Morgunblaðið - 14.08.1999, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 14.08.1999, Blaðsíða 6
6 LAUGARDAGUR 14. ÁGÚST 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Forstjóra- skipti hjá Lands- bréfum GUNNAR Helgi Hálfdanar- son, forstjóri Landsbréfa hf. og framkvæmdastjóri sjóða- sviðs Landsbanka Islands, hef- ur ákveðið að láta af þeim störfum og færa sig yfir til bandaríska fjárfestingafyrir- tækisins Alliance Capital Management L.P. Við störfum hans hjá Lands- bankanum tekur Sigurður Atli Jónsson, forstöðumaður eigna- stýringar Landsbréfa. Gunnar mun starfa hjá al- þjóðlegri markaðsdeild banda- ríska fyrirtækisins, og verður framkvæmdastjóri viðskipta- þróunarstarfs hennar á Norð- urlöndum. Ailiance Capital Management er eitt af stærstu verðbréfasjóðafyrirtækjum heims og stýrir sjóðum sem í eru samtals um 321 milljarður dollara. Við rætur Vatnajökuls Morgunbiaðið/Sigurður Aðalsteinsson FERÐAMENNIRNIR á myndinni sýnast ekki stórir í samanburði við Vatnajökul í allri sinni stærð. Jökullinn er svartur og úfinn við Hnútuna í kverkinni milli Brúarjökuls og Eyjabakkajökuls vegna þess að hann er að hopa og skilur eftir aur og grjót sem hann hrærði saman við snjóinn og ísinn síðast þegar hann skreið fram. Á góðviðrisdegi er hollt og gott að teyga að sér fjallaloftið víðsfjarri skarkala þéttbýlisins. Þriggja ára átak fímm landa gegn sýklalyfjaónæmi er í undirbúningi Reynt að draga úr notkun með markvissum aðgerðum ÞRIGGJA ára átak gegn sýklalyfja- ónæmi er í undirbúningi á vegum sérfræðinga á íslandi, í Svíþjóð, Frakklandi, ísrael og Portúgal. Um rannsókn er að ræða á vegum sér- fræðinga í þessum löndum og er til- gangur hennar að kanna hvort og á hvaða hátt megi draga úr sýklalyfja- notkun og sýklalyfjaónæmi með markvissum íhlutandi aðgerðum. Talið er að heildarkostnaður við átakið gæti numið hátt í tvö hund- ruð milljónum króna og hyggst und- irbúningshópur fulltrúa þessara landa sækja um styrk sem nemur um helmingi þeirrar upphæðar til Evrópusambandsins. Af íslands hálfu sitja í hópnum Karl G. Krist- insson sérfræðingur í sýklafræði og Þórólfur Guðnason bamalæknir. Sjónum beint að leikskólum „Mitt megináhugasvið er sýkla- lyfjaónæmi, dreifíng þess og tengsl við sýklalyfjanotkun. Sýklalyfja- notkun rauk upp fyrir nokkrum ár- um og náði hámarki 1990 en ónæm- ið náði hámarki 1993, en síðan hefur verið rekinn talsverður áróður til að Kostnaður við verkefnið gæti numið á annað hundrað milljónum króna stemma stigu við notkun sýklalyfja. Samfara því hefur sýklalyfjaónæmi dregist saman, en eftir því sem lengra líður frá hápunkti hætta menn að hugsa um málið, þannig að enn má minnka notkun lyfjanna og draga um leið úr ónæminu,“ segir Karl. Með íhlutandi aðgerðum er meðal annars átt við fræðslu og áróðri til að reyna að tryggja rétta og skyn- samlega notkun sýklalyfja og minna á að hún sé ónauðsynleg í mörgum tilvikum. Einnig á að reyna að gera tilraunir með ákveðnar skammta- stærðir sem draga úr ónæmi. „Lungnabólgusýkillinn „pneum- ococcus“ er mest áberandi af þeim sýkingum þar sem sýklalyfjaónæmi hefur myndast og hann smitast mest á leikskólum. Hluti af íhlut- andi aðgerðum gæti líka verið að draga úr smiti á leikskólunum, en það er eitt af því sem lítill gaumur hefur verið gefinn og litlar upplýs- ingar eru til um,“ segir Karl. Frakkar ofnota mest Hann segir að auk þeirra landa sem áður voru nefnd, njóti rann- sóknin stuðnings aðila við Rockefeller-háskóla í Bandaríkjun- um og einnig rannsóknaraðila í Berlín í Þýskalandi. Ofnotkun sýklalyfja og um leið sýklalyfjaó- næmi er talið vandamál í öllum þeim löndum sem að rannsókninni koma, síst þó í Svíþjóð, sem nálgast verkefnið með talsvert öðrum hætti en fulltrúar hinna landanna, að sögn Karls. Mest er sýklalyfjanotkunin og ónæmið í Frakklandi og Israel er þar á eftir, þá í Portúgal, á Islandi og loks Svíþjóð, en þá er sýklalyfja- notkun og tilvik sýklalyfjaónæmis miðuð við höfðatölu. „Sýklalyfjanotkunin segir ekki alla söguna um sýklalyfjaónæmi, það er ekki þannig að tilfellum ónæmis íjölgi í beinu hlutfalli við aukna notkun lyfjanna. Aðrir þættir hafa talsverð áhrif, þar á meðal hversu hátt hlutfall bama í viðkom- andi landi sækir leikskóla, hlutfall bama í heildaríbúafjölda, hversu mikið þau dveljast innandyra í stór- um hóp