Morgunblaðið - 14.08.1999, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 14.08.1999, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. ÁGÚST 1999 49v. MINNINGAR KARL ÁGÚST ÓLAFSSON + Karl Ágúst Ólafsson fædd- ist í Múlaseli i Hraunhreppi 1. ágúst 1923. Hann andaðist á heimili sínu hinn 7. ágúst síðastliðinn. For- eldrar hans voni Ólafur Kristjánsson frá Garðsenda í Eyrarsveit, f. 23. september 1880, d. 7. júní 1963, og Ágústína Guð- mundsdóttir frá Litla-Fjalli í Borg- arhreppi, f. 21. ágúst 1884, d. 21. desember 1965. Karl var næstyngstur sjö barna þeirra hjóna og eru þau í aldursröð: Axel, f. 1909, d. 1993; Soffía, f. 1911; Sigurborg, f. 1916; Hans Kristján, f. 1918, d. 1939; Stefán Geir, f. 1919, d. 1989; Karl Ágúst, sem hér er kvaddur; Sig- ríður, f. 1927. Karl kvæntist 24. desember 1967 eftirlifandi eiginkonu sinni Guðbjörgu Svavarsdóttur, f. í Keflavík 3. janúar 1940. Foreldrar hennar voru Svavar Sigfínnsson frá Seyð- isfirði, f. 29. nóvem- ber 1906, d. 29. sept- ember 1992, og Sig- urbjörg Magnúsdótt- ir frá Hnjóti, Pat- reksfirði, f. 5. apríl d. 2. ágúst Yoru þau kennd við hús sitt Laufás í Njarðvík. Karl og Guðbjörg eignuðust eina dótt- ur, Ágústínu Örk, f. 1. desember 1969. Börn Guð- bjargar af fyrra hjónabandi eru: 1) Soffía, f. 9. júlí 1960, gift Gylfa Vilberg Árnasyni, f. 4. janúar 1956, börn þeirra eru Valdís Nína, f. 1988, og Andri Freyr, f. 1989, barn Soffíu er Karl Guðni, f. 1982, unnusta hans er Helga Dagbjört, f. 1983. Barn Gylfa er Hilmar Vilberg, f. 1980. 2) Sigur- björg, f. 4. ágúst 1962, gift Sig- mundi Valgeirssyni, f. 20. janúar 1955, barn þeirra er Linda, f. 1984. 3) Sædís, f. 24. júní 1963, sambýlismaður Þráinn Ómar Svansson, f. 3. mars 1954, barn þeirra er Aron Ingi, f. 1996. Karl ólst upp á Múlaseli til tólf ára aldurs. Fluttist fjöi- skyldan þá að Álftártungukoti í Álftaneshreppi. Hann tók við búi í Álftártungukoti 1948 og bjó þar til 1977, fluttist þá í Borgarnes þar sem hann starf- aði hjá Vírneti hf. til sjötugs. Hann gegndi ýmsum félags- störfum í gegnum árin, m.a. var hann 24 ár í hreppsnefnd Álfta- neshrepps, þar af eitt kjörtíma- bil sem oddviti. í 18 ár var hann í stjórn Búnaðarfélagsins, þar af þijú ár sem formaður. Þá starfaði hann lengi í ungmenna- félaginu Agli Skallagrímssyni og var í stjórn þess í 20 ár, þar af sem formaður í fimm ár. Um tíma sat Karl í stjórnum lestrar- félagsins, sjúkrasamlagsins, Slysavarnafélagsins Þormóðs og Verkalýðsfélags Borgarness. Jafnframt sat hann í tveimur nefndum, skólanefnd Varma- landsskóla og húsnefnd Lyng- brekku. Einnig var hann virkur félagi í Lionsklúbbi Borgar- fjarðar. títför Karls fer fram frá Borgarneskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 16. í dag er til moldar borinn Karl Ágúst Ólafsson, bróðir minn og frændi okkar. Ekki hefðum við trúað því fyrir mánuði, þegar við hittum hann á ættarmóti kátan og hressan, að við mjmdum ekki fá að sjá hann aftur. Hugurinn reikar til baka, til þess er ég sendi börnin mín í sveit í Alftártungukot til foreldra minna og Karls bróður míns. Þaðan eiga þau ljúfar og góðar minningar um kátan og skemmtilegan írænda, sem íylgja munu þeim um alla tíð. Þegar foreldrar okkar féllu frá, giftist Karl sinni ágætu konu, Guð- björgu, og eignuðust þau eina dóttur, Ágústínu, en fyrir átti Guð- björg þrjár dætur, sem Karl gekk í fóðurstað. Nokkrum árum