Morgunblaðið - 14.08.1999, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 14.08.1999, Blaðsíða 54
54 LAU GARDAGUR 14. ÁGÚST 1999 SKOÐUN MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Það eru að koma skilaboð SUNNUDAGS- ^KVÖLDIÐ 15. ágúst verður mikil hátíð fyrir ungt fólk í skautahöllinni í Laug- ardalnum. Tilefnið er 1000 ára afmæli kristninnar í landinu og eru það kristnir söfnuðir í Reykjavík sem að hátíðinni standa. Tilgangur með atburði sem þessum er að laða ungt fólk að kristinni 3 kirkju, að þau fái að sjá og fínna að kirkja Krists lætur sig varða líf þeirra. Viljum við að þau fái þau skilaboð að persóna þeirra sé háleit og að þau séu ein- stakar manneskjur sem hafí þörf fyrir samfélag við Guð. Það er líka gott að vita að kirkj- ur sem játa trú á Krist geti unnið saman að hátíð sem þessari, því oft hefur það verið okkur hulið að við kristnir menn erum eitt þótt ekki séum við eins. Hátíðarhöldin í skautahöllinni eru í raun jafn- ingjafræðsla byggð á kristinni kenningu. Þar mun ungt fólk koma fram og tjá trú sína í tón- list, drama og dansi. Mun atburðurinn ekki auglýstur upp með því að kalla til þekkta og áberandi þjóðfélags- þegna, heldur vinnur unga fólkið að þessu sjálft af hugsjón og gleði í samstarfi við umhyggjusamt full- orðið fólk. Þetta unga fólk gerir sér ljóst að það fær tækifæri til að koma afar brýnum skilaboðum til þeirra sem heimsækja skautahöllina í Laugardalnum næstkomandi sunnudagskvöld. Sú gagnrýni hefur komið fram á há- tíðarhöldin í tilefni af 1000 ára kristni að hátíðin verði í raun að- eins kostnaðarsöm minningarat- höfn en ekki kraftmikil hátíð þar sem horft er til nýrrar aldar. Þeim sem þannig hugsa má þó vera ljóst að unga fólkið í skauta- höllinni horfír til framtíðar og skilaboðin frá því verða sett fram Kristnihátíð Hátíðarhöldin í skautahöllinni, segir ______Jóna Hrönn________ Bolladóttir, eru í raun jafningjafræðsla byggð á kristinni kenningu. á kraftmikinn, skýran og skap- andi hátt. Dagskráin hefst kl. 20 með grilluðum pylsum. Síðan hefst dagskráin í höllinni kl. 21 en henni lýkur kl. 23.30. Þá verður unglingunum boðið upp á rútuferð til heimkynna sinna. Sem foreldri mæli ég með því við aðra foreldra að þeir hvetji unglingana sína til að leggja leið sína í skautahöllina um helgina. Höfundur er miðbæjarprestur KFUM&K og fræðari við Dómkirkjuna. Jóna Hrönn Bolladóttir ISLEIVSKT MAL Umsjónarmaður Gísli Jónsson 1018. þáttur ÁRNI R. Árnason alþm. sendir mér svofellt bréf sem ég þakka kærlega: „Heill og sæll, Gísli. Eg hef lengi lesið þætti þína um íslenskt mál og haft ánægju af. Haf þú kæra þökk, og megir þú hafa erindi sem erfiði. Ég hef ekki fyrr gert athuga- semdir við meðferð fréttamanna eða annarra fjölmiðlunga á ís- lensku, en oft hefur mér þótt full ástæða til. Það sem varð til þess að ég sendi þér þessar línur, var frétt á Rás 2 í útvarpi allra landsmanna fyrr í dag. Frétta- maður Rásar 2 sagði, eða las, að álitið hefði verið að atvinnuí- þróttamaður einn mundi heiðra samning við félag hans. Þetta þykir mér afskaplega slæleg þýðing og líklegt að hún hafí ekki verið bprin undir málfars- ráðunaut RÚV. Ég álykta svo vegna þess að ég tel að allir, sem hafa góðan skilning á íslensku og sæmilegan á ensku, muni vita að þegar enskir segja „to honour an agreement“, merkir það á ís- lensku að standa við samning eða virða samkomulag. Það að „heiðra samning" hef ég aldrei fyrr heyrt. Ég álít því að það sé alls ekki til í íslensku máli. Vilt þú vera svo vænn að fjalla um þetta efni í einhverjum þátta þinna um íslenskt mál?