Morgunblaðið - 14.08.1999, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 14.08.1999, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. ÁGÚST 1999 37 MARGMIÐLUN Leit að leitarvélum ALLIR sem einhverntímann rata inn á Netið fara snemma að nota svonefndar leitarvélar til að finna það sem þeir hafa áhuga á í upplýs- ingaflóðinu sem þar er að finna. Eftir því sem Vefnum vex fiskur um hrygg fjölgar vefsíðum, nálgast óðfluga milljarðinn, en ekki hafa leitarvélar fylgt eftir og ná yfir sí- fellt minna hlutfall af Vefnum. Leit- arvélar eru fjölmargar á Vefnum og bætist sífellt við enda eftir miklu að slægjast; besta leitarvélin má búast við að fá tugi milljóna heimsókna á dag og getur gefið af sér góðar tekjur af auglýsingum. Fyrir skemmstu var sett upp ný leitarvél sem hefur það markmið að leita í öllum síðum á Vefnum. Hún kallast Alltheweb, www.alltheweb.com/, sem útleggst Allur Vefurinn, og er frá norsku fyrirtæki sem kallast Fast. Hugmyndin kviknaði í tækni- háskólanum í Þrándheimi og nú eru 200 milljón síður komnar í safnið sem er talsvert meira en aðrar leit- arvélar. Samkvæmt nýlegri könnun eru á Vefnum um 8.000 milljón síður, um 15 terabæti af gögnum og um 180 milljón myndir. Þó fjölmiðlum sé gjarnt að gera mikið úr klámefni á Vefnum, þá er slíkt innan við hálft annað prósent af því sem á vefnum er að finna. 83% allra vefsíðna eru á vegum fyrirtækja, en um 6% eru síður á vegum skóla eða vísinda- stofnana. Leitarvélar á Vefnum eru legíó og fjölgar ört. Flestar byggjast þær á því að forrit sem kallast köngurló fer um Vefinn og tínir saman heimasíður sem það rekst á, les síðuna ofan í gagnagrunn og fer síðan á allar slóðir sem á síðunni eru, les þær síður og svo koll af kolli. Gefur augaleið að ekki er hægðarleikur að safna upplýsing- unum saman þegar síðurnar nálg- ast milljarðinn og öflugur gagna- grunnur þarf að vera á bak við gagnasafn sem nær yfir á annan tug terabæta. Alta Vista, www.altavista.com, var sett af stað af tölvufyrirtækinu Digital til að sýna fram á yfirburði Alpha örgjörvans sem Digital fram- leiddi. Fljótlega varð Alta Vista stærsta leitarvélin, þó ekki hafi hún talist með bestu leitarvélum, þ.e. skila gagnlegustu niðurstöðunni. Fyrr á þessu ári fór síðan önnur leitarvél, Northern Light, www.northernlight.com, sem er til- tölulega ný af nálinni, framúr Alta Vista hvað síðufjölda varðar; í maí síðastliðnum náði Northern Light Stöðugt fjölgar síðum á Vefnum og nálgast óðfluga milljarðinn. Til að henda reiður á því sem þar er nýta menn hugbúnað sem kallast leitarvélar. Arni Matthíasson kynnti sér nýja leitarvél sem hyggst bjóða upp á leit í 800 milljón síðum á næsta ári. - Zio2?.om )JRECTORIES Uitomotiv’e AsK ARaVteta" a question. Or enter a fewwords ín j ony language SeðtChfOf: VWt.P»ð«í VWto Aj*o Example Wli.it t$ the capitai of Sudan? altavista channels - my fltaVisfr**1* - Etoaiæs*** * Inísi - * figtssts * &aMö * item - £nteft9inmgpt USEFUL TOOLS - F.ðit!i{y..Fiiter - - TBmstefion - Yellow Paaes - Peopie Finder - Mms - Usenet- Free Emait ímBi & lonigAfoinily y>l>ilSARoct<?ðtion PöWER SEARCH j ► Use our saarch tios to qetfaster. more reievant l resuits NEW MEDiA NOW : ► h&w. 3 .rwg .gopitprehfiP8hffi.wnl io.calh’.rgfgygnt i aar§.Qf!a.at.QmfcBgag.:.{!Éf.MðYi?fó, ; ► MaVlsta.finaiK£,ib£.fíffift:^.puroe íor j £gffla«Mosi» inftrmam NETWORK WGHLIGHTS IH.IRA SHQPPINfi FRQM 1 jRt Priffi CMnn nn ■ nntmlrui hirr-.tr Which car gets thebestmiieage? □ itondtCV □ Votkvftagw □ (kfö Metrú TRYTHESESEARCHES... MP3 • cúat- PfiHginfln-StoLttfoS- OUR SPONSORS ♦wgj?B.g.rs.9.nais,cgffl Flnti aauLsoáM , off aii, alfiyeatfay ai yfir 140 milljón síður en Alta Vista var þá með ríflega 128 milljónir. Nokkuð á eftir var síðan HotBot með rúmlega 95 milljónir, Snap 86 milljónir, Google! 