Morgunblaðið - 21.09.1999, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 21.09.1999, Qupperneq 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 21. SEPTEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið/Ásdís Frá vigslumessunni i Langholiskirkju. Tvö orgel vígð NÝ ORGEL voru vígð í Lang- holtskirkju og Neskirkju á sunnudag. Vígslumessa var í Langholtskirkju klukkan 11 og vígslutónleikar klukkan 16:30, þar sem bandaríski organleikar- inn Peter Sykes lék. Hátíðar- messa hófst í Neskirkju klukkan 16 og kl. 20:30 voru hátíðartón- leikar, þar sem sænski orgelleik- arinn Anders Bondeman lék á nýja orgelið. I Neskirkju leikur Lenka Mátéová, organisti í Fella- og Hólakirkju, á nýja orgelið klukk- an 18 í dag. Og í Langholtskirkju verður dagskráin í dag þessi: Kl. 12-12.30 - Opið hús - Há- degistónleikar: Árni Arinbjarnar- son, organisti Grensáskirkju. KI. 20 - Kór/orgeltónleikar: Kór og Gradualekór Langholtskirkju, stjórnandi Jón Stefánsson, organ- leikari Kári Þormar - Frumflutt verkin: Laudate Dominum eftir Oliver Kentish (Davíðssálmur 150 - 1993/8) fyrir barnakór og orgel Davíðssálmur 100. „Öll veröldin fagni fyrir Drottni!" eftir Tryggva Baldvinsson fyrir Gra- dualekór Langholtskirkju og org- el „Eg vil vegsama Drottin" eftir Árna Harðarson (1997) a capella fyrir Kór - og Gradualekór Lang- holtskirkju „Dies Irae“ eftir Árna Egilsson (endurskoðað í feb. ‘99) fyrir kór og orgel. ■ Umsagnir/31 Frá hátíðarmessunni í Neskirkju. Forstjóri Kaupþings um viðræður hóps íslenskra fjárfesta við enska knattspyrnufélagið Stoke Líklegra en ekki að af kaupum verði Forstjóri Stoke segir viðræður standa yfír við tvo aðila - skuldir félagsins tæplega hálfur milljarður HÓPUR íslenskra fjárfesta hefur staðið í viðræðum við forráðamenn enska knattspymuliðsins Stoke City, sem nú leikur í annarri deild, um að kaupa ráðandi hlut í félaginu og sagði Sigurður Einarsson, forstjóri Kaup- þings, í gærkvöldi að hann teldi lík- legra en ekki að af kaupunum yrði. Búist er við að skýrast muni á mið- vikudag hvort áf kaupum verði. í stuttri írétt á netmiðlinum Team Talk kemur fram að Stoke City hafi staðfest að eiga í viðræðum við tvo aðila um kaup á knattspymufélaginu. „Við eigum nú í viðræðum við tvo aðila, sem sýnt hafa áhuga, en viljum ekki segja meira þar sem það gæti stefnt viðræðunum í hættu,“ var haft eftir Jez Moxey, forstjóra Stoke, í Team Talk. Sigurður sagði að ekki væri orðið ljóst hvenær hópurinn legði fram til- boð, en staðfesti að fulltrúi frá Kaup- þingi hefði farið til Stoke um helgina ásamt fulltrúa hópsins, sem vill fjár- festa í knattspymufélaginu. Fulltrú- ar Kaupþings hefðu verið töluvert í Englandi „vegna þessa og svipaðra mála“ og hefði sá kostur, að semja við Stoke, komið upp fyrir nokkrum mánuðum. Sigurður neitaði því ekki að ís- lenski hópurinn hefði ákveðinn frest til að leggja fram tilboð án þess að rætt yrði við aðra og gæti farið svo að hann yrði framlengdur. Hann sagði að ákveðið hefði verið að segja ekkert um nöfn eða upphæðir að svo stöddu. Stuðningsmenn sagðir vilja kaupa hlut Stuðningsmenn Stoke eru nú að reyna að safna saman fé til að kaupa hlut í félaginu samkvæmt heimildum, en ekki er ljóst hvaða stöðu þeir munu hafa. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins leiðir Kaupþing viðræðumar fyrir íslensku fjárfestana. Haraldur Haraldsson, stjórnarformaður Áburðarverksmiðjunnar, er einn fjárfestanna og sagði hann í gær að hann gæti staðfest að viðræður við Stoke City stæðu yfir, en hvernig þær gengju vissi hann ekki. Ásgeir Sigurvinsson, tæknilegur ráðgjafi KSI, færi alfarið með málið og myndi koma með það fyrir stjórn hjá sér: „Það er minn hópur, áburðarverk- smiðjuhópurinn, sem væri þar um að ræða, ef þetta verður úr.“ Hai-aldur kvaðst ekkert nánar hafa fylgst með málinu: „Eg hef nóg ann- að að gera en að láta boltann rúlla ... Eftir því sem ég best veit verður þetta í gangi þangað til á miðviku- dag. Þá verð ég með stjórnarfund og mun vita eitthvað írekai-.“ Haraldur sagði að Ásgeir hefði sitt umboð í þessu máli: „Þetta kom á fjörurnar hjá honum og hann leitaði til mín um hvort ég hefði áhuga,“ sagði Haraldur. „Eg sagði að ég hefði alltaf áhuga ef hægt væri að græða peninga og ef það væri í heiðarlegum og góðum rekstri væri ég alltaf til. Eg treysti engum betur en honum.