Morgunblaðið - 14.08.1999, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 14.08.1999, Blaðsíða 48
^48 LAUGARDAGUR 14. ÁGÚST 1999 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR Karólína Sigurborg Ingvarsdóttir, Alfreð Steinar Rafnsson, Guðný Valgerður Ingvarsdóttir, Friðrik Ingvarsson, Sigurbjörg Ásta Guðmundsdóttir, Haukur Ingvarsson, Aðalheiður Sigurlín Óskarsdóttir, Anna Gunnhildur Ingvarsdóttir, Þráinn Skarphéðinsson, barnabörn og barnabarnabörn. . > t Eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, ÞÓRUNN H.G. NORÐDAHL (FRÍÐA), Furugrund 79, lést á Landspítalanum fimmtudaginn 12. ágúst. Jarðarförin auglýst síðar. Guðmundur E. Norðdahl, Helga Jörgensen, Elliði Norðdahl, Drífa Lárusdóttir, Gylfi Norðdahl, barnabörn og barnabarnabörn. t Okkar ástkæri EÐVARÐ SIGURGEIRSSON Ijósmyndari, Möðruvallastræti 4, Akureyri, lést á heimili sínu fimmtudaginn 12. ágúst. Marta Jónsdóttir, Egill Eðvarðsson, Sigríður Guðlaugsdóttir, Elsa Fr. Eðvarðsdóttir, Bjarni Torfason, Anna Dóra Harðardóttir, Hjörleifur Einarsson, Kristín Huld Harðardóttir, Jón Guðlaugsson, Hanna Stefánsdóttir og barnabörn. t Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, KRISTÍN HANNESDÓTTIR frá Bíldudal, lést miðvikudaginn 11. ágúst á Hrafnistu í Reykjavík. Útförin fer fram frá Háteigskirkju fimmtudaginn 19. ágústkl. 13.30. Hannes Friðriksson, Þórunn Helga Sveinbjörnsdóttir, Valdemar Friðriksson, Guðbjörg O. Guðnadóttir, Agnar Friðriksson, Ingunn Hjaltadóttir, Guðbjörg Friðriksdóttir, Runólfur Ingólfsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Okkar ástkæri faðir, tengdafaðir, afi og langafi, JÓN FRIÐRIK VALLEY GUNNARSSON, Lyngbergi 21, Þorlákshöfn, sem lést fimmtudaginn 12. ágúst verður jarð- sunginn frá Bústaðakirkju þriðjudaginn 17. ágústkl. 13.30. Þyri Sóley Jónsdóttir, Gunnar Jónsson. tengdabörn, barnabörn og barnabarnabarn GUÐRÍÐUR ÞÓRÐARDÓTTIR + Guðríður Þórð- ardóttir fædd- ist í Eilífsdal í Kjós 17. október 1912. Hún lést á Hjúkr- unarheimilinu Ljósheimum á Sel- fossi 24. júlí síðast- liðinn. Foreldrar hennar voru Oddur Þórðarson bóndi í Eilifsdal, f. 31. ágúst 1876, d. 7. maí 1956, og kona hans Þórdís Ólafs- dóttir, f. 28. sept- ember 1877, d. 16. mars 1945. Guðríður var í miðjum hópi níu systkina sem öll eru látin, en auk þess ólst upp á heimilinu ein uppeldis- systir. Eiginmaður Guðríðar var Bjarni Ólafsson bóndi, f. 1. jan- úar 1906, d. 12. júlí 1995. Þau hófu bú- skap í Króki í Hraungerðishreppi árið 1943 og bjuggu þar samfellt í 50 ár þar til þau fluttust til Selfoss árið 1993. Synir Guðríðar og Bjarna eru: 1) Har- aldur, búsettur á Selfossi, f. 6. mars 1942. 2) Ólafur, bú- settur í Reykjavik, f. 9. júní 1946, kvæntur Brynhildi Önnu Ragnarsdótt- ur, f. 18. október 1949. Synir þeirra eru Bjarni, f. 14. maí 1977, og Ragnar, f. 22. apríl 1979. Útför Guðríðar fer fram frá Selfosskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. í dag kveð ég tengdamóður mína, Guðríði Þórðardóttur frá Króki, sem fyrir hartnær 30 árum tók mér opnum örmum heima í Króki og umvafði mig af sömu ást og hlýju og drengina sína og syni mína. Hún var fædd og alin upp af alda- mótakynslóðinni og var í miðið á stórum systkinahópi. Þegar hún var að vaxa úr grasi, fóru unglingar að vinna fyrir sér upp úr fermingu. Hún fór því snemma í vist, bæði í sveit og bæ, og vann einnig almenna verkakvennavinnu, þar til hún gafst tengdaföður mínum, Bjama