í þröngu húsnæði og svo framvegis, þar sem þetta tengist tíðni öndunarfærasýkinga og kvefs, svo eitthvað sé nefnt,“ segir Karl. Brýn þörf á rannsókn Rannsóknin yrði bundin við þau lönd sem að henni standa og kveðst Karl vonast til að Evrópusamband- ið sýni henni velvild, enda telji hann brýna þörf á að rannsaka þá þætti sem um ræðir og stemma stigu við sýklalyfjaónæmi og sýklalyfjanotk- un. Sótt er um styrk frá ESB sem nemur um 15 milljónum króna fyrir hvert aðildarland rannsóknarinnar, eða fimm milljónir króna fyrir hvert ár sem hún á að standa. Karl segir að fyrir utan ísland njóti rannsóknin stuðnings frá aðilum í hverju landi fyrir sig, en hann von- ist til að stofnanir hérlendis á borð við RANNIS sýni verkefninu nauð- synlegan áhuga til að hægt sé að hrinda því í framkvæmd af fullum þunga. Fimmtíu kennara- stöður lausar UM fimmtíu kennarastöður eru lausar við grunnskóla Reykjavíkur, að sögn Gerðar G. Óskarsdóttur, fræðslu- stjóra Reykjavíkur, og að auki vantar um 90 aðra starfsmenn við skólana, svo sem skólaliða, skrifstofufólk og húsverði. Þessi vandi blasir við þrátt fyrir að yfir 95% þeirra kenn- ara sem sögðu upp störfum sínum fyrr á árinu séu búin að draga uppsagnir sínar til baka. Gerður segir að erfiðlega hafi gengið að manna kenn- arastöður við grunnskóla Reykjavíkur undanfarin ár og að útlit sé íyrir að svo muni verða næstu árin, verði ekkert að gert. „Mjög miklar breyt- ingar eru að verða á skóla- starfinu þessi árin. Skóladag- urinn er að lengjast, þjóðinni fjölgar og fleiri skólar bætast við.“ Auk þess, segir Gerður, hefur samtals 70 nýjum stöðu- gildum verið komið á innan skólanna í Reykjavík undan- farin tvö ár í þeim tilgangi að gera skólastarfið sveigjan- legra. - emu öðru Ukt! DELHI - AGRA - JAIPUR í jylgd tveggja kunnáttumanna opnar Heims- klúbburinn þér hlið INDLANDS við bestu aðstœður á ótrúlegu verði - á besta tíma ársins- 3.-10. október (sól - ca 26C.) Gullið tœkifœri, kemur ekki aftur. Eina Indlandsferðin í 10 ár. Sœti fást enn á tilboðsverði, sé staðfest um leið. PIUM/U* - Takmarkaður fjöldi. Breytt ferli lánsum- sókna í gildi 20. ágúst FYRIRHUGAÐAR breytingar á ferli lánsumsókna íbúðalána íbúða- lánasjóðs munu taka gildi 20. ágúst næstkomandi. Þá munu væntanlegir íbúðakaupendur hefja kaupferil sinn með greiðslumati í banka eða spari- sjóði. í stuttu máli er ferlið þannig að niðurstaða greiðslumatsins, sem gildir í hálft ár, er sent íbúðalána- sjóði á rafrænan hátt. Ef kaupandi ætlar að fjármagna íbúðarkaup með viðbótarláni leitar hann til viðkom- andi húsnæðisnefndar, eftir að hann hefur fengið greiðslumat, en áður en hann gerir kauptilboð í fasteign. Húsnæðisnefnd metur umsóknir um viðbótarlán og kallar eftir frek- ari gögnum ef þörf er á og gefur út lánsloforð þar sem fram kemur há- marksfjárhæð viðbótarláns og há- markshlutfall. Nauðsynlegt er að húsæðisnefndir gefi út lánsloforð á grundvelli greiðslumats viðkom- andi kaupanda. Slíkt loforð gæti þó gilt í styttri tíma, t.d. einn til þrjá mánuði. Þá leitar kaupandi fasteignar og gerir kauptilboð á grundvelli greiðslumats og lánsloforðs fyrir við- bótarláni. Fasteignasali sendir stað- fest kauptilboð í eignina ásamt til- skildum gögnum til Ibúðalánasjóðs í umboði íbúðarkaupenda. íbúðalána- sjóður ber saman kauptilboð og greiðslumat sem borist hefur raf- rænt frá banka eða sparisjóði. Láns- umsókn er samþykkt ef hún þykir fullnægjandi eða hafnað ef skortur er á fylgigögnum eða ef kaupverð er hærra en greiðslumat gerir ráð fyrir. Að þessu loknu gengur íbúðalána- sjóður írá fasteignaverðbréfi og af- hendir fasteignasala, fasteignaveð- bréfi er þinglýst og síðan skipt fyrir húsbréf. Að sögn Halls Magnússonar, yfir- manns gæða- og markaðsmála íbúðalánasjóðs, hafa verið haldnir kynningarfundir með starfsfólki banka, sparisjóða og fasteignasala á höfuðborgarsvæðinu og verða sam- bærilegir fundir haldnir á Akureyri í næstu viku. „Meginkynningu er lok- ið og þjónustufulltrúar ættu að vera í stakk búnir að svara þeim spurning- um sem berast." Hallur segir eitt- hvað hafa verið spurt um nýja kerfið en gera mætti ráð fyrir holskeflu spurninga nú þegar opinber dag- setning er komin í ljós, en breyting- arnar verða kynntar almenningi með auglýsingum í næstu viku.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.