsóknareyðublöð liggja fyrir á
veitingastöðunum og upplýsingar
gefnar í síma 568 7122.
Bergstaðastræti 37
Birgðava rsla/
eldhússtörf
Óskum eftir að ráða starfsfólk í
birgðavörslu og eldhússtörf.
Upplýsingar gefur hótelstjóri í síma
552 5700.
Okkur vantar starfsfólk vi8 afgreiðslu
á kassa, ófyllingar og önnur aimenn
verslunarstörf. Góð laun í boði.
Upplýsingar á skrifstofu Bónus
Skútuvogi 13, kjallara, milli klukkan
9.00 og 12.00 alla virka daga.
BONUS
Við bjóðum upp á sveigjanlegan vinnutíma
sem getur hentað skólafólki og húsmœðrum
ó öllum aldri ógœtlega.
Reyklaus
starfskraftur óskast
til starfa í fiskbúð í Reykjavík. Viðkomandi sé
á aldrinum 30 ára og uppúr. Reynsla ekki æski-
leg. Þarf að geta hafið störf sem allra fyrst.
Áhugasamir sendi umsókn á afgreiðslu Mbl.
merkta: „F — 8473" fyrir 18. ágúst.
Kennari!
Ert þú að borga með
þér í Reykjavík?
Ef svo er — af hverju bá ekki að koma
til Raufarhafnar?
Okkur vantartil starfa metnaðarfulla kennara,
sem vilja starfa við kennslu í litlu en metnaðar-
fullu sjávarþorpi þar sem markmið heima-
manna er góður og framsækinn skóli sem
stenst kröfur tímans.
Vid bjóðum: Mjög góð kjör, frítt húsnæði
og greiðum flutningskostnað. Kennurum
verður gefinn kostur á að sækja námskeið
innanlands.
Kennslugreinar: Kennsla yngri barna, sér-
kennsla, almenn kennsla, handmennt, mynd-
mennt og heimilisfræði.
Grunnskólinn á Raufarhöfn er einsetinn skóli
og verða í honum um 75 nemendur í 1.—10.
bekk næsta skólaár.
Raufarhöfn er sjávarþorp í Norður-Þingeyjarsýslu og búa þar rúmlega
400 manns. (búum hefur farið fjölgandi á liðnum árum. Þorpið er
nyrsti þéttbýlisstaður á (slandi. Vinna við sjávarútveg er burðarás
atvinnulífsins auk ýmisskonar þjónustu. Góð aðstaða er til íþróttaiðk-
unar, s.s. nýtt íþróttahús, sundlaug, tækjasalur o.s.frv. Leikskólinn
er rúmgóður og vel búinn. Á staðnum er félagslíf af ýmsum toga,
s.s. leikfélag, kór, íþróttafélag og tónlistarskóli.
Á undanförnum árum hefur verið unnið markvisst þróunarstarf við
skólann í samstarfi við skólaþjónustu Eyþings. Markmið þeirrar vinnu
er að efla skólasamstarf sem gerir skólann að eftirsóknarverðum
vinnustað fyrir nemendur og kennara og foreldra virkari í
skólastarfinu.
Nánari upplýsingarveitirskólastjóri í síma
465 1241 (vinhu) eða 465 1177 (heima) svo og
sveitarstjóri í síma 465 1151.
Skólaskrifstofa Vestmannaeyja
Kennarar - kennarar
Við Barnaskólann í Vestmannaeyjum vantar
1—2 kennara á unglingastigi. Helstu kennslu-
greinar eru íslenska, samfélagsgreinar, danska
og enska. Barnaskólinn er heildstæður grunn-
skóli með um 450 nemendur. Skólinn leggur
áherslu á mikið og gott foreldrasamstarf. Þá
tekur skólinn þátt í erlendu samstarfsverkefni,
Comenius, sem sjá má á heimasíðu skólans
rvik.ismennt.is/~barney. Þá mun skólinn einn-
ig taka þátt í Globe-verkefninu í vetur. Laun
eru samkvæmt kjarasamningi HÍK og KÍ við
Launanefnd sveitarfélaga og samkomulagi
Vestmannaeyjabæjar við kennara í
Vestmannaeyjum.
Upplýsingar gefa Hjálmfríður Sveinsdóttir,
skólastjóri Barnaskólans í síma 481 1944 eða
861 4362.
Skólafulltrúi.
BYG6G
BYGGINGAFÉLAG GYLFA & GUNNARS
Starfsmenn óskast
Byggingafélag Gylfa og Gunnars ehf. óskar
eftir að ráða laghenta starfsmenn í viðhalds-
deild fyrirtækisins. Góð starfsaðstaða í boði.
Nánari upplýsingar gefur Þorkell í síma
861 2966.
Hárgreiðslustofan
Hótel Sögu!
óskar eftir nemum, sveinum og meisturum
í hársnyrtiiðn.
Einnig óskum við eftir starfskrafti í afgreiðslu.
Upplýsingar gefur Sigrún í símum 552 1690,
896 8562 og 561 1552.
i