síðar fiuttust þau í Borgames og hafa búið þar síðan. Elsku Bubba, við sendum þér, dætrum þínum og fjölskyldum þeirra okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Soffía og börn. Kalli frændi minn er látinn. Honum var gefið nafnið Karl Ágúst. Hann fór á fund feðra sinna í ágúst þegar blómin og gróðurinn standa í sem mestum blóma. Við systkinabömin kölluðum hann alltaf Kalla frænda því hann var alveg sérstakur frændi. Það má segja að hann hafi verið minn sum- ar-uppalandi á bernsku- og ung- lingsámm mínum. Það var alltaf mikil tilhlökkun að fara í sveitina til ömmu, afa og Kalla frænda. I sjóði minninganna er margs að minnast, ég sé frænda minn fyrir mér snemma á vorin við smala- mennskuna, léttan í spori og kvik- an í hreyfingum, eða á sólbjörtum sumardögum þegar verið var að hirða ilmandi töðuna í hús. Þá var gaman að vera til. Kalli frændi var einstakur félagi okkar barnanna, við virtum hann og það vom sérréttindi að fá að starfa með honum. Hann var brosmildur og glettinn, gat verið dálítið stríðinn, mjög ákveðinn og rökfastur en alltaf sanngjarn. Su- markvöldin eru falleg vestur á Mýmm. Ég minnist þess þegar við krakkarnir horfðum á eldrautt sól- arlagið skarta sínu fegursta o M heyrðum óminn af spjalli ömmu og Kalla frænda út úr eldhúsinu. Það eru dýrmætar minningar. Kalli reyndist öldmðum foreldr- um sínum stoð og stytta og var þeim góður sonur þar til yfir lauk. Það urðu kaflaskil í lífi frænda míns þegar hann kynntist eigin- konu sinni Guðbjörgu. Með henni eignaðist hann góða fjölskyldu sem reyndist honum alla tíð vel. Þegar þau bmgðu búi og fluttust í Borgames gafst þeim meiri tími til ferðalaga bæði innanlands og utan. t*4 Það átti vel við þau að víkka sjón- deildarhringinn. Kalla frænda mínum voru falin mörg trúnaðar- störf á lífsleiðinni; bæði þegar hann var bóndi í Álftártungukoti og í Borgamesi, enda var hann vel gefinn og fylginn sér. Ég sendi Bubbu og fjölskyldu, systrum og mágkonum Kalla mín- ar innilegustu samúðarkveðjur og bið guð að styrkja þau á sorgar- stund. Að leiðarlokum þakka ég frænda mínum hlýhug í minn garð og kveð hann með þessum orðum. Ó, góða sál, til friðar feginsheima far þú nú vel á Guðs þíns náðarfund, ' ' en minning þína veit og vinir geyma, þótt vegir skiljist hér um litla stund. (Guðl. Guðlaugs.) Hjördis G. Traustadóttir. KRISTJAN GÍSLASON + Kristján Gísla- son fæddist á Sellátrum í Tálkna- firði 1. september 1921. Hann lést á Sjúkrahúsi Reykja- víkur 7. ágúst síð- astliðinn og fór út- för hans fram frá Fossvogskirkju 13. ágúst. Kristján Gíslason móðurbróðir minn er látinn, tæpra 78 ára að aldri. Við virðulega kistulagningu hans sagði séra Pálmi Matthíasson að á slíkri kveðjustund yrði eftir- mynd í huga hvers þess sem þekkti þann, sem kvaddur væri, það vom orð að -sönnu. I þeirri mynd sem ég sé, þegar ég lít til baka yfir farinn veg í rúma hálfa öld, þá er Kristján þar ætíð, enda voru samskipti þeirra systkina móður minnar Þóreyjar og hans svo og fjölskyldna þeirra einstaklega náin og kærleiksrík. I minni mynd er ekki embættismað- urinn Kristján, né hans starfsfer- ill, enda þekkti ég þar lítið til, en ég þekkti vel fjölskyldumanninn. I lok heimsstyrjaldarinnar síðari fluttust foreldrar mínir til Reykja- víkur og hófu þar búskap, þá hafði Kristján sest á skólabekk í Sam- vinnuskólanum. Fyrstu myndir mínar af Krist- jáni eru frá 