Morgunblaðið - 14.08.1999, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 14.08.1999, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ lilsstaðir V *Glúmsstaðásel > x~M/ðse/s/bs: Ofœfuselsfoss uj !§ Snæfell , VÍBifríeífy Ytri-CjSgurfqssar /''{ f'lnprí-— 'í/ ^HnifJafoss j Ojöyurfossar! .• Vtra-) jfr' : r Dýjafefl f' \<J éwtm^öL\ öJxtr VATNA- JÖKULL Laugafell Kirkjufoss Snikilsárvatn Tungufoss Hafurs fefi / 'V/ h :akkifoss Ufsa'rfoss: Eyjabakkafoss /jabakkar Faxfoss (Faxi) Við Innri-Gjögurfossa fer að sjást í tvo fossa í dalbotninum. Sá ytri er smáfoss, sem ég hef kallað Hnífla- foss, en stuttu ofar er annar stærsti foss árinnar, Faxfoss eða Faxi. Er sagt að Friðrik Stefánsson' bóndi á Hóli hafi gefíð honum þetta nafn, vafalaust vegna líkingar við fax á hrossi. Faxfoss fellur í tveimur þrep- um; er efra þrepið um 5 metra hátt, en það neðra um 20 metrar. Raunar eru bæði þrepin líka tvískipt á þver- veginn, en þegar mikið vatn er í ánni falla hlutarnir saman. Faxi nýtur sín nokkuð vel frá báðum hliðum, því hann er þvert í farvegi árinnar, en er engu að síður mikilúðlegri norðan frá, og er best að skoða hann þar úr hlíðinni fyrir utan. Ain breiðir úr sér fyrir ofan fossinn og kvíslast þar milli klettahrauka í flúðum og fluga- straum. Gefur það fossinum sérstakt yfírbragð, sem aðrir fossar í ánni hafa ekki. Mikinn úða leggur oft af fossinum, og er gróðurinn í hlíðinni fyrir utan hann oft grár af jökulleir. Má eflaust telja Faxa með mikilfeng- legustu fossum íslands, og raunar minnir hann nokkuð á hinn fræga Gullfoss í Hvítá. Laugarárhvammar Laugará á upptök fyrir norðan Snæfell, og rennur fyrir utan Lauga- kofa, ofan í Jökulsá við Faxfoss. Á dalbrún brýst hún í gegnum stuðla- bergsás, sem Laugarás kallast, og myndar þar undur fagran foss, Stuðlafoss, um 25 metra háan. I hiíð- inni fyrir neðan fellur hún í djúpu gili, með nokkrum smáfossum og hvömmum. Þarna er skjólsælt og vel gróið, lyngbrekkur, grasfletir og dældir með blágresi og maríustakk skiptast á, en kjarrgróður er þar ekki, enda eru þessir hvammar í 400 metra hæð yfír sjávarmáli. Laugar- árhvammar eru ein af náttúruperlum Héraðs. Varla er hægt að hugsa sér betri tjaldstað fyrir litla ferðahópa, en margir munu þó kjósa að ganga upp að Laugakofa, sem er um 2 km leið, og taka þar næturstað. Skammt fyrir of- an kofann er Slæðu- foss í Laug- ará, rómaður fyrir fegurð. Jökulsárgil efra Frá Faxa er um 3 km leið að Kirkjufossi. Fyrst er farið um lyngi vaxna móa, undir brattri hlíð, með kletta- belti Laugaráss á brúnum, en síð- an kemur lykkja á ánni, þar sem hún þverbeygir til vesturs, og hefur grafið botn inn í NV-hlíð dalsins, sem tæp fjárgata liggur í gegnum. Fyrir innan þennan krók, hækkar dalbotn- inn til muna, og hefst þar djúpt og nokkuð breitt gil meðfram ánni, sem kalla má Efra-Jökulsárgil. Gilið er um 1,5 km langt, dallaga utantil, og 40-50 metra djúpt, en þrengist og dýpkar í um 70 metra innantil, og er þar með þverhníptum hamraveggj- um. Þar fellur Ytri-Heiðará úr suð- austri, í djúpri og þröngri klettagjá, niður í gilið. Norðanvert við gilið er um 100-200 metra breiður stallur, með blautum mýrum og nokkrum smátjömum, sem eru vaxnar stör og brok, og ná mýrar og keldur víða fram á gilbarminn, svo leiðin með- fram gilinu er nokkuð slarksöm, en velja má þurrari leið ofan við mýr- amar. Kirkjufoss Gilið endar við Kirkjufoss, þar sem Jökulsá fellur hliðhallt úr vestri niður í gilbotninn. Sagt er að Ámi Sigurðs- son fríkirkjuprestur í Reykjavík hafí gefið fossinum þetta nafn. Fossinn er þrískiptur, þ.e. í tveimur stöllum, og í tveimur kvíslum á þeim efri. Svo stutt er þó á milli, að hlutarnir verka saman eins og einn foss. Heildarhæð fossins er áætluð 30-40 metrar, og munu efri hlutarnir vera ívið hærri, líklega um 20 metrar. Hann mun því vera hæsti fossinn í Jökulsá. Fossinn er í um 500 metra hæð yfir sjó. Best er að