Morgunblaðið - 14.08.1999, Blaðsíða 64
64 LAU GARDAGUR 14. ÁGÚST 1999
MORGUNBLAÐIÐ
Jón Viktor g’erir jafn
tefli við Agdestein
SKÁK
VISA-störbikar
keppnin
I DAG
VELVAKAAPI
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15
frá mánudegi til föstudags
Lóðarúthlutun
í Laugardal
TILEFNI þessa bréfstúfs
eru áform borgarstjórnar-
meirihlutans í Reykjavík
um að útdeila tveimur lóð-
um undir stórhýsi í Laug-
ardalnum.
Það verður að játast, að
það er fyrst að renna upp
núna fyrir mér sú stað-
reynd, að R-listinn sé í
raun tilbúinn til að ganga
þvert á vilja meirihluta
kjósenda í borginni með
þessari lóðaúthlutun. Þó
að ég sé ekki R-listamað-
ur, þá hef ég alltaf litið á
Ingibjörgu Sólrúnu, borg-
arstjóra, sem skarpgáfaða
manneskju, sem hefði eðl-
isgreind til þess að finna
hug kjósenda í hinum
ýmsu málum. En nú virð-
ist sem að henni sé alvar-
lega farið að förlast í þess-
um efnum.
Röksemdir um að um-
ræddar lóðir séu búnar að
vera inni í byggingar-
skipulagi síðan 1962, eru
án nokkurs vefa réttar.
Gallinn er sá að þær eru
einskis nýtar árið 1999.
Borgarbúar láta ekki
segja sér, að skipulagið sé
meitlað í stein og óum-
breytanlegt frá þeim tíma
er aðstæður og hugsun
voru allt aðrar en í dag.
Ibúar Reykjavíkur og ná-
grennis, sem og gestir í
borginni vilja hafa Laug-
ardalinn í því hlutverki
sem hann gegnir í dag,
það er, sem útivistar- og
íþróttaparadís. Fullyrði
ég, að vilji meirihluta
þeirra sem taka afstöðu í
þessu máli stendur þvert
gegn hugsun borgar-
stjórnarmeirihlutans og
hvet ég Ingibjörgu Sól-
rúnu, borgarstjóra, til að
skoða hug sinn betur í
þessu máli. Trú mín er sú
að borgarstjóri sé það
mikil persóna, að hún
hlusti á borgarbúa og aðra
í þessu máli.
Að lokum vil ég hvetja
alla þá sem láta mál þetta
sig varða, að viðra skoðun
sína, hver sem hún kann
að vera, og stuðla þannig
að lýðræðislegri þátttöku
borgaranna í málefnum
þjóðar og lands.
Þórarinn Jóh.
Jónsson,
kt.: 011260-4979.
Frímerkjaskipti
ÉG er með mikið af frí-
merkjum frá Danmörku,
Þýskalandi og Noregi
ásamt öðru. Ég vil mjög
gjarnan skipta á þeim og
frímerkjum frá íslandi,
bæði gömlum og nýjum.
Aðeins gæðavara kemur
til gi’eina. Áhugasamir
vinsamlega hafið samband
við:
Ingolf Thorup,
Lavgade 22-1,
6200 Ábenrá,
Danmörk.
Tapað/fundið
Simo-kerra týndist
GRÁ Simo-bamakerra
týndist við Vitastíg í
Reykjavík í síðustu viku.
Þeir sem hafa orðið varir
við kerruna hafí samband
í síma 568 4338.
Loftnetstoppur
týndist á Norðurlandi
LOFTNETSTOPPUR
um 1 m að lengd stállitað-
ur með spólu í miðjunni
týndist af bíl 11. ágúst á
leiðinni frá Hagkaups-
plani á Akureyri til Mý-
vatns. Finnandi hafí sam-
band í síma 898 7066 eða
553 5073.
Dýrahald
Læða í óskilum
FJÓRLIT læða, sem er
gul, svört, hvít og grá, er
í óskilum síðan á mánu-
dag. Eyrnamerkt í hægra
eyra og klippt í vinstra.
Upplýsingar í síma
557 8078.
SKAK
Umsjón Margeir
Pétursson
Staðan kom upp á
heimsmeistaramótinu í
Las Vegas sem nú stend-
ur yfir. Valery Salov
(2.655), Rússlandi, var
með hvítt, en Brasilíumað-
urinn Milos (2.585) hafði
svart og átti
leik.
35. - Rd3!
36. Rb6 -
Hxe2 37.
Rxd7
Rf2+ og Sa-
lov gafst
upp. Milos
náði því að
slá hann út
úr mótinu
og voru það
óvænt úrslit.
SVARTUR leikur og vinnur.