Olafs- syni, og fluttist með honum úr Kjósinni austur í Hraungerðis- hrepp, þar sem þau settu saman bú í Króki. Þar búnaðist þeim vel, enda samhent, dugleg og hagsýn. Þar fæddust strákamir þeirra og þar bjuggu þau í hálfa öld. Hjá þeim áttum við hjón og synir okkar skjól frá erli höfuðborgarinnar. I Króki gekk klukkan á annan hátt en fyrir sunnan, þar varð tíminn raunvera- legur og þar var færra sem glapti. Á sumrin gylltu sóleyjamar túnið, heyangan fyllti vitin, tjaldurinn gerði sér hreiður í sjónmáli frá eld- húsglugganum og spói og lóa spók- uðu sig um túnið. Sumarið var hennar tími. I hjartanu flutti hún aldrei frá Króki og „heima“ var þar. Eins og títt var um marga af hennar kynslóð hafði henni ekki staðið til boða lengri skólaganga, en því sem skyldunni nam. En skóla- ganga er ekki alltaf jafngildi mennt- unar og það sannaðist á henni. Lengst af var lestur hennar helsta afþreying og því missti hún mikið, þegar sjónin dapraðist. Hún var velvirk framkvæmda- manneskja og afkastamikil í öllum sínum verkum en var samt ein þeirra kvenna sem aldrei sást vinna. Hún var gestrisin á þann höfðing- lega, íslenska máta sem bestur er. Gestum, hveijir sem þeir vora, var öllum tekið á sama hátt. Ungir og gamlir, kunnugir og ókunnugir fengu góðan beina, hlýlegt viðmót og notalegt spjall um daginn og veginn. Og aldrei þraut bakkelsi í Króki, sama hve marga óvænta gesti bar að garði. Á meðan hún var í húfubransanum átti hún alltaf til húfur í tugatali, tilbúnar til útflutn- ings, löngu áður en afhenda átti pöntunina. Hjá henni átti hvert verk sinn tíma. Hún tók daginn snemma og morgunverkin hennar vora drjúg. Hún gekk rösklega og fumlaust til verka, hvíldi sig og naut gesta sinna, þegar þeir litu inn. Henni var lagið að skipuleggja tíma sinn og verk, þótt oft væri í mörgu að snúast, og hafa samt tíma fyrir sig og hugðarefni sín. Lítið samfélag krefst þess að allir leggi hönd á plóginn. Um þetta var hún vel meðvituð. Hún söng í kirkjukór Hraungerðiskirkju um árabil og var virkur félagi í kvenfé- lagi hreppsins. Þar starfaði hún svo lengi sem kraftar leyfðu. Það var henni mikils virði að vera gerð að heiðursfélaga í kvenfélaginu. Hún var hlý í viðmóti, hallaði aldrei orði á nokkum mann og gerði alltaf gott úr öllu. Henni var um- hugað um fólkið sitt og bar hag þess og velferð fyrir brjósti. Sá áhugi einskorðaðist ekki við okkur sem næst henni stóðum, heldur alla stór- fjölskylduna, systkini hennar, systkini Bjama, börn þeirra og bamaböm. Hún vissi nákvæmlega hvar hver og einn var staddur í til- veranni, hvað þeir vora að fást við, sorgir þeirra og gleði, brúðkaup, bamsfæðingar, nöfn ungbama, ald- ur og hvemig þau döfnuðu. Hún átti því láni að fagna að góð andleg heilsa hennar, notaleg framkoma, áhugi á mönnum og málefnum varð til þess að ættingjar hennar sinntu henni vel, hringdu oft og heimsóttu og sögðu henni frá því sem efst var á baugi í fjölskyldunni. Hjá henni var miðstöðin og frá henni fengum við hin fréttir hvert af öðra. Hún mundi allt og gleymdi engu. Hún var okkur sú uppflettilind ættarsög- unnar, sem aldrei þraut. Á síðustu tveimur árum hefur hún þurft að horfa á eftir mörgum nánum ættingjum sínum yfir móð- una miklu; systur og bróður, og núna síðast systurdóttur sem féll frá í blóma lífsins. Það fannst henni + Innilegar þakkir til þeirra fjölmörgu sem sýndu okkur ómetanlega vináttu, hlýhug og samúð við andlát og útför elskulegrar eiginkonu