Morgunblaðið - 21.09.1999, Page 50
ÞRIÐJUDAGUR 21. SEPTEMBER 1999
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
+ Hulda Aðalheið-
ur Sveinbjörns-
dóttir fæddist í
Gautavík á Beru-
fjarðarströnd 21.9.
1917. Hún lést á
Landspítalanum 10.
september síðastlið-
inn. Foreldrar
Huldu voru Svein-
björn Erlendsson,
bóndi, f. 28.7. 1877,
d. 5.8.1951, og Gróa
* Ingibjörg Magnús-
dóttir, húsmóðir, f.
21.12. 1884, d. 2.7.
1970. Þau voru bú-
sett á Skriðustekk í Breiðdal.
Systkini Huldu eru (voru) Guð-
laug Sveinbjörnsdóttir, f. 28.1.
1907, d. 22.1. 1976; Marta Svein-
björnsdóttir, f. 11.7. 1908, d.
20.1. 1999; Þórlindur
Sveinbjörnsson, f. 10.9 1911, d.
26.11 1979; Kristín Sveinbjörns-
dóttir, f. 6.9. 1913, býr á EIli-
heimilinu á Hornafirði; Björgvin
Sveinbjörnsson, f.
22.1. 1919, d. 5.10.
1981; Elís Svein-
björnsson, f. 8.2.
1910, býr á Elliheim-
ilinu á Seyðisfirði;
Kristinn Sveinbjörns-
son, f. 6.6. 1922, d.
27.8. 1980.
Hulda giftist árið
1951 Einari Vigfús-
syni, útvarpsvirkja, f.
2.6. 1894, d. 6.6. 1985,
hann var sonur séra
Vigfúsar Þórðarson-
ar prests í Eydölum í
Breiðdal. Börn þeirra
eru: 1) Kolbrún Sigurbjörg, f.
18.7. 1946, hennar börn eru: Ein-
ar Sveinbjörn Guðmundsson, f.
20.2. 1964, Ólafur Kjartansson, f.
12.11. 1970, Elvar Örn Kjartans-
son, f. 7.10. 1972, börn hans eru
Aníta Katrín, f. 20.11. 1991, og
Líney Dana, f. 12.11. 1993. 2)
Vignir Þór, f. 26.12. 1950, barn
hans er Björgvin Þór, f. 9.12.
1983. 3) Sveinbjörg Linda, f.
15.7. 1954, börn hennar eru:
Kristinn Sigursveinsson, f. 21.6.
1973, hans kona er Guðbjörg
Torfadóttir, f. 4.5. 1976, börn
þeirra eru: Elín María, f. 23.12.
1994, Þórey, f. 4.11. 1996, Hulda
íris Sigursveinsdóttir, f. 3.8.
1974, hún er gift Leifi Sigurðs-
syni, f. 19.2. 1973, þeirra barn er:
Huginn Breki, f. 16.7. 1998. Elsa
María Sverrisdóttir, f. 16.5.1978,
Arnar Sverrisson, f. 3.2.1982.
Um sex ára aldur fluttist
Hulda ásamt foreldrum og
systkinum sínum frá Gautavík á
Beruljarðarströnd til Skriðu-
stekks í Breiðdal, þar ólst hún
upp. Rúmlega tvítug flutti hún
til Reykjavíkur. Hún starfaði
við aðhlynningu á Elliheimilinu
Grund í Reykjavík, þar til hún
giftist Einari Vigfússyni. Þau
bjuggu lengst af í Efstasundi
35, Reykjavík. Hulda starfaði
um 20 ára skeið á slysadeild
Sjúkrahúss Reykjavíkur (áður
Borgarspítalinn) þar til hún lét
af störfum fyrir aldurs sakir
fyrir 7 árum.
Útför Huldu fer fram frá
Fossvogskirkju í dag og hefst
athöfnin kl. 10.30.
HULDA AÐALHEIÐUR
wSVEINBJÖRNSDÓTTIR
Hún Hulda okkar Sveinbjörns-
^j^Jóttir hefði orðið 82 ára í dag. Á af-
rnælisdaginn er hún til moldar bor-
in. Eg átti því láni að fagna, að vera
ein af samstai-fsmönnum Huldu á
slysadeild Borgarspítalans í tæpa
tvo áratugi. Við andlát vinar reikar
hugurinn fram og til baka, óháð tíma
og rúmi. Maður endui'lifir augna-
tillit, orð og athafnir, hnyttin tilsvör
og hlý handtök. Þannig vai- Hulda.
