Morgunblaðið - 21.09.1999, Síða 29

Morgunblaðið - 21.09.1999, Síða 29
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. SEPTEMBER 1999 29 ERLENT Reuters Bill Bradley neytti maríjúana Washington. Daily Telegraph. BILL Bradley, sem keppir um það við AI Gore, varaforseta Bandaríkj- anna, að verða útnefndur forseta- frambjóðandi Demókrataflokksins í kosningunum á næsta ári, viður- kenndi um helgina, að hann hefði reykt maríjúana. Bradley sagði í sjónvarpsviðtali á sunnudag, að hann hefði reykt kannabisefni en ekki nýlega. Var þá vexið að leita álits hans á George Bush ríkisstjóra, sem er langlíkleg- astur til að verða frambjóðandi repúblikana, en hann neitar að svara því hvort hann hafi neytt kókaíns. Bradley var spurður hvort hann teldi, að frambjóðendur ættu að svara er þeir væru spurðir hvort þeir hefðu neytt fíkniefna, til dæm- is kókaíns. Svaraði hann því játandi og kvaðst sjálfur hafa neytt maríjú- ana nokkrum sinnum. Gaf hann í skyn, að það hefði hann gert ungur maður. Kosninga- sérfræðingar repúblikana telja nú, að Bradley gæti orðið Bush erfiðari andstæðingur í forseta- kosningunum en Gore. Enn sem komið nýtur Gore þó meira fylgis meðal demókrata en Bradley en í skoðanakönnunum dregur sífellt saman með þeim. Bill Bradley Frelsisher Kosovo verður borgaraleg öryggissamtök 'istina. Reuters, AFP. Skýjareið HESTVÖRÐUR hollenska hers- ins var við æfíngar í gær en í dag tekur hann þátt í athöfn í tengsl- um við kynningu á fjárlögum hol- Ienska ríkisins. Ætla mætti, að hér væri riðið skýjum ofar en svo er þó ekki. Það er nefnilega mik- ilvægur þáttur í þjálfun hross- anna að venja þau við eld og eimyrju og til þess eru meðal annars notaðar reyksprengjur. Heiðursvörður á hesti má ekki eiga það á hættu, að hrossin fælist skyndilega. ---♦♦♦--- Koivisto vill ekki í NATO BÚIST var við því í gær, að sam- komulag yrði undimtað á hverri stundu milli Friðargæsluliðs Atl- antshafsbandalagsins (NATO) og Frelsishers Kosovo (UCK) um ft’amtíðarhlutverk Frelsishersins. Samkvæmt því verður hann ein- göngu borgai-aleg öryggissamtök. Fyrr í gær hafði hvorki gengið né rekið í samningaviðræðum við UCK og þá fékk hann tveggja sól- arhi-inga frest til að afvopnast. Jafnframt var hann varaðaur við, að hann væi-i að tefla stöðugleika í héraðinu í tvísýnu með því að þrá- ast við að fallast á skilmála NATO. Wesley Clark, yfirmaður hei-afla NATO, fór til Pristina í gær til að í-eyna að þrýsta á Frelsisherinn um að halda sig við fyrri samþykktir og er það til marks um hve alvai-legum augum NATO leit málið. Samkvæmt samkomulagi NATO og UCK sem undh-ritað var í júní sl. féllst UCK á að afhenda öll vopn sín og leggja formlegar hersveitir sínar niður á miðnætti sl. sunnu- dag. Michael Jackson, yfirmaður friðai-gæsluliðsins, varaði forystu UCK við því í gær að ef ekki yrði komist að samkomulagi eins fljótt og auðið er gæti það stofnað stöð- ugleika í héraðinu í tvísýnu, sem og forystu UCK sjálfri. UCK heyri sögunni til Leiðtogar NATO og UCK höfðu, fyi-h- helgina lýst því yfir að Frels- isherinn myndi heyra sögunni til frá og með sunnudeginum, en ekk- ert hefur enn verið upplýst um hver hlutur liðsmanna UCK verður inn- an hins borgai-alega lögregluliðs, sem í eiga að vera alls 10.000 menn. Embættismenn NATO ei-u taldh- vilja að fyrrum liðsmenn UCK í lið- inu, sem fái að bera vopn, verði ekki fleiri en 200 en Ijóst er að for- ysta UCK vilji sjá mun fleh-i og hef- ur ekki farið dult með þá skoðun sína að hún vill stofna sjálfstætt í-íki með eigin her. Hafa leiðtogar Frelsishersins ekki viljað hverfa frá kröfu sinni um að löggæsluliðið myndi kjarnann að framtíðarher- sveitum héraðsins. Östöðvandi alnæmisfár í Afríku Er