“ Ásgeir Sigurvinsson sagði að ekki væri „tímabært að vera nokkuð að velta sér upp úr þessu máli“ og bætti við: „Þetta er ekki rétti tíminn til þess. Ég get ekki staðfest eitt eða neitt... Tíminn leiðir það í ljós hvort það verður einhver frétt eða ekki.“ Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins eru Elvar Aðalsteinsson, sem var eigandi veitingastaðarins Mirabelle, Gunnai' Andrés Jóhanns- son, forstjóri Fóðurblöndunnar hf., og Þorvaldur Jónsson skipamiðlari einnig meðal þeirra, sem hafa hug á að leggja fé í kaup á hlut í enska knattspyrnufélaginu. Óstaðfestar töl- ur, sem heyrst hafa í þessu sam- bandi, eru að það muni kosta eitthvað á milli 600 milljóna og eins milljarðs fyrir hópinn að fá ráðandi hlut í Stoke City. Guðjón Þórðarson verst sagna í DV í gær var sagt að í áætlun Kaupþings um kaupin sé gert ráð fyrir þvi að Guðjón Þórðarson, þjálf- ari íslenska karlalandsliðsins í knatt- spymu, taki að sér þjálfun Stoke verði af samningum. „Eg get ekkert sagt, en það er ánægjulegt að menn skuli hafa þann metnað að prófa eitt- hvað þessu líkt,“ sagði Guðjón í sam- tali við Morgunblaðið. Hann vildi ekkert segja um þær vangaveltur að hann yrði þjálfari liðsins ef af þessum kaupum yrði. Stoke City hefur verið rekið með tapi undanfarin ár og var tapið á síð- asta rekstrarári, sem lauk í maí, ein milljón sterlingspunda (um 118 millj- ónir króna). I frétt dagblaðsins The Sentinel, sem gefið er út í Stoke, sagði að þetta væri mikið áfall fyrir hið skuldsetta félag og myndu heild- arskuldir þess nú fai’a yfir fjórar milljónir punda (rúmlega 470 milljón- h’ ki’óna). Félaginu hefur oft tekist að vega upp á móti tapi með því að selja leik- menn, en fyrir utan söluna á Lárusi Orra Sigurðssyni, sem fór til West Bromwich Albion fyrir 350 þúsund pund (rúmlega 41 milljón króna), er varla hægt að tala ufii að liðið hafi selt leikmann fyrh’ umtalsverða upp- hæð undanfarin tvö ár. Fjárhagsstaða versnað eftír fall í aðra deild Þetta er ástæðan fyrir fjárhags- vanda liðsins ásamt því að aðsókn að leikjum þess hefur hrunið frá því að það féll úr fyrstu deild í aðra fyrir 16 mánuðum. Liðið er nú í tólfta sæti annarrar deildarinnar (sem í raun er sú þriðja) með 11 stig eftir átta um- ferðir og hefur unnið þrjá leiki, gert tvö jafntefli og tapað þremur leikj- um. Jez Moxey greindi frá fjárhags- stöðu félagsins þegar hann tilkynnti söluna á Lárusi Orra fyrir helgi. Sagði hann að búast mætti við svip- aðri útkomu í peningamálum félags- ins á næsta ári. Að hans sögn mun fé- lagið heldur ekki hagnast mikið á söl- unni á Lárusi Orra þegar til þess er tekið að félagið hans á Islandi fær fjórðung vegna ákvæðis í samningi verði hann seldur áfram og þá hafi Lárus Orri sjálfur fengið „veglega upphæð“. Lið Matthews, Banks og Shiltons Ymsir þekktir leikmenn hafa leikið með Stoke og má þar nefna Stanley Matthews og markmennina Peter Shilton og Gordon Banks. Liðið hefur leikið á nýjum velli frá árinu 1997. Völlurinn heitir Britannia og tekur 24.054 áhorfendur. Ekki liggur ljóst fyrir hvenær félagið var stofnað. Því heíúr lengi verið haldið fram að það hafi verið stofnað árið 1863, en elstu heimildir, sem fundist hafa, eru frá árinu 1868 þegar tveir lærlingar við Járnbrautarfélag Norður-Stafford- skíris stofnuðu félagið Stoke Ramblers ásamt nokkrum félögum sínum. Stoke lék fyrsta deildarleik- inn haustið 1888 og beið þá lægri hlut fyrir West Bromwich Albion, 0-2. Stærsti sigur Stoke í deildarleik var gegn WBA árið 1937,10-3. Stoke var síðast í efstu deild á árunum 1979 til 1985. Stærsta stund Stoke var senni- lega þegar liðið vann deildarbikarinn á Englandi árið 1972. Félagið náði lengst í efstu deild tímabilið 1935 til 1936 þegar það varð í 4. sæti. Félagið hefur þrisvar orðið meistari í næstefstu deild, árin 1933, 1963 og 1993. Stoke hefur tvisvar komist í Evrópukeppni félagsliða, UEFA-bik- arínn, árín 1972 og 1974. Liðið leikur í rauð- og hvitröndóttum treyjum, hvítum buxum og hvitum sokkum með rauðum þverröndum. Lárus Orri gekk til liðs við Stoke frá Þór á Akureyri seint á árinu 1994. Aðrir íslendingar, sem komið hafa við sögu hjá félaginu, eru Þorvaldur Örlygsson og Kristján Sigurðsson, bróðir Lárusar Orra, sem er með samning við unglingalið Stoke. ■ Manchester 22. - 25. október Brussel 19. - 22. nóvember í haust bjóöum viö upp á helgarferöir til Manchester og Brussel á hagstæöu veröi. Báðar þessar borgir státa af ótrúlegri fjölbreytni í skemmtana- og menningarlífi. Samvinnuferðir Landsýn Á ve rð i fyrir þ ig !
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.