Morgunblaðið - 14.08.1999, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 14.08.1999, Blaðsíða 12
12 LAUGARDAGUR 14. ÁGÚST 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Þriggja vikna visitasía biskups um Austurland hefst á þriðjudag Yfir 70 guðsþjónustur og fundir á þremur vikum * A þriggja vikna vísitasíuferð sinni um Múlaprófastsdæmi og Austfjarðaprófasts- ------------------------7------------------ dæmi kynnir biskup Islands sér starf kirkjunnar, skoðar kirkjur og ræðir við þá sem starfinu stjórna. Jóhannes Tómasson hleraði biskup nánar um ferðina og tilgang vísitasíu. Morgunblaðið/Jón Svavarsson BISKUP íslands, Karl Sigurbjömsson, byijar á þriðjudag þriggja vikna vísitasíu um Austurland. BISKUP íslands, Karl Sigurbjörnsson, byrjar á þriðjudag þriggja vikna vísi- tasíuferð um Austur- land. Þar hittir hann presta og sóknar- nefndir í hverri sókn og annast prédikun eða hugleiðingu í guðsþjónustum í 37 kirkjum. Þá vígir hann Þórshafnar- kirkju sunnudaginn 22. ágúst og verður helgina eftir við- staddur hátíð á Djúpavogi og við Þvottá þar sem minnst verður Síðu- Halls. Ferðin byrjar hins vegar í óbyggðum, nánar til- tekið í Suðurárbotnum upp af Bárð- ardal, í útjaðri Ódáðahrauns. „Ástæðan er einfóld. Hálendið og óbyggðir Islands hafa verið okkur hugleikin um hríð og mat okkar á þeirri töfraveröld sem þar er mikið til umræðu,“ segir Karl Sigur- bjömsson í viðtali við Morgunblaðið. „Einnig er uppi aukinn áhugi á því að finna og merkja fomar þjóðleiðir um hálendið, til dæmis leiðina sem Skálholtsbiskupar fóru um aldir til Austurlands um Sprengisand og Ódáðahraun, en margar sagnir eru til um þær. Þessar ferðir lögðust af á 17. öld, vafalaust að mestu vegna þess að hagabeit var orðin of rýr fyrir biskup sem fór þessar ferðir við tólfta mann og trúlega með mik- inn fjölda hrossa.“ Að þessu sinni verður hins vegar notast við fjórhjóladrifinn jeppa bóndans í Svartárkoti sem kemur biskupi og fylgdarliði hans suður í Suðurárbotna þar sem ráðgerð er guðsþjónusta kl. 12 næstkomandi þriðjudag. Hana sækja trúlega Bárðdælingar og aðrir sem geta verið á ferð á þessum slóðum sem er gróðurvin á mörkum Ódáða- hrauns. Biskup kveðst hafa fyrir satt að Bárðdælingar vinni líka að undirbúningi messukaffis að athöfn- inni lokinni. Bókin Landið þitt ísland segir um Suðurárbotna að aðrennslis- svæði Suðurár sé mjög víðlent, nái Morgunblaðið/PJ ÚR Suðurárbotnum og Sellandafjall í baksýn. Myndin er úr bókinni Landið þitt Island. frá Dyngjufjöllum í suðri og Herðu- breiðarfjöllum í austri. Vatnið safti- ist saman á fremur htið lindasvæði og því verði uppsprettumar vatns- mildar. Suðurá er vatnsmesta þveráin sem kemur úr Ódáðahrauni og rennur hún í Svartá. Landið og sagan ein heild „Mig langar á þennan hátt að minna á að landið og sagan eru ein heild sem við þurfum að meta og njóta og læra að hlusta á. Mér er tjáð að í Suðurárbotnum séu upp- sprettulindir og þar er merkileg sæluhúsatóft, um 160 fermetrar að flatarmáli, en talið er að þama hafi biskupar áð áður en þeir lögðu austur um Ódáðahraun og til Möðrudals en þar hefst einmitt vísitasían að þessu sinni,“ segir biskup. Hann bætir því við að nú sé í undirbúningi merking á gömlum biskupaleiðum á vegum samstarfs- hóps biskupsstofu, Þjóðminjasafns, Ferðafélags íslands og Náttúru- verndar ríkisins. Er þegar byrjað að merkja leiðina milli Skálholts og Þingvalla og verða þær síðan tekn- ar fyrir á næstu árum. Frumkvöðl- ar í þessum efnum eru þeir Guð- mundur Páll Ólafsson náttúrufræð- ingur og Jón Gauti Jónsson land- fræðingur. Vísitasía biskups er mjög um- fangsmikil, nær til Múlaprófasts- dæmis og Austfjarðaprófastsdæm- is. Tekur hann þátt í 37 guðsþjón- ustum og helgistundum, heldur 29 fundi með sóknamefndum og situr 11 fundi með prestum prófasts- dæmanna. Inn á milli verður