Morgunblaðið - 21.09.1999, Page 32

Morgunblaðið - 21.09.1999, Page 32
32 ÞRIÐJUDAGUR 21. SEPTEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Morgunblaðið/Silli Tónleikar Vox Feminae voru vel sóttir á Húsavík. Vox Feminae fagn- að á norðurslóð Með íbyggnu Húsavík. Morgunblaðið. KVENNAKÓRINN Vox Feminae flutti bjarta tóna á dögunum um Norðurland með söng sínum á Sauðárkróki, Húsavík og Akureyri. Söngstjóri er Margrét J. Pálma- dóttir og undirleikari Ulrik Ólason. Á söngskránni voru andleg og veraldleg verk eftir íslenska og erlenda höfunda auk sérstaklega kirkjulegra verka, m.a. eftir Bra- hms, Bach, Rheinberger og Þor- kel Sigurbjörnsson. TOIVLIST Bústaðakirkja KAMMERTÓNLEIKAR Strengjakvartettar eftir Haydn (Op. 33,4), Mozart (K387) og Beethoven (Op. 74). Cuvilliés kvartettinn frá Mlinchen (Florian Sonnleitner, Aldo Volpini, Roiand Metzger & Peter Wöpke). Sunnudaginn 19. september kl. 20:30. Kammermúsikklúbburinn hóf vetrarstarfið veglega með komu bæversks strengjakvartetts, er lék fyrir fullu húsi á sunnudagskvöldið var. Cuvilliés kvartettinn var áður kenndur við fyri-um prímaríus sinn Sinnhoffer, er lézt 1995, og kom nú hingað í 10. sinn á þessum aldar- fjórðungi. Tryggð klúbbsins við þýzku þrenninguna Mendelssohn, Schumann og Brahms og sérstak- lega Vínarfjórstimin Haydn, Moz- art, Schubert og Beethoven og helztu verk þeirra hefur verið mikil á fyrri starfsvetrum, sem eðlilegt er meðan verið var að byggja upp úr nánast engu. Það er því kannski til marks um að ákveðnum áfanga hafi verið náð, að sjá nú innan um á komandi vetrarskrá ýmist sum sjaldheyrðari verk stórmeistaranna eða miður tíð tónhöfundanöfn eins og Arriaga, Boccherini og Debussy. Að ekki sé minnzt á Jón Leifs; e.t.v. fyrsta íslenzka tónhöfundinn er öðl- ast mun sígildleika í vitund sett- legra kammertónlistarunnenda. Eftir hann verður leikinn 3. strengjakvartettinn, „E1 Greco“, nk. 5. desember. Papa Haydn - „faðir sinfóníunn- ar“ eins og nefndur hefur verið, þótt frekar ætti að heita „faðir strengjakvartettsins“ - og hinn hálfþrítugi Wolferl Mozart, ný- sparkaður úr biskupsþjónustu Colloredos, hleyptu greininni áfram í risastökkum á öndverðum 9. áratug 18. aldar með gagnvirki’i hvatningu, þegar Haydn fyrst samdi 6 „rússnesku" kvartetta sína, sem aftur eggjuðu Mozart til að semja aðra 6, er hann tileinkaði þá viðurkenndum heimsmeistara formsins. Var afar vel til fundið að flíka hér úr hvoru setti til saman- burðar. Haydn nálgast strengja- kvartettinn, sem upphaflega var al- farið skemmtitónlistargrein (m.a.s. kölluð „dívertímentó“ á barnsaldri) á áður óþekktan hátt í Op. 33. Lag- línan er ekki lengur einráð í 1. fiðlu, úrvinnslan er sinfónískari, og hjá Mozart bætast við krómatísk tilfinningasemi, ósamhverf úr- teygsla hendinga og kontrapúnktísk meðferð til efnis- þéttingar og andlegs flugs. Fúgató- stefið í lokaþætti K387 - 4 heilnót- ur í stíl við Júpíter-sinfóníufínal- ann fræga og undir álíka fúguðu sónötufoimi - kann að vera vís- bending um aukinn áhuga á Bach, sem Mozart kynntist um þetta leyti á heimilistónleikum barokkunn- andans