Morgunblaðið - 14.08.1999, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 14.08.1999, Blaðsíða 1
181. TBL. 87. ÁRG. LAUGARDAGUR 14. ÁGÚST 1999 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Pútín lofar að brjóta uppreisn í Dagestan á bak aftur Hersveitir Rússa hefja stórsókn Moskvu. Reuters. Reuters RÚSTIR húsakynna rannsúknarlögreglunnar í Manila eftir sprenging- una á fimmtudaginn. Hún kostaði sjö manns lífið. Sjö létust í Manila Manila, Reuters. HÖFUÐSTÖÐVAR rannsóknarlög- reglunnar í Manila á Filippseyjum gjöreyðilögðust í öflugri sprengingu á fimmtudaginn. I sprengingunni létust að minnsta kosti sjö manns og þrettán særðust alvarlega. Orsakir slyssins eru enn ókunnar. Rannsóknarlögregluna hýstu ein- faldar braggabyggingar en til marks um afl sprengingarinnar brotnuðu rúður og múrverk skemmdist í nær- liggjandi háhýsum þar sem stjóm löggæslu landsins og bandaríska al- ríkislögreglan, FBI, starfa. Tvær minni sprengingar fylgdu í kjölfarið og grönduðu skrifstofum þar sem glæpamenn eru yfirheyrðir og eitur- lyf, vopn og skotfæri geymd. Efren Fernandez, starfsmaður lögreglunnar, sagði enn óljóst hvað valdið hefði sprengingunni og hvaða sprengiefni hefðu verið notuð. Upp- tök hennar voru á skrifstofu sér- deildar rannsóknarlögreglunnar sem að undanfömu hefur stjórnað her- ferð gegn eiturlyfja- og vopnasölu. Aðkoma á slysstað var að sögn lög- reglu hræðileg. Bmnnir líkamshlut- ar lágu út um allt en sökum þess hversu illa líkin vom útleikin hefur enn ekki tekist að bera kennsl á þau. Auk tveggja fanga og rannsóknar- lögreglumanna var í byggingunni einn lögfræðingur. VLADÍMÍR Pútín, settur forsætis- ráðherra Rússlands, tilkynnti í gær að rússneski herinn hefði hafið stór- sókn til að hrekja íslamska uppreisn- armenn úr Kákasushéraðinu Dag- estan og sagði að herjað yrði á þá hvar sem þeir væm. Uppreisnarmennirnir era undir stjórn Shamils Basajevs, eins af helstu skæmliðaleiðtogum Tsjetsjn- íu, og lýstu yfir sjálfstæði Dagestans eftir að hafa náð nokkmm bæjum og þorpum í héraðinu á sitt vald fyrir viku. Pútín sagði að ef þörf krefði yrði ráðist á uppreisnarmennina þótt þeir færa inn í Tsjetsjníu sem hefur lýst yfir sjálfstæði frá Rússlandi. „Tsjetsjnía er rússneskt landsvæði og gerðar verða árásir á þá hvar sem þeir em.“ Átökin í Dagestan em hin mestu í Rússlandi frá stríðinu í Tsjetsjníu á ámnum 1994-96 sem lauk með auð- mýkjandi ósigri Rússa. Pútín og Borís Jeltsín Rússlandsforseti hafa báðir lofað að kveða uppreisnina nið- ur innan hálfs mánaðar. Rússneskar hersveitir virðast þegar hafa farið inn á tsjetsjenskt landsvæði. Fréttastofan Interfax hafði eftir yfirmanni landamæra- varða á svæðinu að fimm brynvagn- ar og hermenn hefðu farið yfir mörk héraðanna en snúið við klukkustund síðar. Um 200 uppreisnarmenn sagðir hafa fallið Fulltrúi innanríkisráðuneytisins í Makhachkala, höfuðstað Dagestans, sagði að rússneskir hermenn og vopnaðir hópar sjálfboðaliða úr hér- aðinu væm að reyna að flæma upp- reisnarmennina úr þorpunum og hrekja þá í átt að Tsjetsjníu. Aðeins sjö af 31 þorpi á helsta átakasvæðinu væm enn á valdi uppreisnarmann- anna. Að sögn rússneska innanríkis- ráðuneytisins hafa um 200 uppreisn- armenn verið felldir frá því átökin hófust. Tsjetsjenar segja hins vegar að aðeins fjórir skæraliðar hafi fallið og 15 særst. Talsmaður innanríkisráðuneytis- ins í Dagestan sagði að bróðir Basa- jevs væri á meðal þeirra sem særð- ust. Ekki var hægt að sannreyna þessar yfirlýsingar og vitað er að Rússar og Tsjetsjenar gáfu oft rang- ar upplýsingar um mannfall óvinar- ins í Tsjetsjníustríðinu. Embættismenn í Moskvu hafa sagt að tíu rússneskir hermenn hafi fallið og 27 særst. Á meðal hinna særðu em þrír hershöfðingjar innan- ríkisráðuneytisins. Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna sagði að 6.000 manns hefðu flúið af átakasvæðunum, þeirra á meðal Dagestanar og fólk af rúss- neskum ættum. SIÐUSTU 140 metrar Eyrarsundsbrúarinnar vom settir á sinn stað í gær. Þessi síðasti hluti vóg um 6.400 tonn. E yr ar sundsbrúin formlega vígð Fullyrt að Kína sé reiðubúið til valdbeitingar í Taívan Hótanir Kínverja liður í taugastríði stórveldanna Peking, Washington. AFP, Reuters. FJÖLMIÐLAR í Kína og Banda- ríkjunum fullyrtu í gær að kínversk stjórnvöld hugleiddu nú alvarlega að sýna Taívönum í tvo heimana vegna yfirlýsinga Lees Tengs-huis, forseta Taívans, fyrir skömmu um að sam- skipti landanna skyldu fara fram á jafningjagmndvelli. Dagblaðið Wen Wei Po í Hong Kong, sem starfar undir verndarvæng stjómvalda í Peking, sagði að til hernaðarátaka milli Kínverja og Taívana gæti kom- ið á hverri stundu og að „staðan væri mun alvarlegri en umheimurinn gerði sér grein fyrir“. Haft var eftir Yan Zhao, fræði- manni við kínversku hernaðarfræða- stofnunina í Peking, að forseti Taí- vans hefði gengið of langt og að ef Kínverjar ákvæðu að láta til skarar skríða myndi ekki verða um neitt hálfkák að ræða. Kínversk stjórn- völd líta á Taívan sem hérað í Kína og því hafa yfirlýsingar Lees valdið mikilli spennu í samskiptum land- anna. Bmce Wimmer, sérfræðingur í ör- yggismálum Kína og Hong Kong, sagði að meiri hætta væri á átökum nú en áður, en Yang Lixian, lektor við kínversku félagsvísindastofnun- ina í Kína, lagði hins vegar áherslu á að Kína myndi ekki beita hervaldi nema önnur úrræði þryti. Bandaríska dagblaðið The Wash- ington Post hafði eftir ýmsum bandariskum sérfræðingum og stjórnarerindrekum í gær að Kín- verjar væm sannarlega að hugleiða valdbeitingu í Taívan, en að hótanir þeirra væm jafnframt liður í tauga- stríði sem beint væri gegn Taívönum og ekki síður bandarískum stjórn- völdum. David Leavy, talsmaður öryggis- ráðs Bandaríkjaforseta, neitaði því hins vegar í gær að borist hefðu hót- anir eða úrslitakostir frá Kínverjum. HÆGT verður að ganga þurr- um fótum á milli Danmerkur og Svíþjóðar í dag, í fyrsta sinn frá því frostaveturinn 1941-42, þegar lokið verður við síðasta áfanga brúarinnar yfir Eyrar- sund með mikilli viðhöfn og að viðstöddu fjölmenni, að því er Berlingske Tidende greindi frá í gær. Þessi tenging milli Dan- merkur og Svíþjóðar saman- stendur af 3,5 km löngum jarð- göngum frá Kastrup út í til- búna eyju, sem er Qögurra km löng. Þar tekur við brúin, 7,8 km, á tveimur hæðum, yfir til Málmeyjar. Tengingunni verður fagnað með hátíðlegri athöfn á brúnni þar sem Friðrik, krónprins af Danmörku, mun hitta Viktoríu, krónprinsessu af Svíþjóð, klukkan tólf á hádegi, eða klukkan tiu að íslenskum tíma. Munu bæði danskar og sænsk- ar sjónvarpsstöðvar sýna beint frá athöfninni. Alls hefur um 700 gestum verið boðið til athafnarinnar, og munu fjölmargir frétta- menn, hvaðanæva úr heimin- um, einnig verða viðstaddir. Almenn umferð um þessa leið milli Danmerkur og Svíþjóðar mun hefjast 1. júlí á næsta ári.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.