Morgunblaðið - 14.08.1999, Qupperneq 33

Morgunblaðið - 14.08.1999, Qupperneq 33
MORGUNBLAÐIÐ M 1 LAUGARDAGUR 14. ÁGÚST 1999 33 f 1 Reuters FRÁ BIKINI-keppni þungaðra kvenna í Wellington á Nýja-Sjálandi. Mataræði verð- andi móður og fæðingarþyngd Medical Tribune News Service Lyfjakaup gegnum Net- ið varasöm Washington. AP. HUN ÞARF að borða fyrir tvo, var stundum sagt hér áður fyrr um barnshafandi konur. Nú veit fólk betur. Því hefur aftur á móti verið hald- ið fram að það hvað kona borðar á meðgöngu geti haft áhrif á heilsu bamsins sem hún ber undir belti. Ný rannsókn, sem sagt er frá í ágústhefti tímaritsins Brítish Med- ical Journal, bendir til þess að mataræði hafi þvert á móti ekki áhrif á fæðingarþynd bams, að þvi gefnu að næringarástand konunnar sé þokkalega gott og að hún búi þar sem næringarskortur er ekki vandamál. Rannsakendur taka þó skýrt fram að þar með sé ekki sagt að ekki skipti máli hvað bamshaf- andi kona lætur ofan í sig, maturinn þurfi eftir sem áður að innihalda öll nauðsynleg næringarefni. Rannsóknin var gerð innan Há- skólans í Oxford í Bretlandi undir stjóm faraldsfræðings að nafni Fiona Mathews. Tæplega 700 ensk- ar konur, sem allar gengu með sitt fyrsta bam, tóku þátt í rannsókn- inni. I ljós kom að lítil tengsl reynd- ust vera milli þess magns af nær- ingarefnum sem konumar neyttu á meðgöngunni og fæðingarþyngdar bams eða fylgju. Einu tengslin sem vora merkjanleg vora milli inntöku c-vítamíns og þyngdar bams við fæðingu sem og milli c-vítamíns og þyngdar á fylgjunni, en um hana berast næringarefnin milli móður og barns. Tengslin voru þó veik. Talið er að bömum sem fæðast smá eða sem hafa fengið næringu sína gegnum litla fylgju sé hættara við að fá ýmsa langvinna sjúkdóma á borð við sykursýki og hjartasjúk- dóma síðai- á ævinni, að sögn Mathews. Huggunarrík tíðindi „Ég held að konum muni þykja þessi tíðindi huggunarrík," segir Mathews ennfremur, „ekki síst þar sem þær fá afar margbreytilegar ráðleggingar á meðan á meðgöng- unni stendur. Engu að síður finnst mér að ekki megi skilja niðurstöður rannsóknarinnar á þá leið að rétt samsett fæði skipti engu fyrir þung- aðar konur. Kona sem borðar lélega fæðu gæti endað með því að fá nær- ingarskort við lok meðgöngunnar þar sem næringarþörf bamsins, sem hún gengur með, gengur fyrir hennar eigin.“ Elizabeth Ward, talsmaður bandaríska manneldisráðsins, sem sjálf hefur samið bók um meðgöngu og mataræði, segir að enginn vafi leiki á því að góð næring á með- göngu skipti miklu máli. Bendir hún t.d. á að fái kona ekki nógu mikið af fólinsýru fyrstu 28 daga meðgöng- unnar séu meiri líkur á að bam hennar fæðist með ldofinn hrygg en ella. Allar konur á bai’neignaraldri ættu, að hennar sögn, að taka inn a.m.k. 400 mikrogrömm af fólinsýra dag hvem, sem er u.þ.b. það magn sem mörg fjölvítamín innihalda. NETIÐ gerir mönnum nú mögu- legt að kaupa lyf án þess að þeir þurfi að stíga fæti inn fyrir dyr lyfjaverslunar. Læknir sendir lyf- seðil á símbréfi til netvæddrar lyfjaverslunar, þar sem lyfjafræð- ingur afgreiðir lyfið með hefð- bundnum hætti og sendir síðan til viðtakanda. Þetta hefur augljósa kosti, ekki síst fyrir fólk sem ekki hefur fóta- ferð eða býr á afskekktum stöð- um. Þeir sem fara hjá sér þegar þeir þurfa að nálgast vörur eins og Viagra, getnaðarvarnir, skalla- meðul og megrunarvörur hafa líka tekið þessari nýjung fagnandi enda seljast þessar vörur hvað drýgst á Netinu. En böggull fylgir skammrifi. Vafasamar verslanh’ þrífast vel í skjóli Netsins og þar er jafnvel hægt að fá keypt lyfseðilsskyld lyf án þess að læknir hafi neitt um það að segja. Þetta þykir bjóða hættunni heim, m.a. vegna þess að fólk getur með þessu móti nálgast lyf án þess að læknir skoði það en einnig vegna þess að vör- um yfir því að