van Swietens - þó að bæði Haydn-bræðurnir Joseph og Mich- ael og fleiri miðevrópskir samtíma- höfundar endi iðulega strengja- icvartetta með svipuðum hætti. Mozart slær hins vegar öllum við í pólýfónískri tækni, enda stappar nærri skopstælingu á keppinautum hvernig hann teflir saman hálofta- hniti fúguáferðar og hversdagsleg- um bjórstofusöng hómófónísku kaflanna, eins og ekkert sé sjálf- sagðara. Cuvilliés kvartettinn lék báða kvartetta af mikilli fágun og sam- stillingu, sem líkt og í Beethoven eftir hlé átti sér til bragðbætis að draga skýrt fram meginatriði forms og nýsköpunar á viðeigandi stöðum með staðgóðri tilfinningu fyrir móU un stórra sem smárra hendinga. I Einleikur á gítar í Salnum GÍTARLEIKARINN Einar Kristján Einars- son heldur einleikstón- leika á upphafstónleik- um í áskriftarröð 2 í Salnum í Tónlistarhúsi Kópavogs þriðjudags- kvöldið 21. september kl. 20:30. A fyrri hluta tón- leikanna flytur Einar Kristján verk eftir Mauro Giuliani: Til- brigði um stef eftir Hándei „Harmonious Einar Krisl ján Einarsson. Blacksmith"; Jakobs- stigann eftir Hafliða Hallgrímsson og eftir J.S. Bach Prelúdía, Fúga og Allegro BWV 998 í Es-dúr. Eftir hlé flytur hann Sónatínu eftir Lennox Berkeley; Draum Merlíns eftir Nikita Koshkin; Homenaje á Tarrega eftir Joaquin Turina og eftir Isaac Albeniz Cordoba og Asturias. NÝ skáldsaga eftir Guðrúnu Evu Mínervudóttur kemur út hjá Bjarti á næstunni. Guðrún Eva sendi í fyrra frá sér smásagnasafnið Þegar hann horfir á mig er ég María mey og fékk hlýjar viðtökur. Nú hefur Guðrún Eva skrifað sína fyrstu skáldsögu sem er sögð djarflega skrifuð. Sagan fjallar um mennta- skólastúlku sem býr ásamt pabba sínum og fjórum vinum hans í lítilli íbúð í miðbæ Reykjavíkur. Bragi Ólafsson er löngu orðinn þjóðkunnur fyrir ljóð sín. Fyrsta skáldsaga hans er væntanieg nú í haust og fjallar um mann sem óvænt og gegn vilja sínum er send- ur í langt sumarfrí. Smásagnasafn Jóns Kalmans Stefánssonar, Skurðii- í rigningu, kom út 1996. Hlaut hún einróma lof gagnrýnenda og bókin var tilnefnd til menningarverðlauna DV. í fyrra- haust kom út skáldsagan Sumarið bakvið brekkuna og nú er væntan- leg þriðja bókin í þessari röð bóka af sérkennilegu sambýli nokkurra sveitunga í dal vestur á landi. Þorvaldur Þorsteinsson vakti eft- irtekt í fyrra með bamabókinni Eg heiti Blíðfinnnur en þú mátt kalla mig Bóbó. Ný skáldsaga fjallar um kennara í grunnskóia, Harald, sem hefur tekið að sér ýmis veigamikil störf. En jafnframt því að sinna uppeldisstörfum bærist innra með Haraldi afar frjótt líf þar sem for- boðnar kenndir fá útrás. Pétur Gunnarsson hefur lengi staðið framarlega í víglínu íslenskra bókmennta. í þessari bók birtast ritgerðir um bókmenntir, samheng- ið í íslensku menningarlífí, tungu- málið, Proust, Laxness, Þórberg og fjórar ritgerðir sem bera heitið Um daginn og veginn. Myrkrið kringum ljósastaurana er ný ljóðabók eftir Óskar Arna Óskarsson. I kynningu Bjarts er hann sagður eitt frjóasta skáld landsins. Ljóðabækur Braga Ólafssonar, Dragsúgur, Ansjósur, Ytri höfnin Islenskt og þýtt, áhersla á