Morgunblaðið - 14.08.1999, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 14.08.1999, Blaðsíða 26
26 LAUGARDAGUR 14. ÁGÚST 1999 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Pakistan og Indland heyja áróðursstríð Leiðtogar draga úr herskáum yfirlýsingum Nýju-Delhí, Islamahad. Reuters. PAKISTANAR sögðu í gær að sú ákvörðun Indverja að sleppa úr haldi átta pakistönskum hermönn- um, sem handsamaðir voru á með- an á bardögum stóð við Kasmír- landamæri ríkjanna, væri ,jákvætt skref*. Leiðtogar Indlands og Pakistans drógu nokkuð úr her- skáum yfirlýsingum sínum í gær, en mikil spenna hefur verið í þess- um heimshluta eftir að Indverjar grönduðu pakistanskri eftirlits- flugvél á þriðjudag. Indverjar buðust til að sleppa hermönnunum átta til að sýna „vináttuhug" í garð nágranna sinna sem brátt halda þjóðhátíðar- dag sinn hátíðlegan. Stjórnarer- indrekar í Islamabad, höfuðborg Pakistans, sögðu hins vegar að ákvörðun Indverja liti út eins og tilraun til að valda Pakistönum vandræðum, því með því að sleppa hermönnunum virtist sem staðhæfíngar Indverja um að þeir hefðu verið teknir höndum eftir átök á landamærunum í Kasmír væru sannar. Pakistanar hafa fram að þessu neitað því að her- sveitir landsins hafi stutt við bakið á skæruliðum sem háðu bardaga við indverska hermenn í Kasmír. Enn er deilt um hvort flugvélin pakistanska, sem grandað var á þriðjudag, hafi verið í lofthelgi Indlands eða Pakistans en Pakistanar unnu nokkur stig í gær í áróðursstríði því, sem löndin tvö hafa háð undanfarna daga, þegar erlendir stjórnarerindrekar, sem heimsóttu staðinn þar sem flak flugvélarinnar kom niður, sögðu að jafnvel þótt hún hefði farið inn fyr- ir landamæri Indlands hefði ekki verið nauðsynlegt að granda henni. Pakistanar, sem nú reyna að afla sér liðsinnis erlendis til að fá Ind- verja að samningaborðinu um yfir- ráð yfir Kasmír-héraði, hafa áður sagt að vel geti verið að flugvélin hafi villst af leið en að Indverjar hafi framið „kaldrifjað morð“ á sextán manna áhöfn vélarinnar. Uppgangur á Spáni B Y GGIN G A VERK AMAÐUR kastar mæðinni í einu af þúsundum nýrra fjölbýlishúsa sem spretta nú upp í nýjum út- hverfum Madríd, en mikil efna- hagsuppsveifla er nú á Spáni og hagvöxtur þar meiri en í flest- um öðrum Evrópuríkjum. At- vinnuleysi mælist 15,6% og hef- ur ekki verið minna í sautján ár, þótt enn sé það hið mesta í Evrópu. Efnahagsmálasér- fræðingar hafa hins vegar áhyggjur af því að verðbólgan eykst um leið, og er nú 2,2%, eða tvisvar sinnum meiri en að meðaltali í Evrópusambands- ríkjunum. Fasteignasalar í Madríd segja viðskiptin fádæma Iífleg. Vextir hafa aldrei verið lægri, og hafa flestallar þeirra 20 þúsund íbúða, sem byggðar verða í þessu úthverfl, þegar verið seldar. Hugðist myrða dómara Ocalans Hakkari. AP. TYRKNÉSKIR fjölmiðlar greindu frá því í gær að tyrkneski herinn hefði á þriðjudag handtekið mann sem sagður er hafa ætlað að reyna að myrða dómarann í máli Kúrda- leiðtogans Abdullahs Öcalans, en Öcalan var dæmdur til dauða fyrir landráð í réttarhöldum sem lauk 29. júní síðastliðinn. Að sögn Anatolia-fréttastofunn- ar var maðurinn, sem er íraskur Kúrdi, handtekinn í bænum Yuksekova í suðausturhluta Tyrk- lands í Hakkari-héraði, sem á landamæri að Irak og Iran. Greindi fréttastofan frá því að maðurinn, sem er 24 ára, hefði játað að hafa haft uppi áform um að myrða Turgut Okyay, dómara í máli Öcalans, og að í vitorði með honum hefðu verið tveir menn, sem búsettir væru í Ankara. Hinn grunaði er sagður hafa komið til Tyrklands frá íran en Tyrkir hafa um nokkurt skeið grunað stjómvöld í íran um að styðja við bak skæruliðasveita Kúrda. NY SPARPERA SEM KVEIKIR OGSLEKKUR OSRAM SOLUSTAÐIR UM ALLT LAND Reuters Hæðst að aformum um að breyta ímynd Hagues London. The Daily Telegraph. ANDSTÆÐINGAR breskra íhaldsmanna hafa hæðst að áform- um þeirra um að auka vinsældir Williams Hagues með því að breyta ímynd hans, þannig að kjósendur líti á hann sem þróttmikinn fjöl- skyldumann. Forystumenn Ihaldsflokksins urðu fyrir miklu áfalli þegar bresk dagblöð birtu minnisblað með yfir- skriftinni „Verkefnið Hague“ þar sem tíundaðar voru hugmyndir um að bæta ímynd flokksleiðtogans með því að láta taka myndir af hon- um við ýmis óformleg tækifæri. Minnisblaðið er rakið til eigin- konu Hagues, Ffion Jenkins, og Arnöndu Platell, sem hefur yfirum- sjón með samskiptum Ihaldsflokks- ins