Slysadeildin var rétt að slíta
bamsskónum á Borgarspítalanum
eftir flutning frá Barónsstígnum
suður í Fossvog, þegar Hulda hóf
jtþar störf sem starsstúlka og „sótt-
hreinsunarstjóri“. Hún var ham-
hleypa til allra verka, samvizkusöm,
snaggaraleg og ósérhlífin. Það var
úrvalslið lækna, hjúkrunarkvenna og
starfsstúlkna sem mótaði starfsemi
slysadeildarinnar fyrstu árin og
Hulda var ein af þeim. Þetta var á
þeim árum, þegar ró var yfirleitt
komin yfir borgarbúa eftir klukkan
tíu á kvöldin. Var oft á síðkvöldum
og næturvöktum gripið í spil á Slysó
eða hannyrðirnar teknar upp. Hulda
var óhemju afkastamikil pijónakona.
Yfirleitt prjónaði hún hælana á sokk-
ana mína og skildi aldrei hversu tor-
næm ég var að geta ekki lært hæl-
inn. Þau voru ófá sokkaplöggin og
^^ettlingarnir sem hún gaukaði að
()kkur, að ógleymdum heitu döðlu-
brauðunum. Oft á tíðum hafði hún
„hent sisvona" eins og fjórum döðlu-
brauðum í ofninn áður en hún kom á
vaktina, sem hún gæddi okkur á.
Ekki síður var hún slungin spila-
kona. Það var eingöngu spilað til
vinnings (!) og hljóp því mörgum
kapp í kinn sem spiluðu við hana.
Eitt kvöldið hafði Hulda ekki tapað
spili og læknirinn sem spilaði á móti
henni var yfir sig ánægður með
„Huldu sína“ og lýsti því yfir að ef
hún væri ekki hugsanalesari, - þá
hlyti hún að vera skyggn. Tapliðið
hélt því aftur á móti fram að þau
hefðu komið sér upp einhvers konar
merkjamáli. Hulda sat á móti glugg-
anum. Skyndilega uppgötvaðist að
hún hafði með sínum fránu augum
séð spil mótspilaranna endurspegl-
ast í rúðugleri kaffistofunnai'. Já,
það mátti reyna hversu langt hún
kæmist með okkur! Eftir það var
séð til þess að „hugsanalesarinn" og
„skyggna konan“ sæti á „réttum“
stað við spilaborðið.
Eftir að Hulda hætti að hlaupa
um ganga slysadeildar, 75 ára göm-
ul, hitti ég hana á fornum vegi. Hún
saknaði sárt vina sinna og vinnunn-
ar. Sagðist ekki hafa mikið fyrir
stafni, - aðeins prjóna 2-3 lopapeys-
ur á viku og væri að hjálpa gamalli
konu við aðhlynningu og innkaup.
„Gamla konan“, sem hún var að að-
stoða var 5 árum yngri en hún sjálf.
Ég náði því að kveðja Huldu
tveimur dögum áður en hún andað-
ist. Hún spurði um gamla vinnufé-
laga. Það kom hýrt og bjart blik í
augun þegar ég skilaði góðum kveðj-
um frá þeim. Þannig var Hulda.
Þakklæti og viðkvæmni fyllir hug-
ann á kveðjustund sem þessari.
Þakklæti yfir því að hafa kynnst svo
mætri konu. Viðkvæmni yfir því sem
var, en verður aldrei aftur.
Börn hennar, barnabörn og aðrir
aðstandendur fá hlýjar kveðjur frá
læknum og hjúkrunarkonum á
gömlu Slysó Borgarspítalans.
Guðnin Sverrisdóttir,
hjúkrunarkona.
Elsku amma mín. Nú kveð ég þig
í hinsta sinn. Á þessari stundu, þeg-
ar minningarnar sækja að og þú
stendur mér Ijóslifandi fyrir sjónum,
er erfitt að horfast í augu við það að
þú sért farin. En eitt veit ég fyi-ir
víst - að þú ert nú umvafín öllum
þeim kærleik sem þama fyrir hand-
Blómastofa
Fríðfinns
Suðurlandsbraut 10,
108 Reykjavík, sími 553 1099.
Opið öll kvöld
til kl. 22 - einnig um helgar.