skáldskap og Klink, eru flestar uppseld- ar eða á þrot- um. Því var ákveðið að gefa út ljóðaúrval með ljóðum Braga frá síð- ustu árum. Ei- ríkur Guð- mundsson bók- menntafræðing- ur valdi. Þýddar bók- menntir Ljós í ágúst eftir William Faulkner er í þýðingu Rúnars Helga Vignissonar. William Faulkner er ávailt nefndur einna fyrstur þegar spurt er um fremstu meistara heimsbókmennt- anna, segir í kynningu. Ljós í ágúst er ein af viðameiri sögum hins bandaríska höfundar og segir sög- una af Joe Christmas en er jafn- framt úttekt á samskiptum kyn- þátta og kynja. Járnbrautir eftir Bohmil Hrabal er í þýðingu Baldurs Sigurðssonar. Tékkneski rithöfundurinn Hrabal er talinn einn merkasti höfundur 20. aldar. Þessi litla saga um strák í tékknesku þorpi er sögð ein af perl- um evrópskra bókmennta. Timbuktu eftir Paul Auster kom út í sumar og hefur fengið mikið lof gagnrýnenda. Bókin þykir sérstök þar sem hún er sögð af hundi, ræf- ilshundi sem hefur þurft að fylgja geðveikum húsbónda sínum til þeirrar skelfilegu borgar Baltimore í leit að gömlum kennara og vel- gjörðarmanni húsbóndans. Paul Au- ster er Islendingum að góðu kunnur fyrir New York-þríleik sinn, Hend- ingu, og kvikmyndina Smoke. Amsterdam eftir Ian McEwan kemur út í þýðingu Ugga Jónsson- ar. Þessi sérstæða saga hefur setið vikum saman á toppi breskra met- sölulista. McEwan fékk Booker- verðlaunin í ár fyrir bókina. Náin kynni eftir Hanif Kureishi er í þýðingu Jóns Karls Helgasonai-. Jay ætlar að laumast óséður að heiman og yfirgefa konu sína Susan og litlu synina tvo. Kvöldið fyrir brottförina rifjar hann upp árin með Susan. Hann gerir upp líf sitt af hreinskilni og miskunnarleysi þar sem ekkert er dregið undan og eng- um hlíft. Þetta er hugleiðing um ástina, vináttuna, hamingjuna og samskipti elskenda, fyrsta saga þessa ensk-pakist- anska höfundar sem birtist á ís- lensku. Hann er einn af kunn- ustu höfundum Evrópu um þessar mundir og hefur jöfn- um höndum skrifað leikrit, sögur og kvik- myndahandrit. Þekktasta verk hans er My Beautiful Laun- drette sem hlaut tilnefningu til Óskarsverðlauna. Bókin Náin kynni kom út í Englandi árið 1998 og vakti strax mikla úlfúð vegna óvæginna lýsinga Kureishis á samskiptum kynjanna. Upphaf og endir er ljóðabók eftir Wislawa Szymborska. Geirlaugur Magnússon hefur þýtt ljóð pólsku skáldkonunnar og nóbelsverðlauna- höfundarins. Yrkisefni Szymborska eru oft heimspekilegs eðlis, hún hef- ur hvað eftir annað fengist við tíma- þráhyggju mannsins, stöðuga leit hans að eðli veruleikans, ótta hans við hendinguna og spuminguna stóru; hver er ég í þessum geimi? I raun má tengja þau öll saman í eitt orð: undrun, undrun yfir margbreyti- leika mannlífs og veraldar, undrun- ina yfir að vera til, segir í kynningu. Kajak drekkfullur af draugum eru Inúítasögur í þýðingu Sigfúsar innsæi miðlungsþurrum sal eins og Bú- staðakirkju hefði hrynskerpan þó að ósekju mátt vera aðeins meiri og staccatóin sneggri. Það kunna að vera skilyrt viðbrögð hlustanda frá upprunastefnu síðustu áratuga, en samt var ekki með öllu laust við að víbrató kvartettsins, sem 