“ Ég er fús til þess, enda hjó ég eftir þessu um daginn í útvarp- inu og varð hissa. Ég hef leitað í mörgum íslenskum orðabókum og ekki fundið þessu orðalagi stoð. Eina „afsökunin" sem fréttamaðurinn gæti fengið er sú, að í Ensk-íslenskri orðabók Arnar og Örlygs stendur að hono(u)r geti þýtt að standa við skuldbindingu, loforð eða þvíum- líkt. En við stöndum við samninga og virðum samkomulag eins og bréfritari sagði, og sitthvað fleira höfum, eins og halda sátt og efna loforð. Það er því full- komlega óþarft og hljómar and- kannalega að nota sögnina að heiðra í þessu sambandi. En lík- lega hefur fréttamaðurinn flett upp í bók Arnar og Örlygs. Bjarki Elíasson yfírhúsvörður frá Dalvík og Eiríkur Þormóðs- son æviskipaður forseti Hnitfé- lagsins Gráskjóna skrifa mér bréf sem ég birti með þökkum og ekki öðrum athugasemdum: „Ágæti Gísli. Hér eru örfá málfarsatriði frá Bjarka og Eiríki sem hugsan- lega mættu nýtast að einhverju leyti í þætti þínum um íslenskt mál í Morgunblaðinu. í aðalfréttatíma Ríkisútvarps- ins fyrir skömmu var frá því greint að 1,3 milljarður ætti að fara í einhverjar framkvæmdir og litlu síðar í sömu frétt að 1,8 milljarður ætti að renna til ein; hverra annarra framkvæmda. í sama miðli var einnig sagt í fréttatíma að hlutafé nýs fjöl- miðils væri 1,2 milljarður króna. Síðast þegar við vissum til fór tala orðanna með feitletruðu endingunum eftir brotatölunni en ekki aðaltölunni þannig að átt hefði að segja milljarðar og ættu. Og þess vegna væri í stakasta lagi að segja t.d. „1,1 milljarður króna“ og „3,1 millj- arður“. Ekkert þykir okkur athuga- vert við orðalag eins og „sam- kvæmt upplýsingum frá Lands- virkjurí1 en orðalagið „sam- kvæmt Landsvirkjurí* fínnst okkur að beri að forðast. „Sam- kvæmt Lúkasi" (og „samkvæmt Biblíunni") er að sönnu sagt og ritað en þá er þess að gæta að þar er um ritaðar heimildir að ræða (Lúkasarguðspjall) og því allt fast undir fæti en að vitna í stofnanir á þennan hátt er af- káralegt. Segir nokkur maður „samkvæmt Landsbókasafni“ eða „samkvæmt Ferðafélagi ís- lands“? En allt er með felldu ef sagt er „samkvæmt árbók Landsbókasafns" eða „sam- kvæmt árbók Ferðafélags ís- lands“. I morgunfréttum Ríkisút- varpsins fyrir stuttu var okkur tjáð að Bandaríkin hefðu lokað sendiráði sínu í einhverju Af- ríkuríki vegna öryggisástæðna. Þetta teljum við ekki gott og hefðum lagt til að sagt hefði ver- ið „af öryggisástæðum“. Bestu kveðjur.“ ★ Þjóðhildur þaðan kvað: Bjöm og Rún voru sundur og saman og sýndust að hafa af því gaman, en í ástarlífsbrönsum ört fækkaði sjönsum og nú eru þau barasta saman. ★ „Við erum eina Norðurlanda- þjóðin sem hefur markvisst fylgt hreintungustefnu og við höfum löngum vakið athygli á því að hún sé ekki lögbundin. Islend- ingum hefur verið í blóð borið að menn eigi að vanda málfar sitt og gæta þess að smíða nýyrði. Okkur hefur tekist þetta bæri- lega.