Morgunblaðið - 15.09.1999, Page 39
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
MIÐVIKUDAGUR 15. SEPTEMBER 1999 39 '»
INGVELDUR
HALLMUNDSDÓTTIR
+ Ingveldur Hall-
mundsdóttir
fæddist á Strönd á
Stokkseyri 7. októ-
ber 1913. Hún lést á
Fjórðungssjúkra-
húsinu á Akureyri
24. júli siðastliðinn
og fór útför hennar
fram frá Akureyr-
arkirkju 30. júlí.
Mig langar í örfáum
orðum að minnast
kærrar móðursystur
minnar, Ingveldar
Hallmundsdóttur, sem lést hinn 24.
júlí síðastliðinn. Hún og maður
hennar, Kristinn Sigmundsson,
hófu ung búskap á Amarhóli í
Kaupangssveit í Eyjafirði.
Kynni okkar Ingu, eins og hún
var ávallt kölluð, ná langt til baka
og er margs að minnast þegar litið
er um öxl. Mínar fyrstu minningar
af þeim ágætu hjónum eru frá veru
minni á Arnarhóli hluta af þrem
sumrum frá sjö til níu ára aldurs, og
var síðasta dvölin sú lengsta.
Það var gott að vera hjá frænku
minni, Kristni og strákunum þrem,
þeim Herði, Magnúsi og Hallmundi.
Mai-gt var brallað og alltaf var gam-
an í sveitinni hvernig sem viðraði.
Mér er það minnisstætt að Inga bjó
oft til hveitilím fyrir okkur krakk-
ana. Þá klipptum við alls konar
myndir úr blöðum og tímaritum og
límdum þær upp eftir okkar eigin
höfði, skiptum um hausa á fólki og
þess háttar. Varð þá til urmull af
nýjum listaverkum og gátum við
unað daglangt við þennan einfalda
leik.
Það var starfi okkar krakkanna
að fara með kýmar á beit og sækja
þær aftur á kvöldin. Allar áttu þær
sitt nafn og sinn persónuleika, eru
þær mér margar minnisstæðar enn
í dag. Mér skilst að ég hafi kysst
þær allar í kveðjuskyni þegar ég fór
síðasta sumarið, þá á
leið til langrar utan-
landsdvalar með for-
eldrum mínum. Engar
voru kindumar en ég
man eftir gráum vinnu-
hesti sem spenntur var
fyrir kerra til að flytja
mjólkurbrúsana niður
á þjóðveg, auk þess
sem hann var
ómissandi við heyskap-
inn. Hundur var eng-
inn á bænum, hins veg-
ar gulbröndóttur kött-
ur. Og ekki má gleyma
hænunum og hananum
sperrta sem stundum fékk að
kenna á stríðni okkar krakkanna.
Það var Kristinn sem annaðist
mjaltimar en frænka mín sá eink-
um um heimilisstörfin enda ærinn
starfi. Oft var gestkvæmt og við
kartöfluuppskerana á haustin vann
margt aðkomufólk. Ekki held ég að
við krakkarnir höfum verið mjög
uppátektasöm en auðvitað eykst
vinna og álag við hvert barn sem
bætist við í heimili. En þau voru
fleiri frændsystkini mín sem dvöldu
á Arnarhóli í lengri eða skemmri
tíma á þessum ái'um.
Inga var gædd góðu skopskyni,
hafði yndi af lestri og var mikill fag-
urkeri. Enda má víða sjá fagra muni
eftir hana sem hún gaf vinum og
skyldfólki. Þó mun tæpast hafa gef-
ist tími til slíkrar iðju fyrr en eftir
að synirnir komust á legg. Auk þess
var hún um áraraðir virkur félagi í
kvenfélagi sveitarinnar, slysavama-
deild kvenna og síðar í Leikfélagi
Öngulsstaðahrepps. Þar lék hún,
hannaði og bjó til búninga og annað
sem til þurfti við uppsetningu sýn-
inga. Blóm vora henni mjög kær og
man ég vel eftir þeim mikla fjölda
sem hún hafði í kringum sig á efri
árum.