skotið vígslu nýrrar kirkju á Þórshöfn á Langanesi sunnudaginn 22. ágúst og helgina 28. og 29. ágúst tekur hann þátt í héraðsfundi á Djúpavogi og kristnitökuhátíð við Þvottá. Þar fyrh’ utan vitjar hann vistmanna og sjúklinga á elliheimilum og sjúkra- húsum. En hvers vegna vísitasíur? „Vísitasíur eru ein aðalembættis- skylda biskups. Þær eru hluti af til- sjónarhlutverki hans, enda þýðir orðið biskup tilsjónarmaður, og samstofna sögn í grísku Nýja testa- mentisins er notuð um að vitja ein- hvers og ganga úr skugga um að allt sé í lagi. Biskup kannar starf og eignir kirkjunnar, ræðir við starfs- menn og sóknarnefndarmenn, hvet- ur og uppörvar. Sóknimar eru mis- stórar; kirkjumar frá ýmsum tím- um og af ýmsu tagi. Það sem skiptir höfuðmáli er fólkið, söfnuðurinn, sem stendur að baki þessu starfi kirkjunnar. Ég mun vitja þess fólks, eiga með því guðsþjónustur, skoða kirkjumar, kirkjumuni og kirkju- garða og fá yfirlit um kirkjustarf- semina í sóknunum." Aukin áhersla á þýðingu vísitasíunnar Biskup segist vilja leggja enn meiri áherslu á þá þýðingu sem vísi- tasíur geta haft. „Ég vil styrkja þennan þátt í starfi kirkjunnar og leitast við að nýta vísitasíur pró- fasta, vígslubiskupa og biskups Is- lands til að tengja betur saman allt starf kirkjunnar og minna á að kirkjan í landinu er ein, starf henn- ar er eitt og það sama hvort sem er á Austurlandi, Vestfjörðum eða höf- uðborgarsvæðinu. Sóknin hér og þar er hluti heildar, líkama Krists. Og þama skiptir allt máli, helgi- haldið í kirkjunni, samræðumar við söfnuðinn. Þjónusta prestsins og trúarlíf sóknarbarna í daglega líf- inu. Allt er þetta hluti af sama stai’fi og lífi kirkjunnar um land allt, bæn- inni sem borin er fram, trúariðkun- inni sem höfð er um hönd, orðinu sem boðað er og uppeldinu í trú og siðgæði.“ En er hann að leggja einhvers konar mat á hálendisumræðuna eða kynna viðhorf kirkjunnar til um- hverfismála með því að tengja upp- haf vísitasíu við óbyggðir landsins? „Það skiptir miklu máli að við hugleiðum þau mál, tölum um þau, tökumst á um þau og myndum okk- ur skoðanir um það hvemig við vilj- um nýta landið og efla lífið í land- inu, mannlíf, náttúruna og um- hverfið." í lokin er biskup spurður hvort endir vísitasíuferðarinnar sé einnig táknrænn, en síðasti liður er kyrrðar- dagur á Eiðum með prestum beggja prófastsdæmanna miðvikudaginn 6. september: „Þama verður kærkomið að eiga rólegan dag og safna kröftum til þess sem við tekur.“ Störfum fjölgar fyrir Grindvfldnga ATVINNULÍFIÐ hefur verið í uppsveiflu í Grindavík á þessu ári og kemur þar einkum til fjölgun starfa í ferðaþjónustu. Opnun nýs baðstaðar við Bláa Lónið skapaði u.þ.b. 30 ný störf en um 70 manns starfa þar að jafnaði. Jafnframt hefur störfum í sjávarútvegi og iðnaði fjölgað. Atvinnuleysi mælist nú aðeins 0,46%. í kjölfarið hefur orðið fólks- fjölgun í bænum og er svo komið að umfram eftirspurn er eftir hús- næði. Grindvíkingum fjölgaði um 39 árið 1998 og eru aðfluttir um- fram brottflutta 19 fyrstu sex mánuði þessa árs. Margt bendir til þess að íbúafjöldi í Grindavík nái í fyrsta sinn 2.200 manns á þessu ári. Að sögn Einars Njálssonar bæj- arstjóra er uppbygging hafin í bæj- arfélaginu með stækkun og ein- setningu grunnskólans, fjölgun leikskólaplássa og dýpkun hafnar- innar. Einnig er undirbúningur hafínn að nýju 200 íbúa hverfi. Ein- ar segir að lögð verði áhersla á að byggja upp fjölskylduvænt og menningarlegt umhverfi í Grinda- vík í íramtíðinni. Um 450 matvælasýnum safnað vegna rannsóknar á kampýlóbakter SÝNI sem tekin eru vegna bráða- rannsóknar heilbrigðisyfirvalda á kampýlóbaktersýkingum berast nú ört til rannsóknarstofu Hollustu- verndar ríkisins. Heilbrigðiseftirlit sveitarfélaga annast sýnatöku. Ás- mundur Þorkelsson, matvælafræð- ingur hjá Hollustuvernd, segir að fyrstu