Morgunblaðið - 15.09.1999, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 15.09.1999, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. SEPTEMBER 1999 19 LANDIÐ Samgönguráðherra kynnir sér nýja veglínu frá Þingvöllum í Borgarfjörð Mikill fjöldi í Reykjarétt Hrunamannahreppi - Hjá mikl- um fjölda fólks er það árviss venja að sækja réttir hvort sem fólk á heima í sveit eða þéttbýli. Þetta eru miklar og fjölmennar samkomur og gleð- skapur oft góður, bergjað er af „bikurum“ og tekið lagið með vinum og kunningjum þegar sundurdrætti er lokið. Reykjaréttir á Skeiðum eru vafalaust með allra fjölsótt- ustu réttum landsins enda eru þær réttir Skeiða og Flóa- hreppa auk Árborgarsvæðis- ins. Þetta er mikið mannvirki og vandað, trúlega vönduðustu réttir landsins. Réttirnar voru byggðar árið 1881 en voru endurbyggðar hundrað árum síðar eða 1981. Aðal- veggir sem og safnagerðið eru hlaðnir úr hraungrýti en grindur nú á milli hverra tveggja dilka. Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson Kostnaður áætlaður 735 milljónir Grund, Skorradal - Áhugi hefur vaknað á að gera heilsársveg milli Suður- og Vesturlands um Skjald- breiðarhraun. Nýlega skoðuðu sam- gönguráðherra, þingmenn, fulltrúar héraðsnefnda í Borgarfirði og Ár- nessýslu og stjómendur Vegagerð- arinnar vegstæði fyrir þennan veg, en heildarkostnaður við gerð vegar frá Götuás við Borgarfjarðarbraut á Þingvöll, miðað við bundið slitlag á öllum veginum, er áætlaður 735 milljónir króna. Vegna fyrirhugaðrar kristnitöku- hátíðar árið 2000 hefur verið skoð- aður sá möguleiki að gera endur- bætur á veginum yflr Uxahryggi. Þorsteini Þorsteinssyni, bónda á Skálpastöðum í Lundarreykjadal, var falið að vinna að málinu með samgöngunefndum héraðsnefndar Borgarfjarðar og héraðsnefndar Amessýslu. Bein tengileið mOli Amessýslu og Borgarfjarðar liggur frá Þingvöll- um um Uxahryggi og Kaldadal. Þetta er mddur vegarslóði, sem fylgir gömlu þjóðleiðinni um Hofs- mannaflöt, Sandkluftir, Tröllháls, Víðiker, Draugabrekkur fram hjá Biskupsbrekku og í Bmnna. Búið að meta kostnað I greinargerð um þennan veg segir m.a.: „Leiðin teppist í fyrstu snjóum og er yfirleitt ekki mokuð fyrr en í júnflok. Vegurinn er fjöl- farin ferðamannaleið að sumri til, en hefur aldrei náð því að verða raunveruleg samgönguleið á milli landshlutanna. Tfl þess em þó góðir möguleikar með því að færa vegar- stæðið frá Armannsfelli austur fyrir Mjóufell, meðfram þeim norður fyr- ir Gatfell og þaðan í sjónhendingu norður Brana í Brunna. Þetta veg- arstæði er jafnlent, þurrt og snjó- létt. Frá vegamótum við Bmnna þarf að uppfylla veg vestur Uxa- hryggi á svipuðum slóðum og nú- verandi vegarstæði er, nema hvað færa verður veginn frá Uxavatni uppá hæðirnar norðan þess.“ I framhaldi af þessari umfjöllun boðuðu samgöngunefndir héraðs- nefndanna í Borgarfirði og Ames- sýslu tfl fundar í Reykjavík. Á þeim fundi var samgönguráðherra, þing- menn Vesturlands og Suðurlands, vegamálastjóri og fulltrúar frá Vegagerðinni á Vesturlandi og í Reykjavík. Niðurstaða þess fundar varð sú að Vegagerðinni var falið að gera framkostnaðaráætlun á fram- lagðri veglínu um Skjaldbreiðar- hraun. Þegar sú kostnaðaráætlun lægi fyrir og vegagerðarmenn búnir að kanna málin nánar yrði farin vettvangsferð undir forystu sam- gönguráðherra. Gert var ráð fyrir að allir þingmenn beggja kjör- dæmanna, ásamt fulltrúum héraðs- nefndanna og Vegagerðarinnar yrðu með í fór. Þessi ferð var farin 7. september sl. Þingmenn skoða vegstæðið Samgönguráðherra, ásamt full- trúum Borgfirðinga og alþingis- mönnunum Guðjóni Guðmundssyni og Ingibjörgu Pálmadóttur af Vest- urlandi, ráðuneytisstjóra sam- gönguráðuneytisins og fulltrúum frá Vegagerðinni hófu ferðina á Fitjum í Skorradal. Ekið var um línuveg upp úr Skorradal og um Uxahryggjaveg. Við Branna mætti hópurinn flokki vegagerðarmanna, þ.m.t. Helga Hallgrímssyni, vega- málastjóra, fulltrúum sveitai'félaga Morgunblaðið/Davíð Pétursson Myndin er