70 milljónir, In- foseek 60 milljónir, Yahoo Inktomi 56 milljónir, MSN Web Search 51 milljón, Lycos 38 milljónir og Excite 30 milljónir. Allar hafa þær bætt verulega við sig síðan, meðal annars segjast þeir Northern Light menn komnir yfir 150 milljónir i dag, en engin leitarvél virðist bæta eins hratt við sig og Fast, sem er komin yfir 200 milljónir að sögn að- standenda. (Til eru einnig leitarvél- ar sem leita í leitarvélum, sjá til að mynda SawySearch, www.sawyse- arch.com/.) Fast Search & Transfer var stofnað í Ósló fyrir tveimur árum en starfsmenn eru um 60 manns í dag og markaðsvirði fyrirtækisins er um 40 milljarðar króna. Leitar- vélin og gagnagrunnur fyrirtækis- ins keyrir á Dell-tölvum og notar FreeBSD stýrikerfið, ókeypis gerð af Unix. Fast byggist á eigin leit- aralgrími sem fyrirtækið segir gera leitarvélina að þeirri hraðvirkustu sem um getur. Þegar leitarvélin var opnuð fyrir almenning í maí sl. voru um 80 milljón síður í safninu, en eru komnar yfir 200 milljónir í dag. Að sögn aðstandenda fyrirtækisins verða þær um 800 milljónir um mitt næsta ár og komnar yfir milljarð- inn síðla árs 2000. Innihaldið skiptir máli Þó miklu skipti að leitarvél nái yfir margar síður skiptir ekki minna máli að síður séu nýjar í safni hennar, en sem stendur ætla menn að það taki minnst sex mán- uði áður en ný síða er komin í grunn helstu leitarvéla. Þeir Fast- menn ætla að breyta þessu og segj- ast koma síðum ofan í grunninn að segja jafnóðum þegar leitarvél þeirra verður komin í fullan gang á næsta ári. Ekki er þó nóg að síðurnar séu margar eins og þeir þekkja gerst sem reynt hafa að leita að ein- hverju fyrirbæri sem á sér ólíka al- nafna. Nefna má sem dæmi enska orðið jaguar sem getur verið bif- reið, rándýr af kattarætt eða leikja- tölva sem var vinsæl vel í eina tíð. Vissulega má þrengja leitarskilyrði með þvi að bæta við í leitina orðum sem skýra nánar hvað við er átt, en það er þó ekki trygging fyrir því að síðurnar sem finnast séu gagnlegar eða byggðar á traustum grunni vís- indalegra staðreynda. Best er vitanlega ef einhver sem hægt er að treysta hefur farið yfír síðurnar og valið úr þær sem bestar eru og efnismestar. Til eru fjöl- mörg slík síðusöfn, til að mynda The Mining Company, www.miningco.com/ og Encyclopa- edia Britannica, www.ebig.com/, en einnig hafa menn sett fram skemmtilegar tilgátur um hvernig sé best að meta vægið út frá vali netnotenda sjálfra, enda eru þeir sjálfir sífellt að meta síðurmeð heimsóknum sínum. Ein aðferð sem menn eru þegar teknir að nota byggist á að nýta það mat til að gefa síðum einkunnir. Þannig eru til leitarvélar sem leita ekki bara að síðum heldur einnig að tengingum á viðkomandi síðum, því gera má því skóna að þær síður sem flestir hafa valið að vísa á hljóti að vera þær sem innihaldi bestu upplýsing- arnar. Einnig má meta sérstaklega þær síður sem vitna mest í síður sem fjalla um sama efni, enda eru þær þá lykilsíður ef svo má segja, síður sem gefa yfirlit yfir heimilidir um ákveðið efni og þá best að byrja þar í upplýsingaleitinni. Þegar eru menn teknir að gera tilraunir með leitarvélar sem byggjast á þessum hugmyndum og þó sá annmarki sé á að oft séu ekki nógu margar síður til til að ná yfir tiltekið efni, aukinheldur sem tíma tekur fyrir slíkar yfirsíður að myndast, þá er vöxtur Vefjarins svo hraður, hálf önnur milljón síðna bætist við á dag, að hann hentar sí- fellt betur fyrir aðferðir sem þessar á meðan leitarvélar ná að halda í við vöxtinn. Hvar þetta endar allt saman er ekki gott að segja, en flestir spá því að eftir tíu til fimmt- án ár eigi eftir að draga úr stækkun Vefjarins, en síður verða þá líkastil á tíunda milljarð. Linux-tölvur með PowerPC Á NÝLEGRI ráðstefnu Linux- manna í San Jose í Kalifomíu skýrði IBM frá þeirri ætlan sinni að gefa frjálsa notkun á móður- borðshönnun sinni fyrir PowerPC- örgjörva. Hingað til hefur Apple verið eina