Morgunblaðið - 21.09.1999, Qupperneq 35

Morgunblaðið - 21.09.1999, Qupperneq 35
MORGUNBLAÐIÐ MENNTUN ÞRIÐJUDAGUR 21. SEPTEMBER 1999 35 Foreldrar veljast til starfa í barnabekkjum B ekkj ar sy stkin verða sterkur hópur Morgunblaðið/Egill Egilsson Nemendur í Grunnskóla Flateyrar styrkja hér andann með því að kynna sér þorramatinn. Hver er þáttur foreldra í að vinna gegn fordóm- um og að efla umburð- arlyndi hjá skólabörn- um? Hvers vegna ætti einhver að vilja vera bekkjarfulltrúi? „ÉG VIL gjarnan vera bekkjar- fulltrúi," sagði foreldri barns á fundi með kennara og foreldrum í bekk þess. Setningin heyrist sjaldan en í ljós kom að ísinn var brotinn og fleiri vildu vera með. Gildi bekkjarfulltrúans er meira en í fyrstu virðist; hann hlúir að sambandi foreldra, bekkjarsystk- ina og kennara á áhrifaríkan hátt og vinnur að því að efla (liðs)and- ann í bekknum. Bekkjarfulltrúar veljast oftast til starfa núna í lok september og eru flestir foreldrar vanir að skor- ast undan starfinu, telja sig -ekki hafa tíma til að sinna starfi í bekkjum barna sinna. íslensk hefð er fyrir því að foreldrar eldri barna verða sérlega latir í skóla- starfínu, og samvinna foreldra við bekkinn rofnar um leið og líf barnanna verður flóknara. For- eldrarnir hverfa úr starfinu og sjón þeirra á bömin dofnar. Bekkjarfulltrúar geta styrkt traustið milli bekkjarsystkina og foreldra þeirra. Afleiðingin er að auðveldara er að glíma við vandamál sem hætta er á að upp komi í hverjum bekk eins og ein- elti og annað ofbeldi. Hlutverk bekkjarfulltrúa er því að treysta tryggðaböndin. Hlutverk hans er að halda sambandinu lifandi. Margt er t.d. unnið með því að kynnast, vera málkunnugur öðr- um foreldrum barna í bekknum. Félagsráðgjafi sagði í viðtali við Morgunblaðið að það væri mjög mikilvægt að foreldrar bekkjar- systkina kynntust vel í bekkjar- starfínu, „hugsunin er að við eig- um börnin saman. Ef eitt sparkar í annað á ég ekki barnið sem sparkaði og hinn barnið sem var sparkað í, heldur eigum við þau saman og finnum jákvæða lausn á málinu vegna þess að ég þekki barnið og foreldra þess vel.“ (Mbl. 17/11 98, bls. 36). Foreldrar bekkjarsystkina búa yfir miklum hæfileikum og geta veitt þeim innsýn í ýmislegt sem þau færu annars á mis við. Auður- inn er mikill og gjafirnar geta verið margar (og þurfa ekki að leiða til neinna útgjalda). Það kostar ekkert að fara í hjólaferð eða á skauta á tjörnina, félagsvist eða að halda bekkjarkvöld, aðeins frumkvæði, og lítið að hittast á kaffihúsi einu sinni á önn. Á hinn bóginn eflir það samstöðuna, skapar öryggi og leiðir til víðsýni. Getur a.m.k. komið í veg fyrir misskilning. Meginmarkmið nýrrar aðalnámskrár er að gera börnin að góðu fólki, efla með þeim um- burðarlyndi og að hjálpa þeim til að glíma við fordóma sína. Ef til vill hafa foreldrar eitthvað að mörkum að leggja í þessu efni? Áhugi og forvarnir Hvað er bekkur í grunnskóla? Hann er hópur barna og umsjón- arkennari og það sem gerist í hópnum hefur djúp áhrif. Börnin eru á mótunarárum sínum og þurfa að rækta samskiptin milli sín og anriarra, og foreldrar barn- anna, sem standa næstir þessu hópi, geta lagt sitt lóð á vogar- skálarnar til að það heppnist. Það er ekki skylda og ábyrgðin er ef til vill óljós en líf barnanna verður að öllum líkindum bærilegra ef foreldrar eru með á nótunum og það getur komið í veg fyrir þján- ingu einstakra barna því í barna- hópum getur grimmdin náð yfir- tökum (e.t.v. sökum þekkingar- skorts á afleiðingunum). Áhersla er á foreldrastarfið í nýrri aðalnámskrá grunnskóla (í almennum hluta bls. 44-47); „ ... á samstarf í einstökum bekkjar- deildum eða samkennsluhópum og árgöngum bæði um nám, vel- ferð nemenda, bekkjaranda og meginviðmiðanir í uppeldisstarfi skólans." „Reynslan sýnir að öflugt foreldrastarf og sterk sam- staða um grundvallarviðmið er besta forvörnin gegn hvers kyns vá, t.d. fíkniefnum." Markmiðin eru göfug í aðalnámskránni og hugtökin mörg, eins og sjálfsmynd, virðing, umburðarlyndj, háttvísi, sjálfsagi ... Á hinn bóginn nást þau ekki alveg nema foreldrar gefi, af fúsum og frjálsum vilja, börnunum eitthvað af. sér. Hafi áhuga og góðan vilja. Gögn handa fulltrúanum Vel heppnað starf foreldra ger- ir bekkinn sterkari. Starfið þarf ekki að vera mikið, aðeins eitt- hvað sem hefur gildi, eitthvað á hverri önn. Umhyggja er starf bekkjarfulltrúans. Foreldrafélög- in í skólunum hjálpa honum iðu- lega með hugmyndir og einnig hafa landssamtökin Heimili og skóli safnað upplýsingum handa bekkjarfulltrúum og útbúið möpp- ur undir nafnir Foreldrabankinn og einnig opnað heimasíðuna www.heimskol.is sem geymir gagnlegar upplýsingar. Foreldrastarfið í bekkjum styrkir hópinn og börnin verða öruggari. skólar/námskeið myndmennt ■ MYND-MÁL myndlistaskóli Málun, teiknun. Undirstöðuatriði og tækni. Bytjendur og framhaldsfólk. Upplýsingar og innritun kl. 15—21 alla daga. Símar 561 1525 og 898 3536. Rúna Gísladóttir, listmálari. nudd ■ www.nudd.is tungumál j ■ FULLORÐINSFRÆÐSLAN SCHOOL OF ICELANDIC, GERÐUBERGI 1, R. Síðdegis- og kvöldnámskeið hefjast 20. sept. í ensku, spænsku, frönsku, sænsku, þýsku. Morgun- og kvöldnámsk. í íslensku fyrir útlendinga. Sími 557 1155. a Lagerlausnir Bjóðum allar tegundir lagerlausna. Lagerlausn frá Ofnasmiðjunni er góð fjárfesting til framtíðar. CONSTRUCTOR GROUP GLOBAL STORAGE SOLUTIONS | ^Ofnasmiðjan Háteigsvegi 7 105 Reykjavík Sími 511 1100 Viðbótargisting á 30. janúar og 6. febrúar .rá kr. 54.955 Kanaríeyjaferðir Heimsferða hafa fengið frábærar undirtektir í vetur og nú þegar er uppselt á marga vin- sælustu gististaðina. Við höfum nú tryggt okkur viðbótargistingu á hreint frábærum kjörum í 2 ferðir í vetur, hinn 30. janúar og 6. febrúar og bjóðum nú 15 viðbótareiningar á hinum vinsælu gististöðum, Paraiso Maspalomas og Tanife á einstöku verði. Þú getur valið um 2, 3 eða fleiri vikur og að sjálfsögðu nýtur þú traustrar þjónustu fararstjóra Heimsferða allan tímann. , Aðeíns 15 íbúðir á þessu frábæra verði Verð kr. 54.955 M.v. hjón með 2 böm, 2-14 ára, 6. febrúar, 2 vikur, Tanife og Paraiso Maspalomas. Verð kr. 69.990 M.v. 2 í íbúð, Tanife og Paraiso Maspalomas, 6. febrúar, 2 vikur. HEIMSFERÐIR Austurstræti 17, 2. hæð • sími 562 4600 • www.heimsferdir.is Enski boltinn á Netinu ýS) mbl.is ALL7y\/= G/TTH\4\£} A/ÝT7— Alfa 156 2.0 T.S BMW 320i Audi A4 Turbo M-Benz C200 Loftpúðar 4 6 4 4 ABS hemlar Já Já Já Já Vél / hestöfl 2.0 16v /155 hö 2.0 12v /150 hö 1.8 20V/150 hö 2.0 16v /136 hö 4 diskahemlar Já Já Já Já Stærð LxB 4.43x1.75 4.47 x 1.73 4.48x1.73 4.52 x 1.72 0-100 km/klst 8.3 sek. 9.9 sek. 8.5 sek. 11.0 sek. Geislaspilari Já Nei Nei Nei Verð í Bretlandi 2.384.000 2.596.000 2.572.000 2.624.000 Verð á íslandi 2.180.000 3.150.000 2.620.000 3.165.000 ALFA ROMEO 156 “Nýr konungur f milliklassa” (Autocar 1.98) Þessi margverðlaunaði og frábæri bfll hefur fengið frábærar vlðtökur f Evrópu og á íslandl. Elgum nú nokkra bfla tll afgrelðslu strax. 1.6 lítra 16 ventla vélln skilar heilum 120 hestöflum og kostar aðeins 1.790.000. Opið á laugardögum kl 13-17 Istraktor 20 BlLAR FYRIR ALLA SMTðTb1iT2 garðabæ sImi 5 4 0 0 Tö*0
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.