Morgunblaðið - 14.08.1999, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 14.08.1999, Blaðsíða 18
18 LAUGARDAGUR 14. ÁGÚST 1999 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Opiö mán,- fim. 10.00 - 18.30 fös. 10.00-19.00 lau. 10.00- 18.00 Textavarp síSa 690 • símsvari: 588-7788 • upplysingar@kringlan.is KRINGMN Sigurður Einarsson, forstjóri Kaupþings hf., um viðskipti með hlutabréf í FBA og Skýrr Hluti af virkri eignastýringu „ÞAU viðskipti sem vísað er til eru þess eðlis að á tilteknum degi er samið um hvort tveggja í senn, kaup og sölu verðbréfa, þó að því tilskyldu að skilyrði skapist tii þess að viðskiptin geti orðið virk. Þannig er kaup- og sölugengi ákvarðað samtímis eða á samningsdegi. Þeg- ar viðskiptin verða virk, ganga samningsákvæðin eftir og samn- ingsskilmálum er þar með fullnægt. Keypt gagngert til endursölu Uppgjörsdagur er því í raun sá sami og samningsdagur, söluskuld- bindingin er gerð um leið og kaupin eru ákveðin og er hluti þeirra. Bréfin eru keypt, gagngert til end- ursölu sem ákveðin er þá þegar, eða um leið og kaup. Það er því að minni hyggju vart rétt að lýsa þessu sem kaupum úr eignasafni, því samningarnir gera ekki ráð fyr- ir að bréf sem sæta viðskiptum þessum, verði hluti sliks safns,“ segir Sigurður Einarsson, forstjóri Kaupþings hf., í svari við fyrir- spum Morgunblaðsins um það hvort Kaupþing hefði næstu daga á eftir útboði á hlutabréfum í Fjár- festingarbanka atvinnulífsins hf. (FBA) og Skýrr hf. í tengslum við einkavæðingu fyrirtækjanna, keypt hlutabréf í þeim hlutafélögum úr eignasafni viðskiptavina sinna í virkri eignastýringu. Söluhagnaður fyrirfram tryggður án áhættu Sigurður segir að hagsmunum viðskiptavina Kaupþings sé þjónað með því, að þeim sé tryggður tiltek- inn og fyrirfram ákveðinn sölu- hagnaður, burt séð frá verðþróun á hlutabréfamarkaði sem gæti orðið neilwæð. „Áhætta þeirra er því engin; hagsmunir þeirra ráðast ekki af þróun undirliggjandi þátta, heldur er þeim lofað besta verði sem í boði er þann dag, sem samningurinn er gerður," segir Sigurður. Hann seg- ir að viðskipti með verðbréf sem ekki hafa neina áhættu í för með sér, gefi að jafnaði lægri ávöxtun en áhæj-tuviðskipti geta gefið. „Áhættuviðskipti kunna jafn- framt að hafa stórfellt tjón í för með sér. Þessar alkunnu stað- reyndir má sjá endurspeglast í framanrakinni lýsingu. Hluti af virkri eignastýringu er að stunda hvort tveggja á grundvelli eðlilegs meðalhófs, sem þó getur sætt mis- munandi mati eftir þeirri fjárfest- ingarstefnu, sem viðskiptamenn marka sér,“ segir Sigurður og bætir við að enginn kjósi botnlausa áhættu og fáir séu svo varfærnir að hún megi alls engin vera. Aðvara ekki um einstök kaup „Á þessum forsendum leitast Kaupþing hf. við að þjóna hagsmun- um viðskiptamanna sinna og telur þær fyllilega samræmast fyrirmæl- um 15. gr. laga um verðbréfavið- skipti,“ segir Sigurður en Morgun- blaðið beindi einnig þeirri spurningu til Kaupþings hvernig viðskiptin með hlutabréf í FBA og Skýrr hafi samrýmst 15. grein laga nr. 13/1996, sem m.a. kveður á um að fyrirtæki í verðbréfaþjónustu skuli kappkosta að gæta fyllstu óhlutdrægni gagn- vart viðskiptamönnum sínum. „I samningum um eignastýringu, era meginlínur lagðar og fjárfest- ingarstefna mörkuð. Á því stigi er leitast við að veita viðskiptamönn- um, að teknu tilliti til þekkingai- þeirra, greinargóðar upplýsingar um þá kosti sem þeim standa til boða, en það er ekki ætlast til þess að einstakar ákvarðanir um hver stök kaup og hverja sölu séu bornar undir viðskiptamenn. Krafa í þá veru stríðir gegn eðli þessara samn- inga,“ segir Sigurður Einarsson að lokum. -fJL JARÐBORANIR §§ úr milliuppgjöri 1999 HF JAN.