Skreytingar fyrir öll tilefni.
Gjafavörur.
an er. Kærleik og umhyggju sem þú
sjálf varst svo óspör á að veita öllum
þeim sem í kringum þig voru. Mínar
fyrstu minningar - þegar ég var lítill
grallari sem bjó með þér og afa,
mömmu, Vigni og Lindu, eru svo
sterkar í huga mínum að það er eins
og það hefði gerst í gær - eða
kannski í fyrradag.
Það er ekki fyrr en núna sem ég
er að átta mig á því hversu mikil
stoð og stytta þú hefur verið okkur,
þínum nánustu, alla tíð. Þú máttir
aldrei neitt aumt sjá og viðhorf þín
öll til lífsins eru þau heilbrigðustu
sem ég hef nokkurn tíma kynnst og
ber þar hæst mannkærleikinn sem í
þér var svo ríkur að það geislaði frá
þér og það leið öllum svo vel nálægt
þér. Þessi tilfinning er hvað sterkust
í bijósti mínu þegar ég hugsa til þín
nú. Og það var líka svo ótalmargt
annað sem gerði þig að þessari ynd-
islegu persónu sem þú ávallt varst -
og ert. Þér féll aldrei verk úr hendi
- svo iðin, samviskusöm og handlag-
in. Þessar fallegu lopapeysur sem
þú prjónaðir eru hreint listaverk og
bera handbragði þínu, amma min,
fagurt vitni.
Ég man eftir því þegar við fórum
einu sinni sem oftar öll saman, fjöl-
skyldan, austur í Breiðdal og kom-
um meðal annars á Skriðustekk þai'
sem þú varst fædd og uppalin ásamt
systkinum þínum. Ég man þetta enn
þó ég hafi verið ekki orðinn fimm
ára gamall. Einnig var stoppað að
Þverhamri þar sem hún Stína systir
þín bjó með manni sínum og börn-
um. Æskuslóðir þínar eru í minning-
unni einnig æskuslóðir mínar, þó ég
hafi ekki alist þar upp, en þaðan er-
um við ættuð - úr Breiðdalnum.
Lengst af bjugguð þið afi í Efsta-
sundinu og þar er ég fæddur og
uppalinn fyrstu fjögur árin. Ég man
eftir garðinum í kringum húsið -
þessum stóra og fallega garði þar
sem ég lék mér. Og sumrin voru
löng og heit. Ég man eftir því
hversu hændur ég var að þér. Svo
þegar ég hafði verið úti í garði með
afa og við fórum síðan inn, þá tók á
móti okkur matarlyktin af einhverju
góðgætinu sem þú hafðir verið að
elda. Þegar ég var lítill og bjó með
mömmu hjá þér og afa, skreið ég oft
upp í rúmið til ykkar á morgnana.
Það þótti mér gott eins og svo mörg-
um börnum finnst þegar þau eru lít-
il. Þar fann ég öryggi og hlýju og lá
þar og beið eftir því að þið afi vökn-
uðuð - því lítill og forvitinn drengur
hafði svo margs að spyrja og þið
voruð svo fróð og vissuð margt.
En nú, amma mín, ertu loksins
komin til afa og ég sé þig aldrei meir
- en samt veit ég að þú munt alltaf
vera hér á meðal okkar í minning-
unni. Ég kveð þig nú í hinsta sinn og
þakka þér fyrir allt það góða sem þú
kenndir mér - veganesti sem ég bý
enn að og mun alltaf geyma í hjarta
mínu.
Þinn dóttursonur
Einar S. Guðmundsson.
