Morgunblaðið - 21.09.1999, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 21.09.1999, Blaðsíða 48
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. SEPTEMBER 1999 Pommeranian-hundurinn Leo að slappa af í skuggsælum hluta garðsins síns. GARÐAR FYRIR GÆLUDÝR GÆLUDÝR verða sífellt algeng- ari á íslenskum heimilum en flest leyfí fyrir hundahaldi eru bundin við búsetu í sérbýlishúsum með görðum. Ekki eru allir garðar jafn hentugir íyrir gæludýrin og því er oft þörf á endur- skipulagningu garðs- ins þegar gæludýr koma á heimilið. Gæludýrin sem ég hef í huga eru kanín- ur, naggrísir, kettir og hundar. Fátíðara er að þéttbýlisbúar haldi hænsn eða grísi sem gæludýr, en það er þó til í dæminu. Skipulag gælu- dýragarðsins ræðst af tegund og stærð dýrsins. Girðingar þurfa að vera a.m.k. einn metri ef hundur er garðeig- andi; lægri ef um smáhund er að ræða. Ekki þýðir að hafa girðing- ar þar sem kettir eru búsettir, en þeir stökkva auðveldlega yfir 2ja metra girðingar. Girðingar hafa mikilvæga þýðingu fyrir gælu- dýrin; þær afmarka það svæði sem dýrin hafa aðgang að og þau sleppa síður út af lóðinni og týn- ast. En vel að merkja; dýrin verja umráðasvæði sitt, sér í lagi kettir og hundar, því ætti fólk ekki að fara inn í afgirta garða ef gælu- dýrið er þar innan girðingar bundið eða laust. Girðingarnar þurfa ekki að vera áberandi í um- hverfí garðsins. Hægt er að koma haganlega fyrir eins metra háum girðingum inn á milli runna og trjáa svo girðingarnar verði lítt áberandi fyrir nágrannana eða garðeigandann og svo má auðvit- að planta sömu plöntutegund sitt- hvorum megin við girðinguna. Girðingin þarf ekki að vera bein, heldur er jafnfallegt að hafa hana hlykkjótta svo hún falli að þeim gróðri sem fyrir er í garðinum. Ef við hugum að þeim gróðri sem hentar eða hentar ekki í garða þar sem gæludýr búa kem- ur ýmislegt til. Fyrst er að nefna að engar eitraðar eða þyrnóttar plöntur ættu að vera í garðinum þeirra. Hundar og kettir borða gras til að kasta upp hárum og þvíumlíku sem safnast í maga þeirra. Sumir hundar borða hun- angsrík blóm, ber og stundum laufblöð annarra plantna en grasa. Ungir kettir og kettlingar eiga það til að smakka á öðrum plöntum en grasi og verða veikir og jafnvel deyja. Kettir eru mjög viðkvæmir fyrir ýmsum efnum sem plöntur framleiða. Garðplönt- ur sem eru varasamar íyrir ketti eru blómatóbak, lilja vallarins, riddaraspori, venusvagn, tóbaks- hom (petunia), kartöflu- og tómatablöð, fíngurbjargarblóm og blóm og fræ af gullregni og töfra- tré. Einnig eru kettir viðkvæmir fyrir eitrunum af völdum lyngrósa og alparósa svo og barr- nálum af greni. Þyrnar af rósum og stikilsbeijum geta stungist í fætur gæludýranna og valdið sýk- ingum. Sömuleiðis ættu engar eitraðar plöntur að vera í görðum þar sem kam'nur og naggrísir hafa dvalarsvæði yfir sumarið, en þau em grasætur en ekki rándýr eins og kettir og hundar. Reyndar em BLOM VIKUNMR 420. þáttur Umsjón Sigríilur lljariar kanínur mjög viðkvæmar fyrir efnum sem plöntur framleiða svo best er að hafa aðeins gras, víði og birki í kanínugarðinum. Kettir og hundar borða ekki plöntur í sama magni og kan- ínur og naggrísir og því veljum við plönt- ur í garðinn sem ekki em of smávaxnar, þola lítilsháttar tramp og bælingu og hafa stór laufblöð. Kettir og hundar liggja gjama í skugga undir slíkum laufblöðum á sólrík- um dögum. Kettir leita einnig skjóls undir þéttu laufi í vindi og regni ef þeir komast ekki inn í húsið. Þess vegna er ágætt