minnar, móður og tengdamóður, JÓHÖNNU JÓHANNESDÓTTUR, Fellasmára 3, Kópavogi. Ykkar vinátta er okkur mikill styrkur. Guð blessi ykkur öll. Gestur Ólafur Karlsson, Sigurjón Gestsson, Sveinbjörn Gestsson, Andri Þór Gestsson, Sigurborg Anna Ólafsdóttir. sárt og óréttmætt. Henni fannst dauðinn heimsækja þær frænkur í öfugri röð. Það munaði að vísu ekki miklu, einungis tveim sólarhringum. Kvöldið áður en hún féll frá sátum við hjá henni. Umræðuefnið var hvernig hún vildi að við minntumst Jóhönnu Jóhannesdóttur frá Heið- arbæ. Það var henni ofar í huga en eigin líðan. Þau hjón bragðu búi í Króki árið 1993 og fluttust út að Selfossi í nýtt hús við Baugstjöm. Bjami lést fyrir réttum fjórum árum og hélt hún heimili með Haraldi, mági mínum, þar til hún fór á Hjúkranarheimilið Ljósheima fyrir fjóram mánuðum. Haraldur gerði henni kleift að búa heima eins lengi og kraftar hennar leyfðu. Hann annaðist hana af natni, umhyggju og ósérhlífni. Fyrir það vil ég þakka, þótt slíkt verði aldrei fullþakkað. Eg vil einnig, fyrir hönd fjöl- skyldunnar, þakka starfsfólki Sjúkrahúss Selfoss og Hjúkranar- heimilisins Ljósheima umönnun tengdamóður minnar síðustu mán- uðina. Sumri hallar og komið er að kveðjustund. En minning um hlýjan faðm og blessunarorð okkur til handa fylgja okkur um ókomna tíð. Guð blessi minningu Guðríðar Þórðardóttur. Brynhildur. Við bræðurnir' viljum í örfáum orðum minnast ástkærrar ömmu okkar. Það var okkur ætíð mikið til- hlökkunarefni að fara í heimsókn til ömmu og afa í Króki og þaðan eig- um við margar ljúfustu minningar æskuáranna. Amma og afi tóku okkur alltaf með ást og hlýju og sýndu strákapöram okkar ótrúlega þolinmæði. Við lifðum sem blómi í eggi og líklega hefði margur næringarfræð- ingurinn tekið andköf hefði hann sest að borðum með okkur bræðr- unum í Króki. Sérhver máltíð var veisla og þar var að finna allt sem drengshjartað gat hugsað sér. Borðuðum við oft og mikið í senn. Amma okkar hafði lifað tíma þar sem matur var af skomum skammti og það síðasta sem hún hefði viljað var að vita af okkur hungraðum. Amma hafði alltaf tíma til að tala við okkur. Hún sagði okkur sögur; þjóðsögur og sögur af atburðum sem hún hafði upplifað sem bam. Hún kenndi okkur ljóð og vísur. Hún spilaði við okkur og kenndi okkur spilagaldra. Samtölin vora þó langt frá því að vera einhliða. Hún hlustaði á okkur með athygli og þol- inmæði þegar við sögðum henni frá nýjustu afrekum okkar, hvort sem þau fólust í að reka óboðnar rollur úr túninu eða endurbyggingu Krókskots. Hún kom jafnvel með uppástungur um nýjar aðferðir við húsbyggingar eða rolluveiðar. Það kom aldrei fyrir að amma væri okk- ur reið og aldrei hraut styggðaryrði af vörum hennar. Amma var örlát við okkur á veraldlega hluti en ekki síður á það sem mestu máli skiptir og eftir situr í minningunni; ást, virðingu og hvatningu til að standa okkur vel. Við báram mikla virðingu fyrir ömmu. Þessi virðing óx eftir því sem við eltumst og kynntumst henni betur. Skildum við þá betur þær aðstæður sem hún hafði alist upp við og hvern mann hún hafði að geyma. Amma okkar hafði mikil áhrif á okkur og átti stóran þátt í að gera okkur að þeim mönnum sem við eram. Við fyllumst þakklæti og söknuði þegar við kveðjum ömmu okkar og óskum henni góðrar vistar á þeim stað þar sem hún er nú. Bjarni og Ragnar. Fasteignir á Netinu mbl.is _ALLTaf= EITTHVAO fJÝTT
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.