Morgunblaðið - 14.08.1999, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 14. ÁGÚST 1999 15
AKUREYRI
Handverk "99 á Hrafnagili
HANDVERKSSÝNINGIN Hand-
verk ‘99 var opnuð á Hrafnagili á
fimmtudaginn. Sýningin er sú
sjöunda í röðinni, en þær hafa
verið haldnar árlega síðan árið
1992. Þema sýningarinnar í ár er
íslenska tréð, en á síðasta ári var
ákveðið að fyrir hverja sýningu
yrði eitthvert þema. Á næsta ári
verður þemað kirkjan í tilefni af
þúsund ára kristniafmæli Islend-
inga, árið 2001 verður það síðan
sauðkindin. Ýmislegt ber fyrir
augu gesta á sýningunni, m.a.
heldur danski eldsmiðurinn
Thomas Nörgaard námskeið fyr-
ir almenning og það gerir einnig
sænski handverksmaðurinn
Lennaert Calás sem vinnur lista-
verk í tré. Það var Bjarni Krist-
jánsson, sveitarstjóri Eyjafjarð-
arsveitar, sem opnaði sýninguna,
en hún stendur yfir til sunnu-
dagsins 15. ágúst.
Bjarni Kristjánsson kom inn á í
opnunarræðunni að handverk
væri hluti af sögu og menningu
Islendinga. Annars vegar hefði
þetta verið hluti af þeirri nylja-
stefnu er einkenndi líf bóndans
fyrr á öldum en á hinn bóginn
hefði margur bóndinn fundið list-
þrá sinni farveg í fagurlegum út-
skurði eða Iistilegum fléttum. f
dag væri handverk hins vegar
blómlegur iðnaður.
Gæði sýninganna
aukist
Bjami minntist einnig á að yfir-
bragð og gæði sýninganna á
Hrafnagili hefðu ávallt vaxið frá
ári til árs. Hann tók það hins veg-
ar fram að það þýddi ekki að ein-
ungis útlærðir meistarar væru
velkomnir á sýninguna, þvert á
móti væri þetta einnig vettvangur
fyrir nýliða til að sýna sín verk,
þróa þannig handverkið og læra
af þeim sem lengur hafa starfað.
Eldsmiður frá
Danmörku
Á torgi sýningarinnar má
heyra hamarshögg og sjá reykj-
arstrók. Þar má sjá eldsmiðinn
Thomas Nörgaard frá Danmörku
beija til sjóðandi heitt járn.
Nörgaard heldur námskeið frá
kl. 9-12 alla sýningardaga en
auk þess vinnur hann að eldsmíð-
inni á meðan sýningin stendur yf-
ir. „Ég hef verið eldsmiður siðan
ég var 15 ára og nú er ég að
nálgast sextugt, reiknaðu svo,“
segir hann með glettni í augum.
Nörgaard vinnur mikið með
muni sem líkjast hlutum sem for-
Morgunblaðið/Kristján
BJARNI Kristjánsson, sveitarstjóri EyjaQarðarsveitar,
flytur setningarræðu.
ELDSMIÐURINN Thomas Nör-
gaard frá Danmörku hamrar
járnið á meðan heitt er.
ÁSRÚN Ágústsdóttir og Heiðbjört Ýr Guðmundsdóttir fylgjast með
Ingu Sigrúnu Ólafsdóttur knipla. Þess má geta að Ásrún og Heiðbjört
Ýr eru í 19. aldar búningum en Inga er í 20. aldar búningi.
RÚBEN Raes virðir fyrir sér muni Guðmundar Magnússonar.
feður okkar notuðu mörgum öld-
um fyrr. Meðal annars hefur
hann gert hnífa af ýmsum stærð-
um og gerðum og platta til að
baka á brauð í eldofni. Þegar
Morgunblaðið hitti hann var
hann einmitt að vinna að kerta-
stjaka f anda miðalda.
