Morgunblaðið - 09.10.1999, Blaðsíða 73

Morgunblaðið - 09.10.1999, Blaðsíða 73
MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM ERLENDAR Ásgerður Jóhanns- dóttir verkefnastjóri skrifar um nýjustu plötu Chris Comell, Euphoria Moming. Rokkgoð í rólegheitunum EG HEF hlustað á Soundgar- den í tíu ár og verð því að játa að ég beið með nokkurri eftirvæntingu eftir sólóplötu Chris Comell fyrrum söngvara þeirrar mætu sveitar. Nú er ekki í frásögur færandi að fólk bíði eftir nýjum plötum en í þessu tilviki leið tíminn hægt. Comell var búinn að vera að dunda við þetta í tvö ár og útgáfu- degi frestað oftar en einu sinni. Nú er biðin á enda og Euphoria Morning í spilaranum hjá mér nokkurn veginn frá morgni til kvölds. Platan kom mér ekki mikið á óvart en það er ekki þar með sagt að Cornell sé að endurtaka gamla slagara. Þvert á móti. A Euphoria Morning tekst honum að víkka út sjóndeildarhringinn án þess að missa sjónar á því sem hef- ur mótað hann í gegnum tíðina. Platan inniheldur tólf lög ásamt einu aukalagi sem er frönsk útgáfa af fyrsta smáskífulaginu „Can’t Change Me“. Lagið er Zeppelin- bítlablanda með austrænu poppí- vafi og gefur tóninn fyrir þau margbreytilegu áhrif sem finna má á plötunni. Eftir fyrsta poppáfallið, náði ég mér nokkuð íljótt, og finnst mér sem ég heyri Tom Waits, Zeppelin, Bítlana og gömlu Aerosmith anda einhvers staðar þarna í bakgrunninum. Svo laum- ast þjóðlagaáhrif inn í mörg lag- anna, hverrar þjóðar er eriftt að segja til um en hreinn gospelblús í „When I’m Down“ kemur á óvart. Lagið er tilraun Cornell til að semja klassíska blúsballöðu. Hann varð að fá að gera það að minnsta kosti einu sinni og getur verið stoltur af afrakstrinum. Titillag plötunnar er Sweet Euphoria sem Cornell tók upp einn heima hjá sér, augljóslega í mestu rólegheit- um því hér er á ferðinni þjóðlaga- kennd ballaða sem eflaust á eftir að verða klassísk Platan er þó ekki öll á ljúfu nót- unum því hinn þungi kraftur sem Cornell hefur alltaf borið með sér fær að njóta sín í „Follow My Way“, „Mission“ og „Steel Rain“ sem eru þau lög sem minna helst á gömlu Soundgarden en það er kannski kaldhæðni að þau eru samin af Natöshu Sheider og Alain Johannes úr Eleven ásamt Corn- ell. Ekki er heldur til baga hversu vel Cornell tekst til í lögum eins og „Preaching the End of the World“ og „Flutter Girl“ sem sumir vilja hneigja til Bítlanna en minna mig einnig ofurlítið á Beck og Björk þó ekki sé hægt að bera saman söngstíl eða melódíumeldingar þeirra. Látnir félagar eru ekki langt undan og samdi Cornell „Wave Goodbye“ í virðingarskyni við hinn látna vin sinn Jeff Buckley. í því lagi syngur hann í svipuðum stíl og Buckley og nær að koma mér enn og aftur á óvart í raddmeðferð og söngstíl. Þetta hljómar kannski eins og einn hrærigrautur en svo er ekki. Tilraunastarfseminni er ekki ofaukið á plötunni og hefur hún yfir sér góðan heildarsvip en er á sama tíma nógu fjölbreytt til að detta ekki niður í endurtekn- ingu. Cornell heldur sínum per- sónulega stíl í gegnum öll lögin og erfitt er að tiltaka eitt lag umfram annað sem besta lag plötunnar. Það er sjaldan sem ég fæ plötu í hendurnar sem er öll jafngóð, en Euphoria Moming er