að hafa gott bil á milli plantna í gæludýragarðin- um svo hundamir og kettimir geti gengið fn'tt á milli þeirra. Dæmi um plöntur sem henta afar vel fyrir garða þar sem hundar og kettir búa em skjaldmeyjarblóm, stórvaxnir burknar, jötunjurt, fjallablámi, útlagi, sveipstjarna, alpaþyrnir og friggjarlykill svo einhveijar jurtir séu nefndar. Af mnnum má nefna bjarkeyj- arkvist, rifs og sólber, hegg, ýmsa toppa og kvisti og tré eins og selju og álm svo eitthvað sé nefnt. En það em ekki aðeins of- anjarðarhlutar plantna sem gæludýr eiga til að gæða sér á. Laukar og hnýði sem sett em niður á haustin eiga það til að birtast á jarðvegsyfirborðinu allt þar til frost lokar jörðunni. Gælu- dýr era mjög þefnæm og forvitin, og öll ný lykt vekur athygli. Ef við viljum komast hjá því að gæludýrin grafi upp laukana okk- ar þá er til ráða að leggja greni- gi’einar yfir svæðið, þekja með laufi eða jafnvel steinull sem verður að fjarlægja strax og vor- ar. Ef slíkt er ekki gert er þá bara að gróðursetja mikið magn lauka svo eitthvað komi upp um vorið. Notið eingöngu lauka og hnýði sem ekki em eitrað. Eitt er það sem ég hef ekki nefnt í garðinum sem er öllum gæludýram mikilvægt, en það er grasflötin. Hundar elska að hlaupa í grasi og velta sér á því og þeir halda öllum mosavexti í skefjum! Ekki ætti að úða með skordýra- eða illgresiseyðum garða þar sem gæludýr búa, nota fremur lífræn- ar baráttuaðferðir við plágumar. Það er einnig sjálfsögð tillitssemi af nágrannans hálfu að láta vita þegar hann úðar sinn garð, svo hægt sé að halda dýmnum innivið fyrstu dagana á eftir. Að lokum vil ég benda gæludýraeigendum á að jafnvel þótt þeirra dýr fari ekki út úr ógirtum garðinum geta gæludýr annarra komist inn í þeirra garð. Einnig er góð regla að merkja á áberandi hátt að gæludýr séu laus í garðinum og óviðkomandi eigi ekki að fara inn í garðinn, gæludýrin „eiga“ nefni- lega garðinn. Gagnleg netföng: http://home. stlnet.com/~mlhenson/dogs-398. htm og http://home.stlnet.com/— mlhenson/rabbits-398.htm Heiðrún Guðmundsdóttir HESTAR Veðreiðar Fáks Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson Vinur og Stígur Sæland eru með góða stöðu í kappreiðunum, hafa sigrað tvær helgar í röð í 350 metra stökki og víst að keppinautana hungrar í sigur á kappreiðunum á komandi sunnudag. Vinur og Stígur á sigurbraut Lýsingur frá Brekku og Stígur skiluðu góðu hlaupi, bæði í undanrás- um og úrslitum, tíminn fer batnandi og ljóst að minnsta kosti þrír hest- ar geta sigrað á sunnudag. Hér hafa þeir betur í viðureign við Leiser og Sylvíu Sigurbjörnsdóttur. Áfram halda veðreiðar Fáks og Sýnar þótt heldur þynnist hópur- inn og ljóst að fáir aðrir eru eftir en þeir sem hafa einhverja mögu- leika á sigri í stiga- keppni þeirra sex kapp- reiða sem haldin verða á árinu. Valdimar Kristinsson gluggaði í úrslit sunnudagsins. EKKI er neinum vafa undirorpið að vel er gerlegt að lengja keppnis- tímabil hestamanna um tæpan mán- uð eða út septembermánuð þótt vissulega geti bragðið til beggja vona með veður á þessum árstíma. Veðrið hefur leikið við kappreiðafólk á þeim tvennum veðreiðum sem haldnar hafa verið í mánuðinum og vonandi að svo verði áfram. Fjórtán stiga hiti og logn henta vel til kapp- reiða. Tímar í skeiðinu að þessu sinni vom ívið lakari en á síðustu veðreið- um en keppnin eigi að síður spenn- andi. Fjarvera Sigurbjöms Bárðar- sonar setti svip sinn á keppnina nú og ljóst að hann verður ekki meira með vegna meiðsla er hann hlaut í slysi