skoða Kirkjufoss af austurbakkanum, því að þá snúa all- ar fossbunurnar beint við áhorfand- anum, og þaðan er hann mjög mikil- fenglegur. Efri hlutana er þó auðvelt að skoða vestan frá, af höfða sem gengur fram að gilinu utan við foss- inn. Að sunnan endar þessi höfði í þunnum kambi með kýrhauslagi, og hinum megin við gilið er topplaga drangur, ekki ósvipaður kirkjuturni, og mun hann vera tilefni nafnsins á fossinum. Efstu fossarnir Ofan við Kirkjufoss fellur Jökulsá um hallalítið land, yfirleitt í breiðum farvegi, í grunnu og breiðu kletta- gili, og eru fossarnir því að sama skapi breiðir og lágir, og nokkrir þeiiTa fiúðkenndir. Rúmum km ofan við Kirkjufoss er sérkennileg- ur flúðfoss, 5-10 metra hár, sem fellur til beggja handa út af klettatungu, og er því kallað- ur Tungufoss. Innri-Heiðará sam- einast Jökulsá úr austri, skammt fyrir innan Tungufoss, en um 1 km innan við Tungufoss er Skakkifoss, svo nefndur vegna þess að hann vís- ar þvert við árfarveginn, og snýr í vestur. Um 1 km ofar er mikilfenglegur flúðfoss, sem er nefndur Hrak- strandarfoss, eftir strandlengjunni frá Innri-Heiðará, upp að Eyjabökk- um (Hraksíða á kortum). Fossinn er þannig lagaður, að áin fellur í þrem- ur stöllum ofan í skállaga kvos. Fyrir neðan skálina eru svo nokkrar lægri flúðir, þar sem áin „sýður á keipum“. Heildarfallhæð fossins mun vera 15- 20 metrar. Nýlegur gangnakofi (skáli) og hesthús fyrir Múlaafrétt er í grunnu gildragi rétt fyrir austan fossinn, og tættur af gamla Hrakstrandarkof- anum, sem lagðist niður löngu áður en sá nýi var byggður. í skálanum geta göngumenn, sem leggja leið sína upp með Jökulsá að austan, fengið þægilega gistingu í kojum með dýnum, og mun gott að sofna þar við dyninn frá fossinum, þótt einhver orðrómur hafí verið um reimleika í gamla kofanum. Fyrir ofan Hrakstrandarfoss renn- ur Jökulsá í grunnum farvegi eða á eyrum, og um hálfum km ofar fellur Hafursá úr suðvestri ofan í hana. Rúmum km innan við Hafursármót er Ufsarfoss, 5-10 metra hár, og fell- ur fram af stuðlabergslagi, nefndur eftir Hafursárufs, sem er nafn á tungunni milli Hafursár og Jökulsár. Um þremur km ofar er efsti foss- inn í Jökulsá, hinn nafnkunni Eyja- bakkafoss. Hann er um 625 metra yfir sjó, aðeins um 5-10 metra hár, en breiður og fjölbreyttur, fellur fram af stórstuðluðu grágrýtislagi, oftast í nokkrum kvíslum, en nýtur sín lítt nema austan frá séð. Eyja- bakkar taka við fyrir ofan Eyja- bakkafoss. Þeir eru nú orðnir þekkt- ir vegna mikillar umfjöllunar í fjöl- miðlum. Hægt er að ganga áfram upp með Vesturkvísl Jökulsár, inn að Eyjabakkajökli, en heldur er það erfíð og torsótt gönguleið vegna vot- lendis og grafninga, auk þess sést lít- ið yfir. Til að skoða Eyjabakkaslétt- una er best að ganga eftir austur- hlíðum Snæfells, frá bílaslóð sem liggur upp með Hafursá og um Sandadal norðan Snæfells. Er það góð dagleið, ef farinn er hálfhringur inn fyrir Snæfell og út í Snæfells- skála, eða öfugt. Hafa nokkrir ferða- mannahópar farið þessa gönguleið í sumar , og telja hana einstaka upp- lifun í góðu veðri. Að lýsa henni væri efni í aðra grein. (Heimildir: Hér skal visað í Árbók Ferðafélags íslands 1987, „Norð- Austurland - Hálendi og eyðibyggðir", eftir Hjörleif Guttormsson, og í Snæ- fellsblaði tlmaritsins Glettings, 1. og 2.3.tbl. 1998, er Eyjabökkum og Snæ- felli lýst nokkuð ýtarlega í myndum og máli.) Höfundur er náttúrufræðingur. LAUGARDAGUR 14. ÁGÚST 1999 31 V O R U H U S Útsölulok í Nethyl 2 • 14. og 15. ágúst ENN MEIRI VERÐLÆKKUN Náttborð vu» Adui i a.soo,- VERB NÚ 6.900, Laugardag kl. 10 til 18 Sunnudag kl. 10 til 18 i O/inur gói tilhoð Spegill Áour 8.900,- 8.900,- Nú 3.900,- Hvítur glerskáp A8ur 48.000,- Nú 18.000,- Tekk sófaborð Áður 45.000,- Nú 25.000,- Allar myndir á 1000,- TEKK Nethyl 2 • Sími: 567 3850 Kringlunni • Sími: 588 3850
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.