-JÚNl JAN.-JÚNl Rekstrarreikningur Miiijónir króna 1999 1998 Breyting Rekstrartekjur 506,1 264,5 +91,3% Rekstrargjöid 435,9 227,5 +91,6% Rekstrarhagnaður án fjármagnsliða 70,2 37,0 +89,7% Fjármunatekjur 4,8 2,4 100,0% Hagnaður fyrir skatta 75,0 39,4 +90,4% Reiknaðir skattar -27,0 -5,8 +365,5% Hagnaður tímabilsins 48,0 33,6 42,9% Efnahagsreikningur Miiijónir króna 30/06 '99 31/12 '98 Breyting | Eignir: | Veltufjármunir 317,9 282,1 +12,7% Fastafjármunir 592,6 374,7 +58,2% Eignir samtals 910,5 656,8 +38,6% I Skuldir otj eigið fé: \ Skammtímaskuldir 132,8 63,8 +108,2% Tekjuskattsskuldbinding 37,4 4,1 - Eigið fé alis 665,1 588,9 +12,9% Hlutafé 259,6 259,6 0,0% Skuldir og eigið fá samtals 910,6 656,8 38,6% Kennitölur og sjóðstreymi 1999 1998 Eiginfjárhlutfall 73,0% 89,7% Veltufjárhlutfall 2,4 4,4 ; +61,3% Veltufé frá rekstri Milljónir króna 92,1 57,1 Jarðboranir hf. skila 48 milljóna króna hagnaði HAGNAÐUR Jai'ðborana hf. á fyrstu sex mánuðum ársins 1999 var 48 milljónir króna, samanborið við 33,7 milljónir árið á undan og nam hagnaðurinn 9,5% af heildar- tekjum fyrirtækisins. Heildarvelta fyrstu sex mánuðina var 506 millj- ónir króna og jókst um 91% frá sama tíma í fyrra. Rekstrargjöld námu 435,9 milljónum á fyrri hluta ársins 1999 samanborið við 227,5 milljónir 1998. Rekstrarhagnaður fyrir tekju- og eignarskatt var 75 milljónir króna, en var 39,4 milljón- ir árið áður. Samkvæmt upplýsingum Bents Einarssonar, framkvæmdastjóra Jarðborana hf., hafa áætlanir fé- lagsins um framkvæmdir gengið upp og ytri skilyrði hafa verið fé- laginu hagstæð. Aukningu á veltu megi einkum rekja til fram- kvæmda sem tengjast vaxandi áhuga á virkjun háhita til raforku- framleiðslu, auk þess sem erlend verkefni hafi aukist mjög miðað við árið á undan. Aðgerðir til eflingar „Afkoma félagsins er í samræmi við þær rekstraráætlanir sem gengið var frá í upphafi árs. Af- koman byggir á markvissum að- gerðum til eflingar starfsemi fyr- irtækisins, innanlands sem utan, sterkri samkeppnisstöðu og ekki síst hagræðingu sem leitt hefur til betri nýtingar og lækkunar kostn- aðar á ýmsum sviðum." Bent segir afkomu Iceland Drill- ing (UK), dótturfélags Jarðborana hf., vera ánægjulega og stór samn- ingur á Azoreyjum, sem nýlega var greint frá í Morgunblaðinu, geri fé- laginu kleift að sækja fram af krafti á nýjum og spennandi vett- vangi. Tekjur af starfsemi Jarðbor- ana hf. ytra voru um 17,5% af heildartekjum á fyrri helmingi árs- ins 1999. Borað á Nesjavöllum Helstu verkefni Jarðborana hf. á þessu ári eru borun eftir gufu fyrir Orkuveitu Reykjavíkur á Nesja- völlum, framkvæmdir í Kröflu vegna stækkunar Kröfluvirkjunai' íyrir Landsvirkjun og borun á nýju jarðhitasvæði í Öxarfii-ði fyrir Is- lenska orku ehf.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.