Morgunblaðið - 14.08.1999, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 14.08.1999, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ LAU GARDAGUR 14. ÁGÚST 1999 55 og útlits hússins sem yrði yfírþyrm- andi á þessum stað. Með fjölskyldu- og húsdýragarðin- um voru mörk íþróttasvæðisins í Laugardalnum í raun ákveðin og reiturinn milli Engjavegar og Suður- landsbrautar tekinn til annarra nota, samanber úthlutun lóðar undir tón- listarhús á þessum stað. Að auki voru a.m.k. tvær lóðir teknar undir aðra óskylda starfsemi, sem er ann- ars vegar heimili fyrir fjölfótluð böm og hins vegar félagsheimili og leik- skóli KFUM og KFUK. Þau rök hafa komið fram gegn skipulagstillögunni að Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn þurfi að eiga stækkunarmöguleika og því sé óráð að taka svæðið sunnan Engjavegar undir byggingar. Því er til að svara að vissulega hefði verið skynsam- legt að reyna að sjá það fyrir þegar garðurinn var skipulagður hvernig hann gæti stækkað og þróast. Eg tel hins vegar mjög ólíklegt að það þyki ákjósanlegt að hann stækki í átt að Suðurlandsbrautinni enda væri Engjavegurinn, sem er fjölfar- in aðkomugata að dalnum, þar með kominn inn í garðinn miðjan. Nær er að líta til þess að hann geti, ef mönnum sýnist svo, stækkað inn á svæði ræktunarstöðvar borgarinnar í dalnum sem er afgirt og lokað at- hafnasvæði. Ræktun trjáplantna til gróðursetningar í borgarlandinu þarf auðvitað ekki að fara fram í Laugardalnum þó að það hafi verið eðlileg staðsetning á sínum tíma. Borgarsamfélagið Sem betur fer vega umhverfismál æ þyngra í allri pólitískri umræðu. Almenningur og stjómmálamenn gera sér æ betur grein fyrir giidi ómengaðrar og óraskaðrar náttúru fyrir samfélag nútíðar og framtíðar. Úmræður um virkjanaframkvæmd- ir á hálendinu standa nú sem hæst og deilt er um hvort verjandi sé að fórna Eyjabakkasvæðinu fyrir uppi- stöðulón vegna Fljótsdalsvirkjunar. Einhverjir hafa orðið til þess að leggja svæðið milli Engjavegar og Suðurlandsbrautar og Eyjabakka að jöfnu. Það er mín skoðun að þar hafi umhverfisumræðan lent á mikl- um villigötum. Svæðið við Suður- landsbrautina verður aldrei annað en manngert umhverfi inni í miðri borg og það má færa fyrir því sterk umhverfisrök að það beri að nýta sem best. Við íslendingar höfum fram til þessa litið svo á að það sé kostur að brjóta sem mest land í nágrenni þéttbýlis undir byggð. Því meir sem þéttbýlið stækkar og byggðin teygir úr sér, þeim mun betra. Við höfum lítið leitt hugann að því álagi sem þetta hefur á umhverfi okkar í formi tapaðra náttúrugæða, um- ferðar og mengunar né þeim marg- víslega kostnaði sem af þessu hlýst vegna umfangsmeiri grunngerðar borgarsamfélagsins. Þrátt fyrir að þéttbýlið hafi vaxið hröðum skrefum, bæði hvað varðar landrými og fólksfjölda, hafa hug- myndir okkar um byggð í borg ekki þróast að sama skapi. Við sækjum vissulega í það sem borgarsamfé- lagið hefur upp á að bjóða en viljum líka að borgin bjóði upp á kosti dreifbýlisins þar sem við höfum óhindrað útsýni yfir stór opin svæði, verðum ekki meira vör við ná- granna okkar en við sjálf kjósum og njótum kyrrðar og friðsældar. Ekk- ert af þessu getur borgin boðið nema í takmörkuðum mæli. Hún er borg og hefur eðli og hljóm í sam- ræmi við það. I borg er mikilvægt að varðveita svæði sem hafa sérstakt gildi vegna náttúrufars eða umhverfisgæða og tryggja góða og margbreytilega úti- vistarmöguleika. I borg er mikil- SKOÐUN vægt að tryggja grænt yfirbragð og græn lungu í byggðinni. En í borg er líka mikilvægt að nýta byggð svæði vel og í samræmi við slíkt skipulag nema veigamikil rök komi fram um annað. Tii þess höfum við aðalskipulag sem er endurskoðað á fjögurra ára fresti. Sjálfstæðisflokkurinn - stórmarkaður skoðana Skipulagstillagan í Laugardaln- um er í samræmi við nýlegt aðal- skipulag og því fjarri öllu lagi að vera með stóryrtar yfirlýsingar um voðaverk, svik og umhverfisslys í tengslum við hana. Það er síst af öllu við hæfi að sá borgarfulltrúi tali með þeim hætti sem vildi leggja sundin undir flugvöll, malbika yfír Engey, sem er þó á náttúruminja- skrá, og leggja umferðargötu milli eyjar og lands. Raunar má segja um málflutning sjálfstæðismanna í þessu máli að þar reki sig hvað á annars hom og er borgarstjómar- flokkurinn þar sami stórmarkaður skoðana og í flestum öðram málum. Þar eiga allir að geta fundið þá skoðun á einu og sama málinu sem þeim sjálfum hentar. Of langt mál væri að rekja það allt saman en í stuttu máli sagt mótmælir Júlíus Vífill og vill ekkert byggja, Guð- laugur Þór er bara á móti en enginn veit hvað hann vill frekar en endranær, Inga Jóna og Vilhjálmur viija eitthvað byggja en hafa ekki enn gert upp við sig hvað eða hversu mikið og aðrir raða sér með ýmsum hætti á þessar fjórar fylk- ingar. Eins og í flugvallarmálinu berjast fylkingamar fjórar núna um athygli fólks og fjölmiðla enda getur það haft mikla þýðingu þegar kem- ur að því að velja forystu í flokknum fyrir næstu borgarstjómarkosning- ar. Tillaga til umræðu Skipulagstillagan er nú til auglýs- ingar og almennrar kynningar. Borgarbúum gefst kostur á að kynna sér hana og koma athugasemdum sínum á framfæri. Það er sjálfsagt og eðlilegt að fram fari almenn um- ræða um ágæti tillögunnar og borg- aryfirvöldum ber að vega og meta þau rök sem fram koma. Ef almenn andstaða er meðal borgarbúa við skipulagstillöguna mun meirihlutinn í borgarstjóm ekki hunsa þær radd- ir, öndvert við það sem Davíð Odds- son og Sjálfstæðisflokkurinn gerðu þegar tugþúsundir Reykvíldnga mótmæltu byggingu Ráðhússins. Höfundur er borgarstjóri í Reykjavík. Súrefnisvörur Karin Herzog Vita-A-Kombi olía sídast fYrir tæpum aooo árum o<j mi aftur Ég if> ! RITOS Þú getur gengið á vatni á laugardaginn. Komdu niður áTpm á laugardaginn miilí kl. 13 s tó og gakktu á vatni. Píömsnúðamir tfl. Sóley a dþ Kári fyfta mönnum upp í haesni hæðir. Leíktæki frá Spreli fyrir yngstu gestina. Doritos S Pepst - himneskt saman. Þú verður að koma, sjá og sannfærast! RITOS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.