Morgunblaðið - 14.08.1999, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 14.08.1999, Blaðsíða 42
42 LAUGARDAGUR 14. ÁGÚST 1999 f. MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ Ferguson segir frá SirAlex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United, sendi í vikunni frá sér sjálfsœvisögu sína þar sem hann kemur víba við; rifjar m.a. upp óvænt atvik á Laugardalsvelli í maí 1985 þremur vígstöðvum; urðu Eng- landsmeistarar, bikarmeistarar í Englandi og sigruðu einnig í Meistaradeild Evrópukeppninn- ar. En það var ekki bara í upphafi sem Ferguson fannst of lítið fé til reiðu á Old Trafford, bæði handa sér og tO leikmanna- kaupa. Hann þakkar það George Graham, núverandi knattspymu- stjóra Tottenhams sem á þessum tíma var við stjómvölinn hjá Ar- senal, að hann fékk loks launa- hækkun á sínum tíma en þegar Graham gaf honum nákvæmar uppiýsingar um samning sinn við Ársenal 1993 kom í ljós að Ferguson bar helmingi minna úr býtum hjá United. Þær upplýs- ingar urðu þó ekki til þess að hann fengi launahækkun strax og loks þegar hún varð að veru- leika var hann enn með minna en Graham. Ferguson segir líka launaþak, sem stjóm Manchest- er United hafí ákveðið á sínum tíma, koma í veg fyrir að hann geti keypt suma þá leikmenn sem hann hafi áhuga á. Island ber á góma í bók Fergusons. Hann var aðstoðar- þjálfari Jocks Stein þegar Island og Skotland léku saman í undan- riðli íyrir heimsmeistaramótið 1986, og rifjar upp leik þjóðanna á Laugardalsvelli í maí 1985 þar sem Skotar sigmðu 1:0. Fergu- son segir lið Island algjörlega hafa hakkað það skoska í sig, „en við stálum sigri með marki frá Jim Bett fjómm mínútum fyrir leikslok." Það hafi verið ánægju- legt vegna þess að Jim hafi áður leikið á Islandi og eiginkona hans væri íslensk. Ferguson nefnir einnig að Jim Leighton hafi varið vítaspymu í leiknum og þá minnist hann á ljótt atvik sem hafi átt sér stað á fyrstu mínútu leiksins, þegar Graeme Souness braut mjög illa á Sig- urði Jónssyni. Það var reyndar ekki á fýrstu mínútu leiksins heldur eftir tæpan hálftíma, en rétt er það hjá Ferguson að brotið var ljótt. „Hefði þetta átt sér stað síðar hefði rauða spjald- ið getað farið á loft í stað þess gula,“ segir hann. Síðan greinir Ferguson frá því að fljótlega eft- ir þessa grófu árás Souness hafi hann séð útundan sér hvar Is- lendingur sem hann kannaðist við hafi komið askvaðandi í átt að Jock Stein, landsliðsþjálfara Skota, þar sem hann sat á vara- mannabekknum, greinilega í því skyni að koma fram óbeinum hefndum fyrir athæfi Souness. „Þetta var forseti Akranes Foot- ball Club, sem ég þekkti frá leikjum félags hans og Aber- deen í Evrópukeppninni, og hann nálgaðist Stein í árásar- hug.“ Gunnari Sigurðssyni, hin- um kunna forystumanni af Akranesi, sem á þessum tíma var í stjórn KSÍ, var sem sagt ekki skemmt þegar hörkutólið Souness slasaði Skagamanninn unga. Og rann blóðið til skyld- unnar! Hvort sem mönnum líkar vel við United og Ferguson eða ekki svíkur þessi bók engan. Áhuga- mönnum um ensku knattspyrn- una er hún hvalreki. Skotinn Alex Ferguson, knattspymustj óri enska stórveldisins Manchester United, er einn þeirra manna sem margir dást að en margir elska líka að hata. Hann hefur náð frá- bærum árangri með lið United hin síðari ár, hundruðum þús- unda stuðningsmanna þess til óblandinnar ánægju - en öðrum, þeim mörgu sem fylgja öðrum félögum að málum til