á föstudag. Þórður Þorgeirsson var í miklu stuði með tvær hryssur í fremstu víglínu að loknum undan- rásum. Hnoss frá Ytra-Dalsgerði var á bestum tíma í undanrásum á 23,15 sekúndum í 250 metmnum og Gunnur frá Þóroddsstöðum var á bestum tíma í 150 metranum, 14,49 sekúndur. Loga Laxdal gekk ekki alveg eins vel nú og um síðustu helgi er hann sigraði í veðriðlinum í 150 metra skeiðinu en hafði þó sigur í úrslitahlaupinu á Hraða frá Sauðár- króki á 15,24 sekúndum og Þórður og Gunnur urðu í öðm sæti á 16,15 sekúndum. Veðreiðastjórinn Hjört- ur Bergstað mætti til leiks með Lukku sína frá Gýgjarhóli og urðu þau í þriðja sæti í úrslitum á 17,06 en nýr knapi sem er að kveða sér hljóðs, Tryggvi Björnsson, varð þriðji á Svip frá Laugarvatni á 17,59 sekúndum. Tvö hrossanna lágu ekki úrslitasprettinn. I 250 metmnum héldu Þórður og Hnoss fyrsta sætinu, skeiðuðu á 23 sekúndum sléttum en Sigurður V. Matthíasson og Glaður frá Sign'ðar- stöðum fylgdu fast á hæla þeirra á 23,04 sekúndum. Logi varð svo þriðji á Oðni frá Efstadal á 25,68 sekúnd- um. Hin þijú hrossin sem þátt tóku í úrslitasprettinum lágu ekki. I 350 metra stökkinu era Vinur og Stígur Sæland komnir á góða sigl- ingu. Sigmðu íyrir viku síðan og endurtóku leikinn nú eftir að hafa verið með bestan tíma í undanrás- um. Sproti frá Árbakka og Aníta Aradóttir vora aftur í öðm sæti og virðast þessir tveir hestar vera í sér- flokki þessa dagana. Verður spenn- andi að sjá hvort Anítu og Sprota tekst að sigra um næstu helgi og þá hvort einhverjum þriðja hesti tekst að komast í toppbaráttuna. I 800 metranum var Stígur einnig í góðum málum á Lýsingi frá Brekku. Vora þeir með næst besta tíma eftir undanrásir á eftir Gásku og Sigurþór Sigurðssyni. Munurinn var 18 sekúndubrot en í úrslitum tóku Stígur og Lýsingur af skarið og sigraðu á 63,25 sekúndum sem er eftir því sem næst verður komist besti tíminn í ár á þessari vega- lengd. Fjögur hross hlupu á tíma undir 65 sekúndum í úrslitunum sem sýnir að hrossin er að bæta sig á þessari vegalengd. Leiser frá Skálakoti og Sylvia Sigurbjömsdótt- ir vora sekúndu á eftir Stíg og Lýs- ingi og í öðra sæti. Það er komin stígandi í kappreið- arnar hjá Fáki og má gera ráð fyrir harðari keppni um næstu helgi. Tímasetningin er sú sama, útsend- ing hefst klukkan hálf tvö á sunnu- dag. A sunnudag vora úrslitin í beinni útsendingu en aðeins veðjað á einn riðil í undanrásum í hverri grein. Röð hrossa og knapa urðu sem hér segir í undanrásum, tímamir handan skástriks era árangur úr úr- slitaspretti. Skeið 250 metrar 1. Hnoss frá Ytra-Dalsgerði, eig.: Hugi Kristinsson, kn.: Þórður Þorgeirsson, 23,15/23,00 sek. 2. Glaður frá Sigríðarstöðum, eig.: Haf- steinn Jónsson, kn.: Sigurður V. Matthíasson, 23,41/23,04 sek. 3. Óðinn frá Efstadal, eig.: Jóhann Valdimars- son, kn.: Logi Laxdal, 23,86/25,68 sek. 4. Katrín frá Kjarnholtum, eig.: Eygló Gunnarsdóttir, kn.: Magnús Bene- diktsson, 24,14/- sek. 5. Hófur frá Efstadal, eig.:, kn.: Logi Laxdal, 24,19/- sek. 6. Áslaug frá Laugarvatni, eig.: Bjarni Þorkelsson, kn.: Bjarni Bjamason, 24,84/- sek. Skeið 150 metrar 1. Gunnur frá Þóroddsstöðum, eig.: Bjami Þorkelsson, kn.: Þórður Þor- geirsson, 14,49/16,15 sek. 2. Hraði frá Sauðárkróki, eig.: og kn.: Logi Laxdal, 14,56/15,24 sek. 3. Harpa frá Kjamholtum, kn.: Magnús Benediktsson, 14,80/- sek. 4. Svipur frá Laugarvatni, kn.: Tryggvi Bjömsson, 15,02/17,59 sek. 5. Lukka frá Gýgjarhóli, eig. og kn.:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.