30 árum fyrr hefði efalítið þótt eðlilegt og sjálfsagt, verkaði nú eiiítið „gamal- dags“, enda meira en 20 ár síðan Esterhazy kvai’tett Jaaps Schröders varð fyrstur til að leika Haydn-kvartetta Mozarts á sléttum tóni - reyndar með frábærum ár- angri. „Hörpu“-kvartett Beethovens sem svo hefur verið kallaður vegna pizzicato-strengjaplokksins í I. þætti, var saminn á dánarári Ha- ydns, 1809. Hann er ekki „Zukun- ftsmusik" að sama bragði og síð- ustu kvartettarnir fimm, heldur hlutfallslega ljúf og auðtekin tón- smíð, að sumu leyti e.k. eftirmæli 18. aldar líkt og 8. sinfónían, og féll vel að undangengnum verkum dag- ski-ár. Cuvilliés kvartettinn fór á kostum í þessu verki. Ekki svo mjög vegna úthverfra tæknisýn- inga, heldur með skilningsríkri og innlifaðri túlkun sem sagði manni því meira. Meðhöndlunin var oftar lágstemmd en stórra sviptinga, en athygli hlustenda minnkaði sízt við það. Þéttriðinn I. þátturinn sveif áfram af vakurri yfirvegun, Bröhmskulega dreymandi Adagíóið (II.) myndaði fullkomna hvíld fyrir spretthart Scherzóið, og litrík en látlaus spilamennska fjórmenning- anna dró fram hið bezta úr lokatil- brigðaþættinum af íbyggnu músík- ölsku innsæi. Vonandi höfðu sem flestir kvar- tettistar okkar séð sér fært að mæta. Hér var margt hægt að læra. Ríkarður Ö. Pálsson Bjartmarssonar. Sögunum er safn- að frá norðvestursvæðum Kanada, Baffinslandi, Norður-Quebec, La- brador og Austur- og Vestur-Græn- landi. Þær eru komnar frá dýra- veiðimönnum, fiskimönnum, bifvéla- virkjum, flugfreyjum og fjölmörg- um foringjum í her atvinnulausra og óhæfra til vinnu. Þessar sögur eru ekki bara skemmtilegar heldur vekja þær líka undrun eða hálf- gerða hugljómun, segir í kynningu, „mergjaðai', grimmilegar, saurugai', fyndnar og siðrænar á mjög sér- stakan hátt - ekki ólíkar miklu af nútímaskáldskap“. Kæra Greta Gai'bó er eftir Willi- am Saroyan. Willam Saroyan er ávallt nefndur einna fyrstur þegar spurt er um fremstu meistara smá- sögunnar í heimsbókmenntunum. Hér er að finna fímm af lengri og viðameiri sögum hans. I kynningu segir: „Sögumar lýsa því með hóf- stilltri kímni og samúð í bland við skarpskyggna hæðni hvernig sjálfs- blekking, fals, lágkúra, lygi og of- beldi þjarma bæði leynt og ljóst að sönnum tilfinningum, mannlegri reisn og þeim dýrmætu vonum um fagurt mannlíf sem ekki slokkna þrátt fyrir allt.“ Barna- og unglingabækur Hairy Potter og spámannssteinn- inn er eftir Joanna Rowling. Það vakti gífurlega athygli þegar ung, at- vinnulaus, einstæð móðh' frá Edin- borg seldi útgáfurétt á íyrstu bók sinni fyrir 100 milljónir króna. Bók hennai' um Harry Potter var svo gef- in út með pomp og prakt fyrir tveim- ur árum og trónir enn á toppi met- sölulista víða um heim. Gagnrýnend- ur ráða sér ekki fyrir kæti og hafa hælt bókunum á hvert reipi. Nú eru bækumar um hinn munaðarlausa Harry Potter orðnar fjórar og enn er ekkert lát á vinsældum þeirra. Tommi í undh'djúpunum er eftir Guðmund Steingrímsson og Mörtu. Þetta er myndskreytt ævintýri fyrir börn yngri en 10 ára.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.