Morgunblaðið - 21.09.1999, Side 33
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
ÞRIÐJUDAGUR 21. SEPTEMBER 1999 33
Framsækinn Frúarorganisti
TÖIVLIST
Hallgrímskirkja
ORGELTÓNLEIKAR
Vierne: Pieces de fantaisie - 1.
Svíta Op. 51. Ulf Norbcrg, orgel.
Föstudaginn 17. september kl. 12.
„ORGELANDAKT" - að virtist
fremur konsertform með ritning-
arívafi en helgihald með tónlistari-
nnskotum - fór fram á föstudaginn
var í heldur gissetinni Hallgríms-
kirkju sem liður Norrænna orgel-
•daga. Varð ekki betur séð en að
inn- og erlendu þátttakendur or-
geldaganna mynduðu uppistöðu
áheyrenda, auk fáeinna forvitinna
óbreyttra ferðamanna. En eflaust
hafa skipuleggjendur gert ráð fyr-
ir að ekki væri húsfyllis að vænta á
hádegistónleikum á virkum degi.
Skv. hátíðarskrá átti Kaj-Erik
Gustavsson, lektor við Sibelius-
arakademíuna í Helsinki, að leika
verk eftir Sibelius og eigin tón-
smíðar þetta hádegi, en átti af ein-
hverjum sökum ekki heimangengt,
og hljóp ungur sænskur orgelleik-
ari í skarðið með stuttum fyrir-
Orgel-
leiðsla
TÖJVLIST
H a 11 g r í m s k i r k j a
ORGELTÓNLEIKAR
Verk eftir Bach, Berlin og L. Niel-
sen. Per Fridtjov Bonsaksen, orgel.
Laugardaginn 18. september kl. 12.
VIÐ hljómborðið í Hallgríms-
kirkju sl. laugardagshádegi sat við
svipaða aðsókn og daginn áður hinn
norski Per Fridtjov Bonsaksen,
dómorganisti að Niðarósi, sem þar
hefur starfað síðan 1976.
Viðfangsefnin voru um margt
skemmtileg áheyrnar, þó að fyrst
vekti athygli, að Prelúdía Bachs í
G-dúr BWV 541 skyldi slitin frá
fúgu sinni með innskoti verka eftir
J.D. Berlin og L. Nielsen, áður en
fúgan fékk að hljóma í tónleikalok.
Fékkst engin nánari skýring á því,
en til sanns vegar má að vísu færa,
að barokkskotin Sónatína hins
austurprússnesk-norska Johanns
Daniels Berlin næst á eftir small
furðuvel inn sem framhald á Bach-
forleiknum í forhljómstóntegun-
dinni d-moll, þó að væri ekki einu
sinni frumsamin fyrir orgel, heldur
sembal. Vegna óviðráðanlegra tafa
náði undirr. ekki að heyra fyrsta
hluta prelúdíunnar, en af niðurlagi
hennar að dæma féll ritháttur
meistarans frá Weimarárunum
ekki illa að þessu dýrasta hljóðfæri
Islendinga fyrr og síðar í leikinni
útfærslu norska dómorganistans.
Sonatina Johanns Daniels Berl-
ins (1714-87), sem skv. tónleikaskrá
settist að í Þrándheimi eftir námsái'
í Kaupmannahöfn, var skemmtileg
blanda af síðbarokkstíl og frum-
klassík. Um margt hin frambæri-
legasta tónsmíð, og hvetur enn sem
oftar til aðgæzlu, þegar fákunnir
„smámeistarar" eiga í hlut. Verkið
var að ytra borði fislétt og eftir því
auðmelt, en samt sátu eftir tónhug-
myndir sem báru merki um þauim-
úsíkalskan huga, er hefði sennilega
getað haft mun meiri áhrif á heims-
vísu, ef Berlin hefði fengið að njóta
sín nær tónlistarlegum kjarnsvæð-
um Norðurálfu. Leikur Bons-
aksens var víða skemmtilega tær
og lipur, þó að helztu dansþættir
verksins - Gavotta, Menúett og
Giga - virtust undirrituðum stöku
sinni fulllitaðir af ríkjandi rúbató-
tízku í túlkun, sem sumum finnst
vara. Lék hann hér „Premiere
suite“ úr fantasíustykkjum eftir
sjóndapra organistann við Frúark-
irkju Parísar, Louis Vierne (1870-
1937), er lézt sama ár og Ravel og
Widor. Svítur þessar (Op. 51, 52,
53 og 55) samanstanda af fremur
stuttum þáttum með að hluta
prógrammatískum heitum, eins og
í þessu tilviki „Prélude", „Andanti-
no“, „Caprice", „Intermezzo",
„Requiem æternam" og „Marche
nuptiale", og mun hin fyrsta hafa
verið samin um 1926.