við fjölmiðla. Þær lögðu meðal annars á ráðin um að teknar yrðu myndir af Hague með konu sinni á rómantískri kvöldgöngu á band- arískri sólarströnd. Ennfremur var ætlunin að láta taka myndir af Hague æfa júdó með hermönnum og við störf í þágu góðgerðarsam- taka. Fréttirnar um áformin komu for- ystumönnum íhaldsmanna í mikil vandræði því þeir óttast að þær dragi úr áhrifum allra mynda sem teknar verða hér eftir af leiðtogan- um þar sem kjósendur telji þær aðeins þátt í úthugsaðri áróðurs- brellu. Stefnan sögð vandamálið en ekki ímyndin Forystumenn annarra flokka í Bretlandi hæddust að áformum íhaldsmanna. „Fréttimar um að eiginkona Hagues og helsti fjölmiðlaráðgjafi hans ætli að breyta ímynd hans einu sinni enn væm fyndnar ef þær væru ekki svona alvarlegar," sagði John Prescott, aðstoðarforsætisráðherra í stjórn Verkamannaflokksins. „Ég óska honum góðrar skemmtunar í fríinu, en ef ráðgjafar hans telja að myndir af honum á sólsetursgöngu séu einhver lausn á vandanum verða þeir fyrir áfalli. Vandamál íhaldsmanna snýst ekki um ímynd, heldur málefni. Það er ekki Willi- am Hague sem er óvinsæll, heldur stefna íhaldsflokksins." „William Hague kann að mislíka að fólk líti á hann sem „skóla- strák“ ... en eina svarið er að gera gangskör að því að breyta stefn- unni og hætta að reiða sig á að eig- inkonan og ráðgjafar hans sýni hann í öðra ljósi.“ Nick Harvey, kosningastjóri Frjálslyndra demókrata, tók í sama streng og minnti á að þegar hefðu verið birtar myndir af Hague með hafnaboltahúfu á höfðinu. „Ihaldsmenn eru að reyna að bjarga sökkvandi skipi. Allar hafnaboltahúfur í heiminum geta ekki falið þá staðreynd að flokkur Williams Hagues er klofinn og úr tengslum við bresku þjóðina." Ætlunin var að eiginkona Hagu- es gegndi veigamiklu hlutverki í að breyta ímynd hans. Heimildar- menn í íhaldsflokknum segja að henni sé mjög umhugað að sýna kjósendum „hvernig William Hague er í raun og veru“ og sé staðráðin í að gera allt sem hún geti til að breyta áliti almennings á eiginmanninutn. Talsmaður Ihaldsflokksins sagði að minnisblaðið kynni að vera „um- ræðuskjal úr aðalskrifstofu flokks- ins“ en reyndi að gera lítið úr þýðingu þess með því að segja að Hague hefði ekki lagt blessun sína yfir það. Fleiri deyja í Bretlandi DÁNARTÍÐNI af völdum hjartasjúkdóma er meira en tvöfalt hærri í Bretlandi en í öðram Evrópulöndum. I Skot- landi deyja árlega 320 karl- menn af hverjum 100.000 af völdum hjartasjúkdóma, en 125 í Hollandi, 75 í Frakklandi og 20 í Japan. Hjartasjúkdóm- ar legga 60 enskar konur af hverjum 100.000 að veOi, á móti 25 á Ítalíu og 15 í Frakk- landi. Að mati sérfræðinga er ekki útlit fyrir að bilið verði brúað í bráð. Skattheimta tvöfaldast í Rússlandi SKATTHEIMTA nær tvö- faldaðist í Rússlandi á fyrstu sjö mánuðum þessa árs, að því er rússneska skattaráðuneytið skýrði frá í gær. Skattayfir- völd innheimtu 156,3 milljarða rúblna (458 milljarða ísl. kr.) frá janúar til júlí, en það er 96,6% meira en á sama tíma- bili í fyrra. Bætt skattheimta er eitt af forgangsverkefnum rússnesku ríkisstjórnarinnar, en undanfarin ár hefur gengið afar illa að innheimta álögur og gjöld til ríkisins. Neyðar- ástand í Yenesúela STJÓRNLAGAÞING Venes- úela lýsti á fimmtudag yfir neyðarástandi í landinu, en í tilkynningu þess segir að slík- ar aðgerðir séu nauðsynlegar til að stemma stigu við spill- ingu í ríkisstofnunum. Stjóm- arandstaðan hefur fordæmt aðgerðirnar og segir þær tO- raun til að veita forsetanum Hugo Chavez einræðisvald, en hann nýtur stuðnings meiri- hluta stjórnlagaþingsins. Neyðarástandsyfirlýsingin gefur stjórnlagaþinginu vald til að grípa inn í starfsemi ríkisstofnana, þar á meðal að takmarka starfsemi þings landsins og reka dómara. Furrow kærð- ur fyrir morð SAKSÓKNARAR í Los Ang- eles hafa lagt fram kæru á hendur Buford O. Furrow, sem einnig hefur verið ákærður fyrir skotárás í félagsmiðstöð gyðinga á þriðjudag, fyrir morð á manni af fil- ippseyskum ættum, sem starfaði hjá bandarísku póstþjónustunni. Farrow skaut manninn til bana þar sem hann var við störf, klukkustundu eftir að hann lét kúlum rigna yfir fólk í félagsmiðstöðinni í úthverfi Los Angeles. Furrow er sagð- ur „alþekktur kynþáttahat- ari“, og hann gæti átt yfír höfði sér dauðarefsingu, verði hann fundinn sekur af annarri hvorri ákærunni. Buford O. Furrow
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.