Morgunblaðið - 14.08.1999, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 14.08.1999, Blaðsíða 4
4 LAUGARDAGUR 14. ÁGÚST 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Fyrirtæki Islenskrar miðlunar og Stöðvarfjarðarhrepps svarþjónustu Islandssíma Morgunblaðið/Ásdís ÍSLENSK miðlun og Íslandssími skrifuðu undir samstarfssamning á Stöðvarfirði í gær. Frá vinstri: Jósef Auðunn Friðriksson, Fritz Már Jörgensen hjá Tæknivali, Eyþór Arnalds, framkvæmdastjóri Islands- síma, Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra, Karolína Hróðmarsdóttir, annar eigenda íslenskrar miðlunar, og Svavar Kristinsson, fram- kvæmdastjóri Islenskrar miðlunar. Sinnir fyrir NÝTT íyrirtæki á sviði samskipta og upplýsingatækni hóf starfsemi á Stöðvarfirði í gær, en með því skap- ast 13 ný störf í sveitarfélaginu. Þetta var tilkynnt á blaðamanna- fundi, sem haldinn var á Stöðvarfirði í tilefni dagsins. Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra ræsti fyrirtækið formlega með fjarfundasamtali við Árna Sigfússon, framkvæmdastjóra Tæknivals. Hið nýja fyrirtæki, sem er í eigu íslenskrar miðlunar og Stöðvarfjarð- arhrepps, mun m.a. annast svarþjón- ustu fyrir Islandssíma, en á blaða- mannafundinum var einnig kynntur samstarfssamningur Islenskrar miðlunar og Islandssíma. Jósef Auðunn Friðriksson, sveitar- stjóri á Stöðvarfirði, sagði að íbúarn- ir, um 300, væru í skýjunum yfir til- komu nýja fyrirtækisins. „Með til- komu þessa nýja fyrirtækis er í raun verið að breyta atvinnuháttum sveit- arfélagsins, áður voru hér aðeins fisk- urinn og kaupfélagið," sagði Jósef. Fyrirtækið er staðsett í einbýlis- húsi í bænum, sem innréttað hefur verið sem skrifstofuhúsnæði. Aðal- heiður Birgisdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri, en hún hefur hingað til verið búsett í Reykjavík en á ættir að rekja til Stöðvarfjarðar. Hún sagði að vel hefði gengið að ráða í þessi 13 störf og að færri hefðu komist að en vildu, en fyrir- tækið hefur starfsemi af fullum krafti á mánudaginn. Hún sagði starfsfólkið hafa mjög mismunandi bakgrunn, sumir kæmu úr frystihús- inu en aðrir úr bankanum eða kaup- félaginu. Tæknival hf. sér um tæknilegu hliðina, en settur hefur verið upp fullkominn tölvu- og víðnetsbúnaður á Stöðvarfirði. Víðnetslausnin sem Tæknival hannaði byggist m.a. á því að unnt er að tengja saman tvo eða fleiri vinnustaði og láta þá starfa saman óháð fjarlægðum. Fritz Már Jörgensen hjá Tækni- vali, sagði að fyrirtækið hefði gert samning við Islenska miðlun í maí og kvaðst hann búast við því að sam- starfið myndi skapa um 100 ný störf úti á landsbyggðinni á þessu ári. Fyrirtækið íslensk miðlun, sem starfar á sviði fjarvinnslu og hefur aðalstöðvar í Reykjavík, er nú með útibú á tveimur stöðum á lands- byggðinni því auk Stöðvarfjarðar er einnig útibú á Raufarhöfn, þar sem 13 manns vinna. Fyrirhugað er að koma á fót fleiri útibúum á lands- byggðinni og hinn 27. ágúst verður hið þriðja ræst á Suðureyri við Súg- andafjörð. Svavar Kristinsson, fram- kvæmdastjóri IslenskTar miðlunar, sagði að í upphafi væru útibúin smá en að vonast væri til að þau gætu stækkað og dafnað. Hann sagði að mikinn mannauð væri að finna úti á landsbyggðinni sem og stöðugra vinnuafl, og ætlunin væri að skapa þar mikinn fjölda nýrra starfa á sviði margvíslegrar upplýsingamiðlunar og færa þannig aukna þekkingu út í byggðarlögin. Opnar augu manna Halldór Ásgrímsson óskaði Aust- firðingum og Islendingum öllum til hamingju með áfangann. „Þetta opn- ar augu manna fyrir því hvað hægt er að gera á þessu sviði,“ sagði Hall- dór. „Hingað til hafa menn talað um að hið opinbera gæti bara haft áhrif á byggðaþróunina, en þetta sýnir að það er ekki rétt.