“ (Björn Bjamason mennta- málaráðherra.) ★ „Hér eru sérstakir blettir þar sem Alhygðin er áþreifanleg í sjálfum höfuðskepnunum; staðir þar sem eldurinn hefur orðið að jörð, jörðin að vatni, vatnið að lofti og loftið að anda. Umbi: Ég hélt það væri öfugt. Lángvetníngur er af gamla kennaraskólanum og hefur lært algebru á dönsku eftir Pedersen: Faktorernes orden er ligegyldig. Aðalatriðið er það að hér undir Jökli verður guðdómlegum arð- uruxum ódauðleikans beitt fyrir sálarplóginn: við erum í Mikla- sambandi og frumglæði lífsins á valdi okkar." (Halldór Laxness: Kristni- hald undir Jökli.) ★ Hlymrekur handan kvað: Blés í ómpípu Albertus Klahn, það er eitt af því sem ég man; tóninn hann gaf með töfrastaf og lyfti öliu upp á æðra plan. Auk þess fær Ríkisútvarpið, Rás 1, stig fyrir „að leika hlut- verk“. Nóg hefur verið undan- farið um dönsku lágkúruna að „spila rullu“. En í síðasta þætti féll niður einn stafur, þar sem vitnað var í Blöndal: „volde en Död“ átti að vera: volde ens Död. Beðist er velvirðingar á þessu. DEILISKIPU- LAG VIÐ LAUGARDAL í KJÖLFAR tillögu að nýju deiliskipulagi á reitnum milli Suður- landsbrautar og Engja- vegar, þar sem til skamms tíma var gert ráð fyrir að tónlistarhús risi, hafa orðið nokkrar umræður um byggingar á þessum reit. Það þarf ekki að koma á óvart enda um að ræða svæði í miðju borgarlandinu sem staðið hefur óbyggt hingað til. Svæðið er opið, grænt og í hugum margra er það því útivistarsvæði ætlað til almennra nota. I gildandi skipulagi borgarinnar er því hins vegar ekki þannig farið og hefur aldrei verið. Allt frá því Aðalskipulag Reykja- víkur var samþykkt 1963 hefur ver- ið gert ráð fyrir byggingum á reitn- um milli Éngjavegar og Suður- landsbrautar. Landnotkun hefur lengst af gert ráð fyrir stofnana- byggingum með grænu yfirbragði. Því hefur verið haldið fram að til- vísun til skipulags frá árinu 1963 sé ekki rök fyrir landnotkun árið 1999. Viðhorf hafi breyst mikið frá þeim tíma. Þetta er rétt og einmitt þess vegna hefur Aðalskipulag Reykja- víkur verið endurskoðað oft frá ár- inu 1963, síðast 1997. í hvert eitt sinn hefur landnotkun á tilteknum svæðum verið endurmetin í ljósi breyttrar stöðu í skipulagi, nýrra viðhorfa, þarfa eða hagsmuna. I hvert eitt sinn hefur verið staðfest að reiturinn milli Engjavegar og Suðurlandsbrautar sé ætlaður fyrir byggingar en ekki sem almennt, op- ið útivistarsvæði. Þessa forsögu er mikilvægt að hafa í huga þegar fjallað er um þá deiliskipulagstillögu sem nú er til kynningar og almennrar umfjöllun- ar. Landssfminn I borgarráði þann 30. mars sl. var samþykkt með öllum greiddum at- kvæðum - líka sjálfstæðismanna - að gefa Landssímanum fyrirheit um 25.000 m2 lóð þar sem reisa mætti 14.000 m2 hús, fjöldi bflastæða yrði miðaður við 1 stæði fyrir hverja 35 m2 húsnæðis en að auki ætti Lands- síminn að leggja Fjölskyldu- og húsdýragarðinum til 50 bílastæði og 5 stæði fyrir langferðabfla. I bókun borgarráðs segir jafn- framt „að á öðrum lóðum á svæðinu gildi hliðstæðir skilmálar og gilda á lóð Landssímans. Til þess verður ætlast að byggingar á svæðinu og umhverfi þeirra verði í háum gæða- flokki hvað útlit