Hljómabeiting Viernes verður
að teljast tiltölulega framsækin
fyrir sinn tíma. Þó að grunnur
hennar sé enn tónall, er útfærslan
oftlega teygð og tosuð svo, að
áheyrandinn er stundum í vafa um
hvort hann sé ekki að hlusta á
óþekkta hlið af sköpunarverki
Schönbergs. En yfir heildinni var
samt heillandi jafnvægi milli íhug-
ullar kliðmýktar og hvassra út-
hleðslna, og sjaldan eða aldrei varð
vart við hugmyndafátækt. Prel-
údían geymdi meginstefið að
mestu í fetlum við síiðandi hand-
spilsflúr. Andantínóið og Requiem-
ið voru hæg, innhverf og leitandi,
jafnvel spunakennd. Caprice var
rapsódískur framsækinn vals á síð-
rómantískum grunni, og hið líflega
jaðra við tilgerð. Nema þá ef mönn-
um þykir sannfærandi fleiri og
meiri „kúnstpásur“ í flutningi
barokkdansa en yfirleitt tíðkast á
dansgólfi.
Passacaglía Ludvigs Nielsens (f.
1906) um miðaldaleiðsluljóðið
„Draumkvedet" - e.k. norræna
„Divina Commedia" - leið þvínæst
hægt inn í vitund áheyrenda, og
framan af stórtíðindalaust. í seinni
hluta varð verkið hins vegar mun
dramatískara og fjölbreyttara að
áferð - nefna mætti t.d. eftirminni-
legan stað, þar sem Garmur virtist
hafi „gengið fyrir Gnipahelli" með
beitingu dýpstu spænsku trompet-
anna - og áður en lauk náði tónsmíð
Nielsens venilegu flugi.
Síðust, og að sumra smekk
kannski óþarflega sundurslitin frá
upphafshluta sínum, hljómaði stór-
brotin G-dúr fúga Bachs í liðugri
túlkun Bonsaksens við afar fágaða
registrun. Reyndar mætti að marg-
gefnum tilefnum spyrja, hvort hið
gagnstæða - „ljót“ registrun - sé
einfaldlega möguleg við einvala
hljóðfæraskipun Klais-orgelsins.
En sjálfsagt er allt hægt, ef vilji er
fyrir hendi. Hér sem oftar á hraðari
stöðum kom á hinn bóginn helzti
agnúi og erkifjandi þessa stórkost-
lega hljóðfæris Hallgrímssóknar
enn og aftur í ljós - alltof ríflegur
endurhljómur kirkjugímaldsins -
og væri vissulega vert að stefna að
lagfæringu þess vanda sem fyrst.
En að svo miklu leyti sem heyra
mátti, þegar sextándupartsnóturn-
kraumandi Intermezzo - með ró-
legum innskotsandstæðum inni á
milli - hefði þess vegna getað verið
samið löngu eftir seinna stríð.
„Brúðarmarsinn" í lokin minnti -
þrátt fyrir bjartsýnan titilinn -
fremur á giftingarathöfn í upp-
námi. Með ytri glæsibrag að vísu
til hátíðarbrigða, en með anzi
krassandi hljómaskvettum og off-
orsþykkum rithætti, er ágerðist
undir niðurlag með ómældri fyrir-
ferð bæði í manúölum og pedal, svo
að sérstaklega fótspilið rann sam-
an í óbeizlaðri ofheyrð Hallgríms-
kirkju, þrátt fyrir fremur hófstillt-
an styrk.
Ulf Norberg er að sögn aðstand-
anda Orgeldaganna ekki nema 22
ára gamall, en lék eins og herfor-
ingi; lipur, skýr og öruggur sem
klukka og með öllu laus við biblíur-
úbató („leitið, og þér munið finna“)
þau sem oft vilja einkenna hraðan
orgelleik á erfiðum stöðum. Auð-
heyranlega ungur maður með
framtíð fyrir sér á konung hljóð-
færanna. Hin þegar víðkunna lita-
dýrð Klais-orgelsins var vel nýtt
með hugvitssamri registrun, þó að
undirbúningstími hafi varla getað
verið langur.
Ríkarður Ö. Pálsson
ar spunnu sinn vakra flúrvef á fullu,
var leikur Bonsaksens engu að síð-
ur óþvingað eyrnayndi, og mótuð af
gegnmúsíkalskri smekkvísi.