að eyðileggja sum samfélög en leiðtogarnir loka augunum Hclsinki. Morgunblaðið. MAUNO Koivisto, fyrrverandi for- seti Finnlands, segist ekki skilja hvers vegna um það sé rætt í al- vöx-u, að Finnar sæki um aðild að Atlantshafsbandalaginu, NATO. Hélt hann því fram í viðtali við finnska ríkissjónvarpið, að smáríki eins og Danmörk og Noregur hefðu engin áhrif í bandalaginu. Reiðastur er Koivisto NATO fyr- ir loftárásirnar á Júgóslavíu, sem hann kallar mistök enda hafi þær strítt gegn öllum alþjóðalögum. Þá kom einnig fram hjá honum, að hann teldi Slobodan Milosevic, for- seta Júgóslavíu, vera mjög hæfan mann. Koivisto sagði, að ástæðan fyrir því, að hann beitti sér fyrir aðild Finnlands að Evrópusambandinu, hefði verið öryggishagsmunir landsins en síður efnahagslegir hagsmunir. Sagði hann sambandið þurfa að huga betur að öryggismál- unum en það hefði gert. Lusaka. Reuters. EKKERT virðist geta stöðvað al- næmisfaraldurinn í Afi-íku enda láta flestir leiðtogar ríkjanna í hinni svörtu álfu sem þeir viti ekki af hon- um. Kom þetta fram á stórri alnæm- isráðstefnu, sem haldin var í Lusaka í Zambíu og lauk um helgina. A 11. ráðstefnunni um alnæmi og kynsjúkdóma, ICASA, voi-u nefnd- ar ýmsar ástæður fyrir því hve ástandið í Afríku er skelfilegt. Ein af þeim er áhugaleysi stjói-nvalda í álfunni, önnur ónóg, alþjóðleg að- stoð og sú þriðja og ekki sú sísta er mikið og útbreitt skeytingarleysi meðal almennings. Þótt sjúkdómur- inn fari hamföi-um og leggi æ fleir í valinn, hefur lítil sem engin breyt- ing orðið á kynhegðun fólks. Mikil óöld og átök hafa lengi hrjáð Afríku en það vill gleymast, að alnæmið er margfalt stórvirkara en byssukúlurnar og sprengjurnar. Talið er, að styrjaldarátök hafi kostað 200.000 Afríkubúa lífið á síð- asta ári en þá féllu fyrir alnæminu og sjúkdómum, sem því fylgja, tvær milljónir manna. I möi-gum x-íkjanna hefur sjúkdómurinn kvistað niður hina menntuðu milli- stétt, lækna, verkfræðinga, lög- fræðinga og kennara, og á lands- byggðinni dregst matvælafram- leiðslan saman eftir því sem fleiri bændur falla í valinn. í þessum ríkjum er ekki um að ræða neinar framfarir, heldur afturför á öllum sviðum. Veislan hjá Gaddafi skemmtilegri Þegar boðað var og boðið til ráð- stefnunnar í Lusaka kom í Ijós, að leiðtogar Afríkuríkjanna voru upp- teknir og höfðu öðrum hnöppum að hneppa. Þurftu margir þeirra að sitja veislu hjá Muammar Gaddafi Líbýuleiðtoga. Fulltrúar alþjóðlegra hjálpar- og fjármálastofnana á ráðstefn- unni sögðu, að reyndu leiðtogar Afríkuríkjanna að loka augunum fyrir alnæminu, myndi það leiða til þess, að þeir hefðu yfir æ færra fólki að segja auk þess sem efna- hagslegar framfarir heyrðu sög- unni til. Áætlað er, að alnæmið hafi deytt 11 milljónir manna í Afríku og 22 milljónir að minnsta kosti eru smit- aðar. Arið 2005 mun alnæmið eitt gleypa meira en helming alls kostn- aðar við heilbrigðiskerfið í Kenía og tvo þriðju af útgjöldunum í Zimbabwe. I Zambíu eru nú 20% allra karlmanna á aldrinum 19 til 49 ára sýkt eða komin með full alnæm- iseinkenni. SAVEfi Hægt að leggja saman Mikið úrval göngu- og hlaupabrauta ásamt mesta úrvali landsins af allskyns þrek- og æfingatækjum. Aðeins topp-merki. WESLO CADENCE 935EX Rafdrifin göngu- og hlaupabraut Hraði 0-13 km/klst. Fjaðrandi bretti sem minnkar álag á liðamót. Einfaldur hæðarstillir, vandaðurtölvumælir, statíf fyrir vatnsbrúsa og handklæði. Hægt að leggja saman og því hentug fyrir heimili og vinnustaði. Stgr. 108.370, kr. 114.073. Stærð: L 144 x br. 70 x h. 133 cm. RAÐGREfDSLUR ÖD EUROCARD raðgrciöslur ÖRNINNP' STOFNAÐ1925 - ÞREKTÆKJADEILD - Skeifan 11, sími 588 9890

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.