Morgunblaðið - 21.09.1999, Síða 72
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN1,103 REYKJAVIK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF5691181, PÓSTHÓLF 3040,
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 5691122, NETFANG: RHSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KA UPVANGSSTRÆH1
ÞRIÐJUDAGUR 21. SEPTEMBER 1999
VERÐ í LAUSASÖLU 150 KR. MEÐ VSK
Geitungar valda usla í kennsluhúsnæði HÍ við Aragötu
Hvimleiðar heimsóknir
í kennslustundir
TRUFLUN hefur orðið undan-
farið á kennslu í Hagnýtri fjöl-
miðlun við Háskóla Islands
vegna geitunga sem sækja inn
um glugga kennsluhúsnæðisins í
Aragötu. Guðbjörg Kolbeins
lektor segir þónokkurn ama af
þessum óboðnu gestum. „Það er
ekki hægt að opna glugga án
þess að geitungar komi inn og
trufli kennsiu. Eitt skiptið voru
fimm geitungar inni í húsinu í
einu.“
Guðbjörg kveður geitungana
valda usla með heimsóknum sín-
um. „Maður veit aldrei á hverju
maður á von. Sumir eru sjúklega
hræddir við geitunga og þetta er
því mjög hvimleitt. Maður reynir
að halda áfram eins og ekkert
hafí í skorist en það gengur erf-
iðlega." Þrátt fyrir „fárið“ hefur
ekki frést af nema einni meintri
stungu meðal nemenda. Leitað
hefur verið að geitungabúum í
nágrenni hússins en ekkert fund-
ist, enn sem komið er.
Fyrsti Netbank-
inn á Islandi
FYRSTI bankinn á íslandi sem starfar eingöngu á Netinu, „Net-
bankinn", tók formlega til starfa í gær. Fyrirtækið sem er á ábyrgð
og í eigu Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis, verður rekið sem
sjálfstæð rekstrareining innan SPRON. Yfírlýst stefna bankans er að
bjóða ávallt bestu vaxtakjör og að sögn forsvarsmanna hans verða
innlánsvextir umtalsvert hæm og útlánsvextir nokkuð lægri en áður
hefur þekkst hér á landi. Þetta er unnt með lítilli yfírbyggingu, miklu
aðhaldi í rekstri auk þess sem Netbankinn rekur engin útibú. Að-
gengi að bankanum verður eingöngu í gegnum Netið, tölvupóst,
síma, sjálfsafgreiðslutæki (snertibanka og hraðbanka) og fax.
Erfðavísir
sem veldur
meðgöngu-
eitrun
staðsettur
ÍSLENSKUM vísindamönnum hefui-
tekist að staðsetja erfðavísi sem veld-
ur meðgöngueitrun en sjúkdómurinn
veldur dauða 60.000 kvenna árlega í
"••heiminum.
Rannsóknh' á orsökum meðgöngu-
eitrunar hófust fyrir um áratug.
Læknamir Reynir Amgrímsson og
Reynir Tómas Geirsson hjá kvenna-
deiid Landspítalans skipulögðu rann-
sókn á sjúkdómnum og stóð hún yfír á
árunum 1993-1996. Rannsóknin náði
til 2.585 kvenna sem greindust með
sjúkdóminn á ámnum 1984-1993. í
ljós kom að sjúkdómurinn var fjöl-
skyldulægur hjá um 20% kvennanna.
Fyrir um tveimur áram hófst sam-
starf Islenskrar erfðagreiningar og
kvennadeildar Landspítalans þar sem
farið var út í stóra rannsókn og gerð
var kembileit í erfðaefni 343 kvenna
og ættingja þeirra. Með arfgerðar-
- •^reiningu tókst að staðsetja erfðavísi
á tiltölulega þröngu svæði á litningi 2
og þykir sýnt að erfðavísar svæðisins
tengist sjúkdómnum með óyggjandi
hætti.