geta nú þóst vera sínir eigin læknar,“ segir Ron Kl- ink, þingmaður á bandaríska þing- inu. „En yfirmenn heilbrigðsmála segja að það geti hreinlega orðið mönnum að aldurtila. Maður get- ur pantað lyf sem era honum hættuleg vegna heilsu hans. Hann getur jafnvel keypt menguð lyf eða sviksamlegar lyfjaeftirlíking- ar. Maður er alveg varnai’laus,“ segir hann. Klink hefur lagt fram framvarp til laga á bandaríska þinginu um að lyfjabúðir á Netinu verði að gefa upp hverjir era hinir raun- verulegu seljendur lyfjanna og innan hvaða svæða þeim er heimilt að starfa. „Neytendum ber að fara var- lega, það er lykilatriði,“ segir William Hubbard, starfsmaður FDA, vegna þessara mála. Starfs- menn eftirlitsins eru um þessar mundii’ að taka í notkun nýtt tölvukerfi og ætla þeir að nota það til að fletta ofan af ólöglegum lyfjaverslunum. RYTJULEGT sólblóm sveigist yfir ijölfarna götu í Peking í Kína. Jarðvegur víða um lönd er mjög mengaður af plágu- eyði. Bændur þurfa eigi að síð- ur að plægja jörðina og eru þar með útsettir fýrir menguninni og afleiðingum hcnnar. Plágueyðar minnka frjósemi karla Medicaj Tribune News Service. FRJÓSEMI meðal karlmanna, sem era berskjaldaðir fyrir miklu magni plágueyða í vinnunni, er hartnær 80% minni en meðal annarra kai’l- manna, samkvæmt rannsókn hol- lenskra vísindamanna á árangri glasafrjóvgunar. Vísindamennirnir komust að því að á meðal 20 karlmanna, sem staf- aði hætta af plágueyðum í vinnunni, meðal annars garðyrkjumanna og bænda, höfðu níu komist í snertingu við fremur lítið magn plágueyða og sjö mikið. Upplýsingar um hina mennina fjóra komu ekki að notum í rannsókninni. Frjósemin reyndist helmingi minni í fyrmefnda hópnum og 78% minni í síðarnefnda hópnum, miðað við þá sem vinna ekki með plágu- eyða. „Flestir þeirra sem tóku þátt í rannsókn okkar vora berskjaldaðir fyrir sveppa- og illgresiseyðum," sagði einn vísindamannanna, Dick Heederik, við Landbúnaðarháskól- ann í Wageningen. „En nokkrir bændur komust í snertingu við allt að 10-30 mismunandi efni.“ Heederik bætti við að rannsaka þyrfti sérstaklega hvaða eiturefni það eru sem valda ófrjósemi. Nota þarf hlífðarfatnað Niðurstaða rannsóknarinnar var birt í The Lancet 7. ágúst. „Því mið- ur hafa menn veitt þessu máli mjög litla eftirtekt,“ sagði Masood Khata- mee, prófessor við New York-há- skóla, og kvaðst fagna rannsókninni. Að sögn Khatamee hafa vísinda- menn lengi vitað að umhverfisþættir hafi áhrif á æxlunarfæri karla og veittu því fyrst eftirtekt fyrir rúm- um 80 árum að óftjósemi var algeng meðal sótara. „Síðan þá höfum við vitað að plágueyðar og umhverfis- þættir hafa áhrif á frjósemi karla.“ Hann benti á að aðrir þættir, svo sem reykingar, streita, fíkniefna- neysla og hiti í eistum, séu einnig taldir draga úr frjóseminni. Larry Lipshutz, prófessor í þvag- færafræði við Baylor-læknaskólann í Houston í Texas, kvaðst telja að þeir sem færu eftir leiðbeiningum framleiðenda plágueyða - notuðu t.a.m. hlífðarfatnað, grímur og hanska - ættu ekki á hættu að verða ófrjóir. Rannsóknin náði til 836 hjóna sem gengust undir glasafrjóvgun á árun- um 1991-98 og voru spurð hvort þau væra berskjölduð fyrir ýmsum skaðlegum efnum í vinnunni. umar sem seldar eru a Net- inu hafa ekki allar reynst sem skyldi. Maður nokkur í Chicago, sem keypti viagra-töflur gegnum Netið, hafði t.d. ekki hraustara hjarta en svo að töflumar urðu honum að bana. Nú velta yfirvöld því íyrir sér hvort svo illa hefði farið ef hann hefði rætt við lækninn sinn um vandamálið. Vafasöm alnæmispróf I síðasta mánuði stöðvaði bandaríska matvæla- og lyfjaeftirlitið, FDA, sölu á tveimur tegundum af skyndiprófum til að ganga úr skugga um alnæmissmit, EZ Med annars vegai- og Ana-Sal hins vegar. Prófin, sem ætluð eru til að gera í heimahúsi, þykja