Morgunblaðið - 14.08.1999, Blaðsíða 67

Morgunblaðið - 14.08.1999, Blaðsíða 67
MORGUNBLAÐIÐ FOLK I FRETTUM LAUGARDAGUR 14. ÁGÚST 1999 67 f STUTT Komin á séns? FYRIRSÆTAN Jerry Hall sem ný- lega skildi við hinn hjólhestaglaða ísafjarðarfara, Mick Jagger, er nú talin vera búin að finna sér annan mann og mun sá ekki síður vera loð- inn um lófana en rokkai'inn. í Daily Telegraph er sagt að Hall hafi verið í fríi á snekkju milljóna- mæringsins Pauls Allens fyrir utan suðurströnd Frakklands. Allen stofnaði Microsoft-fyrirtækið árið 1975 ásamt Bill Gates en dró sig úr rekstrinum árið 1982 af heilsufarsá- stæðum. Allen sem er 45 ára er tal- inn einn ríkasti maður heims og er ríkidæmi hans talið nema um 1.600 milljörðum íslenskra króna. Hall er ekkert við hungurmörkin sjálf því hún fékk rúman milljarð í sinn hlut eftir skilnaðinn við Jagger. Lottóið lifir ÍBÚAR ítölsku borgarinnar Napólí þyrptust í veðbankana og lottósölu- staði á miðvikudaginn vongóðir um að sólmyrkvinn hefði veitt þeim innblástur til að ramba á réttu töl- urnar. Napólíbúar eru þekktir fyrir áhuga sinn á veðmálum og voru töl- urnar 1, 6 og 71 mjög vinsælar á miðvikudaginn en ákveðin ástæða er fyrir því. Allar tölurnar tengjast sólmyrkvanum þótt óbeint sé og ætluðu hjátrúarfullir ítalir ekki að láta þann stóra renna sér úr greip- um fyrir gufugang og vantrú. Sam- kvæmt gamalli talnaspeki stendur talan einn fyrir sólina, sex fyrir tunglið og 71 fyrir jörðina. Ekki voru lottósölustaðir þeir einu sem mökuðu krókinn á mið- vikudaginn því uppgrip voru hjá stjörnuspekingum í Napólí. Skiptir stærðin máli? ÁÆTLANIR um að reisa upplýstan turn í borginni Recife í Brasilíu hafa valdið miklum óróa í borginni. Hver höndin er upp á móti annarri og sjálfur borgarstjóri Recife stormaði inn á dagblað bæjarins og hótaði að myrða listgagnrýnandann og einn dálkahöfund sem sérhæfir sig í slúðri. Astæða óróans er að turninn þyk- ir eins og reður að lögun og á hann að tróna yfir borginni og vera heilir 30 metrar að hæð. Deilur um reður- tuminn hófust þegar borgarráðið ákvað að sekta skapara hans, Francisco Brennand, fyrir tiltækið. Brennand er einn af þekktari myndhöggvurum Brasilíu og er þekktur fyrir lostafull keramikverk sín. Hann segir að hönnun sín á tuminum, sem er liður í átakinu Bætt borg, eigi að tákna vita sem vísi veginn en ekki reistan reður. Dágóð aukabúgrein SENDIHERRA Kýpur í Egypta- landi, Charalambos Kapsos, var nýlega sendur í leyfi vegna ásak- ana um að hann hefði selt inn í veislur sínar sem greiddar voru af ríkinu. Auk þess fundust meira en 4.000 áfengisflöskur á heimili hans sem hann hafði flutt með sér frá Kýpur án þess að greiða af þeim skatta og gjöld við komuna til Eg- yptalands. Mikið uppnám varð á Kýpur vegna fregnanna en Kapsos segir að áfengið hafi verið keypt með langtímaþarfir sendiráðsins í huga og hann neitar því staðfast- lega að hafa selt inn í veislur sínar í sendiráðinu. Meistari ástarsöngvanna AÐ MARGRA mati er tónlist soul-söngfvarans Barry White jafn mikilvæg fyrir ástfangið fólk til að skapa réttu stemmn- inguna og kertaljós og ástarhjal og er hann oft kallaður meistari ástarsöngvanna. „Margir strák- ar hafa sagt að Barry White sé félagi þeirra því hann fínni fyrir þá konurnar," segir Barry stolt- ur með hrjúfu röddinni sinni. Hann hefur verið í tónlistar- bransanum í næstum íjörutíu ár og gaf nýlega út nýja breiðskífu. Titillagið, Staying Power, segir meira en mörg orð um þann kraft sem býr enn í kauða og eru útvarpsmenn farnir að kalla það Viagra-lagið. Barry harð- neitar því hins vegar að hafa þurft að