Morgunblaðið - 14.08.1999, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 14.08.1999, Blaðsíða 44
/44 LAUGARDAGUR 14. ÁGÚST 1999 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ PÉTUR DAVÍÐ PÉTURSSON + Pétur Davíð Pétursson fæddist á Húsavík 28. júlí 1990. Hann lést á heimili sínu 9. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hans eru Anna Soffía Hall- dórsdóttir og Pétur Guðni Pétursson. Eftirlifandi bróðir hans er Brynjar Friðrik Pétursson, fæddur 2. janúar 1995. Útför Péturs Davíðs fer fram frá Húsavíkurkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 11. Láttu nú ljósið þitt, loga við rúmið mitt, hafðu þar sess og sæti signaður Jesús mæti. (Höf. ók) Elsku drengurinn okkar. Nú er þjáningum þínum lokið og við vitum að þú ert kominn á góðan og bjart- an stað. Þú kvaddir okkur með bros á vör eins og þú varst alltaf vanur að gera. Þú varst lengi búinn að vera veikur, með sjúkdóm sem því miður var ekki hægt að lækna. En þú veist að allt var gert sem hægt var. Aldrei kvartaðir þú og fórst í gegnum þetta stríð með miklum hetjuskap. Það ætlum við að muna og taka þig til fyrirmyndar og reyna allt sem við getum til að vera eins dugleg og þú. Til virðingar við þig gerum við það. Missirinn er mikill og söknuður- inn sár en minning þín lifír í hjört- um okkar um ókomna tíð. Allir munu minnast þín og gleyma þér aldrei. Það er ekki hægt að gleyma svo góðum dreng. Við vitum að þú fylgist með okkur. Þú kenndir mörgum margt og hefur skilið eftir þig miklar og góðar minningar. Þú lifir í hjörtum okkar, elsku vinur. Megi góður Guð varðveita þig. Eg fel í forsjá þína, Guð faðir, sálu mína, því nú er komin nótt. Um ljósið lát mig dreyma og ljúfa engla geyma öll börnin þín svo blundi rótt. (M.Joch.) Mamma og pabbi. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum.) Þú verður alltaf sterk- ur í minningunni elsku vinur. Megi góður Guð styrkja foreldra þína og bróður. Hvíl í friði. Amma og afi á Húsavík. Mig langar í fáum orðum að kveðja litla systurson minn sem er búinn að berjast við ill- vígan sjúkdóm í eitt og hálft ár. Það er óskilj- anlegt hvemig hægt er að leggja slíka byrði á svona lítinn dreng. Mig hefði aldrei órað fyrir því er ég var viðstödd fæðingu þína, sem var alveg einstök stund, að ég ætti eftir að kveðja þig en þú ekki mig. Allan þennan tíma sem þú barðist við sjúkdóminn varst þú alltaf svo duglegur og vilji þinn til að lifa var mikill. Enda voru foreldrar þínir duglegir að standa að baki þér. Það mættu margir taka ykkur til fyrir- myndar. Mér er sérstaklega minnis- stætt er þú heimsóttir okkur hingað til Akureyrar í júlí sl. Ég var svolít- ið kvíðin að taka þig því þá varst þú aftur orðinn veikur. Þessir tveir dagar sem þú dvaldir hjá okkur eru mér ómetanlegir og í dag er ég svo þakklát fyrir að hafa átt þessa daga með þér. Sérstaklega minnist ég þess er við kúrðum saman uppi í sófa og höfðum „kósí“-kvöld. Svona eins og þú kallaðir það. Það er skrítið að hugsa til þess að þú eigir aldrei eftir að koma hlaup- andi til okkar þegar við komum í Urðargerði. Hvar sem