og frágang varðar og að hluti af starfsemi í hverju húsi styrki Laugardalinn sem útivistar- og fjölskyldusvæði." Ástæða þessa fyrirheits var sú að Landssíminn, sem er 1300 manna vinnustaður, hafði um nokkurt skeið verið að leita sér að hentugri lóð fyrir höfuðstöðvar sínar þar sem húsnæði hans í miðborginni var bæði orðið of lítið og óhentugt fyrir framtíðaráform fyrirtækisins. Éyr- irtækið leggur áherslu á að verða miðstöð fjarskipta og upplýsinga- tækni, hefur metnað til að sýna al- menningi það nýjasta sem er að gerast í tækni og vísindum og leggja sitt af mörkum til að gera næsta nágrenni útvistarsvæðisins í Laugardal enn áhugaverðara fyrir borgarbúa. Af þessum ástæðum, og eins hinum að fyrirtækið leggur á móti fram land í Gufu- nesi fyrir íbúðabyggð og íþróttasvæði, var talið skynsamlegt að gefa þeim kost á lóð milli Engjavegar og Suðurlandsbrautar og um það var enginn ágreiningur í borgar- ráði. Tómstunda- og kvik- myndahús Á fundi borgarráðs þann 13. aprfl var borgarstjóra falið að taka upp viðræður við forsvarsmenn Bíós hf. um hugmyndir þeii'ra um uppbyggingu tómstunda- og kvikmyndahúss á þessu sama svæði. Þar er um að ræða nýjar hugmyndir í afþreyingarmálum sem að ýmsu leyti má líkja við þær nýju hugmyndir sem fram komu í verslunarmálum með Kringlunni. I slíku húsi geta ýmsir aldurshópar Ef almenn andstaða er meðal borgarbúa við skipulagstillöguna, segir Ingibjörg Sólrún Gisladóttir, mun meirihlutinn í borgarstjórn ekki hunsa þær raddir. sótt sér margvíslega afþreyingu saman en ef marka má reynsluna í öðrum löndum eru það ekki síst unglingar sem þangað sækja. Fullorðnu fólki finnst afþreying ætluð unglingum ekki alltaf merki- leg og unglingamenning oft ekki upp á marga físka. Neikvæð um- ræða um þennan aldurshóp byggist oftar en ekki á þekkingarleysi og þröngsýni því það sem hinir full- orðnu gera sér til dægrastyttingar er ekki allt merkilegt og menning- arlegt. Sumt er bara sér til gamans gert og á fullan rétt á sér, jafnt hjá unglingum sem þeim sem eldri eru, svo framarlega sem menn valda hvorki sjálfum sér né öðrum skaða. Þróun Laugardalsins Skipulagstillagan var unnin á þeim forsendum sem hér hafa verið raktar. Afstaða borgarbúa til tillög- unnar er án efa blendin og af marg- víslegum toga. Það á almennt við að þorri borgarbúa er andvígur því þegar byggt er á óbyggðum svæð- um eða lóðum í þegar byggðum hverfum. Breytir þá litlu hvort um skipulögð svæði fyrir byggingar er að ræða eða ekki. Hafi menn vánist því að horfa á óbyggt, grænt svæði þá er það almennt útivistarsvæði í hugum þeirra. Laugardalurinn hefur að auki mikla sérstöðu sem miðstöð íþrótta, útivistar og afþreyingar í borginni. Mikil íþróttamannvirki eru nú þeg- ar í dalnum og fyrir liggja hug- myndir um að byggja við Laugar- dalslaugina og Laugardalshöllina og reka með því smiðshöggið á upp- byggingu dalsins sem þjóðarleik- vangs í öllum helstu íþróttagrein- um. Að auki er mögulegt að stækka skautahöllina eitthvað þegar fram líða stundir. Eftir nákvæma skoðun hafa menn hins vegar komist að því að ekki verði unnt að reisa knatt- spymuhús í dalnum vegna umfangs Ingibjörg Sólrún Gísladóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.