1951, þegar ég og mín fjölskylda fluttu inn á Langholts- veg 134, þar sem þau ungu hjón Kristján og Elsa Stefánsdóttir höfðu byggt tveggja hæða hús- helming auk kjallara. Þau leigðu foreldrum mínum neðri hæðina og bjuggum við þar í sex ár ásamt ömmu og afa, þeim Jónínu Krist- jánsdóttur og Gísla Guðbjartssyni. Þetta góða sambýli átti eftir að taka á sig margar myndir. í kring- um árið 1960 þóttumst við öll hafa dottið í lukkupottinn, þegar báðar fjölskyldurnar fengu sitt hvora einbýlishúsalóðina í Laugardaln- um á Sunnuvegi 15 og 17. Til þess að geta byggt þessi stóru hús varð að leggja hart að sér. Kristján og Elsa þurftu fljótlega að selja eign- ir sínar á Langholts- veginum. Við fluttum lítinn bragga á lóð DAS í Kleppsholti og þar bjuggu fjölskyldurnar saman í ein tvö ár, alls tólf manns. Það voru því heldur betur við- brigði þegar flutt var í sitthvort stórhýsið á Sunnuveginum. Við vorum ekki háir í loftinu ég og Gylfi frændi minn þegar pabbar okkar fóru að leyfa okkur að fara með í veiðitúra. Kristján var þá að byrja sinn feril sem veiðimaður. Við fórum þá margar ferðir austur á Sand (Hraun) á Rússajeppanum. Það var nú ekki eins auðvelt að komast þangað þá og nú er. Oft man ég eftir mikilli veiði og bolta fiskum sem veiddust á hrogn og maðk. Ferill Kristjáns sem veiðimanns tók síðan að breytast, fluguveiðin tók hug hans allan, veiðamar urðu að listgrein og flestir íslenskir veiðimenn þekkja hið glæsilega handbragð hans við fluguhnýting- ar. Hann skóp hvert listaverkið á fætur öðru; Skröggur, Leppur, Grýla, Kolskeggur, Húnvetningur, Rækja, Krafla o.s.frv. Mér hlotnaðist nokkrum sinnum sú gæfa að fá að sitja hjá honum á vinnustofu hans og hlusta á hvern- ig hann ætlaði þessum listaverkum sínum hin ýmsu hlutverk í íslensk- um ám. Á nokkrum síðustu árum ævi sinnar sat Kristján oft við skriftir og miðlaði reynslu sinni með út- gáfu bóka. Hann hagaði ritstíl sín- um þannig að hann hóf frásögnina með „Kæri frændi“. Þetta höfðaði mjög til mín og þessar bækur snertu streng á sálinni. Ég hef alla tíð borið sérstaka virðingu fyrir Kristjáni, hlýju hans, sérstökum húmor og frásagnarlist. Hann var unnandi íslenskrar náttúru af guðs náð. Ég vil að endingu segja, vertu sæll kæri frændi og blessuð sé minning þín. Jón Bjarni. SIGRÍÐUR HALLGRÍMSDÓTTIR + Sigríður Hall- grímsdóttir var fædd á Hólum i Laxárdal í Suður- Þingeyjarsýslu 12. október 1913. Hún lést á Sjúkrahúsi Húsavíkur hinn 9. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Hallgrímur Tryggvi Hallgríms- son á Hólum og kona hans, Sigur- björg Vilhjálms- dóttir. Eiginmaður hennar, Þorgils Jónsson, fæddist á Auðnum í Laxárdal 13. mars 1906, hann lést 9. júní 1979. Foreldrar hans voru Jón Pétursson á Auðnum og Hildur Benediktsdóttir. Sig- ríður og Þorgils hófu búskap á Þverá í Laxárdal 1938 en fluttu í Daðastaði í Reykjadal 1948 og bjuggu þar uns sonur þeirra tók Nú eru þau bæði farin yfir ána, amma og afi - ána svo tæra og bláa sem liðast milli bakkanna í dalnum þar sem aðra hlíðina byggjum við mennirnir í jarðvist okkar en hinumegin eru lendur drottins. Ég veit að áin er rétt eins og árnar þeirra, Laxá og og Reykjadalsá, aðeins tær og lifandi straumur milli góðra granna. I hjarta mér er það svo öruggt og skýrt einmitt vegna þess hve greiðlega þú, afi minn, Þorgils, ert hluti af mér í amstri dagsins, þú sem fórst með ferjumanninum