þú varst að leika þér sástu þér alltaf fært að koma og faðma okkur að þér. Faðmlag þitt var alltaf svo einlægt. Mikið á ég eftir að sakna þín. Það eru orð að sönnu að þeir deyja ungir sem guðirnir elska. Ég er viss um að þín bíður annað og meira hlutverk annars staðar en hér og það eigum við eftir að skilja síðar. Elsku systir mín, Anna Soffía, Pétur Guðni, Brynjar Friðrik, mamma og pabbi, ég veit að missir ykkar er mikill og megi góður Guð styrkja ykkur í þessari miklu sorg. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem.) Kveðja. Þín frænka, Elsku stóri bróðir minn. Nú ert þú farinn til Guðs og þú passar mig alltaf. Ég er sorgmæddur en ég ætla að passa vel allt sem þú áttir. Ég ætla alltaf að muna þig og mamma og pabbi hjálpa mér við það. Við tölum alltaf um þig og rifjum upp allar stundirnar okkar. Nú á ég fallegt kerti sem ég ætla að kveikja á fyrir ^ig- Þú verður alltaf stóri bróðir minn. Guð geymi þig. Brynjar Friðrik. Elsku vinurinn okkar. Nú ert þú ekki lengur hér á meðal okkar nema sterkur í huganum og öllum góðum minningum. Þú ólst hér upp í sama húsi hjá ömmu og afa og komst mörgum sinnum og veittir okkur mikinn og góðan félagsskap. Afí , kenndi þér að hnýta flugur og ítomst þú oft inn til afa tO að dunda við það og hlusta á sögur. Þú vOdir alltaf gera allt fyrir okkur og var sambandið mjög sterkt. Þú varst og ert drengurinn okkar. Við eigum mikið í þér. Það var gaman er við bökuðum saman kleinumar og fórum í veiði- ..ííerðir og töluðum um lífíð og tilver- una. Megi góður Guð varðveita þig. Ester. Með þessu fáu orðum vil ég minn- ast litla frænda míns sem lést á heimOi sínu níunda ágúst síðastlið- inn. Elsku Pétur Davíð, við áttum svo góðar stundir þegar ég kom til Húsavíkur í júní með Daníel Emi. Þá varst þú svo hress og kátur og allir voru svo bjartsýnir á að þú kæmist yfir veikindi þín. Daníel kom með stóran veiðiháf með sér og það átti að veiða mörg sfli í Botns- vatni með Brynjari Friðriki, mömmu þinni-og mér. Okkur tókst að veiða þrjú síli, eitt fyrir hvem strák. Ég veit að síðasta kvöldið okkar á Húsavík í sumar mun ég alltaf eiga í minningunni. Þá var sko trallað og sungið og þú varst aðal- fjörkálfurinn. Þið strákarnir klædd- uð ykkur í allavega fót og það var dansað af miklu fjöri eftir uppá- haldslaginu þínu. Elsku frændi, ég gæti talið upp margar minningar sem ég á um þig og þær ætla ég alltaf að eiga með mér. Pétur Davíð minn, þér hefur verið ætlað stærra hlutverk þar sem þú ert nú. Því vil ég trúa. Álltaf er einhver tilgangur með þessu öllu, þótt erfitt sé að skilja hann nú. Þú átt eftir að brosa þínu fallega brosi tO okkar allra er við hittumst aftur. Legg ég nú bæði líf og önd ljúfí Jesús, í þína hönd, síðast þegar ég sofna fer sitji Guðs englar yfir mér. (H. Pétursson) Elsku Anna Soffía, Pétur Guðni, Brynjar Friðrik, mamma og pabbi. Ég votta ykkur alla mína samúð og bið algóðan Guð að vemda Pétur Davíð og aðra aðstandendur. Þín frænka Jónasína (Ina). Lífið er gáta sem fáir fá leyst viðverðumaðjáta að margt getur breyst. (P.