hrellingar. Ferguson, sem aðlaður var af Bretadrottningu fyrir nokkrum vikum vegna VIÐHORF Eftir Skapta Hallgrímsson frammistöðu sinnar á knatt- spyrnusviðinu, sem þjálfari Aberdeen í Skotlandi og síðar United - og er því nú nefndur sir Alex - sendi frá sér sjálfsævi- sögu fyrr í þessari viku. Þar er mjög athyglisverð ritsmíð á ferð- inni og hefur vakið hefur gífur- lega athygli í Englandi. Hætta er á að æviminningar fólks verði einhvers konar hálf- kák, sérstaklega þegar það er enn að störfum, en Ferguson er ekki feiminn við að segja mein- ingu sína. Það kemur til dæmis á óvart hversu ómyrkur í máli hann er um Brian Kidd, sem var aðstoðarmaður hans allt þar til á síðasta vetri þegar hann gerðist knattspymustjóri Blackbum Rovers og frásögn hans af 40.000 punda „gjöf' frá rússneskum umboðsmanni Andreis Kanchelkis fyrir nokkrum ámm þótti ekki síst fréttnæm í Bret- landi. Ferguson skilaði reyndar peningunum, en slíkar „mútur“ umboðsmanna til þjálfara - eins og Ferguson túlkar greinilega að þetta hafi átt að vera - komust í hámæli fyrir nokkmm áram. Ferguson lýsir því einnig í bókinni hve áfengisdrykkja leik- manna Manchester United var mikið vandamál þegar hann tók við stjórn liðsins árið 1986; segir félagið hreinlega hafa verið álíka mikinn skemmtiklúbb og knatt- spyrnufélag, og ástandið hafi verið með hreinum ólíkindum. Félagið hefur líklega lengi verið það fjársterkasta á Englandi og því kemur einnig nokkuð á óvart hve erfitt Fergu- son segir það hafa verið að eiga við Martin Edwards, stjómar- formann, þegar peningamál vom annars vegar. Þegar honum var boðið starfið á sínum tíma segir hann lægri laun hafa verið í boði en hann var með hjá Aberdeen og peningar til leikmannakaupa hefðu ekki fyrir fyrir hendi. Pen- ingar hafi því sannarlega ekki verið ástæða þess að hann fór til United! Maðurinn er hins vegar metnaðargjam og það var áskor- un sem hann gat ekki annað en tekið þegar honum bauðst að reyna að rétta þetta fræga félag úr kútnum - en það var þá í næst neðsta sæti ensku 1. deild- arinnar. Það tók Ferguson reyndar langan tíma að rétta skútuna við, en það tókst, og lið- ið hefur nú verið það lang sigur- sælasta í Englandi síðasta ára- tuginn. Punktinn yfir i-ið settu svo Ferguson og hans menn í vor þegar þeir fögnuðu sigri á SIGURÐUR NÍELSSON OG ÞÓRARINN NÍELSSON + Sigurður Níels- son fíeddist að Hrauntanga á Ox- arfjarðarheiði 5. október 1917. Hann lést á hjúkr- unarheimilinu Hlíð á Akureyri 5. ágúst síðastliðinn. Utför hans fer fram frá Skinnastaðar- kirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Jarð- sett verður í Snart- arstaðakirkju- garði. Þórarinn Níelsson fæddist að Hrauntanga á Öxarfjarðarheiði 21. ágúst 1915. Hann lést á „Sælir era hógværir því þeir munum jörðina erfa. Sælir era hjartahreinir, því þeir munu Guð sjá.“ (Mattheus 5.5 og 8.) Þetta era orð sem áttu vel við þá föðurbræður mína þá Sigurð og Þórarin, sem mig langar tii að minnast hér í örfáum orðum. Þeir Sigurður og Þórarinn vora afar samrýndir og bjuggu alla tíð saman. Ég var bam að aldri þegar ég fór í sveitina til ömmu og Níelsar og þeirra bræðra að Amarstöðum í Núpasveit, og minnist ég þess tíma með þökkum og hve lánsamur ég var að fá að kynnast sveitastörfun- um í þá daga. Sigurður var alltaf hægri hönd ömmu og aðstoðaði hana við hús- verkin þar sem hún var orðin heilsulítil. Hann var einstakt snyrti- menni og hafði gott lag á