HOGNI HREKKVISI
, T/cfr/i’ i&e/A'r- ertqrí. nema, S/sí ab
Snertcn, S/g •"
Víkverji skrifar...
Danmörk 5.-20. ágúst
JÓN Viktor Gunnars-
son heldur áfr'am að
koma á óvart á lokamóti
VISA-stórbikarkeppn-
innar í Danmörku. I sjö-
undu umferð gerði hann
jafntefli við norska stór-
meistarann Simen Ag-
j destein sem er stiga-
hæsti skákmaðurinn á
mótinu, er með 2.580
stig. Jón Viktor hefur nú
teflt við stórmeistara í
sex af sjö umferðum
mótsins og er með 50%
árangur gegn þeim. M.a.
sigraði hann sænska
stórmeistarann Ralf
Ákesson. Dönsku skipuleggjendurnir
hafa sagt að þessi góði árangur Jóns
Viktors sé það sem hafí komið
ánægjulegast á óvart í mótinu. Helgi
Áss gerði einnig jafntefli í sjöundu
umferð, en hann tefldi við sænska
stórmeistarann Jonny Hector. Helgi
Ólafsson vann hins vegar auðveldan
sigur gegn Torbjom R. Hansen.
> Staðan á mótinu er þessi að sjö
umferðum loknum:
1.-3. Sune Berg Hansen 5 v.
1.-3. Simen Agdestein 5 v.
1.-3. Tiger Hillarp Persson 5 v.
4.-5. Helgi Áss Grétarsson 4 v.
4. -5. Einar Gausel 4 v.
6.-7. Helgi Ólafsson 3Vz v.+
6.-7. Ralf Ákesson 3!4 v.+
8.-11. Jón V. Gunnarsson 3'A v.
8.-11. Lars Schandorff 3V4 v.
8.-11. Heikki Westerinen 3Vz v.
8.-11. Jonny Hector 3Vz v.
12.-13. Torbjorn R. Hansen lVz v.
12.-13. Nikolaj Borge l'A v.
14. Heini Olsen 1 v.
Heimsmeistaramótið
Fyrri skákinni í fímmtu umferð
heimsmeistaramótsins í Las Vegas
er lokið. Urslit urðu þessi:
V. Kramnik - M. Adams VzrVz
V. Akopian - S. Movsesian Vz-Vz
A. Khalifman - J. Polgar 1-0
L. Nisipeanu - A Shirov Vz-Vz
Þetta leit að sumu leyti út eins og
hvíldardagur hjá flestum keppend-
um og skákirnar vom stuttar.
Nisipeanu og Shirov tefldu skák sem
var spennandi og Nisipeanu fórnaði
tveimur mönnum. Þeir sömdu um
jafntefli eftir 23 leiki, en allt hafði
þetta reyndar sést áður í skákinni
Vitalins - Yuferov í Moskvu 1972.
^ Hannes Hlífar Stefánsson er nú
kominn til landsins frá Las Vegas og
hefur skýrt athyglisverða skák
þeirra Kramniks og Topalovs.
Kramnik - Topalov
Heimsmeistaramótið í skák er
haldið í Las Vegas á Caesar Palace,
einu stærsta hóteli heims. Þess má
geta að herbergin era um 3.500 og
starfsmenn hótelsins 5.500! Margir
af frægustu boxbardögum heims
hafa farið fram á þessum stað. Að-
stæður á keppnisstað gerast ekki
betri.
í fjórðu umferð áttust við þeir
Kramnik og Topalov. Kramnik er
einn af fáum skákmönnum sem tald-
ir era geta ógnað veldi Kasparovs.
> Reyndar lýsti Kasparov því yfir fyrir
nokkram árum að vel gæti verið að
hann yrði arftaki sinn. Eftir tvær
kappskákir stóðu leikar jafnir og í
fyrstu atskákinni, sem skýrð er hér á
eftir, kom upp móttekið drottningar-
bragð. Kramnik náði yfirburðastöðu
eftir byrjunina, en Topalov varðist
eins og berserkur. Éftir miklar
sviptingar kom upp þekkt jafnteflis-
staða, en svo fór að lokum að Topa-
lov fataðist flugið og Kramnik sigr-
aði. í seinni skákinni komst Topalov
lítið áleiðis gegn Kramnik og
* Kramnik vann einnig þá skák.
Hvítt: Vladimir Kramnik
Svart: Veselin Topalov
Drottningarbragð [D28]
l.d4 d5 2.RÍ3 e6 3.c4 dxc4 4.e3 Rf6
5. Bxc4 c5 6.0-0 Rc6 7.De2 a6 8.a3 Al-
gengara er 8.Hdl eða 8.dxc5, en hvít-
ur hyggst svara b5 með 9.Ba2.
