Morgunblaðið - 14.08.1999, Blaðsíða 24
24 LAUGARDAGUR 14. ÁGÚST 1999
MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
Hljóðfrátt
flygildi
ÍSRAELSKIR vísindamenn
hafa að undanförnu unnið að
smíði mannlausrar smáflugvél-
ar, sem á að geta flogið jafnt
yfír sem undir hljóðhraða. Var
hún reynd í fyrsta sinn í gær
og er ekki annað vitað en að
allt hafi gengið vel. Flygildi af
þessu tagi eru yfirleitt aðeins
notuð í einum tilgangi það er
hernaðarlegum.
Serbneska stjórnarandstaðan boðar mótmælafund gegn Milosevic
Vara við borgarastríði
hefjist umbætur ekki þegar
Belgrad. AP.
HOPUR óháðra sérfræðinga í Júgóslavíu lagði í gær fram áætlun um
hvernig best væri að bjarga landinu úr þeim ógöngum, sem það er nú í, og
koma Slobodan Milosevic Júgóslavíuforseta frá völdum eftir friðsamlegum
leiðum. Sögðu þeir bráðnauðsynlegt að hefja endurreisnarstarfið áður en
það yrði of seint og vöruðu ennfremur við hættunni á borgarastríði.
Reuters
„Þetta er lokatilraun til friðsam-
legrar úrlausnar,11 sagði Predrag
Markovic, meðlimur í svonefndu
Stöðugleikabandalagi, við frétta-
menn í Belgrad. Sagði hann að
bandalagið, sem samanstendur af
ýmsum hagfræðingum, lagasér-
fræðingum og rithöfundum, nyti
stuðnings flestra helstu stjómar-
andstöðuflokkanna í landinu, sem
og serbnesku rétttrúnaðarkirkjunn-
ar sem hefur umtalsverð áhrif með-
al íbúa landsins.
„Engin ein stjórnmálasamtök
hafa fram að þessu tryggt sér svo
öflugan stuðning,“ sagði Markovic.
Bandalagið kom fram á sjónarsvið-
ið fyrr í þessum mánuði og lagði þá
fram ályktun þar sem helstu
stjómmálaflokkar landsins vom
hvattir til að setja á laggirnar sér-
staka umbreytingastjóm sem hafa
myndi það verkefni að leggja drög
að efnahagsumbótum og koma á
samskiptum við umheiminn að
nýju.
Strax í næstu viku gæti reynt á
hversu mikið fylgi Stöðugleika-
bandalagið hefur en á fimmtudag er
ráðgerður mikill mótmælafundur
gegn Milosevie í höfuðborginni
Belgrad. Hugmyndin með mót-
mælaaðgerðunum, sem skipulagðar
em að undirlagi Stöðugleikabanda-
lagsins, er sú að sameina alla helstu
hópa stjórnarandstæðinga og full-
trúa rétttrúnaðarkirkjunnar, sem
einnig hafa farið fram á afsögn
Milosevics.
Obradovic hættir við
þátttöku í mótmælunum
En það er til marks um sundr-
ungina í Júgóslaviu að einn af leið-
togum stjórnarandstöðunnar hætti í
gær við að taka þátt í aðgerðunum.
Vuk Obradovic, leiðtogi jafnaðar-
manna sem aðild eiga að regnhlífar-
samtökunum Samtök um breyting-
ar, kvaðst ekki ætla að taka þátt í
mótmælunum því þau væra „skipu-
lögð með furðulegum hætti af jafn-
vel enn furðulegra fólki“. Fór
Obradovic fram á að fundinum yrði
aflýst.
Talsmenn Stöðugleikabanda-
lagsins sögðu hins vegar að öllu
skipti að fólk fjölmennti á mót-
mælafundinn, ella væru litlar líkur
á að takast myndi að koma breyt-
ingum á í landinu með friðsamleg-
um hætti.
Afhjúpim ástarævintýris repúblikanans Newt Gingrich væntanleg
Stúlkan miklu yngri
en Monica Lewinsky
SAMKVÆMT heimildum New
York Post undirbýr bandaríska
æsifréttablaðið Star frétt um sam-
band Newt Gingrich, fyrrum tals-
manns fulltrúadeildar Bandaríkja-
þings, við ungan starfsmann þings-
ins. Væri það vart í frásögur fær-
andi hefði Gingrich ekki verið einn
ötulasti baráttumaður lögsóknar-
innar gegn Bill Clinton vegna sam-
bands hans við Monicu Lewinsky.
Gingrich lét af störfum eftir kosn-
ingamar í fyrra þegar Repúblikana-
flokkurinn missti fimm sæti í full-
trúadeildinni. Kosningamar voru
Mannskæð flóð í
Bangladesh
Híbýli
hverfa und-
ir leðju
Chittagong, Reuters
ÁTJAN manns létu lífið og að
minnsta kosti hundrað særðust
í miklum flóðum í suðaustur-
hluta Bangladesh í gær. Flytja
þurfti um fimmtíu þúsund
manns af svæði umhverfís fljót-
ið Matanuhri þegar heimili
þeirra urðu undir aurskriðu.
Allt að hálf milljón manna varð
fyrir meiriháttar tjóni af völdum
flóðanna, en um fimmtíu þorp
lágu fjóra metra undir vatni
þegar ástandið var verst. Mesta
efnahagslega tjónið má þó ætla í
uppskerubresti, en um fimm
hundruð þúsund hektarar hrís-
grjónakra fóru undir aur og
vatn.