einmitt þannig gripur, verk sem vex með hverri hlustun. Persónuleg sýning NÚ FER að nálgast dagurinn mikli, þegar persónulegir munir leikkonunar goðsagnakenndu Marilyn Monroe verða boðnir upp. Sýning á völdum hlutum úr safninu var haldin í París í vikunni og meðal þess sem fyrir augu bar var kjólinn sem hún klæddist er hún söng með sinni blíðu röddu afmælissöng Johns F. Kennedy Banda- ríkjaforseta árið 1962. Uppboðið fer fram í New York í uppboðshúsi Christiar dagana 27.-28. október svo þeir sem áhuga hafa á að kaupa eitthvað sem Marilyn Monroe snerti ættu að bóka far sem fyrst. Teiknuð Biblíusaga Egypski prinsinn (The Prince ofEgypt)_ Teiknimynd ★★★ íslenskar leikraddir: Felix Bergsson, Hjálniar Hjálmarsson, Selma Björns- dóttir, Margrét Sigurðarddttir o.fi. 96 mín. Bandarísk. ClC-myndbönd, september 1999. Öllum leyfð. DRAUMASMIÐJA Stevens Spielberg á heiðurinn af þessari ágætu teiknuðu biblíusögu um Móses. Myndin er vel heppnuð og teiknimyndin greinilega mjög hentugt tæki til að segja sögur af þessu tagi. Hún er ekki síður ætl- uð fullorðnum en börnum og ættu flestir að geta notið þess að fylgjast með ævintýr- um Gamla testamentisins með að- stoð nýjustu tölvutækni í teikni- myndagerð. Handritið er skemmti- lega útfært og leggur mikla áherslu á sambandið milli uppeldisbræðr- anna Móses og krónprins Egypta- lands og síðar Farós. Fjölskyldu- dramað er athyglisverð viðbót við hefðbundnari útgáfur þessarar þekktu sögu um frelsun hebresku þjóðarinnar úr ánauð Egypta. I út- gáfunni er bryddað upp á þeirri bráðsniðugu nýjung að láta mynd- ina fylgja í upprunalegri útgáfu, þ.e. eins og hún var áður en prýðilegur íslenskur leiklestur var settur inn á. Guðmundur Ásgeirsson. LAUGARDAGUR 9. OKTÓBER 1999 73 V. Success Lift frá Guerlain Nýjung sem lofar góðu Success Lift nefnist nýtt krem í Issima-línunni frá Guerlain. Áhrif þess eru skjótvirk og langvarandi. Nokkuð sem þú munt kunna að meta. Þeir sem gleggst til þekkja kalla þetta „andlitslyftíngu án skurðaðgerðar". Sérkenni þessarar nýjungar eru þau að kremið gengur hraðar og dýpra inn í húðina en áður hefur þekkst. Success Lift dregur einfaldlega I fram það fegursta í hörundi þínu og gefur húð þinni fínlega og a fallega áferð. Kemur í 30 ml bláu p °§ gylltu pumpuglasi. Guefuain PABIS Utsölustaðir: Snyrtistofan Guerlain, Óðinsgötu, Clara Kringlunni, Snyrtivöruverslunin Glæsibæ, Glæsibæ, Oculus, Austurstræti, Andorra, Strandgötu Hafnarfirði, Stella Bankastræti, Sandri, Smáratorgi, Apótek Keflavíkur, Amaro Akureyri, Farðinn Vestmannaeyjum '.s., Iriand Sérferð til Killarney Við bjóðum einstaka helgarferö í haustsæluna á írlandi til borgarinnar Killarney. Borgin er í Kerry- héraði sem er eitt það fallegasta á írlandi, þar sem fjöll, dalir og ásar skapa fornum minjum og lifandi menningu ógleymanlega umgjörö. í ferðinni er m.a. boðiö upp á spennandi skoðunarferöir, skemmtilegar göngur og frábæra golfvelli. Killarney er líflegur og fallegur bær sem hefur aö bjóöa allt sem prýðir góðan ferðamannabæ auk þess sem sönn trsk kráarstemmning er þar engu lík. kl. 9. a//a vlrka „ 4Éí mk Samvinnuferðir Landsýn Á verði fyrir þigl
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.