taka pillur á meðan hann fór á fjörurnar við kærust- una sína sem er 33 ára en söngv- arinn er orðinn 54 ára. Vanda- málið gæti hins vegar verið að hann ofgeri sér því nýlega var hann lagður örmagna inn á sjúkrahús og í kjölfarið ráðlagt að hvfla sig áður en hann færi í tónleikaferð um Bandaríkin með hljómsveitinni Earth, Wind and Fire sem á að hefjast í byijun september. Vitur maður á náttfötum Blaðamaður frá Reuters hitti Barry að máli og kom hann til dyranna í brúnum silkináttföt- um. Þótt hann verði að taka því rólega þessa dagana sannfærði hann blaðamann um að hann væri enn sérfræðingur í öllu því sem sneri að ástinni. f ævisögu hans, sem er væntanleg í versl- anir í október, segir að hann hafí farið að ausa góðum ráðum úr ástarbrunni sinum aðeins 14 ára gamall. Hann hafi byijað að ráðleggja nokkrum pörum sem komu í heimsókn til móður hans um hvemig Ieysa mætti úr vandamálum samlífsins og fyrr en varði var dyrabjallan farin að hringja ótt og títt. Reyndar urðu nágrannar hans fyrir töluverðu ónæði vegna þessa og Barry lét fljótlega af störfum sínum sem ráðgjafí. Barry er ekki ánægður með hvernig fólk heldur á spilunum í dag. Honum virðist sem Banda- ríkjamenn séu komnir með kyn- h'f á heilann og að allir séu að tapa í baráttunni. „Við erum far- in að íjarlægjast raunveruleik- ann um of og það er þróun sem ég kann ekki við,“ segir söngv- arinn áhyggjufullur. Hann kall- ar nýju plötuna sína ráðlegging- ar-plötu en textarnir innihalda fagran boðskap; Ekki leika leiki, , stundum ertu undir í baráttunni, stundum ekki, þolinmæði og þrautseigja er allt sem þarf. „Það em margar leiðir til að segjast elska einhvern. Það er hæg< að biðja fólk að vera vin- gjarnlegt, hreinskilið og einlægt á marga vegu,“ segir Barry sem gaf síðast út plötu árið 1994. Sú plata seldist í yfír þremur millj- ónum eintaka í Bandaríkjunum. Á nýju plötunni syngur Glodean, fyrrverandi eiginkona hans og samstarfsmaður til margra ára, bakraddir. En Barry segist ekki vera að syngja um eigið líf í lög- um sínum. „Eg blanda einkalíf- inu og tónlistinni ekki saman,“ ^ fullyrðir hann. Kann ennþá að daðra Hann og Glodean skildu árið 1988 en hún var önnur eigin- kona hans. Hann segist ekki hafa tapað töfmnum og eiga auðvelt með að kynnast konum. Fyrir fímm áram gerði hann sér lítið fyrir og vatt sér upp að starfstúlku á hóteli nokkra, bað hana um símanúmerið og hringdi í hana tveimur dögum j síðar. Hún er unnusta hans í dag. „Þótt þú gleymir ýmsu eftir að hafa verið giftur sömu kon- unni í mörg ár þá gleymir mað- ur aldrei hvernig á að tala,“ seg- ir Barry og hlær. Tilhugsunin um að gifast í þriðja sinn er ást- armanninum ofviða eins og er enda ekki sá boðskapur sem hann hefur flutt fólki hingað til. Því eins og sálfræðingar og aðr- ir sérfræðingar er auðvelt að gefa öðrum ráð þótt erfítt geti BARRY White er sérfræðingur um ástina. verið að fylgja þeim sjálfur. Hraðpestir og ferðagleði SÍÐASTA mánudagskvöld sýndi ríkisrásin 21. þátt Kalda stríðs- ins. Þessi þáttur var um njósnir frá 1945-1990 og var afburða lé- légur. Fyrst komu þeir með eitt- hvert amerískt „nóboddí" og sögðu að það hefði verið tekið fast fyrir atómnjósnir, þegar verið var að búa sprengjuna til í Alamó. Að vísu var aðeins minnst á að KGB-menn hefðu verið á kreiki í Alamó-stöðinni, en ekki fylgdi fréttinni að þeir hefðu gert neitt að gagni í fag- inu. Aftur á móti virtist eini glæpurinn, sem framinn var á njósnatíma kalda stríðsins, vera aftakan á Rosenberg-hjónunum. Ekki þótti segjandi frá þrjátíu og tveggja manna KGB-hópi, sem flutti sig til Kalifomíu frá