8...cxd4 9.Hdl b5 10.Ba2 d3?! Svartur
j tapar dýrmætum tíma með þessum
leik. Betra er 10...Be7. ll.Hxd3 Dc7
12. e4! Rétta leiðin til að nýta sér betri
liðskipan. 12...Rg4 Ekki 12...Bd6?
13. Hxd6 Dxd6 14.e5 og hvítur vinnur
tvo menn fyrir hrók. 13.h3 Rge5
14. Rxe5 Dxe5 15.Be3 Býður upp á
peð sem verður að teljast vafasamt að
þiggja því þá kæmist
riddarinn á c3 með leik-
vinningi og í stríði geng-
ur ekki að allir mennim-
ir sitji heima! 15...Bb7?!
Betra er 15...Be7.
16.Rc3 Bc5 17.Hadl 0-0
18.f4 Bxe3+ 19.Dxe3
Db8 20.Hd7 Með ein-
faldri taflmennsku hefur
Kramnik náð yfirburða-
stöðu. 20...Bc8 21.H7d6
Re7 22.Khl Kramnik
velur frekar rólega áætl-
un, en hafa ber í huga að
svartur á erfitt með að
bæta stöðuna. 22...Dc7
23.Dg3 Kh8! Nú fer
Topalov að verjast eins
og berserkur! 24.h4 Rg8 25.Bbl Bb7
26.Hd7 Dc6 27.e5 Dc8 Kramnik getur
nú valið milli margra vænlegra leiða,
en ekki liggja allar leiðir til Rómar!
28.f5 Einnig kemur 28.Be4 eða
28.Re4 til greina. 28.Dd3 er freist-
andi leið, 28...g6 og nú lítur 29.h5 af-
ar vænlega út því ef 29...Bc6 30.hxg6
hxg6 (ekki 30...Bxd7 út af 31.g7+)
31.Dh3+ Kg7 32.Bxg6 Kxg6 33.Í5+
exfb 34.Hld6+ Kg7 35.Dg3+ Kh7
36.Dg6+ Kh8 37.Dh5+ og svartur
verður mát. 28...exf5 29.Bxf5 Db8!
Ef 29...Rh6 er 30.Bbl óþægilegur
með hugmyndinni Dd3. 30.Be4 Bxe4
31.Rxe4 De8 32.Hld6 Re7 33.Rf6
Rf5 34.Df4 gxf6 35.Dxf5 Dxe5
36.Dxf6+ Dxf6 37.Hxf6 Kg7 38.Hf5
h6 39.Kh2 Þegar Topalov virðist
sloppinn úr klóm Kramniks leikur
hann af sér peði. 39...Had8? Eftir
39...Hac8 er staðan einfaldlega jafn-
teflí. 40.Hfxf7+ Hxf7 41.Hxd8 He7
42.Hd6 Hér er 42.b4! sterkt því ekki
gengur 42...He3 út af 43.Hd7+ Kg6
44.Hd6+. 42...He3! 43.Hxa6 Hb3
44.Hb6 Hxb2 45.a4 b4 46.Kg3 b3
47.KÍ4 Ha2 48.Kf5 Hxa4 49.Hb7+
Kg8 50.g4 Ha6 51.Hxb3
51? Kg7?! Einfaldasta jafnteflisleiðin
er 51...Ha5+ 52.Kg6 Ha6+ 53.Kh5
Hc6 og hvítur kemst ekkert áfram.
52.Hb7+ Kg8 53.He7 Ha5+ 54.He5
Ha4 55.He4 Ha7 56.KÍ6 Hg7?? Leik-
ur af sér skákinni. Eftir 56...Ha6+
57. He6 Ha4 58.g5 hxg5 59.hxg5
Hf4+ 60.Kg6 HÍ8 er komin upp
þekkt jafnteflisstaða. 57.He8+ Kh7
58. He7 Hxe7 59.Kxe7 Kg7 60.h5 1-0
Skákmót á næstunni
Tilkynningar um skákmót og aðra
skákviðburði sendist til skákþáttar
Morgunblaðsins með a.m.k. viku íyrir-
vara. Tölvupóstfangið er dadi@vks.is.
Einnig má senda athugasemdir við
skákþættina á sama póstfang.
18.8. Borgarskákmótið kl. 16
21.8. SH útimót í Firði kl. 14
27.8. Skákþing Kópavogs
31.8. SÞÍ landsliðsflokkur
31.8. SÞÍ kvennaflokkur
Daði Örn Jónsson
Hannes Hlífar Stefánsson
ÍKVERJI las blaðagrein í
Morgunblaðinu nú í vikunni
þar sem höfundur gerir athuga-
semdir við þá fullyrðingu frétta-
manns Ríkisútvarpsins að þjóðhá-
tíð Vestmannaeyja nú í sumar
hefði verið sú síðasta á þessari öld.
