Morgunblaðið - 14.08.1999, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 14.08.1999, Blaðsíða 28
28 LAUGARDAGUR 14. ÁGÚST 1999 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT A Spenna á Norður-Irlandi vegna gangna sambandssinna í dag Varpar skugga á minningarat- höfn í Omagh Bclfast. AFP. KIRKJULEIÐTOGAR mótmæl- enda og kaþólikka á Norður-ír- landi lýstu í gær áhyggjum sínum vegna hugsanlegra átaka í dag þegar hópar sambandssinna ráð- gera skrúðgöngu í gegnum borg- irnar Derry og Belfast. Jafnvel er talið hugsanlegt að kaþólikkar efni til mótmæla þegar göngumenn fara í gegnum hverfí þeirra og ótt- ast menn að til átaka komi, en þau myndu skyggja mjög á athöfn sem áætlað er að halda í bænum Omagh á morgun til minningar um þá 29 sem fórust í sprengjuárás þar fyrir ári. Reiknað er með að um tíu þús- und sambandssinnar taki þátt í ár- legri göngu í Derry, sem jafnan veldur spennu í samskiptum kaþ- ólikka og mótmælenda í borginni, enda liggur leið göngumanna um hverfi kaþólskra. Nefnd á vegum breskra stjórnvalda ákvað að leyfa gönguna, sem og aðra göngu sem áætluð er í gegnum hverfí kaþ- ólskra á Lower Ormeau-götunni í Belfast, og olli sú ákvörðun mikilli óánægju íbúanna. Er jafnvel talið að þeir muni reyna að hefta fór göngumanna en í því tilfelli myndi koma til kasta n-írsku lögreglunn- ar að fjarlægja mótmælendur, sem óttast er að myndi leiða til átaka. Talið að þúsundir muni taka þátt í minningarathöfn Mikil spenna vegna gangna helgarinnar þykir mjög varpa skugga á athöfn sem áætlað er að halda í bænum Omagh á morgun til minningar um þá 29 sem fórust í sprengjutilræði þar fyrir ári, en ódæðisverkið í Omagh er það mannskæðasta í sögu allra átak- anna á Norður-írlandi. Klofningshópur úr Irska lýð- veldishemum (IRA), Hið sanna IRA, lýsti ábyrgð á verkinu á hendur sér en enn hefur enginn verið ákærður vegna ódæðisins. Gert er ráð fyrir að þúsundir manns taki þátt í minningarat- höfninni, m.a. ættingjar fórnar- lamba ódæðisins, sem og margir íbúar bæjarins sem særðust illa í sprengingunni. ADRIAN CALLACHED OÍBft MtKðrg M KlT* tkcrá ' ™ el A- '* •"> ' .M Reuters MICHAEL Gallagher leggur blóm á leiði sonar síns, Adrians, sem var einn af þeim 29 sem fórust í sprengju- tilræðinu í Omagh á Norður-Irlandi 15. ágúst í fyrra. Krefst skráningar skotvopna BANDARÍKJASTJÓRN hefúr gefið skýr merki þess að hún muni innan skamms herða löggjöf um vopnasölu í landinu. Janet Reno, yfirmaður bandaríska dómsmálaráðuneytisins, sagði á blaðamannafundi að hún krefðist þess að öll skotvopn yrðu skráð og eigendur þeirra gerðir hand- hafar skilríkja líkt og ökuskírteina. Hefur Bill Clinton, sem áður sagðist vilja skráningu skotvopna líkt og bif- reiða, tekið undir ummæli hennar. Janet Reno bauð til blaðamanna- fundar eftir að byssumaður úr sam- tökum nýnasista skaut filippseyskan póstburðarmann og særði fimm börn af gyðingaættum á barnaheimili nú íyrir skömmu. „Það er heilbrigð skynsemi að láta aðeins þeim skot- vopn í hendur sem meðhöndla þau af kunnáttu og hafa vitsmuni og vilja til að fara að lögum um notkun þeirra," sagði Reno. Mótmæli frammámanna af vinstri- sem hægrivæng stjórnmála gegn valdamiklum samtökum skotvopna- eigenda (NRA) í Bandaríkjunum verða einnig æ háværari. En tillaga þingmanna Demókrataflokksins um að athuga skuli feril kaupenda vopna á almennum markaði hlaut ekki sam- þykki þingsins skömmu fyrir sumar- frí. Vonast nú andstæðingar frjálsr- ar vopnasölu til þess að atburðir síð- ustu vikna þrýsti á þingmenn að taka málið upp að nýju. OPNUM Á NÝJUM STAÐ í DA BAÐSTOFAN GLÆSILHG SÉRVERSLUN MEÐ ALLT í BAÐHERBERGIÐ BÆJARLIND 14 > KÓPAVOGI > SÍMI 564 57 00 FLlSAR-HREINLyíTIST/íKI-BAÐINNRÉTTINGAR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.