Morgunblaðið - 14.08.1999, Blaðsíða 28
28 LAUGARDAGUR 14. ÁGÚST 1999
MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
A
Spenna á Norður-Irlandi vegna
gangna sambandssinna í dag
Varpar skugga
á minningarat-
höfn í Omagh
Bclfast. AFP.
KIRKJULEIÐTOGAR mótmæl-
enda og kaþólikka á Norður-ír-
landi lýstu í gær áhyggjum sínum
vegna hugsanlegra átaka í dag
þegar hópar sambandssinna ráð-
gera skrúðgöngu í gegnum borg-
irnar Derry og Belfast. Jafnvel er
talið hugsanlegt að kaþólikkar efni
til mótmæla þegar göngumenn
fara í gegnum hverfí þeirra og ótt-
ast menn að til átaka komi, en þau
myndu skyggja mjög á athöfn sem
áætlað er að halda í bænum
Omagh á morgun til minningar um
þá 29 sem fórust í sprengjuárás
þar fyrir ári.
Reiknað er með að um tíu þús-
und sambandssinnar taki þátt í ár-
legri göngu í Derry, sem jafnan
veldur spennu í samskiptum kaþ-
ólikka og mótmælenda í borginni,
enda liggur leið göngumanna um
hverfi kaþólskra. Nefnd á vegum
breskra stjórnvalda ákvað að leyfa
gönguna, sem og aðra göngu sem
áætluð er í gegnum hverfí kaþ-
ólskra á Lower Ormeau-götunni í
Belfast, og olli sú ákvörðun mikilli
óánægju íbúanna. Er jafnvel talið
að þeir muni reyna að hefta fór
göngumanna en í því tilfelli myndi
koma til kasta n-írsku lögreglunn-
ar að fjarlægja mótmælendur,
sem óttast er að myndi leiða til
átaka.
Talið að þúsundir muni taka
þátt í minningarathöfn
Mikil spenna vegna gangna
helgarinnar þykir mjög varpa
skugga á athöfn sem áætlað er að
halda í bænum Omagh á morgun
til minningar um þá 29 sem fórust
í sprengjutilræði þar fyrir ári, en
ódæðisverkið í Omagh er það
mannskæðasta í sögu allra átak-
anna á Norður-írlandi.
Klofningshópur úr Irska lýð-
veldishemum (IRA), Hið sanna
IRA, lýsti ábyrgð á verkinu á
hendur sér en enn hefur enginn
verið ákærður vegna ódæðisins.
Gert er ráð fyrir að þúsundir
manns taki þátt í minningarat-
höfninni, m.a. ættingjar fórnar-
lamba ódæðisins, sem og margir
íbúar bæjarins sem særðust illa í
sprengingunni.
ADRIAN CALLACHED
OÍBft MtKðrg
M KlT* tkcrá
' ™
el A- '* •"> ' .M
Reuters
MICHAEL Gallagher leggur blóm á leiði sonar síns, Adrians, sem var einn af þeim 29 sem fórust í sprengju-
tilræðinu í Omagh á Norður-Irlandi 15. ágúst í fyrra.
Krefst skráningar skotvopna
BANDARÍKJASTJÓRN hefúr gefið
skýr merki þess að hún muni innan
skamms herða löggjöf um vopnasölu í
landinu. Janet Reno, yfirmaður
bandaríska dómsmálaráðuneytisins,
sagði á blaðamannafundi að hún
krefðist þess að öll skotvopn yrðu
skráð og eigendur þeirra gerðir hand-
hafar skilríkja líkt og ökuskírteina.
Hefur Bill Clinton, sem áður sagðist
vilja skráningu skotvopna líkt og bif-
reiða, tekið undir ummæli hennar.
Janet Reno bauð til blaðamanna-
fundar eftir að byssumaður úr sam-
tökum nýnasista skaut filippseyskan
póstburðarmann og særði fimm börn
af gyðingaættum á barnaheimili nú
íyrir skömmu. „Það er heilbrigð
skynsemi að láta aðeins þeim skot-
vopn í hendur sem meðhöndla þau af
kunnáttu og hafa vitsmuni og vilja til
að fara að lögum um notkun þeirra,"
sagði Reno.
Mótmæli frammámanna af vinstri-
sem hægrivæng stjórnmála gegn
valdamiklum samtökum skotvopna-
eigenda (NRA) í Bandaríkjunum
verða einnig æ háværari. En tillaga
þingmanna Demókrataflokksins um
að athuga skuli feril kaupenda vopna
á almennum markaði hlaut ekki sam-
þykki þingsins skömmu fyrir sumar-
frí. Vonast nú andstæðingar frjálsr-
ar vopnasölu til þess að atburðir síð-
ustu vikna þrýsti á þingmenn að taka
málið upp að nýju.
OPNUM
Á NÝJUM STAÐ
í DA
BAÐSTOFAN
GLÆSILHG SÉRVERSLUN MEÐ ALLT í BAÐHERBERGIÐ
BÆJARLIND 14 > KÓPAVOGI > SÍMI 564 57 00
FLlSAR-HREINLyíTIST/íKI-BAÐINNRÉTTINGAR