Morgunblaðið - 14.08.1999, Blaðsíða 14
14 LAUGARDAGUR 14. ÁGÚST 1999
MORGUNBLAÐIÐ
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ
••
Framkvæmdir við undirgöng undir Reykjanesbraut á mótum Oldugötu og Kaldárselsvegar
Vandasamt en
nauðsynlegt verk
Hafnarfjörður
. Morgunblaðið/Þorkell Þorkelsson
FRAMKVÆMDIR við gerð ganga undir Reykjanesbraut eru nú hafnar. Mikið er af
lögnum á þessum stað og verkið er því vandasamt. f baksýn má sjá gangbrautina og
gatnamótin sem göngin verða lögð undir til að þjóna gangandi vegfarendum. Á þess-
um stað er mikil og hröð umferð.
FRAMKVÆMDIR við und-
irgöng fyrir gangandi veg-
farendur undir Reykjanes-
braut á mótum Öldugötu og
Kaldárselsvegar eru nú
hafnar. Á svæðinu er mikil
og hröð umferð sem gerir
verkið vandasamt í fram-
kvæmd auk þess sem stórar
raf- og vatnslagnir liggja
nálægt væntanlegum undir-
göngum. Bæjaiyfirvöld
telja þessa framkvæmd
nauðsynlega til að tryggja
öryggi gangandi vegfar-
enda. Sett var upp gang-
brautarvarsla á staðnum í
vor eftir að hörmulegt
dauðaslys varð á gang-
brautinni yfir Reykjanes-
braut.
Jafnframt gerð undir-
ganganna verður Kaldár-
selsvegur færður til norðurs
frá kirkjugarðinum. Einnig
felur framkvæmdin í sér
landmótun og stígagerð sitt
hvorum megin við Reykja-
nesbrautina. Bflastæðin
sem verið hafa við kirkjug-
arðinn meðfram Reykjanes-
braut verða lögð af og í
staðinn verða sett upp
stæði norðan kirkjugarðs-
ins þar sem Kaldárselsveg-
ur liggur nú.
Vegagerðin var búin að
samþykkja að setja þarna
upp stefnugreind ljósa-
gatnamót með stýi'ihnappi
fyrir gangandi vegfarendur.
Áð sögn Ernu Hreinsdótt-
ur, sem hefur umsjón með
umferðarmálum hjá Hafn-
arfjarðarbæ, ákváðu bæjar-
yfirvöld þá frekar að fara í
gerð undirganga undir
Reykjanesbraut eftir að
slysið varð. Upphaflega
hafði verið fallið frá þeirri
hugmynd vegna þess hve
mikið er af lögnum á
svæðinu, en bæjaryfirvöld
telja undirgöngin nauðsyn-
leg fyrir gangandi umferð.
Við gerð ganganna þarf
að færa til háspennustreng
rafveitunnar en hann beyg-
ir niður að húsi rafveitunn-
ar á þeim stað sem göngin
verða. Þar að auki liggur
þarna aðalvatnsæð Hafn-
firðinga og er því ljóst að
verkið verður vandasamt í
framkvæmd, að sögn Ernu.
Erna segir að lögð verði
mikil áhersla á öryggisað-
gerðir á svæðinu á meðan á
framkvæmdum stendur.
Gangbrautarvarsla verður
áfram til 1. október og
verktakar munu verða í
góðu samstarfi við gang-
brautarverði. Gert er ráð
fyrir að göngin verði komin
undir götuna um miðjan
september. Þá verður eftir
ýmis frágangur umhverfís
göngin og gatnamótin.
Erna segir að starfsfólk
Öldutúnsskóla muni að-
stoða við að ræða við
forráðamenn barna um að
vara börnin við að fara um
svæðið.á meðan á verkinu
stendur. Einnig kveðst
Erna vilja beina þeim til-
mælum til vegfarenda að
þeir sýni tillitssemi og aki
varlega á meðan fram-
kvæmdir standa yfir.
Bæjarráð vUl hringtorg
á gatnamótin
Bæjarráð er búið að sam-
þykkja að setja upp hring-
torg á þessum gatnamót-
um. Erna kveður tilganginn
með hringtorginu fyrst og
fremst þann að hægja á
umferðinni. Hún segir
Reykjanesbrautina vera
orðna það mikla innan-
bæjargötu á þessum kafla
að nauðsynlegt sé að draga
úr umferðarhraðanum.
í dag standast gatnamót
Reykjanesbrautar, Öldu-
götu og Kaldárselsvegar
engan veginn staðla Vega-
gerðarinnar. Gatnamótin
koma heldur ekki til með að
breytast með tilkomu und-
irganga fyrir akandi um-
ferð. Erna segir að búið sé
að grófhanna hringtorg á
þessum stað og fáist til
þess grænt ljós frá Vega-
gerðinni verði farið í þá
framkvæmd samstundis.
Bæjarverkfræðingur er nú
í viðræðum við vegamála-
stjóra um gerð hringtorgs-
ins.
