Morgunblaðið - 21.09.1999, Page 58

Morgunblaðið - 21.09.1999, Page 58
'58 ÞRIÐJUDAGUR 21. SEPTEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ Dýraglens Pað var fyrir tve/mur og hálfum klukkutíma! j Hann sagði henni að hann kœmí be/nt upp eftir seinni fréttirr' Ætti ég að vekja hann? EG6ÉTEKKIGERT UPP A MILLIBUXNM EÐAPILS SEM EINKENNIS- BUNINSS BREF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík • Simi 569 1100 • Simbréf 569 1329 Stillum okkur saman Frá Ásgerði Halldórsdóttur: SAMVINNUVERKEFNIÐ „Still- um okkur saman“ verður á Sel- tjarnamesi dagana 18.-26. septem- ber þar verður kynnt vímuvamará- ætlun Seltjam- arnesbæjar. Félagsmála- ráð stofnaði haustið 1995 samráðshóp um áfengis- og fíkni- efnamál. T0- gangur hópsins var að auka sam- vinnu og sam- ræma forvamar- starf þeirra aðila á Seltjarnamesi sem vinna með bömum og ungling- um. Samráðshópinn skipa aðilar sem starfa á vegum bæjarfélagsins að málefnum barna og unglinga og að auki fulltrúar frá skólunum, Iþróttafélaginu Gróttu, kirkjunni, heilsugæslu og lögreglunni svo ein- hverjir séu nefndir. Fyrsta verk hópsins var að kynna sér foreldraröltið í Arbæjarhverfi. Eftir að fulltrúar þaðan ásamt lög- reglu höfðu farið í gegnum kosti þess að hafa foreldrarölt ákvað hóp- urinn að halda kynningarfund með foreldrum nemenda í Valhúsaskóla. A þessum fundi var kynnt hvemig útfærslan á foreldraröltinu væri í Arbæ. Yfir hundrað manns sóttu fundinn og þar var ákveðið að fara út í foreldrarölt á nesinu. For- eldraröltið hefur nú verið starfrækt undanfama vetur og hefur foreldra- félagið í Való í samvinnu við æsku- lýðsfulltrúa séð um framkvæmd þess. Veturinn 1997 lagði hópurinn til að ráðinn yrði forvamarfulltrúi á fé-' lagsmálaskrifstofu sem hefði yfir- umsjón með forvamarfræðslu á nesinu. Sigrún Magnúsdóttir for- varnarfulltrúi var ráðinn í fram- haldi af tillögu hópsins og geta Selt- imingar leitað til hennar um ráð- leggingar og meðferðarúrræði varð- andi áfengis- og fíkniefnavandamál. Þar sem hópurinn vinnur að fyr- irbyggjandi þáttum fannst honum rétt að beita sér fyrir því að ráðinn yrði til Valhúsaskóla námsráðgjafi, sem myndi fylgjst með þróun hvers og eins nemenda í samvinnu við bekkjarkennara. Með þessu vildi hópurinn að hægt yrði að grípa inn í hjá þeim nemendum sem hefðu stundað nám sitt en væru nú algjör- lega orðnir áhugalausir. Þannig væri hægt á fyrstu stigum að grípa inn í með samvinnu skóla og for- eldra. Vitað er að námsáhugi dalar og hverfur um leið og börn era farin að fikta eða neyta fíkniefna. Samráðshópurinn hefur hist 3-4 sinnum á ári, endurnýjun verður í hópnum á hverju ári eins og geng- ur. Aðilar hafa náð að kynnast og nú starfar hópurinn að því að við- halda samvinnu og samræmingu í áfengis- og fíkniefnavörnum. Nesbúar takið virkan þátt í dag- skrá vikunnar. Með kveðju fyrir hönd samráðshópsins. ÁSGERÐUR HALLDÓRSDÓTTIR, viðskiptafræðingur. Er þetta skoðun þjóðkirkjunnar? Frá Ragnari Ragnarssyni: TILEFNI þessara skrifa er grein sr. Ragnars Fjalars Lárassonar í Morg- unblaðinu 14. sept sl. þar sem kenni- maðurinn sá sig knúinn til að tjá sig um grein Ólafs Þ. Stephensen úr Lesbók Morgunblaðsins 4. þ.m. Mig setur hljóðan. Ef eitthvað er að marka orð kennimannsins er stór hluti þjóðai-innar sem sagt brenglað- ur og haldinn sjúkdómi sem viðkom- andi getur ekki ráðið við. Svo þetta er sú virðing sem þjónar kirkjunnar bera fyrir okkur, sóknarbömum sín- um. Þetta er þá álit sálusorgara okk- ar á meðbræðrum og -systrum sín- um. Hér verð ég að spyrja: Er þetta einnig skoðun þjóðkirkjunnar sjálfr- ar? Eftir margra ára mjög ánægju- legt og gefandi starf með kirkjunnar mönnum var stungan þessi sár og djúp. Það var síst af öllu úr þessari átt sem ég vænti rýtings í bakið, en enginn veit sína ævina fyrr en öll er. Er presturinn búinn að gleyma upphafi Jóhannesar guðspjalls: „I upphafi var orðið, og orðið var hjá Guði, og orðið var Guð; það var í upphafi hjá Guði. Allir hlutir eru gjörðir fyrir það, og án þess varð ekkert líf, sem til er orðið. I því var líf, og lífið var Ijós mannanna; og ijósið skín í myrkrinu, og myrkrið hefir ekki tekið á móti því.“ Já, varp- ar ekki Jóhannes einmitt einna bestu ljósi á okkur mennina með þessum orðum. Orðið kom nefnilega frá Guði og við skulum ekki gleyma því að a 11- ir hlutir eru gjörðii- fyrir það og án þess varð alls ekkert. Og ekki síst. Myrkrið hefur ekki og getur aldrei tekið við ljósinu. Hví talar kennimað- urinn þá um sjúkdóm. Hvaða hroða- lega sjúkdómi eru þá svartir haldn- ir? Og hvað svo með örvhenta? Hvaða hræðilega sjúkdóm hafa þeir hlotið í vöggugjöf? Er þetta brengl- un sem viðkomandi getur ekki ráðið við? Mikið lifandis ósköp á blessaður maðurinn enn mikið eftir ólært. Að þessu sögðu beini ég orðum mínum beint til Sr. Ragnars Fjalars Lárussonar. Sr. Ragnar Fjalar. Kristin trú hef- ur verð stoð mín og stytta um ævina. Við trú mína segi ég aldrei skilið, hvað sem raular og tautar. Það er hins vegar með miklum söknuði að ég segi skilið við kirkjuna mína. Kirkjuna sem ég er skírður inn í og hefi hlotið vígslur í síðan. Þér er það að þakka að ég sé nú ljósið og segi mig úr þjóðkirkjunni. RAGNAR RAGNARSSON, framkvæmdastjóri Samtakanna ‘78. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda biaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.