Tálgar við
Sænski handverksmeistarinn
Lennaert Calás býr í skóglendi í
Svfþjóð og því ekki erfitt að sjá
hvaðan hans köllun kemur, en
hann tálgar við. Þeir munir sem
hann er með á sýningunni eru
margir hveijir örsmáir og var
ekki laust við að blaðamaður
velti fyrir sér þeirri nákvæmni
sem á bak við þessa smíði býr.
Hann heldur námskeið fyrir ung-
linga mánudag, þriðjudag og
miðvikudag kl. 10-14 og sömu
daga heldur hann námskeið fyrir
fullorðna á kvöldin. Samkvæmt
upplýsingum sem Morgunblaðið
fékk var enn nóg pláss á þessum
námskeiðum svo að áhugasamir
geta enn skráð sig.
Knipl og
þjóðbúningar
í einu herberginu heldur
Heimilisiðnaðarfélagið til, ásamt
vinnustofu Ingu Arnar. Þar eru
það þjóðbúningar Islendinga sem
ráða ríkjum. Að sögn Guðrúnar
Einarsdóttur er.það litríki 19.
aldar þjóðbúningurinn sem er í
aðalhlutverki hjá þeim núna en
margir halda að sá búningur sé
ný framleiðsla en hið rétta er að
hann er meira en aldar gamall.
Þarna vann einnig Inga Sigrún
Ólafsdóttir við það að knipla.
Hún sagði að það væri aldagömul
vinnuaðferð sem upprunnin væri
á Ítalíu og slík áferð hefði verið
vinsæl á brúðarfatnaði kónga-
fólks hér áður fyrr. Áferðin er
líkust blúndu og knipl er einmitt
að finna á íslenska skautbúningn-
um og 20. aldar búningi kvenna.
I tilefni þess að þema sýning-
arinnar er fslenska tréð er Skóg-
ræktarfélag fslands með sýn-
ingu. Þar eru áberandi munir
Guðmundar Magnússonar, tré-
smfðameistara og kennara á
Flúðum. Hann hefur meðal ann-
ars haldið námskeið fyrir skóg-
ræktarfólk sem nefnist „Að lesa
skóginn", en þar kennir hann
þeim að höggva viðinn rétt svo
hann hann nýtist til handverks.
Guðmundur tók sér það eitt sinn
íyrir hendur að ferðast um Norð-
urlöndin og Grænland í eitt ár og
kynna sér handverk þeirra
landa. Reynslan af þvf ferðalagi
hefur sfðan skilað sér f þeim
munum sem hann skapar sjálfur.
Eldur, tré og
þjóðbúningar
Lista-
safnið á
Akureyri
SÝNING á verkum Hlyns
Hallssonar og Japanans Ma-
koto Aida verður opnuð í
Listasafninu á Akureyri í dag,
laugardaginn 14. ágúst, kl. 16.
Á sýningunni eru ljósmyndir,
málverk og myndbandsverk
sem munu gefa áhorfendum
innsýn í ólíka menningar-
heima sem byggja á eða vísa
til nýrra og fornra hefða
heimalands listamannanna,
segir í fréttatilkynningu.
Við opnun sýningai’innar
mun japanska danskonan Asa-
ko Ishihasi, sem búsett er á
Akureyri, stíga spunadans út
frá myndverkum Aida. Sýn-
ingin er opin alla daga, nema
mánudaga, frá kl. 14 til 18. Þá
segir einnig í fréttatilkynn-
ingu að sýningin sé styrkt af
Sasakawasjóðnum og að Flug-
félag íslands verði stuðnings-
aðOi sýninga Listasafnsins á
Akureyri út árið 2000.
Kirkjustarf
AKUREYRARKIRKJA:
Kvöldmessa sunnudaginn 15.
ágúst kl. 21, sr. Svavar A.
Jónsson messar. Morgunbæn
þriðjudaginn 17. ágúst kl. 9 og
kyrrðar- og fyrirbænastund
kl. 12 fimmtudaginn 19. ágúst.