fyrirtækið sem framleitt hefur einkatölvur með PowerPC- örgjörvum, en það kann að breyt- ast. Fram að þessu hefur Apple setið eitt að borðtölvum sem nýta PowerPC-örgjörva, en um tíma framleiddu aðrir slíkar tölvur með leyfi Apple. Með því að gefa frjálsa notkun móðurborðshönnunarinnar er IBM aftur á móti að opna fyrir það að aðrir framleiðendur geti sett saman slíkar tölvur, en kynn- ingin á ráðstefnu þeirra Linux-vina bendir til þess að IBM-menn sjái það helst fyrir sér að framleiddar verði PowerPC-tölvur sem keyri LinuxPPC. Fram að þessu hafa menn þurft að kaupa tölvu frá Apple ef keyra á LinuxPPC. A ráðstefnunni sýndi IBM meðal annars 450 MHz G3 PowerPC-tölvu frá Apple sem keyrði LinuxPPC, en talsmaður fyrirtækisins skýrði frá því að nokkur fyrirtæki hefðu óskað eft- ir því að fá að nota móðurborðs- hönnunina í LinuxPPC-tölvur. IBM hyggst ekki framleiða móð- urborðin sjálft, en krefst einskis fyrir afnot af hönnuninni; öllum sé frjálst að fá afhentar allar upp- lýsingar og teikningar og einnig megi menn breyta henni að vild og bæta til að mynda við USB- stuðningi óski þeir þess. Þó ekki sé neinn byrjaður á að setja saman slíkar vélar spá IBM- menn því að skammt sé í fyrstu LinuxPPC-vélarnar sem ekki séu úr smiðju Apple, líklega komi þær á markað þegar snemma á næsta ári. Enn böggur í Office FYRIR skemmstu skýrði forrit- ari vestur í Bandaríkjunum frá því að hann hefði fundið alvar- legan bögg í Office hugbúnað- arvöndli Microsoft. Viilan er í Office 97 og getur að sögn skað- að gögn á tölvu viðkomandi, en engin dæmi eru um að slíkt hafi gerst og reyndar deilt um hvort böggurinn sé eins slæmur og menn vilja vera láta. Spænski forritarinn Juan Carlos G. Cuartango hefur verið ötull við að grafa upp bögga í hugbúnaði frá Microsoft og þá helst Explorer-vafra fyrirtækis- ins og sumir böggar bera meira að segja nafn hans. Hann segist hafa komist á snoðir um að hægt sé að spilla gögnum á hörðum disk notanda með því einu að vísa honum á ákveðna gerð af vefsíðu eða senda hon- um tölvupóst. Böggurinn felst í því að á öll- um Windows-tölvum er svo- nefnd „Jet“-gagnagrunnsvél og útgáfa 3.51 af henni er gölluð. Þannig er hægt að senda henni fyrirspurnir sem ræsa hugbún- að á tölvunni án þess að notand- inn komi vörnum við eða viti jafnvel af því. Þegar svo er komið er hægð að láta hugbún- aðinn sækja gögn að utan, til að mynda forrit sem gefur þeim sem vilja kost á að lesa það sem er á tölvunni, breyta því eða íjarstýra henni. Einnig er vitan- lega hægt að láta hugbúnað spilla gögnum. Ef notandi með Windows-vél og Expiorer-vafra fer inn á vef- síðu sem er með Word- eða Excel-skjal falið í sér les Ex- plorer skjalið án þess að spyrja kóng eða prest og eins og al- kunna er er hægt að selja inn í skjalið flókna fjölva sem gert geta ýmsan óskunda. Eins má senda tölvupóst sem inniheldur meinvætt svo dæmi séu tekin. Svo er um hnútana búið í Office að hugbúnaðurinn varar við ef fjölvar eru í viðkomandi skjali og gefur þannig notanda kost á að neita að fjölvinn sé keyrður, en það hefur ekkert að segja með bögginn nýja og ekki ráða vírusvarnaforrit við bögginn. Microsoft hefur ekki enn sent frá sér lausn á þessum vanda en segist munu gera það á næstu dögum. Þangað til geta lysthaf- endur sótt viðbót á vefsetur fyr- irtækisins, www.microsoft.com/security/Is sues/OffieeDocOpenTool.asp, sem varar við ef Explorer vill opna skjal sem falið er á vef- síðu. Þeir sem vilja geta kannað hvort þeir séu í hættu með því að leita að skjalinu ODBCJT32.DLL og kanna hvaða útgáfa það er með því að snialla á skjalið með hægri hnappi. Ef það er lægra en út- gáfa 4 er eins gott að hafa var- ann á sér. UTSALA - UTSALA - UTSALA 20-50% afsláttur Skartgrípir - gjafavara - stell - glös - hnífapör SILFURBÚÐIN Kringlan 8-12, sími 568 9066
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.