Morgunblaðið - 09.10.1999, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 09.10.1999, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 229. TBL. 87. ÁRG. LAUGARDAGUR 9. OKTÓBER 1999 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Dómstóll heimilar framsal Pinochets til Spánar Urskurðinum áfrýjað til æðra dómstigs London, Madrid, Santiago. AP, ATP, Reuters. BRESKUR dómari kvað í gær upp þann úrskurð að heimilt sé að fram- selja fyrrverandi einræðisherra Chile, Augusto Pinochet, til Spánar þar sem hann á yfir höfði sér réttar- höld vegna ákæra um að bera ábyrgð á pyntingum. Akvörðunin bindur enda á fjögurra daga málarekstur í breskum réttarsal, þar sem verjend- ur Pinochets hafa reynt að koma í veg fyrir að framsalskrafa spænsks dómara nái fram að ganga. Þeir hafa þegar áfrýjað úrskurðinum til æðra dómstigs á Bretlandi. Pinochet, semekki var sjálfur við- staddur þegar ákvörðunin var til- kynnt, sagði í yflrlýsingu sem lesin var í réttinum að málaferlin væru vanvirðing við fullveldi Chile og að atburðir í Chile væru Spáni óviðkom- andi. „Spánverjar hafa ekki fært fram minnstu sannanir um sekt mína og það hefur alla tíð verið ljóst að krafa um framsal mitt hefur átt sér pólítískar rætur,“ sagði meðal annars í yfirlýsingunni. Ættingjar þeirra sem voru líflátnir eða hurfu sporlaust á valdatíma Pin- ochets í Chile fógnuðu úrskurðinum víða um heim en stuðningsmenn ein- ræðisherrans fyrrverandi voru vonsviknir. í Madrid hafði hópur fólks safnast saman á torgi í mið- borginni og fagnaði mannfjöldinn ákaft þegar niðurstaðan var tilkynnt. I Santiago, höfuðborg Chile, hafði fólk, sem tilheyrir samtökum ætt> ingja „hinna horfnu“, safnast saman og brutust út fagnaðarlæti þegar tíð- indin urðu kunn en í úthverfi borgar- innar þar sem stuðningsmenn Pin- ochets höfðu safnast saman, meðal annars kaupsýslumenn og hermenn á eftirlaunum, sáust margir fella tár. Skapar mikilvægf fordæmi Urskurðurinn sem heimilar fram- sal Pinochets er talinn merkur út frá þjóðréttarlegu sjónarmiði og skapar mikilvægt fordæmi. Spænska fram- salskrafan var byggð á því að sam- kvæmt sáttmála Sameinuðu þjóð- anna gegn pyntingum, sem bæði Bretland og Spánn eiga aðild að, hafi spænskir dómstólar lögsögu í málinu. Fari svo að æðra dómstig staðfesti Reuters Ættingjar fólks sem hvarf á valdatíma Augustos Pinochets fagna úrskurðinum í Santiago, höfuðborg Chile, í gær. ö DONDE ESTAN ? heimild til framsals getur farið svo að málinu verði aftur áfrýjað upp á æðsta dómstig landsins, laganefnd lávarðadeildar þingsins. Lávarða- deildin hefur áður komið við sögu í málaferlunum gegn Pinochet því í fyrra komst hún að þeirri niðurstöðu að hann nyti ekki friðhelgi sem fyrr- verandi þjóðarleiðtogi. Það er því næsta víst að lagaleg meðferð máls- ins í Bretlandi muni halda áfram, jafnvel mánuðum saman, en innan- ríkisráðherra landsins, Jack Straw, mun svo eiga síðasta orðið um hvort Pinochet verði framseldur. CIA neitar aðild að mannshvarfi Leynd var í gær létt af skjali bandaríska utanríkisráðuneytisins, þar sem fram kemur að vera kunni að leyniþjónusta Bandaríkjanna, CIA, hafi átt þátt í hvarfi bandaríska blaðamannsins Charles Horman í Chile árið 1973. Herinn, undir for- ystu Augustos Pinochets, hafði þá nýlega tekið völdin í landinu. I skjal- inu segir að CIA hafi annaðhvort veitt herforingjastjóminni í Chile upplýsingar sem leiddu til morðsins á Horman, eða gefið til kynna að stofn- unin myndi ekki bregðast við hvarfi hans. Fulltrúai- CIA vísuðu þessu á bug í gær. Kvikmyndin „Missing“, sem fjallar um hvarf Hormans, hlaut Óskarsverðlaun árið 1982. 