vor- ið sem ég var 18 ára. Nú hefur amma Sigríður farið til fundar við þig yfir ána eins og í Laxárdal bemsku ykkar. Þið standið hlið við hlið, svo ólík en þó svo samstiga. Á heimili ykkar seytlaði svo ótal margt inn í vitund æskunnar. Hjá ykkur lærði ég að þekkja stelkinn og maríustakkinn, tína grös í te og leita í orðabók. Hjá ykkur var lesið og skrifað hvern einasta dag og í dagbókinni hans afa átti veðrið sér ótal nöfn. Af ykkur lærði ég að þekkja og leita eftir dýrmætum eins og hirðusemi og virðingu, - og trúmennsku sem heldur sterkum örmum um allt sem henni er treyst við búi árið 1979. Börn Sigríðar og Þorgils eru Svan- hildur, f. 26. júní 1939, og Hallgrím- ur, f. 16. ágúst 1941. Svanhildur býr í Hjarðarholti í Fnjóskadal, eigin- maður hennar er Jón F. Sigurðsson frá Draflastöðum, þau eiga Qögur börn, Heiðar Agúst, Kristínu Lindu, Sig- ríði Huldu og Sig- urð Arnar. Hall- grímur býr á Daðastöðum í Reykjadal ásamt Jónu Ingvars Jónsdóttur. Börn þeirra eru Loftveig Kristín, Þorgils Hörð- ur og Jón Þór. Útfor Sigríðar fer fram frá Einarsstaðakirkju í Reykjadal í dag og hefst athöfnin klukkan 14. fyrir: blóðbergið í heiðinni, Búkollu á básnum, bókina á borð- inu og barnið í hlaðvarpanum, virðinguna og þekkingarleitina sem gefur öllum einingum lífsins tilgang og gildi, sem stígur ekki á fyrstu vorsóleyna né sjónarmið viðmælandans, vísar hvorki á bug gesti né gátu, vill fá meira að vita, meira að lesa og læra. Á heimili mínu sé ég þær hverja af annarri bækurnar sem eru gjaf- ir ykkar til mín, örlítið tákn fyrir allt sem ég hlaut frá ykkur. í þeim má finna ótæmandi fróðleikslindir. Þær minna mig á hve margt ég á ólært, ekki þekki ég þá alla enn, fugla himinsins, né grös heiðarinn- ar. En ég veit ég fæ eins og áður leiðsögn úr hlíðinni handan árinn- ar þar sem þið gangið nú saman inn í laufskrúð haustsins. Kristín Linda Jónsdóttir, Miðhvammi. Dauðinn, það er eitthvað sem við vitum að kemur fyrir alla. En einhvern veginn er maður aldrei undirbúinn fyrir hann þegar hann bankar upp á. Amma, nú ertu farin, og eigum við ekki eftir að verða þess aðnjót- andi að hlusta á þig tala, hlæja eða þá sjá þig brosa. Það er svo margt sem maður vill segja, en kemur samt ekki orðum að því. Svo marg- ar minningar, en svo fá orð. t Elsku amma, þetta er það sem við bjuggumst ekki við, að þú skyldir yfirgefa þennan heim. Én við vitum að þú ert komin á góðan stað, þar sem vel er hugsað um þig. Þökkum við þér fyrir samtöl- in, hláturinn og allar góðu stundir okkar saman, og takk fyrir þær yndislegu minningar sem þú skilur eftir hjá okkur, og eru það þær sem verma okkur um hjartarætur á þessum erfiðu tímum. Við sökn- um þín sárt. Allt eins og blómstrið eina uppvexásléttrigrund fagurt með frjóvgun hreina fyrst um dags morgunstund, f - á snöggu augabragði af skorið verður fljótt, lit og blöð niður lagði, - líf mannlegt endar slgótt. (Hallgr. Pét.) Elsku Haddi, Svanhildur og fjöl- skyldur, megi góður Guð gefa okk- ur öllum styrk í þessari miklu sorg. Þorgils, Loftveig og Jón Þór. Blómabúðm kom v/ Fossvogskirkjugar'ð Sími: 554 0500 Persónuleg, alhliða útfararþjónusta. Áralöng reynsla. / 1 1 \ / ( J l Sverrir Olsen, útfararstjóri Sverrir Einarsson, útfararstjóri Utfararstofa Islands Suðurhlíð 35 ♦ Simi 581 3300 AUan sólarhringinn. www.utfararstofa.ehf.is/
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.