STEFÁN ÞÓRARINN
GUNNLA UGSSON
+ Stefán Þórarinn
Gunnlaugsson
fæddist á Búðum, Fá-
skrúðsfirði, 17. ágúst
1918. Hann lést 7.
september síðastlið-
inn. Foreldrar hans
voru Gunnlaugur Jó-
hann Guðmundsson,
skósmiður, og kona
hans Karlína Guðrún
Stefánsdóttir. Kona
Stefáns var Hulda
Andrésdóttir, f. 27.
febrúar 1915 í
Reylqavík. Foreldrar
hennar voru Andrés
Ólafsson, fiskmatsmaður, og Sig-
ríður Sigurðardóttir. Börn Stef-
áns og Huldu eru: 1) Björg Lilja,
f. 1. maí 1939, eiginmaður Hall-
dór B. Runólfsson, f. 24. júlí 1939,
en hann lést 10. apríl 1988, böm:
a) Stefán, f. 16. mars 1959, hans
böm em María Kristín, f. 29.
október 1980, Anna Jóna, f. 4.
nóvember 1985. b) Jóhanna Sig-
ríður, f. 20. mars 1961, eiginmað-
ur Hafsteinn Pétursson, f. 22.
ágúst 1960, böm hennar em
Halldór Om Kristjánsson, f. 7.
september 1980, og Pétur Ágúst
Hafsteinsson, f. 25. nóvember
1993. 2) Gunnlaugur Karl, f. 5.
febrúar 1943, ókvæntur og bam-
laus. 3) Sigurður Andrés, f. 11.
desember 1944, kvæntur Auði
Konráðsdóttur, f. 28. desember
1940. Barn Sigurðar: Linda
Birna, f. 25. júh' 1964, móðir
Gréta Óskarsdóttir, börn Lindu
Láras Óskar, f. 19. maí 1990,
Þriðjudaginn 7. september sl.
hringdi til mín prestur og tilkynnti
mér að faðir minn hefði látist fyrr
um daginn. Litla hjartað mitt tók
kipp og ég trúði því varla, því hann
var búinn að vera svo hress undan-
farið. Ég kynntist pabba ekki að ráði
fyrr en mamma féll frá fyrir 24 ár-
um. Ég á honum margt að þakka.
Fyrir um það bil 11 árum var ég í
miklu rugli, en þá var hann alltaf
boðinn og búinn til að hjálpa mér að
komast í meðferðir. Hann heimsótti
mig þar sem það mátti, kom með sí-
garettur og annað sem mig vanhag-
aði um; þakka þér fyrir það, pabbi
minn. Fyrir um það bil átta árum af-
ruglaðist ég, þá langaði mig til að
ferðast, hann var ávallt tilbúinn að
koma með mér og fórum við nokkrar
ferðir til Glasgow. Hann var góður
ferðafélagi. Fyrir tveimur árum vor-
um við búnir að panta og borga ferð
til Glasgow en ég veiktist. Það var
hjartað og ég fór í aðgerð, frestuðum
við ferðinni og þurfti ég að vera
lengur á spítala vegna lungnabólgu.
Alltaf kom hann og heimsótti mig,
stundum tvisvar á dag. Pabbi var
orðinn ansi veikburða, hann fór
tvisvar til þrisvar á spítala á þessu
ári og var þá ansi lasinn og hefur
hann verið hvfldinni feginn, þótt
.hann virtist vera hress þegar hann
lést. Gyða mín, ég votta þér samúð
mína og þakka þér fyrir allt sem þú
hefur gert fyrir pabba.
Elsku pabbi, fyrirgefðu þessi fá-
tæklegu orð og hafðu þökk fyrir allt.
Margs er að minnast,
margt er þér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stn'ð.
(V. Briem)
Þinn sonur
Gunnlaugur.
Nú er hann afi minn dáin. Ég fékk
kannski ekki að vera með honum
eins oft og ég hefði viljað. En afi
minn var mjög góður maður, hann
var mjög fjörugur og spilaði alltaf
við mig þegar hann kom í heimsókn.
Mér fannst hann alltaf í góðu skapi
og ég var alltaf mjög ánaegður þegar
hann heimsótti okkur. Ég ætla bara
að vona, afi minn, að þú finnir hvfld
og frið hjá Guði, því þangað fara allir
góðir menn eins og þú.
Andri.
Þorbjörn Helgi, f. 25.
aprfl 1996, og Magn-
ús Þorri, f. 21. janú-
ar 1999. Börn Sig-
urðar og Auðar a)
Klara Hrönn, f. 4.
október 1970, sonur
hennar er Alexander
ísak, f. 13. febrúar
1995. b) Konráð, f.
17. aprfl 1972, böm
Andri, f. 21. ágúst
1993, og Birta, f. 22.
júh' 1999. c) Elvar
Aron, f. 7. júní 1978,
bam, óskírður, f. 9.
september 1999.