GLERÁRPRESTAKALL:
Kvöldmessa verður í Lög-
mannshlíðarkirkju kl. 21
sunnudaginn 15. ágúst. Sókn-
arprestur.
HJÁLPRÆÐISHERINN,
Hvannavöllum 10: Sunnudag-
inn 15. ágúst verður bæn kl.
19:30 og almenn samkoma kl.
20.
Síðasta
sögugangan
_ SUNNUDAGINN 15. ágúst
verður síðasta sögugangan
farin á vegum Minjasafnsins
þetta sumarið. Þá mun Hörð-
ur Geirsson safnvörður leiða
göngu um Innbæinn og Fjör-
una. Lagt verður upp frá Lax-
dalshúsi, Hafnarstræti 11, kl.
14. Þátttaka er ókeypis og eru
allir velkomnir.
Feðgar á ferð
ÁRNI Tryggvason og Örn
Árnason verða með fjölskyldu-
skemmtun í Sjallanum á
Akureyri 14. og 15. ágúst kl.
21:30. Með þeim í för er píanó-
undirleikai-i en þeir eru nú á
ferð um landið með sýninguna.
Gamall
fjallamaður
heiðraður
Morgunblaðið/Rúnar Antonsson
JÓN Sigurgeirsson og Halldór Eyjólfsson með menið á milli sin.
HALLDÓR Eyjólfsson frá Rauða-
læk brá undir sig betri fætinum og
heimsótti félaga sinn Jón Sigur-
geirsson, frá Helluvaði, til Akureyr-
ar í þeim tilgangi að heiðra hann
fyrir dugnað og atorku við vörðuleit
á hálendinu. Halldór sagði að
ástæðan fýrir því að hann væri að
heiðra hann núna væri að búið væri
að finna Eyvindargötu, sem Fjalla-
Eyvindur og Halla voru látin vísa á
7. ágúst 1772. Halldór færði Jóni
hálsmen sem á er teiknað lífshlaup
Jóns en aftan á eru letraðar þakkir
frá Halldóri fyrir starf hans í þágu
gönguleiða á hálendinu.
Halldór sagði að Eyvindur og
Halla hefðu verið handsömuð við
Hreysi og látin vísa veginn norður í
land og sú leið væri nefnd Eyvind-
argata. í mörg ár hafa menn legið
yfir kortum og leitað uppi á heiðum
að þessari Eyvindargötu og nú er
hún sem sagt fundin og búið að
merkja hana inn á kort. „Jón lagði
mikið af mörkum við uppgötvun
fomra gönguleiða og leit að vörðum
á hálendinu og því fannst mér tilval-
ið að heiðra hann nú þegar 227 ár
eru liðin frá því að Eyvindur og
Halla gengu Eyvindai-götu,“ sagði
Halldór.
Verkmenntaskólinn
á Akureyri
ÖLDUNGADEILD 0G MEISTARASKÓLI
Innritun til náms á haustönn 1999 verður dagana 16., 17. og 18.
ágúst. Innritun er á skrifstofu skólans á Eyrarlandsholti kl. 8.15 til
kl. 15.00. Opið er í hádeginu.
Öldungadeildin býður upp á fjölda áfanga í tungumálum, raun-
greinum, tölvufræði, viðskiptagreinum o.fl. Nánari upplýsingar um
námsframboðið eru á heimasíðu VMA: http://vma.ismennt.is og i
síma461 1710 innritunardagana.
ATH! Nýjungar eru byrjunaráfangi í frönsku, upprifjunaráfangi í
dönsku og hagnýtir áfangar í fatasaumi og hollustufæði. Kynnið
ykkur framboðið.
Innritunargjald í öldungadeild er kr. 8.000 og greiðist við skrán-
ingu. Greiðsla fyrir hverja kennda stund í öldungadeild er kr.
2.300, en hámarksgreiðsla kr. 19.500.
Kennslustjóri öldungadeildar VMA.