Morgunblaðið - 14.08.1999, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 14.08.1999, Blaðsíða 22
22 LAUGARDAGUR 14. ÁGÚST 1999 MORGUNBLAÐIÐ UR VERINU Morgunblaðið/Jim Smart AFLANUM landað úr Vigra RE á Grandagarði við Reykjavíkurhöfn. Vigri RE slær aflamet VIGRI RE landaði í vikunni stærsta frystifarmi sem íslensk- ur togari hefur landað þegar skipið kom að landi með 870 tonn af kolmunna. Vigri fékk aflann suðaustur af Þórsbankanum og veiðiferðin tók 24 daga. Sigurbjörn Krist- jánsson skipstjóri var að vonum hinn ánægðasti með túrinn. „Þetta var mjög fínt. Það var mikið að gera allan túrinn en ég er með góða áhöfn þannig að þetta blessaðist allt.“ Veiðin var jöfn og stöðug all- an tímann. Skipið var að fá 60- 70 tonn af koimunna á sólar- hring og er það sá afli sem þarf til að fá sem mest afköst út úr frystingunni. „Aflinn má helst ekki fara undir 60 tonn. Þá getum við ekki lengur keyrt vélarnar áfram á fullum afköstum en það gerðist ekki í þessum túr,“ segir Sigurbjörn. Þrátt fyrir mikinn afla fæst ekki mikið fyrir aflann. Sigur- björn segir að útgerðin sé að vinna ákveðið frumkvöðlastarf í þessum veiðum og það taki tíma að vinna upp markaði. „Það gæti verið ágætis framtíð í að veiða kolmunna til fryst- ingar. Það er ekki spurning en þetta tekur allt tíma.“ O p i ð : Laugardag k I - 10 - 16 Fiskvinnslufyrirtæki stofnað á Þingeyri Burðarás meðal stærstu eigenda EIGNARHALDSFELAGIÐ Burðarás er meðal stærstu eiganda í fiskvinnslufyrirtæki sem verður stofnað á Þingeyri í dag. Stofnun fyrirtækisins hefur verið í burðar- liðnum undanfarnar vikur og var smiðshöggið rekið á hana í gær þeg- ar Byggðastofnun samþykkti ein- róma fyrirhugaða tilhögun. Auk Burðaráss verða útgerðar- fyrirtækið Vísir hf. í Grindavík, Tryggingamiðstöðin og Byggða- stofnun stærstu eigendur nýja fyr- irtækisins. Að sögn Egils Jónsson- ar, stjómarformanns Byggðastofn- unar, munu vestfirskir einstakling- ar einnig koma að stofnun félagsins. 2.000 þorskígildistonn Stofnhlutafé verður um 400 millj- ónir og kvótinn um 2.000 þorskígildistonn. Isafjarðarbær leggur til 387 tonna byggðakvóta sem Byggðastofnun úthlutaði til bæjarins á dögunum. Vísir leggur fram 1.000 tonn af eigin aflaheimild- um og að sögn Egils er stefnt að því að fyrirtækið kaupi 600 tonn af þorskkvóta. Miðað við þau kaup sem hafa farið fram á varanlegum aflaheimildum í þorski kostar sú fjárfesting tæpan hálfan milljarð. Fyrirtækið ekki í útgerð Þrátt fyrir að stefnt sé að því að fyrirtækið ráði yfir 2.000 þorskígildistonnum fjárfestir það ekki í skipakosti, að sögn Egils. „Það er einn galdurinn í þessu að við þurfum ekki að fjárfesta í skipi. Persía Stök teppi ■ * ■ °9 mottur S u ð u r I a n d s b r a u t 46 við Faxafen ■ Sími: 568 6999 Vísir leggur til skip og kvóti fyrir- tækisins verður skráður á þau.“ Vísir gerir út fimm skip og eru þau öll skráð í Grindavík. Athygli vekur að helstu eigendur fyrirtækisins eru fjársterkir aðilar sem eru ekki af Vestfjörðum. Egill segir að sú staðreynd gangi ekki gegn markmiðum Byggðastofnunar um uppbyggingu á landsbyggðinni. „Það að fara í samstarf með þessum fyrirtækjum var besti kosturinn í stöðunni og kannski sá eini sem til- tækur var til þess að ná fram þess- um mikilvæga árangri. Með þessum aðgerðum erum við að virkja mannauðinn á landsbyggðinni. I þetta fyrirtæki kemur fjármagn frá sterkum aðilum sem grundvallast af þeim tækifærum sem búa á Vest- fjörðum. Það að stofna fyrirtækið með þessum hætti losar menn und- an þeirri ánauð að róa sífellt í skuldafeni og það virkjar þá þekk- ingu á vinnslu sem býr á staðnum." Fjárfesting í arðsemisskyni Ymsar spurningar vakna upp við þessa fjárfestingu Byggðastofnun- ar. Ein er hvort hún sé að fara út fyrir verksvið sitt. „Það fjármagn sem Byggðastofnun kemur með inn í fyrirtækið er tekið úr afskriftar- sjóði stofnunarinnar og samkvæmt lögum hennar er gerð arðsemis- krafa á sjóðinn. Við teljum að þessi fjárfesting sé arðvæn og það opnar leið fyrir innkomu okkar í fyrirtæk- ið.“ Stjóm fyrirtækisins verður kos- inn á stofnfundinum í dag og að sögn Egils verður gert samkomulag um hverjir skipa stjómina. Ekki er búið að loka hluthafahópnum og geta þeir sem mæta á fundinn gerst stofnfélagar. ------------------- Starfsfólk Sæunnar Axels Lýsir stuðn- ingi við fyrirtækið FJÖRUTÍU og þrír starfsmenn Sæunnar Axels ehf. í Ólafsfirði, hafa sent frá sér yfirlýsingu, þar sem lýst er undran á starfsháttum Byggðastofnunar við úthlutun á byggðakvóta. Jafnframt er lýst full- um stuðningi við aðgerðir Sæunnar Axels ehf. Yfirlýsingin fer hér á eft- ir: „Starfsfólk Sæunnar Axels ehf. lýsir undran sinni á starfsháttum Byggðarstofnunai- við úthlutun svo- kallaðs byggðakvóta. Ólafsfjörður er byggðarlag sem byggir svo til eingöngu á veiðum og vinnslu sjáv- arafla en vinnsla hér hefur byggst að miklu leyti á erlendu hráefni sem ekki er lengur hægt að stóla á. Landvinnsla í Ólafsfirði og atvinnu- öryggi okkar er nú í bráðri hættu vegna afar slælegrar og ósann- gjarnrar fiskveiðistjómunar þar sem hagsmunir okkar era hundsað- ir. Um leið og við lýsum fullum skilningi og stuðningi við aðgerðir Sæunnar Áxels ehf. krefjumst við leiðréttingar á reglum við kvótaút- hlutun sem tryggi meiri kvóta til landvinnslu og um leið þann ský- lausa rétt okkar að búa hér og hafa atvinnu. Umfjöllun þá sem átt hefur sér stað í kjölfar þessara uppsagna teljum við löngu tímabæra en furð- um okkur á framkomu stjórnvalda og margra þingmanna sem láta eins og þeim komi þessi mál ekkert við. Með von um skjóta úrlausn. Starfsfólk Sæunnai' Axels ehf.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.