Morgunblaðið - 21.09.1999, Síða 1

Morgunblaðið - 21.09.1999, Síða 1
213. TBL. 87. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR 21. SEPTEMBER1999 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Að minnsta kosti 269 fundnir látnir eftir öflugan jarðskjálfta á Taívan Ottast að tala látinna muni hækka verulega Taipei. AFP, AP, Reuters. Björgunarmenn hjálpa fólki að koniast út úr hrundu húsi í Taipei í gærkvöldi. Reuters AP Míkhafl Gorbatsjov mætir fréttamönnum við hótel sitt, er hann kom frá sjúkrahúsinu. Raísa Gorbatsj- ova látin Miinster, Moskvu. Reuters. RAISA Gorbatsjova, eiginkona Míkhaíls S. Gorbatsjovs, íyrrver- andi leiðtoga Sovétríkjanna, andað- ist í gær á sjúkrahúsi í Múnster í Þýskalandi eftir langvarandi bar- áttu við hvítblæði. Var hún á sex- tugasta og áttunda aldursári. Borís Jeltsín Rússlandsforseti sendi Míkhail Gorbatsjov samúðar- kveðjur sínar og tilkynnti að Raísa Gorbatsjova yrði jarðsett í Nov- odevichy-grafreitnum í miðborg Moskvu nk. fimmtudag. Grafreitur- inn er hvílustaður ýmissa stór- menna rússneskrar sögu. Míkhaíl Gorbatsjov hefur fengið sendar samúðarkveðjur hvaðanæva og í samúðarskeyti Jóhannesar Páls páfa sagði að vonast væri til að hann gæti fundið styrk á þessari erfiðu stundu. Bandarísku forsetahjónin sögðust í skeyti sínu til Gorbatsjovs vera „sorgmædd" og Helmut Kohl, fyrrverandi kanslari Þýskalands, sagði Raísu hafa haft mikil áhrif á þróunina í Sovétríkjunum. Forseti Islands, Olafur Ragnar Grímsson, sendi í gær samúðar- kveðjur sínar til Míkhaíls Gorbatsj- ovs og minntist Raísu Gorbatsjovu sem mikilhæfrar konu, þeirrar virð- ingar sem hún naut á Islandi og þátttöku hennar í hinum sögulega leiðtogafundi sem haldinn var hér á landi árið 1986. ■ Dáð á Vesturlöndum/28 AÐ minnsta kosti 269 höfðu fundist látnir í gærkvöldi, eftir að öflugur jarðskjálfti reið yfir Taívan í gær. Talið er að hundruð manna séu föst í rústum hrundra húsa og óttast er að tala látinna muni hækka veru- lega. Tugir manna hafa verið fluttir á sjúkrahús með alvarleg meiðsl. Samkvæmt mælingum taívanskra vísindamanna var skjálftinn 7,3 stig á Richter-kvarða og mun hann vera sá öflugasti á Taívan á þessari öld. Miklar skemmdir urðu á mannvirkj- um og víða varð rafmagns- og síma- sambandslaust. Jarðskjálftinn varð laust fyrir klukkan tvö um nótt að staðartíma, en upptök hans voru við borgina Puli á miðhluta Taívans. Talið er að borgin Taichung á miðri eyjunni hafi orðið verst úti, en þar hrundu margar byggingar og miklar skemmdir urðu á vegum. A fréttamyndum frá CNN-sjón- varpsstöðinni mátti sjá fólk sem var fast í rústum hrópa á hjálp, og björgunarmenn hjálpa fólki í nátt- fötum að klifra niður stiga út úr gluggum á húsum. Fólk hvatt til að sýna stillingu Yfir 200 eftirskjáiftar hafa riðið yfir. I mörgum bæjum var gripið til neyðarráðstafana og fólk var hvatt tO að hafast við utandyra. Lee Teng-hui, forseti Taívans, hvatti al- menning til að sýna stillingu og sagði að yfirvöld hefðu gripið til allra mögulegra ráðstafana til að bregðast við hamförunum. I höfuðborginni Taipei, sem er á nyrsta hluta eyjarinnar, hrundi tólf hæða hótel og voru yfir 100 manns í byggingunni. Tekist hafði að bjarga um fimmtíu manns úr rústunum í gærkvöldi. Kona sem bjargaðist hvatti björgunarmenn til dáða. „Eg bjó á níundu hæð, sem nú er fjórða hæð,“ sagði hún. Skjálftinn mældist um 4 stig á Richter-kvarða í Taipei og rafmagnslaust var í stórum hluta borgarinnai- í gærkvöldi. Tilkynnt var að skólar, opinberar skrifstofur og fjármálamarkaðh í höfuðborg- inni yrðu lokuð á morgun. Michael Armstrong, gestur á hót- eli í Taipei, sagði í viðtali á CNN- sjónvarpsstöðinni að hann hefði vaknað við jarðskjálftann. „Jörðin virtist hristast í um það bil hálfa mínútu. Eftir að aðalskjálftinn gekk yfir hélt hótelið áfram að skjálfa," sagði Armstrong. Mælingum ber ekki saman Mælingum vísindamanna á krafti jarðskjálftans bar ekki saman í gær. Vísindamaður við kínversku jarðskjálftastofnunina