Þ.) Elsku frændi og vinur, um leið og við óskum þér góðrar ferðar, þang- að sem við öll förum að lokum, þökkum við þér þær samverustund- ir sem við áttum saman. Við vitum að þú ert kominn á góðan stað þar sem dugnaður þinn og kraftur kemur til með að blómstra áfram. Kraftur þinn og barátta er búinn að vera lærdómur fyrir okkur öll og minningamar um þig verða aldrei teknar frá okkur. Þú hefur með hetjuskap þínum kennt okkur að dagleg vandamál em bara hjóm. Okkar góðu stundir með þér gleymast aldrei, í þessari jarðvist nutum við nærvera þinnar, en sönn- um hetjum er ætlað annað og betra hlutverk annars staðar. Þú farinn ert vinur í framandi heim hvað sem á dynur þúkominnertheim. (P.Þ.) Um leið og við þökkum þér, elsku vinur, fyrir allt, biðjum við algóðan Guð að senda foreldram þínum, litla bróður, Möttu ömmu og Dadda afa, sem aldrei hafa vikið frá þér í veik- indum þínum, ljós, frið og kærleika. Við kveðjum þig, elsku Pétur Da- víð með smástefí eftir sameiginleg- an vin okkar. Vita skaltu vinur minn fyrir ofan himininn er einn sem ofar öllu er sásemgafþérþosið (B.M.) Guð blessi þig. Ólafía, Páll Þór og börn. Okkur langar að minnast Péturs Davíðs með örfáum orðum þótt auð- velt væri að skrfl'a heila bók um yndislegan dreng, sem var hvers manns hugljúfi, hvar sem hann var og hvert sem hann fór. Eftir að Pét- ur Davíð veiktist þurfti hann að koma til Reykjavíkur reglubundið og þá fengum við að kynnast honum enn betur þar sem þau fjölskyldan vora tíðir gestir á Vesturberginu. Það sýndi sig í þessum heimsóknum hve tengslin era sterk þrátt fyrir langar vegalengdir á milli Reykja- víkur og Húsavíkur. Alltaf skyldi Pétur Davíð hoppa fagnandi upp í fangið á hverjum sem fyrir varð. Svo hjartgóður og elskulegur var sá rauðhærði. Hún gleymist seint sú minning þar sem hann lá á letidýn- unni niðri í sjónvarpsholi og kallaði á Viktor Davíð: „Komdu frændi og leggstu héma hjá mér!“ Svo setti hann bara snakk á nefið á sér, fliss- aði og lét taka mynd af sér með frænda. Spaugið var aldrei langt undan, enda sást Pétur Davíð sjald- an í einhverri fýlu, þrátt fyrir veik- indin. Alltaf kátur. Alltaf glaður. Þetta litla dæmi er bara eitt af mörgum og lýsandi fyrir hið góða innræti sem Guð gaf honum. Sérstakt samband átti Pétur Da- víð við Addú og Brósa. Það er margs að minnast en gaman er að minnast allra bréfaskriftanna sem gengu á milli, en Pétur Davíð var ötull við að skrifa frænku sinni í Reykjavík. Líklega hefur hann ekki síður verið duglegur við að skrifa fleiram í fjölskyldunni þar sem hann var ákaflega frændrækinn. Og aldrei skyldi Pétur Davíð skilja við neinn nema gefa eitthvað af sér tfl- baka og sanna það hin ýmsu lista- verk, sem eftir hann liggja hjá okk- ur. Og ef ekki með veraldlegum hlutum þá með sínu einstaka brosi og góða hjarta. Pétur Davíð var einnig dugnaðar- forkur og þegar Brósi og Addú vora að fá hárgreiðsluvörar í kössum nið- ur á stofu, þá tók Pétur Davíð ekki annað í mál en að fá að hjálpa við að bera kassana upp á aðra hæð. Það er erfitt fyrir okkur að skflja hvers vegna ungur og elskulegur drengur er tekinn á unga aldri tfl himnaríkis. En það er víst satt sem að máltækið segir: „Þeir deyja ungir sem guðim- ir elska.