200 rússneskir hermenn sagðir hafa fallið í gær Hörðustu bardagarnir í Tsjetsjníu til þessa Grozny, Moskvu. AFP, Reuters. Reuters Tsjetsjenskir flóttamenn bíða eftir matarskammti sinum við landa- mæri héraðsins Ingúsetíu í gær. HERSVEITIR Tsjetsjníu réðust í gærmorgun á rússneska hermenn í átökum sem talin eru hafa verið þau hörðustu frá því bardagar stríðandi fylkinga hófust. Aslan Maskhadov, forseti Tsjetsjníu, sagði í gær að hersveitir sem berð- ust fyrir sjálfstæðu ríki múslíma í Norður-Kákasus hefðu ráðist á Rússa við bæinn Ishcherskaya á norðurbakka Terek-árinnar, sem er á valdi Rússa, og að 200 rússneskir hermenn hefðu fallið. Rússneskir herforingjar viðurkenndu að bar- dagar hefðu verið harðir og að mannfall hefði orðið í þeirra röðum. Stjórnvöld í Moskvu útilokuðu ekki í gær að hersveitir myndu sækja fram og hertaka Grosný, höfuðborg Tsjetsjníu, en þau líta á landið sem hluta af Rússlandi. Maskhadov sagði í gær að Tsjetsjenar væru reiðubúnir að berjast við Rússa og að baráttuvilji þeirra væri mun meiri nú en í Tsjetsjníu-stríðinu 1994-96. Rúss- neski herinn hefur nú um þriðjung Tsjetsjníu á valdi sínu og telja sér- fræðingar að Rússar ætli sér að nota svæðið sem stuðpúða gegn sókn uppreisnarmanna gegn þeim. Forseti Tsjetsjníu fór þess á leit við Atlantshafsbandalagið (NATO) í gær að það beitti sér við lausn átakanna, að sögn RJA-fréttastof- unnar. „Það sem er að gerast í Tsjetsjníu í dag er brot á lýðræði og mannréttindum og grefur undan alþjóðastofnunum," segir í bréfi Maskhadovs til George Robertsons, nýskipaðs framkvæmdastjóra NATO. í beiðni sinni til NATO bið- ur Maskhadov bandalagið um að- stoð við að leysa átökin „með hlið- sjón af venjum og gildum alþjóða- laga“. Stjórnvöld í Tsjetsjníu telja sig stjórna sjálfstæðu ríki en ekkert ríki hefur þó viðurkennt fullveldi þess og Moskvustjórn lítur á landið sem hluta af Rússlandi. Er talið fullvíst að beiðni Maskhadovs til NATO fari sérstaklega fyrir brjóst- ið á Kremlverjum, einkum í ljósi þess að samskipti þeirra og NATO versnuðu verulega á meðan átökin á Balkanskaga stóðu sem hæst. Orsök lestarslyssins í London • • Onnur lestin fór yfir á rauðu ljósi Færri fórust en óttast var London. AFP, Reuters. ORSÖK lestarslyssins í London á þriðjudag má að öll- um líkindum rekja til þess að lestarstjóri annarrar lestarinn- ar hafi virt rautt stöðvunarljós við mót lestarteina að vettugi skömmu fyrir áreksturinn, að því er fram kemur í bráða- birgðaskýrslu breskra yfir- valda um slysið, sem birt var í gær. I skýrslunni segir að afar ólíklegt sé að stöðvunarljósa- búnaður hafi verið í ólagi. Yfir- völd hafa gert rekstraraðilum jámbrautanna skylt að leggja fram áætlun um bætur á ör- yggismálum innan eins mánað- ar. Talið að ekki færri en 40 hafi látið lífið Breska lögreglan tilkynnti í gær að færri hefðu farist í slys- inu en óttast var. Var mat lög- reglunnar á fjölda látinna lækkað úr 127 í um 40, enda hafði komið í ljós að margir þeirra sem saknað var og ótt- ast að hefðu verið um borð í lestinni voru heilir á húfi. Þeg- ar hafa fundist lík 30 farþega og hafa verið borin kennsl á 12 þeirra. Erfitt fyrir Iestarstjóra að sjá umferðarljósið Vie Coleman, yfírmaður eft- irlits með bresku járnbrautun- um, sagði í gær að báðar lest- arnar hefðu haft búnað er var- ar lestarstjóra við stöðvunar- Ijósum framundan. Sagði hann að rannsóknin hefði ekki leitt neitt í Ijós sem benti til þess að þessi búnaður hefði ekki virkað sem skyldi. Bætti hann því við að þrátt fyrir að svo virtist sem allur búnaður hefði verið í lagi, mætti ekki umsvifalaust draga þá ályktun að lestarstjóra lest- arinnar sem fór yfir á rauðu ljósi væri um að kenna. I bráðabirgðaskýrslunni kemur fram að erfitt hafi verið fyrir lestarstjóra að sjá um- ferðarljósin við teinamótin sem um ræðir, og að vitað væri um átta tilvik á síðustu sex árum þar sem lest hafi farið yfir á rauðu ljósi á þessum sama stað.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.