skepnum, man ég t.d. eftir því að þegar hann var að mjólka geitumar gat hann látið þær standa í röð og mjólkaði þær svo einsamall hverja af annarri, en það gat enginn annar á bænum. Á morgnana var notalegt að vakna hjúkrunarheimilinu Hlíð á Akur- eyri 4. janúar síðastliðinn. Útför hans fór fram frá Snartarstaða- við söng frá Sigurði þegar hann var að skilja eða strokka niðri í búri, en hann hafði góða söngrödd og söng gjaman við vinnu sína þegar hann var einn. Þeir bræður Sigurður og Þórarinn vora að mörgu leyti ólíkir þótt samrýmdir væra. Þórarinn var mikill verkmaður og vildi láta hlut- ina ganga hratt fyrir sig og stjóm- aði hann öllum útiverkum. Hann var mikill búmaður og fylgdist vel með öllum nýjungum í landbúnaði. Þórarinn hafði líka mikla ánægju af hestum og fannst honum þá gaman að glíma við baldna fola og ótemjur. Árin liðu og þeir bræður fluttust til Akureyrar þar sem þeir stunduðu vinnu við landbúnaðarstörf fyrstu árin og síðan unnu þeir hjá iðnaðar- deild KEA. Á Akureyri tók Þórar- inn að sér að slá garða með orfi og ljá fyrir fólk og var hann eftirsóttur við það. Þeir bræður höfðu yndi af ferða- lögum og gáfust þeim fleiri tækifæri til ferðalaga eftir að til Akureyrar kom. Þeir bjuggu síðustu árin í Oddagötu 5, og var þar alltaf vel kirkju 9. janúar sfðastliðinn. Foreldrar Sigurðar og Þór- arins voru Halldóra Halldórs- dóttir og Níels Sigurgeirsson, þrjú hálfsystkini áttu þeir, en þau hétu Björg, Guðrún og Friðjón Jónsbörn. Þeir ólust upp í Hrauntanga á Öxarfjarð- arheiði, en þar bjuggu þeir með foreldrum sínum til ársins 1943, en þá fluttust þau að Arnarstöðum í Núpasveit, þar sem þeir bræður stunduðu bú- skap með foreldrum sfnum og sáu um póstferðir í rúm 20 ár. Úr Núpasveitinni fluttust þeir til Akureyrar þar sem þeir störfuðu við búskap og síðar hjá iðnaðardeild KEA síðustú árin. tekið á móti okkur hjónum og fjöl- skyldu okkar. Það var gott samfélag í því húsi, Bjöm Þórðarson sem lést árið 1998 bjó á efri hæðinni og karl- amir okkar eins og við sögðum oft, vora á neðri hæðinni. Á hverjum degi kom Helgi Sigurjónsson við hjá þeim, og heilsaði upp á þá og að- stoðaði ef með þurfti, og viljum við hjónin þakka þá umhyggju sérstak- lega. Þegar heUsu þeirra tók að hraka fluttust þeir að hjúkranar- heimUinu Hlíð, þar sem þeir nutu frábærrar umönnunar starfsfólks- ins og skal það þakkað hér. Eftir að þeir fluttust að Hlíð var ævinlega spurt um það sama þegar ég hringdi norður: Æ, hvenær kem- ur þú næst norður, Jón minn, það er nú langt síðan við höfum farið í „túr“, en við hjónin fóram alltaf með þá í bUtúr og fannst þeim það mikU upplyfting. En kæru frændur, Sigurður og Þórarinn, nú erað þið farnir í „túrinn“ langa, hafið þökk fyrir elsku ykkar, minningin lifir. Jón Friðjónsson og fjölskylda í Mosfellsbæ. + Jón Gíslason fæddist á Veðramótum í Fljótum 9. febrúar 1924. Foreldrar hans voru hjónin Gísli Jónsson og Kristrún Gísladóttir og var hann yngst- ur fimm barna þeirra. Systkini hans voru Sigríður, Óskar, Vilborg og Hólmfríður og eru þau Sigríður og Óskar á lífi. Föður sinn missti Jón er hann var aðeins tíu ára gamall, en móðir hans lést 1975, þá 95 ára gömul. _ Foreldrar Jóns fluttust til Ólafsíjarðar er Jón var eins árs og ólst hann þar upp til fullorð- insára. Hann fór ungur að vinna og um fermingu fór hann á sjó með Jóni Sigurpálssyni á Agli. Fimmtán ára gamall fór hann suður á vertíð og til sjós á