Ríkarður Ö. Pálsson
Bók hins
TÖJVLIST
Hallgrfmskirkja
ORGELTÓNLEIKAR
Hans-Ola Ericsson flutti orgelverk-
ið, Bók hins helga sakramentis, eft-
ir Oliver Messiaen. Laugardagur-
inn 18. september, 1999.
SÍÐUSTU tónleikarnir á vegum
Norrænu orgeldaganna voru
haldnir sl. laugardag og voru þeir í
raun hápunktur orgeldaganna, því
á efnisskránni var eitt af megin-
orgelverkum Messiaéns, Livre du
Saint Sacrament, en þetta stór-
brotna verk tekur vel tvo tíma í
flutningi og er auk þess á köflum
leiktæknilega mjög erfitt. Tónmál
þess er nærri algerlega „hómofón-
ískt“ (hljómrænt) og auk þess er
hljómskipanin oft mjög þétt og óm-
stríð, lagrænar tónlínur eru ekki
margar og þá oftast „einraddaðar“
eða með liggjandi hljóma á móti.
Tónmyndirnar eru flestar mjög
Meistari
í snarstefjun
TðNLIST
llallgrímskirkja
ORGELTÓNLEIKAR
Anders Bondeman flutti verk eft-
ir Pachelbel, J.S. Bach, Helnut
Walcha, Hans Eklund og eigin
snarstejun yfír fslensk þjóðlög.
Föstudagurinn 17. september,
1999.
ÞESSA viku og komandi viku
mun verða haldinn nærri tugur
orgeltónleika og það sem mest
er um vert, að einnig voru tvö
orgel tekin í notkun um nýliðna
helgi en bæði hljóðfærin smíðaði
Noack Organ Company. Þetta
eru glæsileg hljóðfæri, róman-
tískt orgel fyrir Neskirkju og
barokk orgel fyrir Langholts-
kirkju. Auk vígslu orgelanna,
var haldið hér á landi þing fyrir
organista á Norðurlöndunum,
með kennslu og fyrirlestrum og
til viðbótar haldnir fimm orgel-
tónleikar, þar sem Hörður As-
kelsson, Kaj-Erik Gustavsson
(Finnlandi), Anders Bonde-
mann (Svíþjóð), Per Fridtjov
Bonsaksen (Noregi) og Hans-
Ola Ericsson (Svíþjóð) reyndu
sig við Klais orgel Hallgrímsk-
irkju. Framkvæmdastjóri nor-
rænu orgeldaganna var dr.
Douglas A. Brotchie.
A þriðju tónleikum norrænu
orgeldaganna, sl. föstudag lék
Anders Bondeman og hóf hann
tónleikana með „sjakonnu“ í
f-moll, einu frægasta orgelverki
Johanns Pachelbels og var leik-
ur Bondemans sérlega fallega
mótaður, bæði hvað varðaði leik
og raddskipan. Eftir J.S. Bach
lék Bondeman prelúdíu og fúgu
í C-dúr (BWV 547) og var leikur
Bondemans ekki í jafnvægi og á
stundum eins hann væri í raun
að leika gamalæft verk af blaði.
Það hendir oft góða hljóðfæra-
leikara, að gripa til þess sem
þeir einu sinni kunni mjög vel.
Auk þess sem leikur Bonde-
mans var ekki í jafnvægi var
pedallinn allt og hljómsterkur í
prelúdíunni, rétt eins sekvensa
ferli bassans væri aðalstef
verksins. Fyrri hluti fúgunnar
skal aðeins leikin á hljómborð,
svo að pedallinn var fjarri en
kom inn með stefið í lengingu
bæði frá c-g og síðan tvívegis í
spegilmynd, svo að þar átti vel
við að hafa pedalinn sterkan.
Þrír orgelkóralar eftir Hel-
mut Walcha (1907) yfir sálmana
Ich ruf zu dir, Ist Gott fúr mich
og Ach bleib bei uns, voru næst-
ir á efnisskránni. Walcha er
þýskur orgel- og semballeikari
er hefur m.a. hljóðritað öll or-
gelverk J.S. Bachs og samið or-
gelkóralverk, sem gefin hafa
verið út í þremur bindum. Tón-
stíll hans er í rótina hefðbund-
inn en með nokkuð útfærðri
raddfærslu, með frjálsri notkun
hljómleysinga. Þessi hljómþægu
verk voru ágætlega flutt enda
lærði Bondeman hjá Walcha.