“ Og það á svo sannarlega við um Pétur Davíð. Elsku Pétur Davíð okkar. Megi góður guð geyma þig um alla eilífð. Oss héðan klukkur kalla, svo kallar Guð oss alla til sín úr heimi hér, þá söfnuð hans vér sjáum og saman vera fáum í húsi því, sem eilíft er. (V. Briem) Elsku Anna Soffía, Pétur, Brynj- ar Friðrik, amma og afi. Missir ykk- ar er mikfll. Innilegustu samúðar- kveðjur frá fjölskyldunum á Vestur- bergi og í Kambaseli. Megi guð gefa ykkur styrk og þrótt í ykkar miklu sorg. Arnþrúður (Addú), Sigurður Grétar (Brósi), Viktor Davíð og Hildur. Við ætlum að kveðja þig, kæri vinur, að sinni með þessum línum, en þó ætlum við aldrei að kveðja þig alveg því þú verður ætíð hjá okkur í huga og hjarta. Þegar Pétur og fjölskylda hans fluttu í nágrenni okkar urðu þátta- skiH lífí dóttur okkar litlu, Sólveig- ar Ásu, hún var aðeins tveggja ára og hann þriggja, en þau bundust órjúfanlegum vináttuböndum og oft á dag var trítlað smáum fótum yfir götuna sem skildi á mflli heimil- anna. Pétur var eitt af þessum undur- ljúfu börnum sem með glaðværð sinni og góðvfld hreif alla með sér sem kynntust honum. Vinimir tveir, Pétur og Sólveig, áttu svo margt sameiginlegt, bæði voru þau glað- lynd og svolítið stríðin. Bæði höfðu gaman af að vera fín og í fallegum fötum og báðum fannst lífið svo ósköp skemmtilegt. Þú ætlaðir að verða tengdasonur okkar, þið Sólveig ætluðuð að verða hjón þegar þið yrðuð stór og þú ætl- aðir að taka við rekstrinum á skip- unum okkar. Þú hafðir sérstakan áhuga á gamla varðskipinu þar sem pabbi þinn byrjaði sinn sjómanns- feril 15 ára. En svo dró ský fyrir sólu, þú veiktist og við munum aldrei gleyma þeim degi þegar við fengum að vita að bragðið gæti til beggja vona um bata. Þetta var erfiður tími og við tóku margar vikur í erfiðri lyfja- og geislameðferð, en þú barð- ist hetjulega og foreldrar þínir og fjölskylda stóðu þétt saman og gerðu allt sem í þeirra valdi stóð tfl að hjálpa tO. Svo komu góðu fréttirnar. Þú komst heim á góðum batavegi, svo að bjartsýni og gleði ríkti hjá öllum. Mikil var gleðin hjá dóttur okkar litlu, hún gladdist yfir að fá vin sinn heim. En þetta reyndist aðeins stund mflli striða, eftir gott tímabfl tóku veikindin sig upp á ný og nú varð ekki aftur snúið. Hetjulegri baráttu þinni lauk með ósigri, en við munum alltaf minnast þess hversu duglegur og sterkur þú varst í veikindunum. Það var alveg sama hversu veikur þú varst þegar þú komst yfir götuna til að leika við Sólveigu og við spurðum: „Hvað segirðu, Pétur minn?