Morgunblaðið/Golli
FYRRI áfangi stækkunar Árbæjarskóla er vel á veg kominn.
Árbæjarskóli verður stækkaður um nálega
2.000 fermetra á næstu tveimur árum
Aðstæður verða
til fyrirmyndar
HAFIST var handa við um-
fangsmiklar bvggingarfram-
kvæmdir við Árbæjarskóla í
vor. Skólinn verður
stækkaður um nálega 2.000
fermetra í tveimur áfóngum
sem áætlað er að lokið verði
haustið 2001, að sögn Þor-
steins Sæberg skólastjóra.
Árbæjarskóli er fjölmenn-
asti grunnskóli landsins.
„Hér eru 800 nemendur það
er verið að byggja yfir þá. í
dag erum við með fjöldann
allan af lausum kennslustof-
um hringinn í kringum skól-
ann. Með tilkomu viðbygg-
ingarinnar hverfa þær all-
ar,‘‘ sagði Þorsteinn.
f fyrri áfanga stækkunar-
innar er byggt við unglinga-
deild skólans. Áætlað er að
ljúka þeim áfanga um næstu
áramót. í kjölfarið verður
hafist handa við síðari
áfanga stækkunarinnar. Þær
framkvæmdir verða gífur-
lega viðamiklar, að sögn Þor-
steins. „Sú bygging sem
kemur til viðbótar er til þess
að gera aðstæður allra nem-
enda við skólann til fyrir-
myndar,“ sagði hann.
Skemmtilegar nýjungar
Teiknistofa Ingimundar
Sveinssonar hannaði við-
byggingamar sem falla vel
að gamla skólahúsinu, að
mati Þorsteins. „Skólinn
verður ein heild þegar búið
verður að byggja við. Ég
fullyrði að með tilkomu þess-
ara viðbygginga verður þetta
einn glæsilegasti skóli lands-
ins,“ sagði skólastjórinn.
Viðbyggingarnar hafa
ýmsar skemmtilegar nýjung-
ar í för með sér, að sögn Þor-
steins. Hann nefnir sem
dæmi að við hönnun þeirra
hafi verið sérstaklega leitast
við að gera aðstöðu nemenda
til aðgangs að upplýs-
ingatækni sem best úr garði
enda sé Árbæjarskóli
kjarnaskóli í upplýsinga-
tækni á íslandi. Þá verði
aðstaða til kennslu listgreina
með besta móti, til dæmis sé
aðstaða til myndmennta-
kennslu skemmtilega útfærð
í teikningum að síðari við-
byggingunni. „Þessi við-
bygging verður stórglæsi-
leg,“ sagði Þorsteinn að lok-
um.
Útlitið tekur mið af
gömlum byggingarstil
HAFNAR eru framkvæmd-
ir við nýtt verslunar-, þjón-
ustu- og íbúðarhúsnæði við
Fjarðargötu gegnt Einars-
búð. Húsið verður á þremur
hæðum og verður leitast við
að fella húsið inn í gamla
miðbæjarstílinn. Bygging-
araðili hússins er fyrirtækið
Ingvar og Kristján ehf., sem
keypti lóðina af Þorgils Ótt-
ari Mathiesen.
Bæjarstjórn samþykkti
23. mars sl. að breyta
deiliskipulagi á þann hátt að
grunnflötur hússins
stækkaði úr 420 í 600 fer-
metra og húsið yrði hækkað
í þrjár hæðir í stað tveggja.
Þá voru einnig felld niður
áform um að Hamar-
kotslækur liðist í gegnum
svæðið og út í sjó.
Að sögn Ingvars Geirs-
sonar, annars bygging-
araðila hússins, virðist eng-
inn hafa séð ástæðu til að
mótmæla tilvonandi bygg-
ingu, sem óneitanlega er á
viðkvæmum stað í miðbæn-
um. Hann segir að húsið eigi
eftir að falla vel inn í gamla
miðbæinn. Jarðhæðin verð-
Morgunblaðið/Eiríkur P.
INGVAR Geirsson og Atli Orvar í grunninum við ný-
steyptan sökkul lyftuhússins.
ur klædd með gabbróstein-
um en að öðru leyti verða
þak og veggir klæddir báru-
járni og útlit hússins tekur
mið að gamla byggingar-
stflnum.
íslandsbanki mun flytja af
Strandgötu 1 inn á jarðhæð
hússins í rúmlega 300 fer-
metra húsnæði. Búið er að
selja um 200 fermetra undir
verslunarhúsnæði, sem
væntanlega verður leigt út.
Á efri hæðunum tveimur
verða átta um 110 fermetra
lúxusíbúðir. Undir húsinu
verður bflakjallri með stæð-
um fyrir eigendur íbúðanna.
Jafnframt því verður lyfta í
húsinu. íbúðirnar eru ekki
komnar á sölu, en margar
fyrirspumir hafa borist
ÞANNIG kemur húsið við Fjarðargötu 19 til með að líta út séð frá Hafnarfjarðarkirkju.
Einarsbúð til hægri.
Hafnarfjöröur