Morgunblaðið - 14.08.1999, Blaðsíða 68

Morgunblaðið - 14.08.1999, Blaðsíða 68
568 LAUGARDAGUR 14. ÁGÚST 1999 MORGUNBLAÐIÐ FOLK I FRÉTTUM Jake Lloyd úr Stjörnustríði SVARTHÖFÐI var góðmenni Það birtir yfir hvíta tjaldinu þegar Jake Lloyd skýtur upp kollinum sem Anakin í Stjörnustríði. Undir niðri kraumar yfir- vofandi harmleikur því hans bíða myrkra- öflin og huliðshjálmur Svarthöfða. Pétur Blöndal sat blaðamannafund með bráð- skörpum ungum leikara sem ætlar sér að verða vísindamaður. ÞAÐ á mikið eftir að mæða á Anakin í Stjörnustríði Lucas; Jake Lloyd fylgir honum úr hlaði. S atriði sem prýtt hefur hvíta tjaldið. 3PO er vélmenni sem Anakin smíðar og kemur við sögu í öllum Stjörnustríðsmyndunum. ÞAÐ er óneitanlega bjart yfír hinum unga Svarthöfða. EG HEF aldrei séð svona marga hljóðnema á ævi minni,“ segir strákslega full- orðinslegur strákur og horfir yfír ^fullan sal af ókunnugu fólki. Engu að síður er hann öruggur með sig innan um þessar sjálfumglöðu fullvöxnu vitsmunaverur sem hafa atvinnu af því að skrifa palladóma um náung- ann; hann talar satt best að segja eins og hann kunni hvergi betur við sig en í steríói heimspressunnar. Hann heitir Jake Lloyd og er tíu ára. Ef þú ættir að velja á milli þess að vera Jedi og leikari; hvað yrði fyrir valinu? spyr einn fréttahaukurinn. „Ég myndi velja leiklistina vegna þess að þá gæti ég leikið Jedi og Aipplifað það besta úr báðum heim- um,“ svarar drengurinn og brosir. Þú hefur unnið með Liam Neeson, Susan Sarandon, Marisu Tomei og Arnold Schwarzenegger svo aðeins fáir séu nefndir. Hefurðu fengið góða ráðgjöf frá mótleikurum þín- um? er næsta spurning. „Þau voru öll ráðagóð," svarar sá stutti. „Þetta er eins og að ganga í skóla; maður lærir allt og gleymir því svo öllu aftur. Það rifjast samt upp fyrir manni þegar maður tekst á við hin ýmsu verkefni í lífínu, jafnt leiklist sem annað.“ Þegar hér er komið sögu er orðið ljóst að drengurinn kann að svara fyrir sig, hvort sem hann hefur verið >skólaður í því sérstaklega eða ekki. Svo virðist sem það vanti aðeins að Jake Lloyd vaxi grön og að röddin verði áttund dýpri til að þetta líti út eins og venjulegur fullorðins blaða- mannafundur. Þó þarf að útskýra fyrir honum hvað „cult“-myndir eru og hann leggur ríka áherslu á að Stjömustríðsmyndirnar séu leyfðar öllum aldurshópum og að sama skapi einhverjar vinsælustu myndir sem framleiddar hafí verið; því skjóti skökku við að flestallar hasarmyndir sem framleiddar séu um þessar mundir séu bannaðar bömum. En hvemig líst drengnum, sem er ákaflega bjart yíir, á að leika per- sónu sem með tíð og tíma verður eitt alræmdasta illmenni kvikmyndasög- unnar, Svarthöfði? „Hann er nú ekki svo slæmur,“ svarar Lloyd. „Hann kom á jafnvægi í alheiminum, hann drap alla Seth- stríðskappana og eirði aðeins Jedi- meisturam, hann hefði getað drepið Loga geimgengil þar sem hann lá brjóstumkennanlegur og örmagna á þrepinu en gerði það ekki. Að mínum dómi gerir þetta hann að góðri per- sónu.“ Og spurningamar halda áfram: Hvernig er að eiga Pernillu August fyrir mömmu? „Mér fannst það frábært enda er hún mikil leikkona. Ég verð að viður- kenna að hún er ein stórkostlegasta leikkona sem ég hef unnið með á ferlinum," svarar Lloyd borabrattur. Hvernig var að leika með Natalie Portman sem er líka barnastjarna? Lloyd svarar að bragði: „Ég var átta ára þegar tökur fóra fram og hún sextán, tvisvar sinnum eldri en ég. Svo ég get varla tekið undir að hún hafí verið barnastjarna. Núna er hún orðin átján! Þetta var samt frá- bært; hún er yndisleg stúlka.