■ íslenskum/10
19 stiga hiti
í Hörgárdal
ÓVENJU hlýtt hefur verið í
veðri að undanförnu miðað við
árstíma og má rekja hlýindin til
austanvinda sem bera með sér
hlýtt loft úr suðri. I gær mæld-
ist 19 stiga hiti á Nautabúi í
Skagafírði og Möðruvöllum í
Hörgárdal, 18 stiga hiti var á
Akureyri og léttskýjað og 17
stiga hiti í Reykjavík. Utlit er
fyrir áframhaldandi austlæga
átt og hlýindi næstu daga.
Björn Einarsson veðurfræð-
ingur segir að þessu valdi víð-
áttumikil lægð við írland sem
beini hlýjum austlægum vind-
um til landsins. Mestur hiti í
september í Reykjavík hefur
mælst 18,5 stig. Björn segir að
náttúruleg skýring á hlýindun-
um sé hin víðáttumikla lægð við
írland. Þetta sé óskastaða fyrir
Sunn- og Norðlendinga en hins
vegar liggi þoka yfir Austur-
landi og þar hafi víðast verið
um 10 stiga hiti. Athygli vekur
að á Hveravöllum var um miðj-
an dag í gær 12 stiga hiti.
Um helgina er von á lægð
upp að landinu.
Ljósmynd/Landhelgisgæslan
Páll Geirdal, stýrimaður á TF-SIF, þyrlu Landhelgisgæslunnar, fylgir þeim Pétri Erni Sverrissyni og Kristni
Stefánssyni að þyrlunni þar sem þeir félagarnir fundust um 5 km suður af Landmannalaugum í gær.
Bankinn mun til að byrja með ein-
göngu þjónusta launþega. Ætlunin
er m.a. að bjóða upp á debetkorta-
reikning með stighækkandi vöxtum,
sparireikninga með markaðstengdri
ávöxtun, afborgunarsamninga,
veltukort hliðstæð því sem SPRON
hleypti af stokkunum í mars sl., og
fasteignalán til allt að 30 ára.
Ekki krafist ábyrgðarmanna
Ólíkt því sem tíðkast í hefðbundn-
um bankaviðskiptum krefst Net-
bankinn ekki ábyrgðarmanna, held-
ur er væntanlegum viðskiptavinum
gert að fylla út umsókn á Netinu og
að lokinni eignakönnun og greiðslu-
mati, er úthlutað lánaheimild til við-
skiptavinarins, sem tryggð er
tryggingabréfi í fasteign. Að því
fengnu getur viðkomandi gengið að
lánaheimildinni visri og það eina
sem hann þarf að gera er að senda
tölvupóst um upphæð og lánstíma
og lánið er afgreitt um hæl.
Lánsheimildinni má ráðstafa á
milli ólíkra reikninga en tfi að við-
halda henni þurfa viðskiptavinir að
senda bankanum afrit af skatt-
skýrslu sinni árlega.
■ Stefnan/22
Umfangsmikil leit í nærri sólarhring að tveimur mönnum hlaut farsælan endi
Fundust við góða heilsu
eftir villur í þoku
ÞAÐ urðu fagnaðarfundir við flugskýli Land-
helgisgæslunnar á sjöunda tímanum í gær þegar
þyrla Landhelgisgæslunnar kom með mennina
tvo, sem umfangsmikil leit hafði verið gerð að í
nærri sólarhring uppi á sunnanverðu hálendinu.
Fjölskyldur mannanna biðu eftir þeim í oívæni
og hrósuðu happi yfir því að hafa heimt þá heila
úr villum.
Mennirnir, sem eru alvanir fjallgöngumenn,
fundust um fimm kílómetra suður af Land-
mannalaugum laust fyrir klukkan 18 í gær. Þeir
voru þá á leið í Landmannalaugar, en höfðu
villst í þoku á sunnudag og hafst við í svefnpok-
um sínum aðfaranótt mánudags á ókunnugum
stað. Þar héldu þeir kyrru fyrir frá kl. 16 á
sunnudag til kl. 15 í gær.