sagði að skjálftinn hefði verið 7,5 stig á Richter-kvarða, talsmaður banda- rískrar jarðfræðistofnunar taldi skjálftann hafa verið 7,6 stig á Richter, en franska jai-ðskjálfta- stofnunin fullyrti að hann hefði ver- ið 8,1 stig. Til viðmiðunar má nefna að jarðskjálftinn í Tyrklandi í síð- asta mánuði mældist 7,3 stig, en þá fórust yfir 15 þúsund manns. Fyrir ári reið skjálfti, sem mæld- ist 6,2 stig, yfir héraðið Chiayi á suðurhluta Taívans, með þeim af- leiðingum að fimm manns létust. Jarðskjálftafræðingar hafa varað við því að fleiri öflugir skjálftar kunni að verða á þessu svæði. Friðargæslulið komið til A-Tímor Dili, Jakartu, SÞ, AFP, AP, Reuters. FYRSTU sveitir alþjóðlegs friðar- gæsluliðs komu til Austur-Tímor í gærmorgun og mættu þær engri mótspyrnu. Flutningavélar frá Ástralíu lentu á 20 mínútna fresti á flugveilinum í höfuðborginni Dili í gær og fluttu þangað um 1.200 her- menn frá Ástralíu, Nýja-Sjálandi og Bretlandi, auk farartækja og her- gagna. „Þetta hefur verið upplífgandi dagur. Allt hefur gengið mjög vel fyrir sig,“ sagði Duncan Lewis, tals- maður ástralska hersins, í gær, en Ástralar fara fyrir friðargæslulið- inu. Fyrsta verk friðargæslusveit- anna var að ná flugvellinum og höfninni í Dili á sitt vald. Fylgdust indónesískir hermenn með úr fjar- lægð og sýndu fulla samvinnu. Búist var við að um 2.300 hermenn frá Ástralíu, Nýja-Sjálandi, Bretlandi, Frakklandi, Filippseyjum og Taí- landi yrðu komnir til Dili í dögun í dag. Nær allir íbúar hafa yfirgefið borgina, sem er í rústum. Friðargæslusveitirnar mættu engri mótspyrnu af hálfu vopnaðra sveita andstæðinga sjálfstæðis, sem staðið hafa fyrir ofbeldisverkum á Austur-Tímor undanfarnar þrjár vikur. Fregnir herma að sveitirnar hafi myndað með sér samtök. Sagði leiðtogi þeirra, Joao da Silva Ta- vares, í gær að liðsmenn þeirra myndu ekki gera árásir á friðar- gæsluliða. Málefni flóttamanna forgangsverkefni Fyrstu friðargæslusveitirnar fundu hópa flóttamanna, sem vopn- uðu sveitimar höfðu hrakið frá heimilum sínum. Höfðu margir þeirra leitað skjóls í kofum úr pappakössum og plastpokum. Sagði Peter Cosgrove hershöfðingi, yfir- maður friðargæsluliðsins á Austur- Tímor, að það væri forgangsverk- efni að leysa vanda flóttamannanna. Samkvæmt upplýsingum frá Rauða krossinum hafa nær allir íbú- ar Austur-Tímor neyðst til að yfir- gefa heimili sín vegna ógnaraldar- innar. Talið er að um 600 þúsund manns séu í felum á svæðinu og að um 200 þúsund hafi flúið til Vestur- Tímor og nálægra eyja. Talsmaður skrifstofu SÞ á Áustur-Tímor, David Wimhurst, sagði í gær að dreifing mikils magns hjálpargagna myndi hefjast eins fljótt og auðið væri. Schröder stendur við niðurskurð Olga meðal Græningja GERHARD Schröder, kanslari Þýskalands, sagði í gær að stjórn sín myndi halda niðurskurðar- áformum sínum til streitu þrátt fyr- ir hrikalega út- komu stjómar- flokkanna í kosn- ingum í Saxlandi um helgina. Jafn- aðarmannaflokkur Schröders (SPD) hlaut einungis 10,7% atkvæða og Græningjar 2,6% og náðu þar með ekki inn á þing sambandslandsins. „Við getum ekki breytt stefnunni,“ sagði Schröder en tók fram að greinilega væri nauðsynlegt að út- skýra hana betur fyrir kjósendum. Þetta er fimmti kosningaósigur flokksins í röð frá því að stjóm Schröders tók við fyrir 11 mánuðum. Joschka Fischer, utamíkisráð- herra Þýskalands, sagði í gær að hætta væri á að Græningjar „þurrk- uðust út pólitískt“. Fischer sagði flokkinn hafa verið að missa fylgi allt frá 1997 og að tilvera Græningja væri í hættu ef ekkert breyttist. Hafa yfirlýsingar Fischers kynt und- ir vangaveltum um að hann muni reyna að ná völdum í flokknum. Um helgina birti tímaritið Der Spiegel grein þar sem því er haldið fram að hófsamari öfl innan flokksins hafi í hyggju að reyna að steypa leiðtogum flokksins, Gunda Röstel og Antje Radcke. Þær sögðust hins vegar báðar í gær ætla að sitja sem fastast. ■ Versta útkoma/30

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.