Morgunblaðið - 14.08.1999, Síða 1

Morgunblaðið - 14.08.1999, Síða 1
181. TBL. 87. ÁRG. LAUGARDAGUR 14. ÁGÚST 1999 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Pútín lofar að brjóta uppreisn í Dagestan á bak aftur Hersveitir Rússa hefja stórsókn Moskvu. Reuters. Reuters RÚSTIR húsakynna rannsúknarlögreglunnar í Manila eftir sprenging- una á fimmtudaginn. Hún kostaði sjö manns lífið. Sjö létust í Manila Manila, Reuters. HÖFUÐSTÖÐVAR rannsóknarlög- reglunnar í Manila á Filippseyjum gjöreyðilögðust í öflugri sprengingu á fimmtudaginn. I sprengingunni létust að minnsta kosti sjö manns og þrettán særðust alvarlega. Orsakir slyssins eru enn ókunnar. Rannsóknarlögregluna hýstu ein- faldar braggabyggingar en til marks um afl sprengingarinnar brotnuðu rúður og múrverk skemmdist í nær- liggjandi háhýsum þar sem stjóm löggæslu landsins og bandaríska al- ríkislögreglan, FBI, starfa. Tvær minni sprengingar fylgdu í kjölfarið og grönduðu skrifstofum þar sem glæpamenn eru yfirheyrðir og eitur- lyf, vopn og skotfæri geymd. Efren Fernandez, starfsmaður lögreglunnar, sagði enn óljóst hvað valdið hefði sprengingunni og hvaða sprengiefni hefðu verið notuð. Upp- tök hennar voru á skrifstofu sér- deildar rannsóknarlögreglunnar sem að undanfömu hefur stjórnað her- ferð gegn eiturlyfja- og vopnasölu. Aðkoma á slysstað var að sögn lög- reglu hræðileg. Bmnnir líkamshlut- ar lágu út um allt en sökum þess hversu illa líkin vom útleikin hefur enn ekki tekist að bera kennsl á þau. Auk tveggja fanga og rannsóknar- lögreglumanna var í byggingunni einn lögfræðingur. VLADÍMÍR Pútín, settur forsætis- ráðherra Rússlands, tilkynnti í gær að rússneski herinn hefði hafið stór- sókn til að hrekja íslamska uppreisn- armenn úr Kákasushéraðinu Dag- estan og sagði að herjað yrði á þá hvar sem þeir væm. Uppreisnarmennirnir era undir stjórn Shamils Basajevs, eins af helstu skæmliðaleiðtogum Tsjetsjn- íu, og lýstu yfir sjálfstæði Dagestans eftir að hafa náð nokkmm bæjum og þorpum í héraðinu á sitt vald fyrir viku. Pútín sagði að ef þörf krefði yrði ráðist á uppreisnarmennina þótt þeir færa inn í Tsjetsjníu sem hefur lýst yfir sjálfstæði frá Rússlandi. „Tsjetsjnía er rússneskt landsvæði og gerðar verða árásir á þá hvar sem þeir em.“ Átökin í Dagestan em hin mestu í Rússlandi frá stríðinu í Tsjetsjníu á ámnum 1994-96 sem lauk með auð- mýkjandi ósigri Rússa. Pútín og Borís Jeltsín Rússlandsforseti hafa báðir lofað að kveða uppreisnina nið- ur innan hálfs mánaðar. Rússneskar hersveitir virðast þegar hafa farið inn á tsjetsjenskt landsvæði. Fréttastofan Interfax hafði eftir yfirmanni landamæra- varða á svæðinu að fimm brynvagn- ar og hermenn hefðu farið yfir mörk héraðanna en snúið við klukkustund síðar. Um 200 uppreisnarmenn sagðir hafa fallið Fulltrúi innanríkisráðuneytisins í Makhachkala, höfuðstað Dagestans, sagði að rússneskir hermenn og vopnaðir hópar sjálfboðaliða úr hér- aðinu væm að reyna að flæma upp- reisnarmennina úr þorpunum og hrekja þá í átt að Tsjetsjníu. Aðeins sjö af 31 þorpi á helsta átakasvæðinu væm enn á valdi uppreisnarmann- anna. Að sögn rússneska innanríkis- ráðuneytisins hafa um 200 uppreisn- armenn verið felldir frá því átökin hófust. Tsjetsjenar segja hins vegar að aðeins fjórir skæraliðar hafi fallið og 15 særst. Talsmaður innanríkisráðuneytis- ins í Dagestan sagði að bróðir Basa- jevs væri á meðal þeirra sem særð- ust. Ekki var hægt að sannreyna þessar yfirlýsingar og vitað er að Rússar og Tsjetsjenar gáfu oft rang- ar upplýsingar um mannfall óvinar- ins í Tsjetsjníustríðinu. Embættismenn í Moskvu hafa sagt að tíu rússneskir hermenn hafi fallið og 27 særst. Á meðal hinna særðu em þrír hershöfðingjar innan- ríkisráðuneytisins. Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna sagði að 6.000 manns hefðu flúið af átakasvæðunum, þeirra á meðal Dagestanar og fólk af rúss- neskum ættum. SIÐUSTU 140 metrar Eyrarsundsbrúarinnar vom settir á sinn stað í gær. Þessi síðasti hluti vóg um 6.400 tonn. E yr ar sundsbrúin formlega vígð Fullyrt að Kína sé reiðubúið til valdbeitingar í Taívan Hótanir Kínverja liður í taugastríði stórveldanna Peking, Washington. AFP, Reuters. FJÖLMIÐLAR í Kína og Banda- ríkjunum fullyrtu í gær að kínversk stjórnvöld hugleiddu nú alvarlega að sýna Taívönum í tvo heimana vegna yfirlýsinga Lees Tengs-huis, forseta Taívans, fyrir skömmu um að sam- skipti landanna skyldu fara fram á jafningjagmndvelli. Dagblaðið Wen Wei Po í Hong Kong, sem starfar undir verndarvæng stjómvalda í Peking, sagði að til hernaðarátaka milli Kínverja og Taívana gæti kom- ið á hverri stundu og að „staðan væri mun alvarlegri en umheimurinn gerði sér grein fyrir“. Haft var eftir Yan Zhao, fræði- manni við kínversku hernaðarfræða- stofnunina í Peking, að forseti Taí- vans hefði gengið of langt og að ef Kínverjar ákvæðu að láta til skarar skríða myndi ekki verða um neitt hálfkák að ræða. Kínversk stjórn- völd líta á Taívan sem hérað í Kína og því hafa yfirlýsingar Lees valdið mikilli spennu í samskiptum land- anna. Bmce Wimmer, sérfræðingur í ör- yggismálum Kína og Hong Kong, sagði að meiri hætta væri á átökum nú en áður, en Yang Lixian, lektor við kínversku félagsvísindastofnun- ina í Kína, lagði hins vegar áherslu á að Kína myndi ekki beita hervaldi nema önnur úrræði þryti. Bandaríska dagblaðið The Wash- ington Post hafði eftir ýmsum bandariskum sérfræðingum og stjórnarerindrekum í gær að Kín- verjar væm sannarlega að hugleiða valdbeitingu í Taívan, en að hótanir þeirra væm jafnframt liður í tauga- stríði sem beint væri gegn Taívönum og ekki síður bandarískum stjórn- völdum. David Leavy, talsmaður öryggis- ráðs Bandaríkjaforseta, neitaði því hins vegar í gær að borist hefðu hót- anir eða úrslitakostir frá Kínverjum. HÆGT verður að ganga þurr- um fótum á milli Danmerkur og Svíþjóðar í dag, í fyrsta sinn frá því frostaveturinn 1941-42, þegar lokið verður við síðasta áfanga brúarinnar yfir Eyrar- sund með mikilli viðhöfn og að viðstöddu fjölmenni, að því er Berlingske Tidende greindi frá í gær. Þessi tenging milli Dan- merkur og Svíþjóðar saman- stendur af 3,5 km löngum jarð- göngum frá Kastrup út í til- búna eyju, sem er Qögurra km löng. Þar tekur við brúin, 7,8 km, á tveimur hæðum, yfir til Málmeyjar. Tengingunni verður fagnað með hátíðlegri athöfn á brúnni þar sem Friðrik, krónprins af Danmörku, mun hitta Viktoríu, krónprinsessu af Svíþjóð, klukkan tólf á hádegi, eða klukkan tiu að íslenskum tíma. Munu bæði danskar og sænsk- ar sjónvarpsstöðvar sýna beint frá athöfninni. Alls hefur um 700 gestum verið boðið til athafnarinnar, og munu fjölmargir frétta- menn, hvaðanæva úr heimin- um, einnig verða viðstaddir. Almenn umferð um þessa leið milli Danmerkur og Svíþjóðar mun hefjast 1. júlí á næsta ári.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.