Veðurstofan í borginni Chitta-
gong mældi 295 millímetra úr-
komu á sólarhring sem er mesta
úrkoman til þessa á yfirstand-
andi monsún-tímabili. Regn-
tímabilinu lýkur ekki fyrr en í
október.
álitnar einskonar
könnun á áliti almenn-
ings á lögsókninni
gegn Bill Clinton
vegna meints ástar-
sambands hans við
Monicu Lewinsky.
Gingrich vann ötullega
að því að ákæran um
embættisbrot forset-
ans vegna ósiðsamlegs
háttemis í starfi færi
fyrir dómstóla.
Minnir á Hillary
Clinton
Heimildir New York
Post herma að Star
hafi óyggjandi sannanir fyrir ástar-
sambandi Gingrich, utan hjóna-
bands, við stúlku sem er allnokkru
yngri en Monica Lewinsky. Stúlk-
an er 23 ára, eða 33 árum yngri en
Gingrich, og vinnur sem lögfræð-
Newt Gingrich,
ingur hjá landbúnað-
ardeild fulltrúadeild-
arinnar. Hún er sögð
vera aðíaðandi
menntakona sem
minni helst á Hillary
Clinton forsetafrú.
Fyrmefnd heimild
segir sambandið hafa
byrjað fyrir um þrem-
ur ámm, sem skarast
við málsóknina gegn
forsetanum. Blaðið tel-
ur það einnig vísbend-
ingu að Gingrich sótti
um lögskilnað frá eig-
inkonu sinni fyrir um
mánuði. Hann gegnir
enn ábyrgðarstöðum fyrir flokkinn
og reynist ásakanirnar réttar er
hann kominn í sjálfsheldu sem
kæmi sér afar illa fyrir starfsferil
atvinnustjómmálamanns Repúbl-
ikanaflokksins.
Minni en
maurinn
ÞESSI maur sat fyrir hjá ljós-
myndara í Huddersfield-háskólan-
um í Englandi og það er örsmár
tölvukubbur, sem hann er með í
munnlimunum. Er það til marks
um hve langt vísindamenn við ör-
tæknideild skólans hafa náð á
sínu sviði.
Reuters
Ibrahim Rugova heitir sam-
vinnu við friðargæsluliðið
nn Vín AP Rnidors ™
Pristina, Vín. AP. Reuters.
IBRAHIM Rugova,
leiðtogi Lýðræðisflokks
Kosovo-Albana, hét í
gær samvinnu flokks
síns við Sameinuðu
þjóðimar og alþjóðlegt
friðargæslulið í Kosovo.
Hashim Thaqi, foringi
Frelsishers Kosovo,
sagði í gær að samtökin
hygðust stofna varnar-
lið í héraðinu.
Rugova, sem hefur
tvisar verið kjörinn for-
seti Kosovo í óformleg-
um kosningum, sagði
við fréttamenn í gær að
flokkur hans, LDK,
Ibrahim
yrði endurskipulagður frá granni og
myndi gegna lykilhlutverki við að
byggja upp lýðræðis-
legt þjóðfélag í
Kosovo. Sagðist hann
reiðubúinn að vinna
með leiðtoga Frelsis-
hers Kosovo (UCK),
Hashim Thaqi, en
UCK hefur lýst yfír
yfirráðum í héraðinu.
„Eg er Igörinn forseti
Kosovo,“ sagði Rugova.
„Og við munum öll
vinna náið saman, þar á
meðal Thaqi, og sem
slík munum við taka
þátt í stjóm alþjóðaliðs-
TJ ins þar til gengið verður
Rugova til kosninga.“
Annað hljóð var þó í Rugova í við-
tali sem birtist við hann í þremur
frönskum dagblöðum í gær. Þar
segir hann varhugavert að UCK
fari með stjóm í héraðinu, og segir
nauðsynlegt að alþjóðlegt lögreglu-
lið í Kosovo verði styrkt til að
stemma stigu við yfirgangi Frelsis-
hersins.
UCK stofnar vamarlið
Hashim Thaqi sagði í viðtali við
austurríska dagblaðið Die Presse í
gær að Frelsisher Kosovo yrði senn
skipt í þrjá hluta, stjórnmálaflokk,
lögreglulið og varnarlið. „Það er
mikil þörf á vamarliði í Kosovo
jafnvel þó að breyting verði á
stjómmálaástandinu í Serbíu,“
sagði Thaqi í viðtalinu. „Ríkið
Kosovo hefur landsvæði og íbúa
sem munu ákveða hvað Kosovo er.“
Bardagar á landa-
mærum Eþíópíu
og Erítreu
Friðar-
samningur
að engu
hafður
Addis Ababa, Eþíópía, Reuters.
SAMKVÆMT fréttatilkynningu
eþíópískra yfirvalda hafa 746 upp-
reisnarmenn látið lífið í bardögum í
austurhluta landsins síðastliðinn
tvo og hálfan mánuð. Ásökuðu þau
erítrísk stjórnvöld um að hafa út-
vegað uppreisnarmönnunum her-
búnað. Varnamálaráðuneyti Eþíóp-
íumanna segir Erítreumenn þar
með ekki fylgja ákvæðum friðar-
sáttmála er undirritaður var af
báðum löndum fyrir um mánuði.
Eþíópía og Erítrea hafa átt í erjum
um landamæri sín síðan í maí 1998
og talið er að þúsundir hermanna
hafi nú þegar látist í blóðugum
átökum. Löndin gengust undir
friðarsáttmála Samtaka um sam-
einaða Afríku (OAU) i júlí síðast-
liðnum, en enn ganga ásakanir á
víxl og smáatriði samningsins tefja
samþykki þinga landanna.