ýmsum skipum, en lengst á Helga Helgasyni með Ármanni Ármannssyni, þeim mikia afla- manni. Árið 1947 fluttist Jón til Siglufjarðar, því hann hafði Sólin hafði brotist gegnum þok- una og baðaði fjörðinn eins og hann verður fallegastur þegar Jón Gísla- son vinur minn skildi við þennan heim. Ég sá fyrir mér Gillu, Ástu og alla ástvini hans brosandi, taka á móti honum opnum örmum í himnaríki. Við Nonni urðum vinir þegar ég var svo lítil að ég man ekki eftir því og það sama átti að sjálfsögðu við um Gillu konu hans. kynnst stúlku þar, Gíslínu Önnu Ólafs- dóttur, og hófu þau búskap, fyrst á Hlíðarvegi 3 og síð- an Hlíðarvegi 7 og bjuggu þar alla tíð. Gíslína lést árið 1990. Jón og Gíslína eignuðust íjögur börn. Þau eru: 1) Gísli, sam- býliskona Jóna Hansdóttir. Áður var Gísli kvæntur Ingu Sjöfn Kristins- dóttur og átti með henni tvö börn. 2) Marsiha, gift Salmanni Krisljánssyni og eiga þau sex börn. 3) Ásta, iátin. 4) Kristrún, ógift og barnlaus. Barnabörnin eru níu. Eftir að Jón fluttist á Siglu- fjörð vann hann ýmis verka- mannastörf, gekk í sútarafélag Sigluljarðar um 1950 og vann þar við lestun og losun skipa þar til hann réð sig sem póst hjá Pósti og síma. Þar starfaði hann þar til hann lét af störfum 68 ára gamall. Útför Jóns fer fram frá Siglu- fjarðarkirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. Síðan komu mörg ár og margar stundir sem ég gleymi ekki og geymi í hjarta mínu. Þau hjónin tóku ástfóstri við mig þegar Ásta dóttir þeirra passaði mig og eftir að hún lést af slysför- um aðeins 18 ára gömul fékk ég að njóta þeirra áfram. Þau unnu bæði með foreldrum mínum á símstöð- inni og fyrir mig sem krakka var fólkið á stöðinni eins og ein stór fjölskylda sem ég tilheyrði. Ég eyddi ófáum stundum þar og flækt- ist mikið kringum Nonna og Gillu, mér leið alltaf vel hjá þeim. Þau vora við mig eins og þau ættu eitt- hvað í mér, góðmennskan og hlýjan í minn garð og áhugi þeirra á því sem ég var að gera hverju sinni. Eftir því sem ég varð eldri styrktust vináttubönd mín við þau hjón og eftir að ég fluttist suður til- heyrði það alltaf ferðum mínum heim að heimsækja þau. Það var sárt að sjá á eftir Gillu fyrir tæpum níu áram og fannst mér eins og eitthvað hefði dáið innra með Nonna þá. Nonni tók áfram á móti mér með sitt hlýja faðmlag og nær undantekningarlaust var hann með bók í hendi. Hann var fullur af fróð- leik, hafði sínar skoðanir á mörgu og áttum við skemmtilegar stundir saman. Nonna var umhugað um sína nánustu og talaði hann alltaf svo hlýlega um fjölskyldu sína og ást- vini sem munu án efa sakna hans sárt. Eftir að heilsunni fór að hraka hjá foreldrum mínum hringdi hann reglulega í þau til að vita hvernig gengi. Hann var trúmennskan upp- máluð, alltaf svo elskulegur. Þannig þekkti ég hann. Ég þakka Guði fyr- ir að hafa átt Nonna og Gillu að í lífinu. í sorginni græt ég af gleði því ég trúi því að nú séu þau saman á ný. Ég kveð þig að sinni, elsku vinur. Þln Guðbjörg. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disk- lingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin Word og Wordperfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í bréfasíma 669 1116, eða á netfang þess (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðal- línubil og hæfilega línulengd - eða 2.200 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnar- nöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.