Tónlist var mikil á heimilinu, elsti
sonurinn stundaði píanónám við
Tónlistarskólann á Akureyri og
spilaði og æfði sig heima. Mér þótti
alltaf mikið koma til snilldar hans á
nótnaborðinu og ýmis sígild verk
minna mig alltaf á Hörð við píanóið
í stofunni í gamla húsinu á Amar-
hóli. Minnisstæðir era mér hljóm-
leikar á Akureyri þar sem frændi
minn kom fram, lítill og grannur, 12
eða 13 ára gamall. Þetta hefur
sennilega verið fyrsti konsertinn
sem ég fór á því þegar hann var
klappaður aftur upp á senuna
fannst mér í sakleysi mínu að hann
hefði kannski ekki hneigt sig nógu
vel í fyrra skiptið. Allir era þeir
bræður miklir tónlistarmenn,
Magnús lærði á fiðlu, Hallmundur
lék á gítar og Kristinn Öm er tón-
listarkennari og eftirsóttur píanó-
leikari.
Eftir að ég fluttist til landsins
aftur, þá komin yfir tvítugt, var
gott að heimsækja þau ágætu hjón,
Ingu og Rristin. Vora þau ólöt við
að fara með mig um héraðið og
Norðurland, Kristinn keyrði okkur
á gamla Landrovemum að Goða-
fossi, austur í Mývatnssveit og að
Dettifossi. Við tjölduðum í Asbyrgi
og var það mín fyrsta tjaldútilega
en alls ekki sú síðasta. Það var
alltaf með trega að ég kvaddi eftir
þessar heimsóknir fyrir norðan. En
þegar Inga kom til Reykjavíkur að
heimsækja skyldfólk sitt tók hún
mig oft með í leikhús og á mál-
verkasýningar, alltaf lifandi og
áhugasöm um líf og listir.
Á áranum 1956-1957 byggðu
Inga og Kristinn sér nýtt íbúðarhús
í stað þess gamla, sem var orðið lé-
legt. Enn er þar myndarbragur á
öllu og í húsinu býr nú elsti sonur-
inn, Hörður, ásamt Sigrúnu konu
sinni. Inga og Kristinn brugðu búi
árið 1987 og festu kaup á húsinu
Þingvallastræti 29 á Akureyri. Þar
undu þau sér vel og eftir að heilsu
Ingu tók að hraka naut hún um-
hyggju manns síns, sem annaðist
hana af einstakri natni, sá um heim-
ilið, keypti inn og eldaði. Því bar
hún gæfu til að geta dvalist á heim-
ili sínu þangað til nokkram dögum
fyrir andlátið.
Blessuð sé minning Ingveldar
Hallmundsdóttur.
Helga.
+ Emelía Margrét
Guðlaugsdóttir
fæddist á Blönduósi
11. september 1911.
Hún lést 29. júlí síð-
astliðinn og fór út-
för hennar fram frá
Fossvogskirkju 6.
ágúst. Jarðsett var í
Höskuldsstaða-
kirkjugarði, Aust-
ur-Húnavatnssýslu.
Ég kynntist Mar-
gréti bamungur á
æskuheimili mínu á Ei-
ríksgötu 27 þar sem hún var ráðs-
kona hjá föðurbróður mínum,
Snoira Hjartarsyni skáldi, sem bjó
á efri hæðinni í sama húsi. Ég man
enn glögglega þegar ég skreið upp
stigann á Eiríksgötunni og bankaði
á dyrnar er lágvaxin, tápmikil kona
með fjörmikinn glampa í augum
opnaði dyrnar. I heimsókn hjá
skáldinu voru nokkrir vinir og
skáldbræður með vökva í staupum
og til að ég yrði fullgildur í félags-
skap þessara andans manna skenkti
Margrét mér berjasaft í eins staupi.
Upp frá þessu urðum við ævivinir
því trygglyndi og góðmennska vora
henni í blóð borin. Hún sýndi öllum
jafnmikla virðingu hver sem í hlut
átti og fór aldrei í manngreinarálit.