niðurstöður séu að skýrast en hins vegar eigi eftir að rannsaka mörg sýni til viðbótar, þannig að heildstæð mynd liggi ekki fyrir fyrr en um næstu mánaðamót. Alls eru staðfest tilfelli um sýk- ingar af völdum kampýlóbakter 103 talsins í júlí síðastliðnum, en talið er að þau tilfelli sem koma til kasta heilbrigðiskerfisins séu um 10% af heildarfjölda sýkinga. Um tuttugu tilfelli eru staðfest fyrstu níu daga ágústmánuðar, sem er áþekkur fjöldi og á sama tíma í júlí, að sögn Karls G. Kristinssonar, sérfræðings á rannsóknarstofu Landspítalans í sýklafræði. „Fjöldinn er hvorki að detta nið- ur né rjúka upp, þannig að þetta virðist vera á svipuðu róli og í liðn- um mánuði. Sýnin endurspegla bú- setuna hérlendis, þ.e. langflest til- felli sýkinga eru á suðvesturhom- inu en síðan koma hlutfallslega færri frá landsbygginni, ekki vegna þess að íbúar þar sýkist síður, heldur vegna þess að erfiðara er að taka sýni þar og senda. Eini aðilinn 20 tilfelli fyrstu vikuna sem hefur tækifæri til að rækta þessar bakteríur fyrir utan okkur er Fjórðungssjúkrahúsið á Akur- eyri og þeir senda okkur jákvæðar ræktanir,“ segir hann. Sýni úr mat og vatni „Til að byrja með ætluðum við að vinna að þessari rannsókn um þriggja vikna skeið, eða til mán- aðamóta, og þá munum við gefa út milliniðurstöður. Það tekur síðan þrjár til fjórar vikur til viðbótar að ljúka sýnatöku,“ segir Ásmundur. Fyrst og fremst eru tekin mat- vælasýni úr verslunum og kampýlóbakter leitað í þeim með ræktun, en auk þess eru tekin sýni úr neysluvatni og hrámjólk til mat- vælavinnslu frá mjólkurstöðvum og bæjum. „Víða erlendis hefur ákveðinn hluti kampýlóbaktersýk- inga verið rakinn til neyslu ógeril- sneyddrar mjólkur og við ætlum að athuga hvort bakterían sé í mjólk- inni hér,“ segir hann. Sýni eru tekin úr kjúklingum, i agust nautakjöti, svínakjöti, lambakjöti, hrossakjöti, grænmæti og jafnvel fiski. Ásmundur segir að yfir tutt- ugu manns komi að rannsókninni, þó svo að mun færri sinni henni eingöngu. „Starfsfólkið á rannsóknarstofu Hollustuvemdar starfar að rann- sókninni, heilbrigðisfulltrúar og við starfsmenn Hollustuvemdar sem vinna með heilbrigðiseftirliti við að skipuleggja framkvæmdina," segir Ásmundur. Franklín Georgsson, forstöðu- maður rannsóknarstofu Hollustu- vemdar ríkisins, segir að sam- kvæmt áætlun um úttektina að þessu sinni eigi að rannsaka 450 sýni af matvælum. „Við reynum að skoða um 60 sýni á viku og njótum stuðnings heilbrigðiseftirlits sveit- arfélaganna við að útvega okkur sýnin. í þetta fer gríðarlegt magn af rannsóknarefni, alls kyns tól og áhöld, auk þess sem við þurftum að panta aukabirgðir. Eftir um þrjár vikur munum við tilkynna niður- stöður til matvælasviðs Hollustu- verndar, en þá verður búið að rannsaka rúmlega 100 sýni,“ segir Franklín. Baktería erfið viðureignar Hann segir um kostnaðarsamar rannsóknir að ræða og tímafrekar, en um fimm daga tekur að fá niður- stöðu úr hverju sýni. „Þetta er mjög viðkvæm baktería í sambandi við ræktun, það er flókið að rækta hana og gæta þarf mikillar varúðar til að drepa hana ekki. Hún getur til dæmis hvorki vaxið við venju- legan súrefnisstyrk né við loftfirrð skilyrði, eins og þau sem sumar bakteríur geta fjölgað sér við. En um leið og hún kemur ofan í þarma manna og dýra getur hún fjölgað sér. Við þurfum því að búa til alveg sérstaka loftblöndu í loftþéttum krukkum. Bakterían er mun erfið- ari í ræktun en t.d. salmonella," segir Franklín. Hann segir að ólíkt salmonellu sem þarf að ná tölunni nokkur hundruð þúsund í hverju grammi af mat til að valda sýkingu hjá neytanda, þarf kampýlóbakter að- eins að ná tölu nokkurra hundraða í hverju grammi sem er borðað. Það er því ekki nauðsynleg for- senda fyrir sýkingu að hún fjölgi sér í matnum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.