“ Halldór sagði að sú stefna fyrirtækjanna að ætla að skapa 100 ný störf í samskipta- og upplýsingageiranum úti á lands- byggðinni á þessu ári sýndi að ís- lendingar stæðu frammi fyrir nýjum heimi og nýrri hugsun og að áfram- haldandi þróun í tæknimálum væri miklu mikilvægari en t.d. framtíð kvótakerfisins. Hann sagði mikil- vægt að stjórnmálamenn áttuðu sig á þessu og hversu mikilvægt það væri að allir stæðu jafnir gagnvart tækninýjungum. Að lokum vitnaði Halldór í Bill Gates, einn frægasta tölvusérfræðing allra tíma: „Besta leiðin til að hafa áhrif á framtíðina er að finna hana ugp.“ Samningur Islenskrar miðlunar og Íslandssíma er gagnkvæmur starfssamningur, sem felur m.a. í sér að íslensk miðlun tekur að sér alla svarþjónustu og rekstur þjónustu- vers fyrir Íslandssíma, sem mun aft- ur annast síma- og fjarskiptaþjón- ustu fyrir Islenska miðlun. Eyþór Amalds, framkvæmdastjóri Islands- síma, sagði að samningurinn hefði ekki verið metinn í krónutölum en að um víðtækan samning væri að ræða og að á döfinni væri að fara í enn frekara samstarf með íslenskri miðl- un. Hann sagði að ef Íslandssími hefði tekið þá ákvörðun að sjá sjálfur um þjónustuverið hefði það þýtt um 30 til 100 ný störf í Reykjavík. Eyþór sagði þetta vera þriðja stóra samninginn sem fyrirtækið hefði gert á þessu ári, en fyrr hafði það samið við Ericsson og Orkuveitu Reykjavíkur. Hann kvað samninginn nú vera í fullkomnum takti við stefnu fyrirtækisins. „ hlutverk okkar er að tengja síma, ekki svara í síma, því flytjum við þann þátt út á land og látum aðra sjá um hann,“ sagði Ey- þór. Hann sagði enn fremur að þessi dagur væri ekki aðeins stór í sögu Stöðvarfjarðar, heldur atvinnuþró- unar á íslandi. Andlát Meðalgengi í viðskiptum Orca SA með hlutabréf í FBA var 2,8 EÐVARÐ SIGURGEIRSSON EÐVARÐ Sigurgeirs- son, ljósmyndari á Akureyri, lést á heimili sínu 12. ágúst síðastlið- inn á nítugasta og öðru aldursári. Hann fæddist á Akureyri 22. október árið 1907. Foreldrar hans voru Júlíana Frið- rika Tómasdóttir og Sigurgeir Jónsson, org- anisti og söngstjóri, bæði ættuð úr Bárðar- dal. Eðvarð vann ungur við almenna byggingar- vinnu og múrverk, en lærði síðan ljósmyndun og rak eigin ljósmynda- stofu á Akureyri í um fimmtíu ár og er einn þekktasti ljósmyndari lands- ins. Eðvarð var einn af brautryðjend- um í íslenskri kvikmyndagerð og liggur eftir hann ómetanlegt safn kvikmynda. Heimildarkvikmynd um björgun áhafnar Geysis á Vatnajökli er líklega þekktust mynda hans ásamt með kvikmyndinni Á hrein- dýraslóðum, en einnig eru í safni hans merkar myndir úr flugsögu Is- lands, heimildir um ýmsa menningar- og listviðburði, ásamt miklum fjölda af ferða- þáttum um óbyggðir landsins. Eðvarð varð snemma liðtækur íþróttamaður og keppti í frjálsum íþróttum og knatt- spyrnu og var einn af stofnendum KÁ ásamt því að teikna merki félagsins, sem enn er notað. Hann var heiðursfélagi KA, heiðurs- félagi Félags kvikmyndagerðar- manna, heiðursfélagi Ferðafélags Akureyrar og hlaut riddarakross hinnar íslensku fálkaorðu árið 1989. Eftirlifandi kona Eðvarðs er Marta Jónsdóttir og eignuðust þau saman börnin Egil og Elsu Friðriku. GÖNGUFERÐ MALLORCA Tvær haustferðir uppseldar Aukaferð 6. sept.