Sjálfur hefur Víkverji enn ekki
gert það upp við sig hvort hann
ætlar að halda upp á aldamótin um
næstu áramót eða bíða með það
þangað til árið 2001 rennur upp.
Óneitanlega verða það mikil um-
skipti þegar talan tveir kemur í
staðinn fyrir einn fremst í ártalinu
og eðlilegt að menn freistist til
þess að fagna nýrri öld þegar árið
2000 gengur í garð. En stærðfræð-
ingar og talnaspekingar hafa leitt
rök að því að ný öld hefjist ekki
fyrr en árið 2001, enda sé talan
einn upphaf talnagildanna. Þetta
hefur ruglað Víkverja, og marga
fleiri, í ríminu.
Víkverji hefur alltaf haft til-
hneigingu til að reiða sig á þekk-
ingu sérfræðinga, á flestum svið-
um. Þess vegna væri eðlilegast af
honum að fallast orðalaust á rök-
semdarfærslu stærðfræðinganna
varðandi aldamótin og þá talna-
speki sem felst í því að líta á töluna
1 sem upphafstölu og 0 fyrir tákn
um ekki neitt! Samt er hann ekki
sannfærður hvað varðar aldamóta-
spuminguna. Tölvumar virðast
líka vera á öndverðum meiði við
stærðfræðingana og líta á töluna 0
sem upphafstölu og af því stafar
svokallaður „aldamótavandi" í
tölvuheiminum, sem menn þurfa að
glíma við þegar árið 2000 gengur í
garð. Það vandamál er hins vegar
efni í margar lærðar greinar og
verður ekki farið nánar út í þá
sálma hér. Talan 0 er líka upp-
hafstala á málböndum og tommu-
stokkum og markar því upphaf
allra mælieininga.
Kristnir menn miða tímatal sitt
við fæðingu Jesú Krists, þótt ekk-
ert sé vitað með vissu hvenær hann
var í heiminn borinn. Þegar bam
fæðist í heiminn verður það ekki
eins árs fyrr en eftir að hafa lifað í
365 daga. Fyrstu klukkutímana í
lífi sínu er það 0 daga gamalt og
telst ekki hafa lifað í einn dag fyrr
en 24 tímum eftir að það fæðist. Er
þá ekki eðlilegt að líta á töluna 0
sem upphafstölu í lífí barnsins? Má
ekki með sömu rökum líta svo á að
ný öld „fæðist“ þegar árið 2000
gengur í garð? Hvað sem því líður
geta menn með góðri samvisku
haldið upp á það um næstu áramót
að 2000_ ár eru liðin frá fæðingu
Krists. í ljósi þess skiptir þá ekki
höfuðmáli hvort árið 2000 er
„fræðilega" síðasta árið á 20. öld
eða fyrsta árið á 21. öldinni.
XXX
ÍKVERJI rakst nýlega á for-
vitnilegan pistil í júníhefti
Fréttabréfs Háskóla íslands. Þar
var frá því greint að á rykföllnu
háalofti í vesturálmu aðalbyggingar
Háskólans hafi um langa hríð verið
geymdar tvær helgrímur, önnur af
Einari Benediktssyni skáldi og hin
af konu sem enginn vissi hver var. í
pistlinum segir að á háalofti þessu
séu varðveittar gamlar árbækur og
kennsluskrár HI og er það sjaldan
sem einhver á leið þangað upp. Hel-
grímur þær sem geymdar eru á
háaloftinu hvíla hvor um sig í gler-
kassa sem glerlok er skrúfað á.
Glerkassi Einars var merktur nafni
hans en kassinn utan um helgrímu
konunnar var ómerktur. Eftir að
kassinn var opnaður kom eftirfar-
andi áletrun í Ijós: „Helgríma frú
Bríetar Bjarnhéðinsdóttur er lézt
16. marz 1940, 83 ára að aldri. Rík-
harður Jónsson gerði myndina.“
í framhaldi af þessu skrifar
greinarhöfundur í Fréttabréfi HÍ:
„Hvernig á því stendur að helgrím-
ur þessa merkisfólks hafa legið ár-
um saman og öllum gleymdar uppá
háalofti í Háskóla Islands veit ég
ekki, en verið getur að einhver les-
andi Fréttabréfsins þekki söguna á
bak við helgrímurnar og eru allar
upplýsingar um það vel þegnar.“
Víkverji bíður spenntur eftir
næsta Fréttabréfi HI í trausti þess
að einhver hafi gefið sig fram og
varpað ljósi á málið. Ef til vill er
líka einhver, sem þessar línur les,
sem þekkir söguna á bak við hel-
grímurnar?
Jón Viktor Gunnarsson