“ svaraðir þú alltaf: ,A0t gott,“ með bros á vör. Við munum stundirnar sem þið Sólveig vorað hérna heima að spfla tónlist. Það þótti ykkur báðum mjög skemmtilegt og við munum sérstak- lega vel eftir því þegar þið hlustuð- uð á nýjan disk með uppáhalds- söngvaranum ykkar, Bubba Morthens. Skyldi það vera tilviljun að diskurinn heitir Trúir þú á engla? Við sendum okkar innflegustu samúðarkveðjur til foreldra þinna, bróður þíns og afa og ömmu með Ijóði af þessum diski, ljóðið heitir Börn Guðs. Sum börn sem gestir koma sólríkan dag um vor og brosið þeirra bjarta býr til lítil spor í hjörtum sem hljóðlaust fela sinn harm og djúpu sár við sorginni er bænin svarið og silfurlituð tár. Það er svo erfitt að skilja með okkar veiku vörn og enga fró að finna þegar fara lítil böm. Börn guðs sem gestir koma gleymum aldrei því í minningunni brosið bjarta býr hjarta okkar í það gull við geyma skulum og allt sem okkur er kært við vitum þegar birtu bregður böm guðs þá sofa vært. Við munum ætíð minnast þín, elsku Pétur, og þegar sólin sendir geisla sína í gegnum skýin sjáum við blikið í björtu augunum þínum og brosið þitt hlýja. Það er gott að muna. Amar, Ásdís, Svava Hlm og Sólveig Ása. Elsku lítill drengur öllum líst á hann. Komið bara og horfið þið á þennan litla mann. Líti mamma í augun, svo yndis blá og skær, þá finnst henni að himinninn hljóður færist nær. (Þýð. Friðrik A Friðriksson) Pétur Davíð, elsku vinur og frændi, nú hefur þú kvatt þetta jarðneska líf. Við sitjum hljóð hér í rökkrinu, söknuðurinn er sár, en allt hefur sinn tflgang, það er trú okkar og vissa. Minningin er okkur mikils virði, þú átt stórt rúm í hjarta okkar. Návist þín var svo sérstök; einlægni, kurteisi og dugn- aður vora þín einkunnarorð. Þú varst einstaklega blíður drengur og hafðir mjög ríka réttlætiskennd. Að sjá þig koma trítlandi yfir götuna, hringja dyrabjöllunni, bara einu sinni og beiðst síðan eftir að einhver opnaði. Og alltaf sama setningin - hún var svo fallega sögð: „Er Erling heima?“ Háttvísi og kurteisi vora í þvflíku fyrirrúmi að einstakt var. Pétur minn, þannig vai- öll þín fram- ganga, þú varst leiðtogi á þína vísu og til mikfllar eftirbreytni fyrir leik- félagana. Fregn um sjúkdóm þinn kom sem reiðarslag, en þú varst svo dugleg- ur, hetjan Pétur Davíð lét ekki bug- ast. Pétur minn, við vitum að þú umvefur og vakir yfir okkur, ert á meðal fjölskyldu þinnar og í leik- hópnum, þótt ekki sé með sama hætti og áður. Elsku Anna Soffía, Pétur Guðni, Brynjar Friðrik, Matta og Daddi, það hefur verið aðdáunarvert að fylgjast með báráttu ykkar í veik- indum Péturs Davíðs. Elsku vinir, minningin geymir svo ljúfan og góð- an dreng. InnOegustu samúðar- kveðjur til ykkar allra og megi góð- ur guð styrkja ykkur. Þorgrímur, Dagmar (Dammý), Aðalgeir og Erling. Kæri frændi, það varð mikið reið- arslag þegar við fréttum það fyrir einu og hálfu ári að þú værir með illkynja sjúkdóm og að þú þyrftir að fara í stóra aðgerð. Þetta var eitt- hvað sem við gerðum okkur ekki grein fyrir að gæti hent svo hraust- an og lífsglaðan dreng sem þig. En hugur þinn var svo jákvæður gagn- vart þessu öllu, þó að þú værir að- eins átta ára gamall, að við fjöl- skyldan gátum ekki annað en hrifist af þér fyrir dugnað og seiglu. Alltaf varstu brosandi og gerðir að gamni þínu. En í aðgerðina fórstu og tókst hún vel. Það hýrnaði yfír öllum og sáum við það að allt yrði nú gott og Eyjaferðirnar yi-ðu fleiri og fleiri hjá þér, litla bróður þínum og for-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.