Jeppabifreið þeirra fannst mannlaus vestan
við Hrafntinnusker skömmu eftir klukkan 15 í
gær og var leitarmönnum fjölgað eftir því sem
leið á leitina uns þeir voru orðnir á annað hundr-
að seinnihluta dags í gær, úr björgunarsveitum í
Ámes- og Rangárvallasýslu og Reykjavík. Enn-
fremur voru Skaftfellingar tilbúnir að senda
menn á vettvang.
Villugjarnt í skarðinu
við Hrafntinnusker
Annar mannanna, Pétur Öm Sverrisson, sagði
í samtali við Morgunblaðið við komuna til
Reykjavíkur í gær að það væri vel þekkt að villu-
Suðurnimur
fyárihuer £
tinnu- A«SkáIi F.í.
siir ;Reykjaíjöli
Höföavatn
Háalda V“nd“sil KSSs,*-
__________________ B=,.’ŒSkallFI
Tvemenningar I Blálioúkur
Reykjadalir
Hrafntimift- ýó
ftratut
finnst
Skalli
i___________________,_Ae .'Söðull L'ri,.ö_ %
-<--------------
Bíll tvemenn-
inganna finnst
gjarnt væri í skarðinu við Hrafntinnusker. Hefði
hnausþykk þoka orðið til þess að hann og félagi
hans, Kristinn Stefánsson, villtust. „Við vorum
að koma úr skálanum [í Hrafntinnuskeri] að
morgni sunnudags og vorum búnir að átta okkur
á því að við værum villtir. Það átti ekki að vera
nema í mesta lagi 45 mínútna gangur að bílnum,“
sagði Pétur Öm, en jeppanum höfðu þeir lagt um
2-3 km frá skálanum í Hrafntinnuskeri. Hann
sagði að þeir félagar hefðu verið með áttavita en
ekki GPS-staðsetningartæki og bætti við að það
hefði verið það sem þá í raun vantaði.
Þegar þyrla Landhelgisgæslunnar fann
mennina vora þeir komnir á ról og voru komnir
inn á stikaða gönguleið áleiðis til Landmanna-
lauga í blíðskaparveðri. „Við áttum eftir um
klukkustundargang inn í Landmannalaugar og
höfðum þá verið á ferðinni í um tvo tíma,“ sagði
Pétur Örn.
Þeir Pétur Öm og Kristinn höfðu hringt í eig-
inkonur sínar á laugardaginn og sagst vera á
leið í Hrafntinnusker og ætluðu næst að láta
vita af sér morguninn eftir. Þegar það brást
reyndu eiginkonur þeirra og ættingjar að hafa
samband við þá í bílasíma þeirra með reglulegu
millibili fram eftir degi en árangurslaust. Var þá
haft samband við Landmannalaugar og þaðan
var hringt í Lögregluna á Hvolsvelli þaðan sem
eftirgrennslan hófst fyrst. Um klukkan 22 á
sunnudagskvöld var leit síðan hafin, sem lauk
seinnihluta dags í gær.
Fjölskyldum þeirra Péturs Arnar og Kristins
varð ekki svefnsamt aðfaranótt mánudags er
þær biðu í óvissu um afdrif þeirra félaga en nutu
mikils stuðnings lögregluþjóns úr Reykjavíkur-
lögreglunni sem dvaldi hjá þeim í gær og studdi
fjölskyldurnar þar sem þær höfðu komið saman
heima hjá Pétri Erni. Að sögn móður Péturs
Arnar hafði lögregluþjónninn mjög róandi áhrif
á ættingjana og skráði niður allar vísbendingar
sem komið gætu að gagni við leitina og veitti
þeim upplýsingar um gang mála í leitinni.
Jeppabifreið þeirra félaga er ennþá við
Hrafntinnusker og hennar verður vitjað síðar.