Morgunblaðið - 15.09.1999, Síða 49

Morgunblaðið - 15.09.1999, Síða 49
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. SEPTEMBER 1999 49 FÓLK í FRÉTTUM Leitað að fyrirsætum OPIÐ hús verður í Loftkastalan- um á jarðhæð þriðjudaginn 30. ágúst frá kl. 16 til 19 þegar full- trúi Metropolit- an í New York tekur á móti stúlkum sem hafa áhuga á fyrirsætustörf- um. Jafnframt verður opið hús á Akureyri fímmtudaginn 2. september í Eikarlundi 4 frá kl. 16 til 19. Er þetta í tilefni af Metropolitan- fyrirsætukeppninni sem haldin verður á fslandi 30. september nk. Að því er fram kemur í fréttatilkynningu er Metropolit- an-keppnin ein stærsta fyrir- sætukeppni í heimi og hefúr meðal annars komið fyrirsætum á borð við Claudiu Schiffer og Esther Canadas á framfæri. Lokakeppnin verður haldin í París í nóvember og eru verð- launin 77 milljónir króna sem skiptast á milli þeirra fímm sein verða í efstu sætunum. Að sögn aðstandenda keppninnar er sóst eftir heilbrigðu, sérstæðu útliti og fallegu brosi. Hausttón- leikar Harðar Torfasonar HÖRÐUR Torfason hefur haldið hausttónleika á hverju ári í 23 ár. Eftir að hafa troðið upp í Borgar- leikhúsinu und- anfarin átta ár hefur hann flutt sig um set og verður í íslensku óperunni fóstu- dagskvöldið 17. september kl. 21. Hörður er menntaður leik- húsmaður, leik- ari og leikstjóri og ber öll sviðs- framkoma og túlkun hans þess merki, segir í fréttatilkynningu og ennfremur: Hann kemur víða við í umfjöllun sinni um mannlífið og sagt er um tónleika hans að ýmist sitji menn þungt hugsi, veltist um af hlátri eða lyftist í sætum af gleði þeirri sem fylgir að syngja saman í hóp. Fjöldamorð- ingja meinuð listsköpun FJÖLDAMORÐINGI sem situr inni fyrir morð á að minnsta kosti 11 vændiskonum var svipt- ur réttinum til að ástunda list- sköpun eftir að fangelsisyfírvöld komust að því að hann væri að selja listmuni, skáldskap og árit- uð kort á Netinu. Arthur Shawcross kyrkti fórnarlömb sín og át sum þeirra á nfunda ára- tugnum. „Eg þekki sum barn- anna sem urðu munaðarlaus vegna þess að hann myrti mæður þeirra. Þau hafa ekki úr miklu að nioða og þessi fábjáni sem myrti mæður þeirra er að græða pen- inga,“ sagði Liz Vigneri, móðir Mariu Welsh sem var myrt af Shawcross árið 1989. „Það er sjúklegt að hann sé að græða á þessu.“ Mikill fögnuður var hjá leikmönnum Ufsans í leikslok. Jóhann Þorláksson markaskorari og varnarjaxlinn Magnús Björg- vinsson sáu um að Arnar Unnarsson fengi sinn skerf af kampavíninu. Utandeíldln Ufsinn bikarmeistari SÍBurður M. Jónsson, fyrirliði og^forsprakki Ufsans, hampar bikarnum. KNATTSPYRNUFELAGIÐ Ufsinn vann bikarkeppni Ut- andeildarinnar á laugardag þegar liðið bar sigurorð af Stútum í hörðum og æsispennandi úrslitaleik á gervigrasleikvangi Breiða- bliks í Kópavogi. Sigraði Ufs- inn með tveimur mörkum gegn einu. Tuttugu félög tóku þátt í bikarkeppninni sem staðið hefur í sumar. I ut- andeildinni sjálfri hefur Mag- ic þegar komist í úrslit og á miðvikudag ræðst hvaða lið spilar gegn þeim þegar FC Puma og Ufsinn takast á í undanúrslitum. Kusturica í tónleikaferð EITTHVAÐ hefur velgengnin hér- lendis stigið til höfuðs serbneska leikstjóranum Emir Kusturica og hljómsveit hans No Smoking Band. Hann tilkynnti á mánudag að hann hygðist taka sér hvfld frá kvik- myndagerð um skamma hríð og einbeita sér að gítamum. Kust- urica sagðist fyrst ætla í tónleika- ferð um Grikkland fram til 27. september. Þá ætlaði hann tfl Sviss, Frakklands, Póllands og loks aftur til Grikklands. Kusturica lék sem kunnugt er með sveit sinni í Laugardalshöll á vel heppnuðum tónleikum fyrir um 3 þúsund manns í tengslum við Kvikmyndahátíð í Reykjavík. Sagðist hann hafa ákveðið að blása lífi í gömlu hljómsveitina sína. teiknimyndasaga P6KSIVXN FÆST í BÓNUS HOLTtGÖRBUM Eru rimlagardínurnar óhreinar! Vi& hrointum: Rimla, strimla, plíseruð og sólargluggatjöld. Setjum afrafmagnandi bónhúb. Sækjum og sendum ef óskab er. 1 tæksii/ Vmnsmin Sóiheimor 35 • Simh 333 3634 • GSMi 997 3634 mvnsKvmvmA Þvöttawlar V Viðurkennd gæðavara á mjög góðu tilboðsverði í tílefni afinælisins Þvottavél, 1000 snúningar. 45.505.: Verð áður 55.000,- Þvottavél, 1200 snúningar. 47.405* Verð áður 56.905.- Þvottavél, með þurrkara. 66310.3 Verð áður 74.215- PFA F cHemrilistœkjaversltm Grensásvegur 13 -108 Reykjavík - Sími: 333 2222 Veffang: www.pfaff.is Stutt

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.