Bam Auðar Kristrn, f. 7. aprfl
1963. 4) Sigríður, f. 6. júlí 1952,
eiginmaður Guðmundur Guð-
mundsson, f. 10. október 1950,
böm: Andri Vilhelm, f. 21. maí
1986, og Guðmundur Krislján, f.
21. maí 1988. 5) Snæbjöm, f. 18.
nóvember 1954, eiginkona Anna
Helgadóttir, f. 9. september 1955,
böm: Helgi Þór, f. 12. september
1975, bam: Kristófer, f. 10. októ-
ber 1995, Amar Már, f. 26. mars
1980.
Níu ára gamall flutti Stefán til
Reykjavíkur og bjó þar ætíð síð-
an. Stefán Iærði skósmi'ði hjá foð-
ur sínum, en gerði það ekki að
ævistarfi sínu. Stefán var vömbif-
reiðarstjóri frá 1942 til 1967.
Gerðist síðan eftirlitsmaður hjá
Reykjavíkurborg frá 1967 þar til
hann lét af stöfum vegna aldurs.
Útför Stefáns fer fram frá Bú-
staðakirkju í dag og hefst athöfn-
in klukkan 13.30.
í dag er lagður til hinstu hvflu
Stefán Þ. Gunnlaugsson sem lést
skyndilega á skemmtiferðalagi um
Vesturland. Um alllangt skeið hafði
hann verið tæpur til heilsu en bar
það ekki utan á sér.
Við hittumst oft á förnum vegi og
var kveðjan sem hann kastaði oftast
á mig á þessa leið: „Blessuð og sæl
Gréta mín, hvað er að frétta af þér
og þínum?“ Með þessari spurningu
hans fann ég alltaf fyrir væntum-
þykju og einlægni í minn garð.
Ég kynntist Stefáni og konu hans
16 ára gömul á heimili þeirra við
Sogaveg. Tflhugalíf hafði vaknað milli
mín og sonar þeirra, Sigurðar, sem
leiddi til nánari kynna við þau hjónin.
Heimili þeirra stóð opið öllum og var
jafnan gestkvæmt enda gott að sækja
þau heim. Stefán var sannur sjálf-
stæðismaður og vann mikið fyrir
Sjálfstæðisflokkinn. Ég minnist kjör-
dags en þá var opið hús við Sogaveg.
Þetta var spennandi og skemmtileg
upplifun fyrir mig. Stefán var stress-
aður og uggandi yfir hugsanlegum
úrslitum kosninganna en Hulda gerði
grín að Stebba sínum og hafði ekki
minnstu áhyggjur af öllu því fólki og
umstangi sem fylgdi því að vera með
opið hús. Enda ástæðulaust - hún
stóð sig með sóma og sá um að nægi-
legt meðlæti væri fyrir alla.
Þessi dagur stendur mér enn Ijóslif-
andi í minni og svo margt annað sem
ekki verður talið upp en geymist í
minningunni um þau hjónin. Við Sig-
urður eignuðumst dóttur saman,
Lindu Bimu, en síðar skildu leiðir okk-
ar. Þá varð samband okkar Huldu og
Stefáns minna en ævinlega sendu þau
okkur jólagjafir og hlýjar kveðjur.
Nokkrum árum seinna var framið
hræðilegt voðaverk í næsta nágrenni
við heimili mitt. Hulda hringdi í mig
strax og fréttir bárust af þessu og
krafðist þess að ég kæmi undir eins
með börnin mín, sem þá voru orðin
tvö, til þeirra. Húsnæði stæði mér til
boða uppi á lofti hjá þeim þar til ég
fengi viðunandi húsnæði. Ég þáði
það ekki en mikið þótti mér vænt um
þetta boð þeirra.
Stuttu eftir þetta samtal okkar
greindist Hulda með krabbamein.
Ég hitti hana nær daglega vegna
starfs míns á sjúkrahúsinu sem veitti
henni líkn og sá hve hetjulega hún
barðist fyrir lífi sínu. Á þessu tíma-
bili var ég í sterku sambandi við
Huldu og Stefán. Dag einn sátum við
þrjú saman á sjúkrastofunni og
ræddum liðna daga. Ég var að sýna