Mexíkó eftir morð hans á Trot- sky þar að skipan Stalíns og heldur ekki frá því, þegar búið var að koma öllum skjölum um bombuna í hendur kommúnist- um, gátu þeir ekki sett saman nothæfan kveikibúnað fyrir sprengjuna. Þá var sendur ofursti í sovéska hernum til Kaupmannahafnar á fund Niels- ar Bohr, sem var þar, ásamt Zu- doplatov, yfirmanni gagnnjósna, til að fá teikningar og skýringar á búnaðinum. Bohr afhenti þetta góðfúslega og Sovétmenn fengu fullbúna atómsprengju 1947. Aðvitað hefði mátt að skað- lausu segja frá þessu í þættinum um njósnirnar, einkum þegar heimildir um þetta eru í bók eftir Zudoplatov. En það koma líklega of fínir menn við sögu. Smiðir bombunnar voru sumir hverjir á þeirri skoðun að Sovétið ætti að fá hana á silfurfati og kölluðu ógnarjafnvægi. Bandaríkjamönn- um sveið þetta nokkuð á tímabili, þegar harkan var hvað mest í kalda stríðinu. En þetta virðist gera minna til núna þegar bomban er orðin að eins konar heimilistæki hjá rembingsþjóð- um. Kalda stríðsins gætti í skoplitlum mæli hér á landi og ekki varð uppvíst um neinar telj- andi njósnir. Talið var að þegar hæst lét hefðu um fimm þúsund Danir starfað að einhverju leyti á snærum KGB. Menn geta svo reiknað út frá mannfjölda hvað þeir hafa verið margir hér. Stöð 2 sýndi i vikunni á undan framhaldsmynd um bráðapest og bar svo til, að um sama leyti flaut fram í fréttum, að maður hefði verið lagður inn á sjúkrahús í Þýskalandi, grunaður um að vera veikur af eboli, sem stráfellir alla og er miklu skæðari en svarti dauði. Maðurinn í myndinni lést í farþegavél, sem hvergi mátti lenda af ótta við faraldur. Loks var hún látin lenda í landi Rauðu- Birnu. Svo kom á daginn að ekki var um hættu- legan smitsjúk- dóm að ræða í hvorugu tilfellinu. Hitt er Ijóst, að bæði fréttin og kvikmyndin benda á þann ótta sem stafar af bráðdrepandi og bráðsmitandi sjúkdómum, sem geta borist því hraðar um heiminn sem ferða- gleðin er meiri. Vegna næstu aldamóta, sem er ekkert nema venjulegt ártal, eru himintungla- fræðingar og lesendur Nostrad- musar komnir í ham og spá heim- sendum, fleiri en einum. Komi þungur jarðskjálfti í Hveragerði er spurt hvort hann ætli ekki að hætta þessi. Samt sofa menn nú ekki í skónum af ótta við heimsendi. Flokkur spámanna, sem kallar sig jarðfræðinga, en það er skemmtimanna stétt frá tíma Sigurðar heitins Þórarins- sonar, er að telja sigkatla í Mýr- dalsjökli, Suðurlandsskjálfti safnar sínum „bankainnstæðum“, Hengilinn verður hnarreistari með hverjum degi en Kleifarvatn segir engum frá iðrakveisu sinni. Horfur eru á að við þurfum nýjan Nostradamus. Einum manni í rithöfundastétt bregður sjaldan fyrir og þess vegna er alltaf svolítil veisla þeg- ar hann talar í útvarp eða sjón- varp. Þessi maður er Elías Mar, sem lengi sat við að lesa prófark- ir á Þjóðviljanum og gerði það vel. Um það bil sem Elías Mar var að hefja höfundarferil sinn, fyrir utan það sem hann skrifaði í æsku, kom hann á Langa bar í Aðalstræti og Laugaveg 11. Á þessum stöðum sátu þá allajafna mestu menningarljón bæjarins og höfðu ýmsa hluti í flimtingum, jafnt heilaga sem óheilaga, en El- ías Mar læddi út úr sér háðsvís- um um hið daglega partífólk. Ungur maður skrifaði hann nokkrar bækur, sem tekið var of- an fyrir og talið var að stórrithöf- undur væri að hefja ferð sína. Svo var þó ekki. Prófarkirnar kölluðu eins og óbyggðirnar sveitamanninn. Elías Mar er hógværðin holdi klædd og hann talaði ekki af sér síðasta mánu- dagskvöld á ríkisrásinni. Indriði G. Þorsteinsson SJÓNVARPÁ LAUGARDEGI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.