-13. sept. Fararstjóri Steinunn Harðardóttir ÚRVAL'ÚTSÝN Sími 585 4000 Fjórir hópar fjárfesta eiga jafnan hlut í Orca Morgunblaðið/Arnaldur FRÁ blaðamannafundi Orca: Eyjólfur Sveinsson, stjórnarformaður, Jón Ásgeir Jóhannesson, Gestur Jónsson, lögmaður fólagsins, Þorsteinn Már Baldvinsson og Jón Ólafsson. JÓN Ólafssou, Þorsteinn Már Bald- vinsson, Jón Ásgeir Jóhannesson og Eyjólfur Sveinsson veita forystu fjórum hópum fjárfesta sem mynda eignarhaldsfélagið Orca SA í Lúx- emborg. Auk þess 22,1% hlutafjár í Fjárfestingarbanka atvinnulífsins, sem Orca keypti og var í eigu eignar- haldsfélags sparisjóðanna og Kaup- þings, Scandinavian Holdings SÁ, hefur Orca keypt aukinn hlut í FBA og á þar nú 28% hlut. Meðalgengi hlutabréfa í viðskiptunum var 2,8, að sögn Eyjólfs Sveinssonar, stjórnar- formanns Orca, og kaupverðið var um 5 milljarðar króna. Fyrrgreindir fjórir menn boðuðu til blaðamannafundar í gær þar sem þeir komu fram sem stofnendur Orca. Fram að því hafði ekki fengist stað- fest hverjir hefðu stofnað félagið um viðskiptin með fyrrgreind hlutabréf. Aldrei ætlunin að leynast Eyjólfur Sveinsson stjórnarfor- maður sagði að ástæða leyndarinnar um stofnendur félagsins hefði verið sú að stjórn Scandinavian Holdings SA hefði ekki fyrr en í fyrrakvöld staðfest viðskiptin. „Vegna mikillar umræðu í þjóðfé- laginu undanfarna viku vill stjórn Orca taka fram eftirfarandi: Það hef- ur aldrei af hálfu kaupenda þessara hlutabréfa verið ætlunin að halda leynd yfir því hverjir ættu hlut að máli. Staðreyndin er einfaldlega sú að kaupin voru ekki endanlega frá- gengin fyrr en með samþykkt stjórn- ar Scandinavian Holdings í gær. Kaupendur vildu ekki leggja nöfn sín við viðskipti fyrr en þau væru full- frágengin,“ segir í yfirlýsingu fjór- menninganna, sem afhent var á blaðamannafundinum. Hver hópur með fjórðungshlut Þar kom fram að fjórmenningarnir skipa stjórn Orca SA og er Eyjólfur Sveinsson stjórnarformaður. Hver fjórmenninganna leiðir sinn hóp fjár- festa, sem að baki þeim stendur, og fer hver hópur með fjórðungshlut. I varastjórn Orca sitja Gunnar Þór Ólafsson, Jóhannes Jónsson, Krist- ján Vilhelmsson og Sveinn R. Eyj- ólfsson og eru þeir allir hluthafar. Spennandi fyrirtæki Fjórmenningamir voru spurðir hvers vegna þeir hefðu ákveðið að festa kaup á hlut í FBA. „Fjárfest- ingarbanki atvinnulífsins er ákaflega spennandi fyrirtæki. Við höfum náð góðri stöðu og teljum að þar sé heil- mikið starf sem enn sé hægt að vinna,“ sagði Eyjólfur Sveinsson. „Menn telja að hér sé um álitlegan fjárfestingarkost að ræða. Hér er um raunverulega fjárfestingu að ræða og markmiðið er einfaldlega að hámarka hag bankans og allra hluthafanna." Eyjólfur sagði engin áform um að Orca myndi sækjast eftir auknum hlut í FBA við framhald einkavæð- ingar bankans. Aðspurður hvort þessir fjórir aðil- ar hefðu staðið saman að kaupunum frá upphafi eða hvort breyting hefði orðið á samsetningu hópsins eftir undirritun samninga við Scandinavi- an Holdings sagði Eyjólfur: „Þessi hópur náði mjög fljótt og vel saman. Við höfum ákveðið að ræða ekki ná- kvæmlega atburðarásina." Jón Ólafsson sagði að upphaf við- skiptanna mætti rekja til desember- mánaðar sl. þegar fulltrúi Kaupþings og Búnaðarbanka íslands hefði komið á fund sinn og boðið sér að kaupa hlut í FBA „Ég taldi mig ekki vera í stakk búinn til þess á þeim tíma en síðan hafa ýmsir hlutir gerst,“ sagði Jón. Um það hvers vegna ákveðið hefði verið að skrá eignarhaldsfélagið Orca í Lúxemborg sagði Jón Ólafsson að seljendur hlutafjárins hefðu verið skráðir í Lúxemborg. „Þá kom það af sjálfu sér að við skráðum okkar félag þar líka.“ Um það hvort skattaleg sjónarmið hefðu ráðið þar mestu sagði hann að málið hefði ekki verið skoðað frá þeim sjónarhóli. „Þeir sem áttu bréfin fyrir voru þar og þess vegna skráðum við okkur þar líka.“ Hluthafafundur fljótlega Eyjólfur Sveinsson sagði að Orca SA hefði engar hugmyndir um breytingar á yfirstjórn Fjárfesting- arbanka atvinnulífsins. „En að sjálf- sögðu mun þessi hópur eiga aðild að stjórn fyrirtækisins í samræmi við eignarhlutdeild sína,“ sagði hann. Fram kom að á næstunni yrði beðið um hluthafafund, sem halda ber eftir 1-2 vikur frá því að ósk berst þar að lútandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.