tekin á Fitjum í Skorradal við upphaf vettvangsferðarinnar og sýnir m.a. Sturlu Böðvarsson samgönguráðherra, ásamt þingmönn- um Vesturlands, fulltrúum Vegagerðar, samgöngunefndar, héraðs- nefndar Borgarfjarðarsýslu og fleiri aðilum. af Suðurlandi og alþingismönnunum Ama Johnsen og Drífu Hjartar- dóttur. Hið fyrirhugaða vegarstæði var skoðað undir leiðsögn Þorsteins Þorsteinssonar og í Biskupsbrekku kynntu Helgi Hallgrímsson vega- málastjóri og Birgir Guðmundsson framkannanir Vegagerðarinnar á framkvæmdinni. Kostnaður við heildarappbygg- ingu vegarins frá Götuás við Borg- arfjarðarbraut á Þingvöll, miðað við bundið slitlag á öllum veginum, er áætlaður 735 mifljónir króna. Þessi áætlun gerir ráð fyrir að leggja verði nýjan veg 75 kílómetra leið. Fram kom að síðar mætti halda áfram með veginn frá Þingvöllum um Uxahryggi og Tvídægra að Brú í Hrútafirði. Tilraun gerð með almenningssam- göngur í Arborg Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Frá undirritun samnings um almennings- samgöngur á Arborgarsvæðinu. Frá vinstri Ómar Oskarsson, framkvæmdastjóri Aust- urleiðar/SBS, Karl Björnsson, bæjarstjóri Árborgar, Sesselja Jónsdóttir, sveitarstjóri Ölfuss, og Róbert Jónsson, framkvæmda- sfjóri Atvinnuþróunarsjóðs Suðurlands. Selfossi - Samningur um til- raunaverkefnið ,Almenn- ingssamgöngur á Árborgar- svæðinu“ var undirrritaður fimmtudaginn 10. september. Aðilar að samningnum eru Atvinnuþróunarsjóður Suð- urlands, sveitarfélagið Ár- borg, sveitarfélagið Olfus og Austurleið/SBS. Samningur- inn gerir ráð fyrir að verk- efnið standi í 38 vikur en með honum er stigið íyrsta skref- ið að því að bæta almenn- ingssamgöngur á Suðurlandi. Markmiðið er að áætlunar- ferðir þjóni enn betur at- vinnulífi og skólum en verið hefúr hingað tfl. Heildar- kostnaður við verkefnið er áætlaður 4,6 milljónir sem skiptist á milli sveitarfélaganna eftir íbúatölu og sérleyfishafans. Skipulag ferða um svæðið og til Reykjavíkur samkvæmt verkefninu miðar að því að íbúar eigi auðveldara með að sækja ýmiskonar þjónustu innan svæðisins sem utan, án þess að nota einkabíl. Þeir nemendur af svæð- inu sem sækja framhaldsskóla á Sel- fossi geta notað allar ferðir Austur- leiðar/SBS sem skólaferðir. Einnig er markmiðið með verkefninu að kanna þörfina fyrir auknar almenningssam- göngur. Þegar farið var af stað með verkefnið var gert ráð fyrir að Hvera- gerðisbær væri með en en svo varð ekki raunin hvað svo sem síðar verð- ur. Atvinnuþróunarsjóður mun vinna áfram að útvíkkun samningsins og ræða við Hveragerðisbæ og sveitarfé- lög í Rangárvallasýslu um frekara fyrirkomulag almenningssamgangna á Suðurlandi. Á að fela byggðina „Við erum með í þessu átaki vegna þess að fólk í Þorlákshöfn sækir skóla á Selfossi og það vantar fólk í vinnu hjá fyrirtækjum í Þorláks- höfn,“ sagði Sesselja Jónsdóttir, sveitarstjóri Ölfuss. Kai'l Björnsson, bæjarstjóri Árborgar, sagði við und- irritun samningsins að við tilurð Sveitarfélagsins Árborgai' hefðu al- menningssamgöngur verið mikið til umræðu tiþað bæta og efla búsetu á svæðinu. Ómar Óskarsson, fram- kvæmdastjóri Austurleiðar/SBS, sagði að þetta verkefni gæti orðið öðrum vísbending um að almennings- samgöngur væra nauðsynlegar og þessi samningur gæti orðið öðram svæðum vísbending. Róbert Jónsson, framkvæmdastjóri Atvinnuþróunai'- sjóðs Suðurlands, sagði samninginn haí'a þýðingu í atvinnulegu tilliti. „Góðar almenningssamgöngur þýða að fólk getur ferðast á milli staða og valið um vinnu við sitt hæfi án þess að vera háð einkabíl og kröfur íbúa um þjónustu ganga betur upp með bættum samgöngum,“ sagði Róbert. af ferskum hugmynd Hápunktur ársins f húsgögnum. Nýi vörulistinn frá Húsgagnahöllinni er kominn. Fylgstu með nýjum straumum í húsgögnum, því nýjasta i hönnun, samsetningum, litum og áklæðum. Ert þú búinn að kikja á póstinn þinn. L KynnstuvprökSraié heknanírá I igfcyt ■Æ1 1 ; M * S WM\ | ÍYT 1 I m ■•-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.