ekki áreið- anleg. Engu að síður eru þau bæði fáanleg á Netinu. Hefur lyfjaeftirlitið komist yfir lista yfir nöfn og heimil- isföng þeirra sem keyptu prófin hjá ákveðnum vef- setrum og mega þeir nú eiga von á bréfi þar sem þeir eru varaðir við að nota þau. „Neytendur era í skýjun- Reuters SAMKVÆMT íslenskum lögum er fólki ekki heimilt að kaupa lyf í gegnum Netið frá úlöndum og slíkar lyfjasendingar eru stöðvaðar af tolla- yfirvöldum. Aftur á móti er heimilt að kaupa sum fæðubótarefni með þessum hætti og fer það þá t.d. eftir innihaldsefnum og styrk þeirra í vör- unni. Reglugerð um innflutning ein- staklinga á lyfjum til eigin nota er að finna á vefsetri lyfjaeftirlitsins, www.ler.is. Hvað eru jjólýyar í nefi? MAGNÚS JÓHANNSSON LÆKNIR SVARAR SPURNINGUM LESENDA Spurning: Hvað eru pólýpar í nefi? Hvar vaxa þeir helst? Hvenær er ástæða til að fjarlægja svoleiðis? Er þetta ættgengt? Er þetta algeng- ara hjá körlum en konum? Svar: Pólýpar í nefi hafa verið kallaðir nef- bólgusepar eða bara nefsepar. Þeir stafa langoftast af ofnæmiskvefí en geta einstöku sinnum myndast við sýkingu í nefinu. Þeir era dropalaga, geta orðið nokkrir millimetrar í þvermál og eru oftast staðsettir þar sem kinn- beinaholurnar opnast inn í nefholið. Ekki er ástæða til að fjarlægja nefsepa nema þegar þeir valda óþægindum og lyfjameðferð dugir ekki lengur. Þetta er ekki sérstaklega ættgengt og ekki er teljandi munur á konum og körlum. Ofnæmiskvef er algengt vandamál sem hrjáir þúsundir Islendinga. Það er af tveimur megin- gerðum, árstíðabundið ofnæmiskvef og ofnæm- iskvef sem varir allt árið. Arstíðabundið of- næmiskvef stafar venjulega af frjókomaof- næmi og þegar mikið er af viðkomandi frjó- kornum í andrúmsloftinu fær einstaklingurinn óþægindi frá nefi og augum. Ofnæmiskvefi sem Nefsepar varir allt árið fylgja stöðug óþægindi sem era þó mismikil og eru að mestu bundin við nefið en orsökin er oftast ofnæmi fyrir rykmaurum, fiðri, dýrum eða öðra í umhverfi sjúklingsins. Ofnæmiskvef (af báðum gerðum) getur verið vægur kvilli en hjá sumum er það alvarlegur sjúkdómur sem hefur veraleg áhrif á allt líf sjúklingsins. Óþægindin sem geta fylgt ofnæm- iskvefi eru hnerrar, nefrennsli, tárarennsli og kláði eða sviði í munni, nefi, augum og koki. Verkur í enni eða andliti, nefstífla, minnkað lyktarskyn, pirringur, lystarleysi, þunglyndi og svefnleysi koma einnig fyrir og með tímanum getur einnig fylgt þessu hósti og astmi. Of- næmiskvef getur leitt til myndunar á sepum í nefi eins og áður var getið. Meðferð á ofnæmis- kvefi og nefsepum byggist fyrst og fremst á því að gefa nefúða sem inniheldur stera en stund- um þarf þó að grípa til annarrar meðferðar, einkum í upphafi (sýklalyf, steratöflur eða and- histamínlyf). Sterar sem gefnir eru á þennan hátt verka einungis staðbundið og eru því hættulausir til langtímameðferðar. Steragjöfin hefur þau áhrif að bólga og bjúgur í nefslím- húðinni minnkar og nefsepar, ef þeir era til staðar, minnka. Ef lyfjagjöf dugir ekki til að halda nefsepum í skefjum getur þurft að fjar- lægja þá og er það frekar lítil aðgerð. Ef of- næmisvaldurinn er þekktur er stundum hægt að forðast hann og þeir sem reykja ættu að hætta því án tafar. Það er athyglisvert að þeir sem eru með nefsepa hafa flestir ofnæmi fyrir acetýlsalicílsýra (Aspirin, Magnýl o.fl.) og skyldum bólgueyðandi verkja- og gigtarlyfjum og verða því að forðast að taka slík lyf. • Lesendur Morgunblaðsins geta spurt lækninn um það sem þeim liggur á hjarta. Tekið er á mríti spurningum á virkum dögum í síma 5691100 og bréfum eða símbréfum merkt Vikulok, Fax: 5691222. Einnig geta lesendur sent fyrirspurnir með tölvupósti á netfang Magnúsar Jríhannssonar: elmag(a>hotmail.com
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.