“ Lloyd segist ekki verða í næstu tveimur Stjörnustríðsmyndum vegna þess að hann þyki of ungur en bætir þó við á léttu nótunum: „Það tekur svo langan tíma að ráða í þess- ar myndir að ég gæti átt möguleika." Hvað ætlar hann svo að gera við alla þá fjármuni sem hann þénar fyr- ir stórmyndir á borð við Stjörnu- stríð, leikur einum blaðamanni for- vitni á að vita. „Ég fæ víst ekki að koma nálægt þeim þar til ég verð átján ára,“ svar- ar hann. „En þetta fer allt í háskóla- nám hvort sem er; ég myndi ekki snerta á peningunum jafnvel þótt mér leyfðist það. Ástæðan fyrir því að ég leik í kvikmyndum er ekki pen- ingarnir heldur sú að það er skemmtilegt. Ég fæ að ferðast og þroskast sem leikari." Lloyd er með einkakennara þegar hann vinnur að kvikmyndum og ann- ars stundar hann skólann inn á milli. Er hann ekkert hræddur um að hið illa afl peninganna eigi eftir að spilla honum? „Nei, vegna þess að ég ætla í góð- an háskóla og verða mér úti um bestu menntun sem völ er á. Ef mað- ur fer ekki í háskóla fækkar valkost- unum sem því nemur þegar maður fer út á vinnumarkaðinn.“ Hann segir að það hafi ekki verið erfítt að næla í hlutverkið í Stjörnu- stríði. „Það eina sem ég þurfti að gera var að ganga inn á skrifstofuna á sex mánaða fresti í tvö ár og heilsa upp á fólkið svo það gæti fylgst með því hvernig ég tæki út þroska. Loks kom að því að fara í heimsókn á bú- garð Lucas í morgunverð ásamt tveimur öðram drengjum sem komu til greina, við bragðum eitthvað á leik og eftir það varð ég fyrir val- inu.“ En hvernig brugðust vinir hans við þegar hann fékk hlutverkið? „Þeim gæti ekki verið mefra sama,“ svarar Lloyd ákveðinn. „Þetta er gott svo langt sem það nær, en það hefur enga raunveralega þýð- ingu. Ég er bara tíu ára krakki og ætti að vera í fótbolta með vinum mínum.“ Hann lítur út um gluggann og bætir við: „Eina vandamálið er að það er átta tíma mismunur.“ Hvað færðu mikið í vikupeninga frá foreldrum þínum, spyr áhuga- samur blaðamaður sem af ákafanum að dæma gæti verið frá National Enquirer. „Það veltur á því hvort ég vinn heimavinnuna mína, sem ég geri sjaldnast,“ svarar Lloyd. „Ef það kemur fyrir fæ ég um sjö dollara [um 500 krónurj." Það líður að lokum fundarins með hinum unga Svarthöfða sem segist vel geta hugsað sér að búa í Evrópu ef atvinnan væri ekki í Kaliforníu. Hann segist ætla að verða vísinda- maður þar sem hann sé góður í stærðfræði og að uppáhaldsbækur hans séu eftir Tolkien og Harry Potter. Af kvikmyndum er Október- himinn í uppáhaldi og hann horfir ekki á barnamyndir. „Hver hefur gaman af teiknimyndum um blóm og tré sem verða ástfangin. Hvers kon- ar lærdóm eiga krakkar að draga af því? Þau geta ekki einu sinni talað saman!" Ætli það sé ekki best að láta Lloyd eiga síðasta orðið þegar hann er spurður að því af einum blaðamanni hvort hann sé alltaf svona snjall í til- svörum eða hvort hann hafí lært þau utanbókar. „Blaðamenn era þeir einu sem skilja brandarana mína og flestir þeirra ná þeim ekki,“ svarar Lloyd sposkm' á svip. „Ég er raunar yfír- leitt mun fyndnari en ég sýni af mér hér í stóra herbergi fullu af ókunn- ugu fólki frá öllum heimshomum sem spyr sömu spurninganna aftur og aft- ur og aftur. Það er ósköp takmarkað hversu mikinn húmor er hægt að kreista úr slíkum aðstæðum." íA(ceturfjaíinn Smiðjuvejji 14, íKopavojji, sími 587 6080 í kvöld leikur danssveitin Cantabile frá Akureyri Opió frá kl. 22—3 Næturgalinn þar sem stuðið er og alltaf lifandi tónlist
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.