Hið eiginlega lokaverk tón-
leikanna var Invocatio pro org-
ano, eftir Hans Eklund (1927-
1999) ekki óáheyrilegt verk,
svolítið hlaðið á köflum og var
það mjög vel flutt. Tónleikun
lauk með snarstefjun á tilbrigð-
um yfir tvö íslensk þjóðlög,
Hani, krummi, hundur, svín og
Séra Magnús settist upp á
Skjóna. Það er nú svo með snar-
stefjun, að hún er jafn lærð og
þegar leikið er eftir nótum, þótt
val og samskipan tónhugmynd-
anna geti verið mismunandi
hverju sinni, auk þess sem leik-
inn snarstefjari bætir oft ýmsu
við en hann kemst í ham. Það
sem einkennir snarstefjunarstíl
Bondemans, er „allt leyfilegt
stíllinn" og gildir þá að vera
svolítið kjarkaður í að láta allt
flakka og kunna mörg trikk.
Meðferð stefjanna er eitt dæmið
um leikfrelsið. Tónstef þeirra
gægjast einstaka sinnum í gegn
en fá sjaldan sérstaka meferð
allt í gegn. Þó var falleg undan-
tekning á upphafssnarstefjun-
inni á Séra Margnúsi. Bonde-
mann er bæði leikinn og djarfur
í snarstefjun sinni og t.d. inn-
gangurinn var áhrifamikill, tón-
hugmynd sem hann notaði aftur
að hluta til undir lokin og gæti
því sem best verið saminn eða
að minnsta kosti vel skipulagður
fyrir fram. Þeir sem vilja trúa
því, að tokkatan og fúgan fræga
í d-moll, sé eftir J.S. Bach, hafa
sett fram þá kenningu, að upp-
hafið sé tónhugmynd, sem
meistarinn hafi notað gjarnan,
er hann þurfti að snarstefja að
ósk viðstaddra og einhver nem-
enda hans hafi svo ritfest hug-
myndina. Það er næsta víst að
með tíð og tíma festist eitt og
annað í sessi hjá meisturum í
snarstefun, svo sem vitað er um
marga fræga djassista, er end-
urtóku sig með ótrúlegri ná-
kvæmni.
Jón Asgeirsson
helga sakramentis
stuttar og oft endurteknar, þ.e.
þrástefjaðar, og að því leyti til
reynir tónskáldið mjög á áheyr-
endur. Það sem þó er sérkenniiegt
við tónmál verks, hversu skýrt það
er og í tengslum við textann, sem
Messiaén notar sem innihalds-
merkingu hvers kafla, er að hann
nær oft að draga hlustandann með
sér í hugleiðslu um trúarlegt inni-
hald og myndmál textans, eins og
t.d. í Golgata-stemmningunni, þar
sem Messiaén leikur sér tónrænt
með myrkrið og í fögnuði náðar-
innar (XV), þar sem „Sá sem elsk-
ar, flýgur, hleypur, og fagnar í
sætleika náðarinnar". Fleira lei-
krænt mætti upp telja en auk
þéttrar tónskipunar notar Messi-
aen einstaka tónbil, t.d. 5und í
kafla nr. XIII, Veggir úr vatni og
þá gat oft að heyra ferundir, ýmist
hreinar eða stækkaðar, svo nokkuð
sé nefnt.
Leikur Hans-Ola Ericsson á
þessu erfiða verki var hreint ótrú-
lega skýr og glæsilega mótaður,
þykkir hljómarnir nákvæmir og
raddskipanin sannfærandi og fjöl-
breytileg, sem gaf verkinu sífellt
endurnýjandi kraft. Túlkunin öll
ákaflega tær og fallega mótuð, eins
og t.d. í Uppsprettu lífsins (II),
sem er viðkvæmur þáttur, leikinn á
háraddirnar og III. þátturinn,
Hinn huldi Guð, þar sem tónefnið
er gregoríanskt og litað af organ-
um (samstígum tónbilum) rithætti.
Ellefti þátturinn, Kristur birtist
Magdalenu upprisinn, er sérlega
erfiður, þar sem þétt hljómskipan-
in er leikin mjög hratt og var leik-
urinn hjá Ericsson hreint ótrúlega
glæsilegur í þessum erfiða kafla.
An þess að fara nánar út í mótun
einstakra þátta verður ekki annað
sagt en flutningurinn, frá reisulegu
upphafi verksins til voldugs niður-
lagshljóms þess, hafi verið einstak-
lega glæsilegur hjá Hans-Ola Er-
icsson og flutningur hans á þessu
margbrotna verki sé einn stærsti
viðburður á vettvangi orgelleiks
hin síðari árin hér á landi.
Jón Ásgeirsson