Ég hygg að það hafí verið mikið lán
fyrir Snorra frænda minn að hafa
fengið Margréti sem ráðskonu, hún
sinnti honum og heimili hans af
stakri alúð. I raun varð þetta inntak
hennar lífs og ég veit að þau voru
alla tíð góðir og nánir vinir. Að
koma í heimsókn til skáldsins var
einsog að heimsækja aðalsmann þó
að heimilið teldist hvorki stórt né
íburðarmikið á þeirra
tíma mælikvarða. Mað-
ur byrjaði á því að
hringja bjöllunni, beið
síðan smástund á stiga-
pallinum þar til að
Margrét kom til dyra
og vísaði gesti til stofu.
Þar beið maður einn í
drykklanga stund inn-
anum fögur málverk,
pottablóm og tif í gam-
alli klukku á meðan
Margrét sýslaði í els-
húsinu. Loksins birtist
skáldið, gjarnan
klæddur í stuttan silki-
slopp og settist í sinn stól. Þá hófust
samræður og stuttu seinna fór Mar-
grét að bera á borð gómsætar
heimabakaðar kökur með rjúkandi
kaffinu. Allt var í mótuðum og föst-
um skorðum. Yfirleitt settist Mar-
grét til borðs með gestum og var þá
skrafað um heima og geima. Hún
hafði ákveðnar skoðanir á hlutunum
og hafði sterka réttlætiskennd.
Margrét var sjálfsagður hluti af
fjölskyldu minni og var ætíð við-
stödd þegar eitthvað stóð til. Þegar
undiiTÍtaður hóf sinn listferil og fór
að sýna myndlist mætti Margrét
gjarnan þegar nokkuð var liðið á
sýningartímann uppábúin með hatt
og skoðaði vel og lengi. Stundum
rakst ég á þau Snorra saman á sýn-
ingarrölti t.d. á Listasafni Islands
eða á Margréti eina eftir að hann
féll frá. Þessi óbreytta alþýðukona
var einlægur listvinur, var bæði
glögg og listelsk í senn, sérstaklega
á myndlist enda það stór þáttur í
umhverfinu á Eiríksgötunni. Eftir
að Snorri féll frá í árslok 1986 bjó
Margrét í nokkur ár í viðbót í íbúð-
inni hans. En það var hálf tómlegt
fyrir Margréti að vera orðin ein eft-
ir í íbúðinni innanum hluti og minn-
ingar liðinna ára auk óvissunnar um
hvað yrði um hana sjálfa. Þó að hún
hafi aldrei borið tilfinningar sínar á
borð fann ég að henni leið ekki
alltaf vel. Engu að síður skapaði
hún sér að nýju lítið en snoturf
heimili að Furagerði 1, að vísu ekki
í sama hverfi og áður sem hún unni
mikið. Síðustu æviár hennar hitti ég
hana sjaldnar, kannski einu sinni til
tvisvar á ári. Síðast heyrði ég í
henni snemma í vor er hún hringdi í
mig og bað mig um að ná í nokkur
málverk sem hún hafði fengið að
láni úr dánarbúi Snorra. Heilsan
var farin að gefa sig þó að hún væri
jafn eldklár í kollinum sem fyrr og
síðustu mánuðina sem hún lifði
dvaldi hún á Elliheimilinu Grund.
Margrét vildi ekki skulda neinum
manni neitt né að vera uppá aðra
komin, það var eins og hún hafi
skynjað að hún ætti ekki langt eftir,
því málverkin skyldu fara aftur á
sinn stað.
Nú kveð ég góða vinkonu og fjöl-
skylduvin og tel það mikið lán að
hafa kynnst slíkri öndvegismann-
eskju. Einhvemveginn er Margrét
samofín minningunni um skáldið,
órjúfanlegur hluti af þeirri mynd
sem fylgir mér áfram veginn.
Megir þú hvfla í friði.
Halldór Ásgeirsson.
Handrit afmælis- og minningargreina skulu
vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett.
Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disk-
lingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er
móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru
nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin
Word og Wordperfect eru einnig auðveld í
úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í
bréfasíma 569 1115, eða á netfang þess
(minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið
greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi.
Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum.
Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina
fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðal-
línubil og hæfilega línulengd - eða 2.200
slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnar-
nöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
EMELÍA MARGRÉT
G UÐLA UGSDÓTTIR
GUNNAR MAGNUS
MAGNÚSSON
+ Gunnar Magnús Magnússon
fæddist í Reykjavík 22. nóv-
ember 1923. Hann lést á Land-
spítalanum 26. ágúst síðastlið-
inn og fór útfór hans fram frá
Fríkirkjunni í Reykjavík 7.
september.
Okkur systldnin langar að fara
nokkram orðum um þann mæta
mann Gunnar Magnús Magnússon.
Gunnar Magnússon eða Gunni Magg
eins og við kölluðum hann í daglegu
tali var þessi lifandi persóna sem
tengir kynslóðir í fjölbreytiiegum
áhugamálum og alltaf er vakandi
fyrir lífinu og leikendum þess.
Það er erfitt að finna orð til að
lýsa því hvemig Gunnari tókst að
vera allt í öllu fyrir alla. Þetta
kunna að vera stór orð, en ná þó lít-
ið að lýsa því hvemig einn maður
kemur að lífinu með krafti sínum og
dugnaði. Þegar við lítum til
bemskuáranna á Lynghaganum
minnumst við þess með þakklæti
hvemig Gunnari tókst ávallt að
hvetja böm til dáða, verja óknytti
þeirra og koma þeim á óvart með
skemmtilegum hugmyndum.
Gunnar var fljótur að hugsa og
fljótur að bregðast við. Ef hann
þjófstartaði í viðbrögðum gerði
hann oft mikið grín að. Hjálpsemi
hans, glettni og glaðværð ásamt
dugnaði hans og krafti vora hans
mikli persónulegi styrkur. Gunnar
var sérstaklega greiðvikinn, rausn-
arlegur og hugmyndaríkur maður
og mörgum fyrirmynd. Mörg dæmi
era um hvemig Gunnar er okkur
einstakur og persónulega hugleik-
inn og verður minningin um hann
okkur öllum afar kær.
Heimili Gunnars og Borghildar
er okkur öllum ógleymanlegt og átt-
um við þar margar góðar stundir
enda stutt að skjótast á milli húsa á
Lynghaganum.
Elsku Bossý, Addý, Gummi og
Hidda, við vitum að missir ykkar er
mikill og biðjum Guð að blessa ykk-
ur og fjölskyldur ykkar á þessari
sorgarstundu.
Margs er að rainnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
(V. Briem.)
Anna María, Jóhanna,
Hildigunnur og Gunnar Egill.
Ástkær eiginkona mín,
ÁLFHEIÐUR SIGURÐARDÓTTIR,
Brimhólabraut 9,
Vestmannaeyjum,
er lést þriðjudaginn 7. september, verður jarð-
sungin frá Landakirkju laugardaginn 18. sept-
emberkl. 14.
Fyrir hönd aðstandenda,
Ingvar Sigurjónsson.
Eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma,
LAUFEY PÉTURSDÓTTIR,
Steinum,
Borgarbyggð,
lést á Dvalarheimili aldraðra í Borgarnesi sunnudaginn 5. september.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu.
Þökkum auðsýnda samúð og vináttu.
Sérstakar þakkir til starfsfólks Dvalarheimilis aldraðra, Borgarnesi.
Oddur Kristjánsson,
börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabarn.
+
Ástkær bróðir okkar,
VIÐAR ALFREÐSSON
tónlistarmaður,
sem lést laugardaginn 11. september, verður
jarðsunginn frá Háteigskirkju föstudaginn
17. september kl. 15.00.
Jarðsett verður í Fossvogskirkjugarði.
Fyrir hönd aðstandenda,
Theadóra Alfreðsdóttir,
Vilhelmína Alfreðsdóttir,
Alfreð M. Alfreðsson.
+
Hjartkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
KRISTJANA KRISTJÁNSDÓTTIR
saumakona
frá Vatnsenda í Eyjafirði,
verður jarðsungin frá Áskirkju fimmtudaginn
16. september kl. 15.00.
Reynir Björnsson, Dóra Magnúsdóttir,
Sigrún G. Björnsdóttir, Einar Jónsson,
Ævar Björnsson, Hrönn Jónsdóttir,
Björg Björnsdóttir, Kjartan Helgason,
barnabörn og barnabarnabörn.